Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 22
Svíþjóð eða
Færeyjar -
Hvert stefn-
ir á íslandi?
FÉLAG frjálslyndra jafnaðar-
manna, sem er aðildarfélag að
Alþýðuflokknum, býður til opins
fundar um efnið: Sviþjóð eða
Færeyjar - Hvert stefnir á Is-
landi? miðvikudaginn 14. október
nk. kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu
við Bankastræti 2.
í Svíþjóð hafa stjóm og stjóm-
arandastaða staðið saman að neyð-
aráætlun í ríkisfjármálum og efna-
hagsstjóm til endurreisnar sænsku
atvinnulífi. Færeyingar hafa verið
sviptir fjárforræði, en hvert stefnir
hér á landi?
Er vandi okkar að einhveiju leyti
sá sami og þessara þjóða? Hvað
gætum við lært af þeim aðgerðum
sem sænskir stjómmálaflokkar
hafa sameinast um?
Frummælendur verða Þorkell
Helgason, aðstoðarmaður heilbrigð-
isráðherra, og Þorvaldur Gylfason,
hagfræðiprófessor. Þorkell var í
Svíþjóð í síðustu viku og kynnti sér
aðgerðir og vinnuaðferðir sænsku
stjómarinnar og samstarfíð við
stjómarandstöðuna, en Þorvaldur
hefur um árabil fylgst með sænsk-
um efnahagsmálum. Fundarstjóri
verður Guðmundur Ólafsson, hag-
fræðingur. Fundurinn er öllum op-
(Fréttatilkynning)
-----♦ ♦ ♦
Heimsklúbbur
Ingólfs
Ferð á Expo-
Pesca í Chile
MORGUNBLAÐINU hefur boríst
eftirfarandi fréttatilkynning:
„í tilefni þess að ein mesta físk-
veiðiþjóð heimsins, Chilebúar, efnir
til stórrar sjávarútvegssýningu í
Santiago de Chile dagana 2.-5.
desember nk. býður Heimsklúbbur
Ingólfs hagstætt ferðatilboð á sýn-
inguna 29. nóv. til 7. des. Nokkur
íslensk fyrirtæki taka þátt í sýning-
unni en Heimsklúbburinn aðstoðar
alla sem hafa áhuga á að kynna
sér hana og hið fagra land Chile
um leið. Flug og gisting á fyrsta
flokks hóteli kostar 140 þúsund
krónur á mann að meðaltali. Kynn-
isferð verður um Santiago sem þyk-
ir ein fegursta borg Suður-Amer-
íku.
Ingólfur Guðbrandsson telur að
hægt sé að stórlækkka ferðakostn-
að Islendinga á erlendar sýningar
séu rétt sambönd nýtt og sem flest-
ir ferðist eftir sömu áætlun."
(Fréttatilkynning)
sesi íisaðTJio .ei sruí>Aauiara« aiaAJanuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 13. OKTOBER 1992
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Mannvirkjasjóður NATO
Mikíl óvissa um umfang-
varnarliðsframkvæmda
imuui sivui uui upp a ^u-ou /o uiasj
MIKIL óvíssa ríkir nú um hver verða verkefni Islenskra aðal-
verktaka á Keflavíkurflugvelli næstu tvö árin. í Brussel bíður
stjórn Mannvirkjasjóðs NATO tillagna um verkefnalista og for-
gangsröð, bæði frá SACLANT (yílrhershöfðingja Atlantshafs-
flotasljórnarínnar) og SACEUR (yfirhershöfðingja Atlantshafs-
bandalagsins í Evrópu). Búist er við slíkum tiUögum á næst-
unni, en enn liggur ekki fyrir hvort Bandaríkjastjórn tekst að
afla þess fjármagns sem þarf, eftir að Bandaríkjaþing ákvað
að hafna ósk Bandaríkjastjómar um 221 milljón dollara tíl
Mannvirkjasjóðs NATO, og veita einungis 60 mil(jónir dollara.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fulltrúar Banda-
ríkjamanna í höfuðstöðvum NATO í Bmssel þó lýst því yfir að
Bandaríkjamenn muni standa við allar sínar skuldbindingar um
framkvæmdir á vegum NATO næstu tvö árin.
Hjá íslenskum aðalverktökum
er nú talið að niðurskurður sá
sem blasir við í varnarliðsfram-
kvæmdum á næsta ári, miðað við
árið í ár, sé á bilinu 20-30%.
