Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
AFGASROLLUR
og brautir
fyrir bílaverkstæöi
Olíufélagið hf
603300
BOSCH
V E R S L U N
Lágmúla 9 sími 3 88 20
RAFGEYMAR
ALLT AÐ 28%
L Æ K K U N
MIKIÐ ÚRVAL
ÓKEYPIS ÍSETNING
FÁEIN dæmi um verðlækkanir
gerö nú áöur ukkkun
12 V/44Ah 5.276 7^40^ 28,74%
12 V/ 60Ah 5.998 7J35 22,46%
12 V/ 88Ah 9.582 1>552 17,05%
ORÐ OG EFNDIR
eftir Steinar J.
Lúðvíksson
í kosningabaráttunni fyrir síðustu
alþingiskosningar var Sjálfstæðis-
flokkurinn oftsinnis gagnrýndur fyr-
ir stefnuleysi í ýmsum málaflokkum.
Aldrei heyrðist það þó að flokkurinn
hefði ekki stefnu i skattamálum enda
voru orð forystumanna flokksins um
þann málaflokk skýr og afdráttar-
laus. Menn kváðu fast að orði. Það
var kominn tími til „að vinda ofan
af skattabijálæði vinstri flokkanna"
og gera rækilegan uppskurð á ríkis-
útgjöldum. Sjálfsagt hafa margir
stutt flokkinn í kosningunum ein-
ungis vegna þessara loforða og með
þá von í huga að staðið yrði við fyrir-
heitin. Formaður flokksins, Davíð
Oddsson, var nefnilega þekktur fyrir
það, þegar hann var borgarstjóri í
Reykjavík, að standa við kosninga-
fyrirheit sín. Þá var meira að segja
birtur loforðalisti fyrir kosningar og
síðan aftur þegar leið á kjörtímabil-
ið. Þar gat hver og einn séð svart á
hvítu hvemig var með orð og efndir
og meira að segja hakað við í þar
til gerða reiti.
Nú virðist hið fomkveðna vera
að sannast að hægara er um að tala
en í að komast. Þau áform, sem nú
eru boðuð í ríkisíjármálum í tengsl-
um við fjárlagaframvarp ársins
1993, era ekki líklegtil þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn fái merki í reitinn
um skattastöðnun. Þær kerfisbreyt-
ingar, sem boðaðar hafa verið varð-
andi virðisaukaskatt, era til þess
gerðar að afla ríkissjóði aukinna
tekna. Reikningsmeistarar fjármála-
ráðuneytisins munu hafa reiknað
ríkissjóði um 1,5 milljarða króna í
tekjur af breytingunni og myndi slíkt
einhvem tímann hafa verið kallaðar
myndarlegar skattaálögur á almenn-
ing í landinu. Eins og alltaf áður,
þegar auknar skattaálögur era boð-
aðar, er það gert í nafni réttlætis-
ins. Nú er sagt að þær undanþágur,
sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð sam-
hentur að á sínum tíma, hafi mikið
óréttlæti í för með sér og það þurfí
vitanlega að afnema slíkt. Af ræðu
og skrifum forystumanna flokksins
mætti marka að slíkt væri aðalatrið-
ið. Hitt væri meira tilviljun að þessi
„leiðrétting" færði ríkissjóði veraleg-
ar tekjur. Það virðist litlu máli skipta
í þessari „réttlætisbaráttu" flokksins
þótt heilar atvinnugreinar séu lagðar
í rúst og allstór hópur fólks missi
atvinnu sína. Tryggingastofnun rík-
isins mun væntanlega greiða þessu
fólki atvinnuleysisbætur en hópurinn
er sennilega talinn svo fámennur að
það muni ekki um þann blóðmör-
skepp í sláturtíðinni. Og svo mun
hluti hópsins, sem missir vinnu sína,
eins og t.d. rithöfundar, ekki eiga
rétt á bótum.
Að undanfömu hefur töluvert ver-
ið fjallað um rök þess að útgáfustarf-
semi og fjölmiðlun í landinu fái
áfram innskattinn í virðisauka-
skattskerfmu endurgreiddan.
Reyndar er það svo að erfitt er fyr-
ir almenning að átta sig á því hvem-
ig þetta kerfi virkar og því tiltölu-
lega auðvelt fyrir stjónmálamenn að
haga orðum sínum þannig að al-
menningur fái það jafnvel á tilfinn-
inguna að viðkomandi aðilar hafi
beinlínis hagnast á þessu kerfi. Mátti
t.d. lesa slíkt út úr orðum sem Morg-
unblaðið hafði eftir fjármálaráðherra
eigi alls fyrir löngu. Enginn þarf þó
að láta sér detta það í hug að ráð-
herrann viti ekki betur. Kerfíð hefur
einfaldlega verið þannig að umrædd-
ir aðilar hafa greitt virðisaukaskatt
af aðföngum sínum og síðan fengið
sömu upphæð endurgreidda. Með
öðram og auðskiljanlegri orðum:
Þegar upp hefur verið staðið hafa
verið jafnar tölur tekju- og gjalda-
megin — þ.e. ekki hefur verið greidd-
ur virðisaukaskattur af þessari starf-
semi.
í raun er óþarfí að rifja upp rök
þess að þessu fyrirkomulagi var
komið á við upptöku virðisauka-
skatts á íslandi. Allt, sem þá var
sagt og samþykkt á Alþingi, m.a.
af núverandi stjómarflokkum, er enn
í fullu gildi og hafí þá verið þörf er
nú nauðsyn þegar öll landamæri era
að opnast og íslensk tunga mun eiga
í enn meiri vamarbaráttu en nokkra
sinni áður. Ólíkt stærri og fjölmenn-
ari lönd en ísland telja nauðsyn á
að grípa til sérstakra ráðstafana til
þess að vema þjóðtungu sína. Ég
leyfi mér að hvetja þá, sem efast
um rök, að lesa Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins frá 20. september
sl. og einnig grein sem birtist í
Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar er
í raun sagt allt, sem segja þarf, og
þar er einnig fjallað um þær afleið-
ingar sem þessi breytta stefna mun
hafa í för með sér.
En ef fjallað er um réttlæti á
annað borð þá er vert að benda
stjórnmálamönnum á þá staðreynd
að útgáfuaðilar og fjölmiðlar fara
afskaplega mismunandi út úr hinni
fyrirhuguðu kerfísbreytingu. Við
einn fjölmiðil kemur hún t.d. ekkert,
þ.e. Ríkisútvarpið, sem allir lands
menn era skyldugir að kaupa áskrift
að, hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Bóka- og tímaritaútgáfa verður
hins vegar mest fyrir barðinu á kerf-
isbreytingunni og er vandséð hvern-
ig þessar atvinnugreinar lifa hana
af, nema þá með þeim tilfæringum
að flytja meira eða minna af starf-
semi sinni til útlanda. Það þarf eng-
inn að halda að þessir aðilar eigi
möguleika á því að veita kostnaðar-
hækkunum, sem kerfísbreytingin
hefur í för með sér, út í verðlagið.
Benda má á þá staðreynd að íslensk
tímaritaútgáfa á nú þegar í mjög
harðri verðsamkeppni við innflutt
tímarit, tímarit sem gefin era út
fyrir margfalt stærri markað en ís-
lensku tímaritin. Þessi erlendu tíma-
rit geta menn keypt í áskrift án
þess að greiða af þeim virðisauka-
skatt. Það má líka benda á þá stað-
Steinar J. Lúðvíksson
„Benda má á þá stað-
reynd að íslensk tíma-
ritaútgáfa á nú þegar í
mjög harðri verðsam-
keppni við innflutt
tímarit, tímarit sem
gefin eru út fyrir marg-
falt stærri markað en
íslensku tímaritin.
Þessi erlendu tímarit
geta menn keypt í
áskrift án þess að
greiða af þeim virðis-
aukaskatt.“
reynd að meginhluti bókasölu á ís-
landi fer fram síðustu vikumar fyrir
jól. Það þýðir að bóksala er nátengd
jólagjafamarkaðnum. Á þeim vett-
vangi eiga bækurnar nú þegar í
harðri samkeppni við ýmsa vöra.
Ætla menn það að samkeppnisstaða
bókanna myndi batna ef þær hækk-
uðu skyndilega um 18%?
Stjómmálamönnum er ugglaust
kunn sú staðreynd að síðustu árin,
sem bækur bára söluskatt, átti öll
bókaútgáfa í landinu mjög undir
högg að sækja. Afnám skattsins
varð hins vegar töluverður aflgjafi
fyrir útgáfuna enda lækkuðu bækur
þá um fjórðung og urðu samkeppn-
ishæfar sem jólagjafír. Þótt nokkur
gróska hafi verið í útgáfu undanfar-
in tvö ár er það staðreynd að nær
öll útgáfufyrirtæki era mjög veik-
burða og megna ekki að taka á sig
neinar álögur, hvort sem þær felast
í auknum sköttum eða þá minni sölu
vegna hækkaðs verðs.
I umræðunni nú hefur einnig ver-
ið fjallað um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í þessum málum og rifjuð
upp samþykkt landsfundar flokksins
frá 1989 um að öll útgáfu- og menn-
ingarstarfsemi skuli undanþegin
virðisaukaskatti. í grein sem Bjöm
Bjarnason alþingismaður skrifaði í
DV 24. september sl. segir hann
m.a. um þetta mál: „Um þetta
(ályktunina frá 1989) er eins og
endranær nauðsynlegt að hafa það
sem sannara reynist. í ályktun
landsfundar sjálfstæðismanna frá
1991 er hvatt til þess að undirbúin
verði umtalsverð lækkun á hlutfalli
virðisaukaskatts. Síðan segir: Þessu
markmiði þarf að ná með breikkun
skattstofnsins (afnám undanþága),
minni ríkisumsvifum og óbreyttri
heildarskattlagningu á áfengi, tóbak
^ og bensín." Verður ekki annað séð
af skrifum þingmannsins en að hann
telji að umrædd samþykkt réttlæti
aðgerðir flokksins nú. Víst er rétt
að hugmyndin mun vera sú að lækka
skattþrep virðisaukaskattsins úr
24,5% í 23,5%. Kannski er það um-
talsverð breyting að einhverra mati,
en hræddur er ég samt um það að
önnur túlkun hafí falist í samþykkt
landsfundarins. Erfítt er að koma
auga á að samþykktin frá 1989 sé
úr gildi fallin fyrr en a.m.k. forsend-
ur seinni samþykktarinnar (um um-
talsverða lækkun virðisaukaskatts-
ins), era í heiðri hafðar. Það má ein-
ungis ítreka að hafi verið ástæða til
að leggja ekki virðisaukaskatt á út-
gáfu- og menningarstarfsemi árið
1989 þá hafa engar forsendur breyst
svo til batnaðar í þessum atvinnu-
rekstri að það réttlæti þær auknu
álögur sem nú era fyrirhugaðar.
Ekki verður annað sagt en að
grein Bjöms Bjamasonar hafí komið
nokkuð á óvart. Sennilega hafa
margir talið að einmitt hann yrði
ötull baráttumaður fyrir því að fjöl-
miðlar og útgáfustarfsemi mætti
búa við óbreytt skilyrði og baráttan
fyrir samdrætti í ríkisumsvifum yrði
fremur hert en þess freistað að leysa
vanda ríkissjóðs með auknum
skattaálögum. Bjöm ætti, af eigin
raun, að þekkja vel til útgáfustarf-
semi á íslandi og möguleikana sem
hún hefur til að taka á sig auknar
álögur þar sem hann var um langt
skeið einn af forsvarsmönnum eins
stærsta útgáfufyrirtækis á íslandi,
Almenna bókafélagsins.
Að lokum langar mig að vitna í
orð sem skrifuð vora í hið rökfasta
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá
20. september sl., en þar er kannski
meginkjami þessa erfíða máls dreg-
inn saman í eina málsgrein:
„Nái hugmyndir ríkisstjómarinn-
ar fram að ganga er fyrirsjáanlegt
að prentstarfsemi flytzt í auknum
mæli úr landi og atvinna stórminnk-
ar í þessari atvinnugrein. Tekju-
aukning sem ríkisstjómin ætlar að
ná í ríkissjóð verður bundin í upplög-
um bóka og tímarita í tollvöru-
geymslu. Það er óþolandi framkoma
af hálfu stjómvalda að breyta sí og
æ forsendum fyrir Qárhagslegum
ákvörðunum fólks og fyrirtækja til
margra ára. Raunar ættu afleiðingar
þess á síðasta áratug að hafa orðið
til þess að binda í stjómarskrá
ákvæði sem komi í veg fyrir slíkt
athæfi óábyrgra stjómmálamanna."
Höfundur er rithöfundur og
aða.Iritstjóri Fróða hf.
Atlmgið! Nýr glætilcgur nn/uclnlisti fæ*t í vertlun okknr n kr. 200,-.
Nýji myndalistinn er
hugmyndabanki sem
veitir pér innsýn í pað
glæsilega vöruúrval
sem fæst aðeins í Habitat.
Allt vandaðar vörur sem
gefa heimilinu fallegt
yfirbragð. Njóttu pess að
velja pinn eigin stíl!
LAUGAVEGI 13 - SlMI (91) 625870
BÍLASTÆÐI
Næg bilastæöi á Bergstööum
(bilageymsluhús) á homl Skóla-
vöröustigs og Bergstaöastrætis.
habitat