Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 ísland og EES Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða eftir Önnu Snæbjörnsdóttur í Morgunblaðinu 2. september sl. birtist grein eftir Bjöm Bjamason þingmann, þar sem hann er að vitna í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá 30. ágúst. Greinin nefnist: Þing- umræður um EES og stjómarskrána. Þar segir: „Þeim sem ekki situr á Alþingi og þar með ekki heldur und- ir ásökunum um að hann bijóti gegn stjórnarskránni með því að ljá EES- samningnum lið sitt, kann að þykja umræður um stjómarskrárþátt máls- ins lítils virði. Fyrir þingmenn skipt- ir hins vegar miklu að kanna þennan þátt eins nákvæmlega og unnt er.“ Umfjöllun Reykjavíkurbréfs mun hafa átt við málsmeðferð í þingsöl- um. Ætli það yrði ekki býsna erfitt að finna þann fulltíða íslending, sem teldi það lítils virði að þingmenn færu að stjómarskipunarlögum. Þingmenn verða að vinna eið að stjómarskránni, án þess geta þeir ekki hafið störf sem slíkir. Hljóta þeir því ekki jafnframt að hafa fyr- irgert starfi sínu jafnskjótt og þeir brytu eiðinn og gerðust eiðrofar? Færi svo yrði atkvæði þeirra lítils virði. Snúum okkur aftur að grein Bjöms. „Leitað hefir verið til lög- fræðinga í því skyni og liggja fjórar skriflegar greinargerðir á borðum þingmanna." Hér á hann við eftir- taldar greinargerðir: I. EES og stjómarskráin, eftir dr. Guðmund Alfreðsson, sem hann skrifaði fyrir utanríkismálanefnd Al- þingis. Guðmundur er doktor í þjóð- rétti og einn bezt menntaði ísíend- ingur á því sviði. Varla var því hægt að velja hæfari mann til verksins. Auk þess var hér hlutlausum aðila farið verkefnið og það var gert á lýðræðislegan hátt, þar sem hópur þingmanna úr öllum stjómmála- flokkum sóttist eftir áliti hans. II. Stjómarskráin og EES-samn- ingurinn, mat fjögurra manna nefnd- ar. Nefndina skipuðu þrír virtir lög- fræðingar, sem valdir voru af utan- ríkisráðherra sjálfum, fjórði nefndar- maðurinn var skipaður samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðherra. Nefndina skipuðu Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, Gunnar G. Schram prófessor, Stefán Már Stef- ánsson prófessor og Ólafur W. Stef- ánsson _ skrifstofustjóri. III. Álit prófessors Bjöms Þ. Guð- mundssonar, er hann sendi utanríkis- málanefnd. I formála álitsgerðarinn- ar segir prófessor Bjöm: „Ég væri ekki samkvæmur sjálfum mér ef ég léti þess ekki getið að lokum, þótt í hlut eigi hæstvirt utanríkismála- nefnd, að mér Jiefur runnið til rifja gálaust tal ýmissa stjómmálamanna um stjómarskrárlegan þátt þessa máls en um hann einan er hér fjall- að. Það má aldrei verða í þingræðis- ríki að framkvæmdavaldshafar mis- leiði þjóðfélagsþegnana í afstöðu' sinni til lagagrunns sem þjóðin bygg- ir tilveru sína á.“ IV. Stjómarskráin og EES eftir Davíð Þór Björgvinsson dósent, sem telur sig hafa fært rök fyrir því að ákvæði EES-samningsins feli ekki í sér framsal á ríkisvaldi. Grípum enn niður í grein Bjöms Bjamasonar. „Hins vegar má minn- ast þess, að Morgunblaðið hefur birt í heild álitsgerð Qögurra lögfræð- inga, er utanríkisráðherra fól að gera fræðilega úttekt á EES og stjómar- skránni. Þeir telja samninginn ekki andstæðan stjómarskránni." Þetta er eina greinargerðin, sem Björn minnist á, enda vinnuplagg stjómarinnar. Hvorki kýs Bjöm að ræða greinargerð dr. Guðmundar „í þeirri stöðu sem nú er komin upp virðist aðeins um eina lausn að ræða. Hún er sú að fram fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig og aðeins þann- ig er hægt að forða handhöfum löggjafar- valdsins frá því, að taka þá áhættu, að fyrirgera æru sinni með því að brjóta sjálfa stjórnar- skrána.“ Alfreðssonar, sem tekur af öll tví- mæli um að EES-samningurinn stangist á við stjómarskrána, né virð- ast vamaðarorð prófessors Bjöms Þ. Guðmundssonar, hvers rök hníga í sömu átt, hafa náð eyrum hans. Er það í anda sjálfstæðisstefnunn- ar, að hafna lýðræðislegum vinnu- brögðum, en kjósa að fylgja þeim, sem sýna á sér einræðislegar til- hneigingar? „Þessi hugsjón frelsis og sjálf- stæðis mætir nú öndverðri öllu, þar sem er stefna sósíalista. Þeirra „hug- sjón“ ser sú að velja fáeina forráða- menn til þess að hafa vit og stjóm fyrir allan fjöldann. ófrelsi og ósjálf- stæði einstaklinganna er höfuðein- kenni stefnunnar. Frá henni er ekki nema stutt spor yfir í einveldisstjóm, og þetta stutta spor hafa ráðríkir sósíalistaforingjar stigið á vorum dögum, bæði á Rússlandi (Lenín) og á Italíu (Mússólíni). Til eru og til hafa verið þjóðir, þar sem manndóm- ur einstaklinganna sýnist svo lítill, að ófrelsi virðist hæfa þeim best.“ Hér leyfir greinarhöfimdur sér að vitna í skrif Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins og síðar forsætisráðherra, sem birtist í blaðinu Heimdalli árið 1930, þar sem hann er að skýra stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Og hvílík vizka, að starfa sam- kvæmt gögnum sem fela í sér vafa á eigin verðleika (hér er, að sjálf- sögðu, átt við að einkanefndarmenn utanríkisráðherra töldu sig verða að slá vamagla við niðurstöðum sínum) en hafna handbæmm gögnum, er leiða til skýrrar og afdráttarlausrar niðurstöðu. Hefði einkanefndin aftur á móti komist að sömu niðurstöðu og dr. Guðmundur og prófessor Bjöm, hefði verið stór vandi á höndum fyrir títt nefndan ráðherra, því hann er búinn að skrifa undir samninginn. Og það varðar ráðherra ábyrgð, að gera neitt það er skert geti frelsi eða sjálfsfor- ræði landsins. Honum hefði því borið að segja af sér. Þess ber að geta, að fjölmargir aðrir málsmetandi íslenzkir lögfræð- ingar hafa varað við stjómarskrár- broti þeirra er samþykkja EES- samninginn að stjómarskránni óbreyttri. Einn þessara manna er formaður Lögmannafélags íslands, Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar- lögmaður. Hæfustu lögfræðingar frændþjóða okkar hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu, að EES-samn- ingurinn feli í sér valdaframsal, Það er athyglisvert að danska þjóðin, auk margra annarra Evrópu- þjóða, skuli teljast hafa nægan manndóm til að taka sínar eigin ákvarðanir. Það var einmitt í Dan- Anna Snæbjörnsdóttir mörku sem þjóðhetja okkar íslend- inga, Jón Sigurðsson, forseti, fómaði ævi sinni og kröftum, til að íslenzka þjóðin næði rétti sínum. Hann mat þjóð sína ekki manndómsrýra. Hann vissi að hún var fullfær um að stjóraa sínum eigin málum. Hið unga islenska lýðveldi, sem ekki hefur enn náð að standa í full 50 ár, stendur nú frammi fyrir því að þess eigin böm svíkist aftan að því. í þeirri stöðu sem nú er komin upp virðist aðeins um eina lausn að ræða. Hún er sú að fram fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þannig og aðeins þannig er hægt að forða handhöfum löggjafarvaldsins frá því, að taka þá áhættu, að fyrirgera æru sinni með því að bijóta sjálfa stjóm- arskrána. Ef þjóðin hafnar aðild verður ekki um neitt stjómarskrárbrot að ræða. Fari á hinn bóginn svo að þjóðin þekki ekki sinn vitjunartíma og hún samþykki aðild, jafnframt því að öll hin EFTA-ríkin geri það einnig, þá fyrst þarf að fara að huga að stjóm- arskrárbreytingu. Höfundur er hönnuður og rak eigin innfl.- og heildsölufyrirtæki írúm 20 ár. Tímasprengja á Reykj avíkurflug've lli eftir Ólínu Þorvarðardóttur Degi er tekið að halla. Myrkrið sígur yfir borgina, ljós kvikna í hús- um og umferðaróróinn kyrrist. Fólk er að ganga til náða, böm komin undir sæng. Utan úr Qarskanum berst þungur gnýr sem magnast og færist nær. Flugvél að koma inn til lendingar. En það er eitthvað ein- kennilegt við hljóðið, hve það hækkar og þyngist, ljósin færast neðar og neðar, þau nálgast húsin óðfluga ... síðan sprenging! Eldhaf. Og svo kvalaóp fólksins í húsunum sem fær enga björg sér veitt. Kyrrlátt kvöldið er orðið að logandi martröð. Það hefði getað gerst hvar sem var. Að þessu sinni gerðist það við Schipol í Amsterdam. Ég minnist þess hvemig mig kitl- aði í magann, átta ára bam, þegar tekið var á loft frá Reykjavíkurflug- velli og borgin skrapp saman fyrir neðan mig, breyttist í matchbox bíla og lítil kubbahús sem ég gat virt fyrir mér góða stund áður en vélin skreið í stórum sveig út á Faxafló- ann. Ég velti því stundum fyrir mér í þá daga hvað myndi gerast ef við dyttum niður á húsin. Eða á götuna þar sem vegfarendur fóru ferða sinna óttalausir; konur með pínulitla barnavagna og bflar fullir af ósýni- legu fólki. Sömuleiðis sótti að mér ógnvænleg tilfinning þegar komið var heim úr sveitinni að hausti og aðflugið tekið yfir miðbæinn. Það var engu líkara en hjólin strykjust við húsþökin síð- ustu sekúndumar fyrir lendingu. Einkum hafði ég áhyggjur af ljósa- staurunum við Hringbraut sem mér fannst ævinlega að myndu rekast upp undir flugvélina. Ásættanlega áhætta? Árum saman hafa menn borið ugg í bijósti vegna sívaxandi flugumferð- ar við Reykjavíkurflugvöll. Völlurinn er auk þess þannig í „sveit settur“ að það býður heim á stórslysi, færi eitthvað úrskeiðis. Norðanmegin við völlinn eru ein fjölfömustu umferðargatnamót borgarinnar við Hringbraut. Þar skall niður feijuflugvél fyrir fáum árum, miðja vegu milli flugvallar og Hringbrautar. Sunnanmegin er lá- greist en þétt íbúðabyggð. Ekki eru mörg ár sfðan farþegaflugvél hlekkt- ist á í flugtaki og rann stjómlaus út á Suðurgötu. Austanmegin og vestan eru sömuleiðis fiölmenn íbúa- og at- hafnasvæði. Það er alkunna að flugvélum hlekkist einkum á í flugtaki og lend- ingu. Því skelfilegri verður tilhugs- unin um miðbæinn þar sem stjóm- sýslan er nánast öll samankomin í einni bendu: Alþingishúsið, ráðhúsið, umhverfisráðuneyti, samgönguráðu- neyti, félagsmálaráðunevti að ógleymdu forsætisráðuneyti og stjómarráðsbyggingunni við Amar- hól. Menntaskólinn í Reykjavík, Hót- el Borg auk fjölmargra verslana og þjónustustofnana sem allar liggja í næsta nágrenni við fluglínu véla í aðflugi eða flugtaki. Yfir miðbænum sveimaði vélarvana einkaflugvél fyrir tveimur árum skömmu áður en hún fórst við Ægisíðu. Einka- og kennsluflugið burt Síðastnefnda flugslysið varð til- efni þess að borgarfulltrúar Nýs vett- vangs fluttu um það tillögu í borgar- stjóm Reykjavíkur í nóvember 1990 að þá þegar yrði hafist handa í sam- vinnu við flugmálayfirvöld að finna nýtt flugvallarsvæði undir einka- og kennsluflug, með það fyrir augum að beina slíkri flugumferð frá Reykjavíkurflugvelli. I greinargerð með tillögunni kemur fram að um 75% flugumferðar um Reykjavíkur- flugvöll sé vegna einka-, æfinga- og kennsluflugs. Árið áður höfðu alls orðið ríflega 109 þúsund lendingar og flugtök á vellinum, þar af voru lokalendingar einungis um fjórðung- ur allra „hreyfinga" á vellinum. Það þýðir að öll önnur flugtök og lending- ar voru vegna æfingaflugs. Samkvæmt upplýsingum frá flug- málastjóm höfðu þá orðið um 60 slys og óhöpp við flugvöllinn frá upphafi, þar af vel á fjórða tug vegna einka- og kennsluflugs. Af þeim tilfellum höfðu 22 skapað umhverfishættu, þar em um var að ræða hreyfilbilan- ir eða erfiðleika í flugtaki og að- flugi. Um að bil helmingur þessara óhappa átti sér stað á síðastliðnum áratug. Tillögu borgarfulltrúa Nýs vett- vangs var vísað til borgarráðs. Leið svo og beið. í millitíðinni var að störf- um nefnd á vegum samgönguráðu- neytisins sem átti að skila áliti um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það álit var lagt fram síðasta vetur, og þar kemur fram sú einróma afstaða að stefna beri að því að flytja æfinga og kennsluflug frá Reykjavíkurflug- Ólína Þorvarðardóttir „Það hlýtur sömuleiðis að vekja furðu þegar menn þrjóskast við og vísa frá tillögu sem fel- ur í sér að framfylgja stefnu sem allir hlutað- eigandi, þar á meðal borgaryfirvöld, hafa þegar fallist á.“ velli. Samskonar stefnumótun hafði einnig um svipað leyti komist inn í Aðalskipulag Reykjavíkur, væntan- lega vegna nýafstaðinnar umræðu í borgarstjóm. „Ekki benda á mig,“! Og þannig var staðan nú í haust- byijun, að allir sem málið varðaði virtust orðnir sammála um að flytja bæri einka- og kennsluflugið frá Reyjavíkurflugvelli. Hefði nú í ljósi þessa mátt ætla að menn tækju því vel að enn skyldi vakin athygli á málinu, enda frumkvæði það eina sem virtist skorta. Nú dustaði ég rykið af tillögu Nýs vettvangs og endurflutti hana í borgarráði í lok ágúst. En viti menn: Tillögunni var vísað frá. Og rökin? Jú, tillagan var „óþörf“, að mati formanns skipulags- nefndar, þar eð aðalskipulag gerir ráð fyrir að „athugað verði með flutning einka- og kennsluflugs" eins og segir í bókun með frávísunartil- lögunni. Svo mörg vora þau orð. Það er vitanlega undranar- og áhyggjuefni að meirihluti borgarráðs skuli ekki sjá ástæðu til að sam- þykkja tillögu sem þó er í fullu sam- ræmi við stefnu skipulagsyfirvalda og felur í sér að viðurkenndum stefnumiðum sé hrint í framkvæmd. Það hlýtur sömuleiðis að vekja furðu þegar menn þijóskast við og vísa frá tillögu sem felur í sér að framfylgja stefnu sem allir hlutaðeigandi, þar á meðal borgaryfirvöld, hafa þegar fallist á. Viðbrögðin vekja þann óþægilega gran, að í augum sjálf- stæðismanna skipti meira, „hver“ flytur tillöguna heldur en það „hvem- ig“ hún hljóðar. Nú er allt við það sama og fyrr. Menn hafa þvegið hendur sínar og þurrkað af óljósri stefnumótun í aðai- skipulagi og nefndaráliti samgöngu- ráðuneytis, en enginn tekur af skar- ið. Á meðan tifar tímasprengjan við Reykjavíkurflugvöll, þar sem sek- úndur skera úr um það hvorrt flug- vél hlekkist á innan vallar eða utan: Hvort hún kemur niður á Hring- brautinni, í miðbænum eða Faxafló- anum. Sú áhætta hlýtur að valda borgaryfirvöldum þungum áhyggjum sem þegar myndi létta talsvert ef þyngstu flugumferðinni yrði beint annað. Ég skora því á borgaryfirvöld að beita sér í málinu og láta ekki freist- ast til að vísa ábyrgðinni annað. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.