Gengið er út frá því sem vísu að
niðurskurðurinn verði ekki minni
en 20%, þótt framkvæmdir næsta
árs séu að stórum hluta þegar
ákveðnar og komnar í gang. 20%
niðurskurður framkvæmda á
milli ára jafngildir því að fjár-
framlög til framkvæmda hér á
landi á næsta ári verða 40 millj-
ónir dollara í stað 50 milljóna á
þessu ári. Verði niðurskurðurinn
hins vegar eins og svartsýnustu
spár gera ráð fyrir, eða 30%, jafn-
gildir það því að framkvæmt yrði
hér á landi fyrir 35 milljónir doll-
ara í stað 50 milljóna dollara.
Vitað er að íslenskir aðalverk-
takar munu þurfa að segja upp
talsverðum fjölda starfsmanna,
hver sem niðurstaðan verður. Þar
mun einkum um það að ræða að
þeim sem starfa á stórtækum
vinnuvélum í allskyns jarðveg-
sundirbúningi verði sagt upp, þar
sem slík vinna mun ekki fyrirsjá-
anleg á næsta ári. Þá mun ljóst
að einnig þurfí að segja upp tals-
verðum íjölda annarra starfs-
manna og samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins er nú mikill
órói í röðum starfsmanna Aðal-
verktaka, sem óttast um atvinnu-
öiyggi sitt í þegar mjög ótryggu
atvinnuástandi í Reykjanesskjör-
dæmis.
SACLANT og SACEUR vinna
nú að tillögum um hvaða verk-
efni eigi áfram að vera á fram-
kvæmdalista, en þessum tveimur
aðilum var falið að skera niður
eins og hægt væri, bæði gömul
verkefni sem ekki hafði enn ver-
ið hafist handa við og ný verk-
efni, sem jafnvel höfðu verið
gangsett, en væri ódýrara að
stöðva en ljúka. Þetta var sú lína
sem gefín var í júlímánuði í sum-
ar, áður en stjóm Mannvirkja-
sjóðsins fór í sumarfrí.
Samkvæmt upplýsingum frá
Brussel er nú vitað að SACLANT
hefur gengið frá lista um þau
verkefni sem sett skulu til hliðar,
a.m.k. um stundarsakir. Sam-
kvæmt sömu upplýsingum eru
engin þau verkefni á þeim lista,
sem mest hefur verið rætt um
að lokið verði hér á landi; þar
er um að ræða flugskýlisverkefn-
ið, olíuleiðslur og olíutankaverk-
efnið og frágang þeirra og eru
þessar framkvæmdir taldar vera
nokkuð ofarlega á forgangslista
SACLANT. Þessi verkefni munu
áfram vera á listanum um þau
verkefni sem ljúka ber á næstu
árum, þó að slíkar tillögur hafí
enn ekki verið lagðar formlega
fram í stjóm Mannvirkjasjóðsins.
Jafnvel er búist við því að slíkar
tillögur verði lagðar fram á fundi
stjómar sjóðsins síðar í þessari
viku eða þeirri næstu. Það mun
meðal annars ráðast af því hve-
nær SACEUR verður tilbúið með
sínar tillögur, en undir þá fellur
stór hluti af heildarfjárveiting-
unni til þessara mála, eða liðlega
80% Qármagnsins.
Þá er ekki ljóst enn með hvaða
hætti NATO hyggst bregðast við
þeim niðurskurði sem Banda-
ríkjaþing boðaði um síðustu mán-
aðamót, eða að einungis yrðu
veittar 60 milljónir dollara sem
framlag Bandaríkjamanna til
næsta fjárhagsárs Mannvirkja-
sjóðs NATO, í stað þeirrar 221
milljónar dollara sem Bandarílqa-
stjóm sótti um á sínum tíma. Inn
í þetta dæmi má segja að bland-
ist alls konar endurgreiðslur, sem
eru á víð og dreif um kerfíð,
þannig að þessi 221 milljón doll-
ara sem Bandaríkjastjóm sótti
um er í raun og vera viðbót við
aðra fjármuni sem hún hefur til
ráðstöfunar í hermálum, til þess
að geta staðið við sínar skuld-
bindingar, að óbreyttu verkefna-
magni, miðað við ákveðna viðm-
iðun, sem er einhvers staðar ná-
lægt 1,2 milljörðum dollara. Það
er sú upphæð sem NATO-ríkin
vilja sameiginlega stefna að, að
hafa til ráðstöfunar á þessu ári,
og tveimur næstu áram.
Þar sem Bandaríkjaþing hefur
formlega séð aðeins samþykkt
60 milljóna dollara íjárveitingu,
í stað 221 milljónar, sem sótt var
um, yarð það til þess að ákveðið
var að leita eftir fjármunum úr
öðram sjóðum til þess að brúa
bilið. Ekki liggur fyrir að hve
miklu leyti það tekst, og því hef-
ur óvissa um framkvæmdir á
vegum Mannvirkjasjóðs NATO á
næstunni aukist, en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
hafa fulltrúar Bandarílq'amanna
hjá NATO í Brassel gefíð út skýr-
ar yfírlýsingar þess efnis að þeir
hyggjast standa við allar sínar
skuldbindingar fyrir árin 1993
og 1994. Jafnframt því sem þeir
hafa upplýst að þeir hafi nægi-
legt fjármagn til þess að borga
sinn hlut í þeim framkvæmdum
sem þegar era hafnar.
Ljóst þykir að þeim verkefnum
sem stjóm Mannvirkjasjóðsins
mun á næstunni samþykkja að
ráðist verði í, verður raðað upp
í ákveðna forgangs- og tímaröð
innbyrðis, en á þessu stigi mun
ekki hægt að segja til um hvar
verkefni eins og flugskýlið á
Keflavíkurflugvelli, olíuleiðslur
og olíutankar og frágangur
þeirra verkefna, lenda innan
þeirrar röðunar, þannig að segja
má að óvissan um umfang verk-
efna á Keflavíkurflugvelli á
næstunni hafí aukist, ef eitthvað
er, þótt endanleg niðurstaða geti
orðið í þá vera sem stefnt hefur
verið að. Um slíkt vilja embættis-
menn í Brassel ekkert fullyrða
að svo komnu máli. Hver svo sem
verður niðurstaðan, liggur í það
minnsta fyrir að íslenskir aðal-
verktakar þurfa á næstunni að
undirbúa sig fyrir veralegan sam-
drátt í framkvæmdum á næsta
ári.
Einar frá Skamma-
dalshóli látinn
EINAR H. Einarsson, fyrrum
bóndi á Skammadalshóli í Mýr-
dal, lést í Vík síðastliðinn mið-
vikudag, áttatíu ára að aldrí.
Einar var þekktur áhugamaður
um náttúru íslands.
Þýska sendiráðið
Minningarbók
um WillyBrandt
Vegna fráfalls Willy Brandts
fyrrum kanslara Þýskaíands, sem
lést 8. október sl., mun bók fyrir
samúðarkveðjur liggja frammi í
þýska sendiráðinu Túngötu 18
föstudaginn 16. október nk. í hana
geta menn ritað nöfn sín frá kl.
9-12 og 14-16.
Einar Halldór fæddist 16. apríl
1912. Foreldrar hans vora Einar
Þorsteinsson, bóndi á Skamma-
dalshóli, og Halldóra Gunnardóttir
kona hans. Einar lætur eftir sig
eiginkonu, Steinunni Stefánsdótt-
ur frá Kálfafelli. Þau voru bam-
laus.
Einar var bóndi á Skammadals-
hóli 1938 til 1990 og flutti þá á
Hjallatún, dvalarheimili aldraðra í
Vík.
Hann fékk ungur áhuga á nátt-
úrafræði, sérstaklega jarðfræði.
Las hann sér töluvert til um þessi
hugðarefni sín og skrifaði íjölda
greina um þau. Hann skrifaði
einnig mikið um þjóðfræði.
Einar hafði umsjón með jarð-
skjálftamæli fyrir Raunvísinda-
stofnun Háskólans og Veðurstofu
íslands frá 1971. Er mælir þessi
Einar H. Einarsson
liður í svokölluðu Kötluneti sem
ætlað er að spá fyrir um Kötlu-
gos. Þegar hann hætti búskap á
Skammadalshóli var hann fenginn
til að taka mælinn með sér á dval-
arheimilið og gætti Einar hans í
herbergi sínu til dánardags.
Eyjólfur Jónsson fyrrv.
framkvæmdastjóri látinn
EYJÓLFUR Jónsson fyrrverandi
framkvæmdastjórí Atvinnuleys-
istryggingasjóðs og skrífstofu-
sljóri Tryggingarstofnunar rík-
isins er látinn á 72. aldursári.
Eyjólfur fæddist þann 13. októ-
ber 1920 í Reykjavík og lauk lög-
fræðiprófí frá Háskóla íslands
áríð 1949. Eyjólfur starfaði hjá
Tryggingarstofnun ríkisins frá
upphafi en hann varð fastráðinn
lögfræðingur þeirrar stofnunar
1949.
Eyjófur var ráðinn skrifstofu-
stjóri Tryggingarstofnunar árið
1957 og skipaður í stöðuna af ráð-
herra árið 1959. í ársbyijun 1980
var Eyjólfur síðan ráðinn fram-
kvæmdastjóri Atvinnutrygginga-
sjóðs og gegndi hann því embætti
til ársins 1990 er hann lét af störf-
um sökum aldurs.
Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er
Eyjólfur Jónsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri Atvinnu-
tryggingasjóðs.
Guðrún J. Guðgeirsdóttir en þau
áttu saman fjögur uppkomin börn.