Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
25
Bílvelta í
Staðarsveit
Ólafsvík.
BÍLL eyðilagðist í umferðar-
óhappi á sjötta tímanum á
sunnudag við bæinn Bláfeld í
Staðarsveit. Tvennt var í bílnum
og voru þau flutt með sjúkrabif-
reið á heilsugæslustöðina í Ól-
afsvík með lítilsháttar meiðsli,
þó aðallega á höfði.
Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík
er talið að ökumaður bifreiðarinnar
hafi misst stjóm á bifreiðinni á
lausamöl. Lögreglan bendir á að
vegurinn á þessum slóðum er mjög
slæmur og áð þeir ökumenn sem
þama eru á ferð ættu að aka með
gát.
- Alfons
-----» ♦ o----
Kenýa-dag-
ar í Hlað-
varpanum
Nú standa yfir Kenýa-dagar
í Reykjavík í samvinnu Flug-
leiða, Kenya Airways, Norfolk
Hotel í Nairóbí og Ferðamála-
ráðs.
í dag milli klukkan 14 til 17
mun útskurðarmeistarinn John
Mwangangi á listmarkaðnum í
Hlaðvarpanum og sker út að hætti
innfæddra. Klukkan 14.30, 15.30
og 16.30 stíga Chukka-dansarar
frá Embu í Kenýa afríska dansa
og beija bumbur. Borið verður
fram te og kaffi í Betri stofu Hlað-
varpans.
■»■-»--»'
Ráðinn sveit-
arstjóri Bessa-
staðahrepps
UMSÓKNARFRESTUR um
stöðu sveitarstjóra í Bessastaða-
hreppi rann út 28. ágúst sl.
Umsækjendur voru 79. Nú hefur
verið ráðið í stöðuna og varð
fyrir valinu Gunnar Valur Gísla-
son, byggingaverkfræðingur, 34
ára frá Akranesi.
Gunnar Valur hefur undanfarin
ár starfað sem framkvæmdastjóri
VT Teiknistofunnar hf. á Akra-
nesi. Gunnar er kvæntur Áslaugu
Ragnarsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Gunnar mun taka við starfi
sveitarstjóra innan skamms. Hag-
vangur hf. ráðningarþjónusta sá
um ráðgjöf við val á sveitarstjóra.
» ♦ ♦
Rabbum
rannsóknir og
kvennafræði
Vinátta Guðs og kvennahreyf-
ingin, nefnist fyrirlestur séra Auð-
ar Eir Vilhjálmsdóttur sóknar-
prests um rannsóknir sínar í kven-
naguðfræði á vegum Rannsókna-
stofnunar í kvennafræðum við
Háskóla íslands miðvikudaginn 14.
október kl. 12-13 í stofu 202
Odda.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
r atVivig'ð'-
BRIMBORG
—•gB^
FAXAFENI 8 • SIMI 91 - 68 58 70
PAIHÆrgU
CHA RADE
Sá liprasti í bænum!
KOSTflR STAÐGREIDDUR, KOMINN fl GÖTUNA FRfl: