Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
19
Alþjóðlegar skuldbind-
ingar og álit Islands
eftir Iouri Rechetov
í máli Eðvalds Hinrikssonar er
ekki bara að ræða um ásakanir um
manndráp - þrátt fyrir að jafnvel
eftir íslenskum hegningarlögum sé
það afbrot ekki háð fymingu.
Hér er ekki bara um að ræða
fjöldamorð í venjulegri merkingu,
en þjóðarmorð (hópmorð). Þetta er
verknaður sem miðar að því að
útrýma hópi manna sem eru af
sama kynstofni eða hafa sömu trú,
þar á meðal morð á meðlimum
slíkra hópa. Þessi skilgreining á
þjóðarmorði er úr Sáttmála frá
1948 til að koma í veg fyrir þjóðar-
morð og til að koma fram refsingu
vegna slíkra brota. Aðildarríki þess
sáttmála hafa staðfest með I. gr.
að þjóðarmorð sé ekki bara giæp-
ur, en brot á þjóðarétti og skuld-
bundið sig til að koma í veg fyrir
og refsa fyrir slík brot. Skylda
aðildarríkjanna felst meðal annars
í því að koma á samsvarandi lög-
gjöf (gr. V). ísland hefur staðfest
þennan sáttmála.
Það er líka aðili að fjórum Genf-
arsáttmálum frá 1949; Pjórði sátt-
málinn fjallar um vemd almennra
borgara á stríðstímum. Samnings-
aðilar taka með honum á sig þá
skyldu að refsa þeim, sem hafa
framið stríðsglæpi.
í sáttmála frá 1968, sem gerður
var á vegum Sameinuðu þjóðanna,
var staðfest sú regla að laga-
ákvæði um fyrningu og skyldar
takmarkanir á saksókn og refsingu
taki ekki til stríðsglæpa og glæpa
gegn mannkyninu.
I ályktun Allsheijarþingis Sam-
einuðu þjóðanna frá 1973 sérstök
áherzla lögð á alþjóðlega samvinnu
um rannsókn, handtöku, framsal
og refsingu gagnvart mönnum sem
gerst hafa sekir um stríðsglæpi og
glæpi gegn mannkyninu.
Niðurstaða tveggja lögfræðinga
um þjóðaréttarreglur varðandi mál
Eðvalds Hinrikssonar „er sú að al-
mennur þjóðarréttur leggur í viss-
um tilvikum skyldur á herðar ein-
staklingum sem eru víðtækari en
Iouri Rechetov
„Niðurstaða tveggja
lögfræðinga um þjóðar-
réttarreglur varðandi
mál Eðvalds Hinriks-
sonar er sú að almenn-
ur þjóðarréttur leggur
í vissum tilvikum skyld-
ur á herðar einstakling-
um sem eru víðtækari
en sú ábyrgð sem kveð-
ið er á um í landslög-
um.“
sú ábyrgð sem kveðið er á um í
landslögum. Þetta þýðir með öðrum
orðum að hugsanlegt er að ein-
staklingur sé brotlegur við alþjóða-
reglur enda þótt samsvarandi regl-
ur sé ekki að finna í landslögum.
Þessar reglur er einkum að finna
í þjóðréttarsamningum, en einnig
í öðrum skráðum og óskráðum rétt-
arheimildum þjóðaréttarins. Meðan
á heimsstyijöldinni síðari stóð voru
stríðsglæpir án vafa andstæðir við-
urkenndum þjóðarétti og síðar var
staðfest að glæpir gegn mannkyn-
inu og þjóðarmorð (hópmorð) væru
það einnig. Ríki er því skylt, að
þjóðarétti, að hefja rannsókn út af
slíkum brotum og refsa fyrir þau
eftir því sem tilefni gefst til.“
Ég er þeim algjöriega sammála,
vegna þess að þessi niðurstaða
staðfestir meginreglu bæði þjóða-
réttar og landsréttar um óumflýj-
anlega refsingu fyrir glæpi.
Því miður er ekki hægt að segja
sama um þann kafla álitsgerðar,
sem fjallar um aðstæður í Eistlandi
1939—1944. Þessi kafli hefur lítið
með lögfræði að gera.
Rannsókn og öflun sönnunar-
gagna í slíkum málum eru ekki
einföld. Þrátt fyrir það hafa dóms-
málayfirvöld Astralíu, Bandaríkj-
anna, ísraels, Kanada, fýrrum Sov-
étrílq'anna og Þýskalands rannsak-
að og rannsaka nú mörg slík mál
sjálfsagt með ströngu tilliti til skil-
yrða um réttláta og löglega með-
ferð mála. Milliríkjasamstarf í þess-
um efnum hefur reynst mjög vel.
Sá sem sakaður er um slík brot
hlýtur að hafa sjálfur fyrst og
fremst áhuga á óhlutdræginni
rannsókn, ef hann telur sig sak-
lausan. En jafnvel ef hann verður
fundinn sekur geta dómsmálayfir-
völd náðað hann af mannúðará-
stæðum.
Mér skilst að slík meðferð mála
væri meira í samræmi við alþjóðleg-
ar skuldbindingar og samsvaraði
áliti íslands sem réttarríkis.
Brot gegn mannkyninu eru nú
framin í fyrrverandi Júgóslavíu,
Sovétríkjunum og á fleiri stöðum,
Þeir, sem fremja þau, mega ekki
gera sér vonir um að komast hjá
refsingu fyrir slíka glæpi.
Höfundur er doktor í þjóðarétti
og meðlimur íráði Sameinuðu
þjóðanna um afnám
kynþáttamisréttis. Höfundur
greinarinnar skrifaði hana sjálfur
á íslensku og lýsir hún
persónulegu áliti hans.
BRÆDURNIR
ruTkx-i
NHF
BOSCH
VERKSTÆÐI
Lágmúla 9 sími 3 88 20
• Vélastillingar
• Smurþjónusta
• RaMðgerðir
• Ljósastillingar
• Díselverkstæði
k.
á
Fyrsta tilbob í spariskírteini
ríkissjóbs verbur mibviku-
daginn 14. október
Næstkomandi miðvikudag fer fram fyrsta tilboð í
spariskírteini ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin
verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
Flokkur Lánstími Gjalddagi
l.fl.D 1992 5 ár 1. febrúar 1997
l.fl.D 1992 10 ár 1. apríl 2002
Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi Islands
og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu-
lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskír-
teinin eru hvattir til að hafa samband við
framangreinda aðila, sem munu annast
tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari
upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn
14. október. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins /
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
LANASYSLA RIKISINS
ÞJÓNUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,