Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Ahrif ofbeldis-
mynda á börn og
unglinga
Parskipta- og samgöngutækni
nútímans hefur fært þjóðir
heims í sambýli. Aðstreymi utan-
komandi áhrifa á íslenzka menn-
ingu og á íslenzkt mannlíf er mik-
ið og vaxandi. Gjörbreyttri stöðu
okkar í íjölskyldu þjóðanna, að
þessu leyti, fylgja bæði kostir og
gallar. Kostimir eru mun fleiri -
en gallamir vega þungt. Það gild-
ir sum sé hið sama um það sem
miður hefur farið hjá milljónaþjóð-
um heims og það góða í þjóðlífí
þeirra og menningu, að það á
greiðari aðgang að fyrrum afkim-
um jarðar en áður.
í þessum efnum hefur fjölþjóð-
legt sjónvarp reynzt áhrifaríkt,
jafnvel skeinuhætt, hvað sam-
skipti fólks og hegðan varðar, sem
og ýmis sérkenni smærri menn-
ingar- og málsamfélaga. Niður-
stöður rannsókna, sem era tíund-
aðar í grein Ólafs Ólafssonar land-
læknis hér í Morgunblaðinu í fyrri
viku, staðfesta þannig, að ofbeld-
ismyndir ýta undir árásargimi,
meðal annars bama, og aðra
óæskilega hegðan í samfélaginu.
„Mörgum fínnst það þversögn,"
segir landlæknir í grein sinni, „að
ofbeldi er vaxandi vandamál í
flestum velmegunarþjóðfélögum.“
Vaxandi ofbeldi í íslenzku sam-
félagi er m.a. rakið til neyzlu eit-
urlyfja, sem víða era mikill böl-
valdur í lífi einstaklinga og þjóða.
Niðurstöður úr bandarískum
fjöldarannsóknum, sem landlækn-
ir vísar til, rekja rætur vaxandi
ofbeldis til fleiri átta. Þannig hef-
ur „rannsókn meðal bandarískra
fanga, sem dæmdir vora fyrir of-
beldisverk, leitt í ljós, að 22-36%
þeirra höfðu framið ofbeldisverk
sem vora nákvæm eftirlíking á
senum úr ofbeldismyndum í sjón-
varpi“.
„Niðurstöður fyrri rannsókna
hafa leitt í ljós,“ segir landlæknir,
„að ofbeldismyndir geta vakið
árásargimi með bömum og í ein-
staka tilfellum hefur verið greint
frá ofbeldisaðgerðum bama og
unglinga, sem voru nákvæmar
eftirlíkingar á ofbeldissenum í
sjónvarpi." Bamalæknasamtök í
Bandaríkjunum hafa og ráðlagt
að sjónvarpsáhorf bama verði tak-
markað við eina til tvær klukku-
stundir á dag.
Síðar í grein landlæknis, þar
sem fjallað er um rannsóknir á
ofbeldisverkum dæmdra fanga,
segir, „að eftir að tekið hafí verið
tillit til hugsanlegra samverkandi
þátta, svo sem ofbeldis í heima-
húsum, vímuefnaneyzlu, árangurs
í skóla o.fl., komi í ljós greinileg
fylgni milli ofbeldisverka á fullorð-
insáram og áhorfs ofbeldismynda
í sjónvarpi í æsku“.
Orðrétt segir í grein landlæknis:
„Ýmis samtök og stofnanir hafa
grandskoðað þessa þróun, svo sem
bandarísku læknasamtökin, heil-
brigðisyfírvöld, Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin og bamalækna-
samtök í Bandaríkjunum og telja
að sjónvarpsáhorf og þá sérstak-
lega ofbeldismyndir hafí haft mik-
il áhrif á að ofbeldi hefur aukizt
mikið.“
Ekki er hægt að horfa fram
hjá niðurstöðum faglegra kann-
ana af því tagi sem hér hefur
verið vitnað til, þótt fleira komi
til en sjónvarpið eitt. Það er held-
ur ekki við öðra að búast en því
að nánast síbylja ofbeldis í sumu
sjónvarpsefni hafa svipuð áhrif
hér á landi sem í umheiminum.
„Þótt margt hafí breytzt í [ís-
lenzkum] skólum til hins betra er
vaxandi áreitni og jafnvel ofbeld-
istilhneiging þar veralegt
áhyggjuefni foreldra og kennara,"
segir landlæknir. „Nú gera böm
og unglingar ekki upp sakirnar
vegna meintra ávirðinga „maður
gegn manni“ heldur áreitir gjam-
an hópur einn af tilefnislausu og
jaðrar oft við misþyrmingu sem
ekki tíðkaðist áður. Alþekkt er að
mörg böm/unglingar kaupi sér
vemd af skólafélögum gegn of-
beldi. Hvar skyldi þessi siður eiga
upptök sín?“
Ómar Smári Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn tekur í
sama viðvöranarstreng í grein hér
í blaðinu um neikvæð áhrif ofbeld-
ismynda. Hann segir það niður-
stöður rannsókna í Bandaríkjun-
um að ofbeldismyndir hvetji til
agaleysis og ofbeldis. „Þessar
rannsóknir staðfesta,“ segir lög-
reglumaðurinn, „að böm læra
ekki einungis meira um ofbeldi
heldur og nákvæmlega hvemig á
að framkvæma það.“ Ómar Smári
segir ekki rétt að taka niðurstöður
af þessu tagi of alvarlega „en þó
er vitað um allmörg ofbeldisbrot
í Bandaríkjunum, sem beinlínis
má rekja til undanfarandi áhorfs
unglinga á ofbeldismyndir í sjón-
varpi.“
Álvöru- og viðvöranarorð land-
læknis og lögreglumannsins um
óhugnanleg áhrif ofbeldismynda í
sjónvarpi, einkum á böm og ungl-
inga í mótun, eiga brýnt erindi
við alla. „Mest ábyrgð hvílir á
okkur foreldram," segir landlækn-
ir réttilega. En ábyrgðin nær til
allra, sem áhrif hafa á mótun og
viðhorf bama og unglinga, og
stuðla vilja að velferð náungans í
samfélaginu. Síðast en ekki sízt
hvílir ábyrgðin á þeim sem velja
útsendingarefni sjónvarpsstöðva,
sem ná augum og eyrum þorra
þjóðarinnar, ungra sem aldinna,
einhvem tíma dags eða kvölds ár
og síð og alla tíð.
Stefnuræða Daviðs Oddssonar forsætisráðherra
Varanlegur árangur bygg-
ist á varanlegum lausnum
HÉR fer á eftir stefnuræða Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra, sem hann flutti á Alþingi í
gærkvöldi. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðs-
ins.
Virðulegi forseti, góðir íslendingar.
Stefnuræða forsætisráðherra er nú flutt við
nokkuð aðrar aðstæður en hefðbundið er. Al-
þingi er ekki að koma saman að loknu löngu
sumarleyfí, heldur eftir stutt hlé, sem gert var
á störfum þess, en það kom saman til reglulegs
fundar hinn 17. ágúst síðastliðinn.
Samkvæmt sérstöku samkomulagi stjórnar og
stjómarandstöðu var meginverkefni sumarþings-
ins að ræða frumvarp til staðfestingar á samn-
ingi um hið evrópska efnahagssvæði og mál, sem
þeim samningi tengjast. Segja má að störf þings-
ins hafí gengið all vel og þingflokkamir hafi
komið sér sæmilega saman um hina formlegu
skipan mála hér á þinginu, þótt efniságreiningur
um þessi stóru mál sé veruíegur.
EES ákjósanleg millileið
Ekki er að efa, að sá ágreiningur hljóti að
koma þjóðinni nokkuð í opna skjöldu, því málið
bar þannig að henni við síðustu kosningar, að
fjórir af fímm helstu stjórnmálaflokkum þjóðar-
innar höfðu með beinum og óbeinum hætti lagt
blessun sína yfir samningagerðina eins og hún
þá stóð, en EES-samningurinn lá þá efnislega
fyrir í öllum aðalatriðum. Ég leyfi mér að full-
yrða, að það sem gerst hefur í samningaferlinum
frá síðustu kosningum er fremur í þágu ís-
lenskra hagsmuna en öndvert þeim. Mál standa
nú þannig í Vestur-Evrópu, þrátt fyrir sviptingar
á síðustu vikum, að flest bendir til, að öll önnur
ríki en ísland verði sameinuð í einu Evrópubanda-
lagi innan tíu ára. ísland hefur ekki valið þann
kost. Sú afstaða okkar hefur valdið nokkurri
undrun í röðum frænd- og vinaþjóða, en hún á
sér margar og eðlilegar skýringar. Þeirra er
ekki að leita í því að Islendingar vilji ekki eiga
góð og náin samskipti við nágranna sína í Evr-
ópu. Eg held að íslendingar eigi um það nánast
eina sál að vilja hvergi fremur eiga náin skipti
en við þær þjóðir, sem líkastar eru okkur að
uppruna, menningu og stjómmálaskipan. En við
sjáum fjölmarga annmarka á því fyrir litla þjóð
að ganga inn í Evrópubandalagið og vega þeir
miklu þyngra en sá ávinningur sem aðild kynni
að fylgja. Á hinn bóginn höfum við auðvitað
viljað treysta stöðu þjóðarinnar og koma í veg
fyrir að hún einangrist eða útilokist frá þessum
mikilvægustu viðskiptakostum sínum. Ríkis-
stjórnarflokkarnir telja, og það sama töldu Fram-
sóknarflokkur og Alþýðubandalag þar til fyrir
skömmu, að samningurinn um hið evrópska efna-
hagssvæði sé ákjósanleg millileið fyrir íslend-
inga. Með aðild að þeim samningi era okkur
tryggð þau viðskiptalegu skilyrði og kjör, sem
við megum ekki vera án. Á hinn bóginn felst
ekki í samningnum neitt fullveldisafsal, eins og
óneitanlega í aðild að Evrópubandalaginu. Hin
íslenska stjórnskipun, allar greinar íslensks full-
veldis, framkvæmdavald, dómsvald og löggjafar-
vald, stendur óhögguð eftir samninginn sem
áður. Einnig má minna á að samningnum má
hvenær sem er segja upp með tólf mánaða fyrir-
vara.
Framsókn og Alþýðubandalag skulda
þjóðinni skýringar
Tíminn líður hratt og 1. janúar 1993 er
skammt undan. Berum við gæfu til þess að stað-
festa þá samningsgjörð, sem lengi hefur verið
unnið að, munu okkur opnast ýmsir möguleikar
á nýju ári. Óumdeilanlegt er, að þau tækifæri,
sem þá bjóðast íslensku atvinnulífi eru mikil og
einnig sá ávinningur sem íslenskir neytendur
munu njóta. Tollar af mikilvægum sjávarafurðum
falla niður, sem mun á afgerandi hátt bæta sam-
keppnisstöðu innlendrar fískvinnslu gagnvart
erlendum keppinautum. Þetta mun því treysta
atvinnu í íslenskum sjávarútvegi.
Samningurinn tryggir að íslenskum fyrirtækj-
um verður ekki mismunað á Evrópumarkaði og
hann opnar fyrirtækjunum möguleika á víðtæku
samstarfí við erlend fyrirtæki. Þetta mun styrkja
stöðu íslenskra fyrirtælqa í harðnandi erlendri
samkeppni. Síðast en ekki síst mun samkeppni
í þjónustustarfsemi leiða til aukinnar hag-
kvæmni og verðlækkunar á þjónustu sem mun
koma íslenskum neytendum og íslensku atvinnu-
lífí til góða. Allt þetta mun skila sér í auknum
hagvexti, lægri verðbólgu og vöxtum og auknum
kaupmætti á næstu árum. Það væri ótrúlegt
lánleysi og afglöp, að láta slík tækifæri úr greip-
um sér ganga. Það er vissulega ósannfærandi,
að þeir tveir stjórnmálaflokkar, Alþýðubandalag
og Framsóknarflokkur, sem áður unnu, að því
er virtist af fullum heilindum, að því að koma á
samningi um hið evrópska efnahagssvæði, skuli
nú, við lokaafgreiðslu málsins, telja rétt að snúa
gjörsamlega við blaðinu og reyna að fiska í því
pólitíska gruggi sem af þeim mikla viðsnúningi
hlýst. Þessir flokkar skulda þjóðinni skýringar,
skiljanlegar skýringar, á þessum miklu sinna-
skiptum. Engar slíkar skýringar hafa komið
fram, enda vandfundnar.
Breyttar aðstæður í öryggismálum
En það er ekki aðeins á efnahags- og viðskipta-
sviðinu sem við stöndum frammi fyrir breytingum
á alþjóðavettvangi. Vegna breyttra aðstæðna í
öryggismálum er unnið að því af sérstakri nefnd
um öryggis- og varnarmál að meta þróun mála
og stöðu íslands og varanlega öryggishagsmuni
þjóðarinnar, meðal annars með viðræðum við
bandamenn okkar beggja vegna Atlantshafs.
Fundir nefndarinnar með fulltrúum bandarískra
stjómvalda í síðasta mánuði leiddu í ljós að sterk-
ur samhljómur er í mati okkar og Bandaríkjanna
á breyttum aðstæðum, varanlegum hagsmunum
og nauðsyn þess að halda áfram varnarsam-
starfí milli Islands og Bandaríkjanna og sam-
starfi NATO-ríkjanna. Þótt við og bandamenn
okkar búum við meira öryggi nú en áður, ríkir
óstöðugleiki og óvissa um framtíð mála víða á
meginlandinu.
Atlantshafsbandalagið er mikilvægasti vett-
vangur íslendinga til að hafa áhrif á öryggishags-
muni sína. Nú eru hafnar viðræður um auka-
aðild að Vestur-Evrópusambandinu fyrir þau
Evrópuríki í NATO sem ekki eru í Evrópubanda-
laginu. Þetta eru ísland, Noregur og Tyrkland.
Aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu fylgja
engar skuldbindingar. Það sem mælir með henni
er einkum að hún eflir þátttöku íslands og hags-
munagæslu í samstarfínu í NATO, og gefur
okkur kost á að halda fram á evrópskum vett-
vangi þeim hagsmunum okkar að varðveita
tengslin yfír hafið og mikilvægi Atlantshafs-
bandalagsins.
Kreppa á Vesturlöndum
íslendingar eru flestum öðrum þjóðum háðari
heilbrigðu viðskiptaumhverfi og því era það
vissulega vonbrigði hve efnahagsbati á Vestur-
löndum hefur látið á sér standa. Ekki er vafi á
því, að sú kyrrstaða hefur víðtæk áhrif hér á
landi og á okkar afkomu alla.
Mikill órói hefur verið á evrópskum gjaldeyris-
mörkuðum að undanfömu. Þær efnahagslegu
umhleypingar hafa óneitanlega áhrif hér á landi.
Athuganir benda til, að viðskiptakjör íslands
hafí versnað um eitt og hálft prósent vegna
þeirra hræringa, sem urðu á gjaldeyrismörkuðum
seinni hluta septembermánaðar. En sé litið á
árið í heild og breytingar á gjaldeyrismörkuðum
og þróun vaxta í helstu viðskiptalöndum íslands
skoðað í samhengi, þá er niðurstaðan íslensku
atvinnulífí og þjóðarbúinu í hag. Lágir vextir í
Bandaríkjunum, og veik staða dollarans, en hann
er fyrirferðarmestur í skuldum íslendinga, og
að sama skapi sterkari staða margra evrópskra
gjaldmiðla, sem vega þungt í okkar útflutningi
er okkur fremur hagstæð. Auðvitað geta einstök
fyrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar, sem
selja afurðir sínar í þeim myntum sem mest
hafa lækkað að undanfömu, farið illa út úr slík-
um sveiflum, en það breytir ekki heildarmynd-
inni.
Efnahagsástand annars staðar á Norðurlönd-
um hefur verið erfítt, ekki síst í Svíþjóð og Finn-
landi. Segja má, að í raun hafi íslendingar kom-
ist betur en þessi tvö ríki frá hinum efnahags-
lega óróleika, sem yfír þjóðimar hefur dunið.
íslendingar gripu fyrr til aðgerða í ríkisfjármál-
um og standa því heldur betur að vígi. Það er
alkunna að skattheimta er óvíða meiri en í Sví-
þjóð. Þrátt fyrir það hafa ríkisútgjöld farið langt
fram úr tekjum og halli á ríkissjóði hefur því
farið ört vaxandi, og stefndi í það að verða
margfalt meiri í hlutfalli við landsframleiðslu en
hann er t.d. hér á landi. Þetta hefur orðið til
þess að veikja mjög stöðu sænsku krónunnar
og urðu Svíar að grípa til stórbrotinna vaxta-
hækkana til þess að verja gengi hennar.
Ekki er því að neita, að atburðirnir í Svíþjóð,
samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um
stórfelldar breytingar á lífsmunstri og nýjar
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson flytur stefnuræðu sína á Al-
þingi í gærkvöldi.
áherslur, hljóta að vekja mikla athygli. Þar hafa
sænskir stjórnmálaflokkar gengið þvert á sínar
helstu kennisetningar. Sænska velferðarkerfið
verður skorið svo mikið niður að það verður
naumast samt aftur. Einnig verða skattar á at-
vinnurekstri lækkaðir en skattar á neyslu og
tekjur einstaklinga verða hækkaðir. Um leið er
viðurkennt, að Svíþjóð hafi gengið lengra eftir
velferðargötunni, en nokkurt efnahagslíf gat til
langframa risið undir. Sænskt atvinnulíf var að
verða undir í samkeppni við erlenda keppinauta.
Snúa verður af braut sjálfvirkni í
ríkisútgjöldum
Auðvitað eru aðstæður á íslandi um margt
ólíkar því sem er í Svíþjóð, og ekki hægt að
draga einhlítan lærdóm af því, sem þar hefur
gerst. Ein áminning er þó lærdómsríkust.
Sænsku stjómarflokkarnir og stærsti stjómar-
andstöðuflokkurinn, Sósialdemókratar, sem ráðið
hefur mestu um uppbyggingu velferðar- og
skattakerfís í Svíþjóð, hafa komist að þeirri sam-
eiginlegu niðurstöðu, að sjálfvirkni í útgjalda-
aukningu verði að setja strangar skorður. Hér
á íslandi gætir slíkrar sjálfvirkni í auknum
mæli, og löggjafarsamkoman hefur ekki verið
nógu aðgætin er lög hafa verið sett, sem hafa
falið í sér óviðráðanleg útgjaldatilefni, „opna
tékka“, sem framtíðinni var falið að fylla út.
Mikilvægt er, að snúið verði af þeirri braut. í
sjálfu sér er ekkert við því að segja, ef þingið
ákveður að auka útgjöld hins opinbera umfram
það sem þjóðarframleiðslan gefur tilefni til hveiju
sinni. Taki menn slíkar ákvarðanir verða þeir
jafnframt að hækka skattbyrðina á almenning
í landinu. Ef slíkt þarf að fylgjast að í hvert
sinn, má búast við ríkara aðhaldi frá borgurun-
um, gagnvart fulltrúum sínum hér á hinu háa
Alþingi. Með hinni sjálfvirku útgjaldaaukningu
fylgist enginn. Hver ríkisstjórnin á fætur ann-
arri stendur frammi fyrir gerðum hlut og á í
erfíðleikum með að vinda ofan af þeim vexti,
sem orðið hefur.
Einnig sýna atburðimir í Svíþjóð að vaxandi
fjárlagahalli grefur undan gengisstefnunni og
getur kollvarpað henni ef ekki er brugðist ræki-
lega við.
Þurfum að fá meira fyrir minna
Virðulegi forseti.
Ríkisstjómin hefur á stefnuskrá sinni að halda
aftur af ríkisútgjöldum. Það þýðir alls ekki að
menn vilji hverfa frá því að tiltekin grundvallar-
þjónusta sé veitt. En eðli þeirrar þjónustu þarf
að breytast og forsendur hennar að koma til
endurskoðunar frá ári til árs. Menn kunna að
hafa stofnað til ríkisafskipta á tilteknum sviðum
fyrir nokkrum áratugum án þess að forsendur
hafi síðar komið til endurskoðunar. Við erum
sjálfsagt öll sammála um að veija miklum fjár-
munum í menntun og menningu, en við þurfum
einnig að vera sammála um að þeim fjármunum
sé varið vel og skynsamlega. Var það til að
mynda skynsamlegt skref, þegar ákveðið var
fyrir fáum árum að lokaáfangi grunnskólanáms
skyldi ekki hafa neina þýðingu fyrir framhalds-
námið? Var það skynsamlegt að senda nemend-
um þau skilaboð að engu skipti hvort þeir stæðu
sig vel eða illa í grunnskólanáminu? Er ekki lík-
legt að slík breyting leiði til slappara skólastarfs
en ella væri. Auðvitað hljóta menn að taka slík-
ar ákvarðanir til endurmats. Ekki vegna þess
að spamaðarástæður líðandi stundar kalli á það,
heldur miklu frekar vegna nemendanna sjálfra
og þeirrar framtíðar sem þeir eru að undirbúa.
Við megum ekki senda ungum íslendingum þau
skilaboð á þroskaárum þeirra að lífsbaráttan
hafi verið afnumin og allt fáist átakalaust og
án þess að nokkur þurfi að leggja sig fram.
Reyndar þurfum við að endurmeta afstöðu okkar
á fleiri sviðum. Við þurfum nauðsynlega að fá
meira fyrir minna, hvar sem borið er niður í
þjóðfélaginu. Reynslan sýnir að það er hægt að
ná fram sparnaði, til að mynda í heilbrigðiskerf-
inu, án þess að nauðsynleg þjónusta sé skert.
Við viljum ógjaman horfast í augu við þá stað-
reynd að okkar langi vinnudagur skili minni af-
rakstri en styttri vinnutími gerir annars staðar.
Langur vinnutími og langur vinnudagur á ekki
að vera okkur keppikefli, en góður afrakstur af
hverri vinnustund hlýtur á hinn bóginn að vera
það. Við getum sagt með sanni og án sjálfshóls
að íslendingar séu duglegt og vinnusamt fólk,
og þess vegna er engin ástæða til þess að af-
köst okkar og árangur á hveija vinnustund sé
lakari en annars staðar gerist. Það er mjög þýð-
ingarmikið að atvinnulífið, launþegar og vinnu-
veitendur, taki saman höndum að finna hér á
úrlausn, lausn sem ætti að geta leitt til þess að
draga mætti smám saman úr vinnutíma, án þess
að heildarlaun lækkuðu að sama skapi.
Það er einnig kominn tími til að ríkisvaldið líti
í eigin barm og skoði afskipti sín af fjölmörgum
þáttum mannlífsins, og hvort þau séu ekki á
stundum gagnslaus í besta falli, en til stórra
trafala í versta falli. Það hefur verið venja hjá
okkur að setja reglugerðir um alla skapaða hluti,
auðvitað í þörfum og góðum tilgangi. Hætt er
við að slíkar reglugerðir standi áfram þótt ástæð-
ur þeirra kunni að vera fyrir löngu á bak og
burt og jafnvel þó að þær hafi frá upphafí verið
ástæðulausar. Þess vegna þurfa öll ráðuneyti
stöðugt að huga að því að grisja reglugerðar-
skóginn.
Árangur í efnahagsmálum
Meginverkefni íslenskra stjómvalda í efna-
hagsmálum um langan aldur hefur verið að stuðla
að stöðugleika, koma böndum á verðbólgu og
ná jafnvægi í utanríkisviðskiptum. í fyrsta sinn,
höfum við náð raunverulegum árangri. Verð-
bólga er minni en nokkru sinni í íslenskri nútíma-
sögu, og við getum ekki bara kinnroðalaust held-
ur stolt borið okkur saman við aðrar þjóðir í
þeim efnum. Þessir sigrar gjörbréyta efnahags-
forsendum á íslandi og gefa stjórnvöldum, og
ekki síst íslensku atvinnulífi tækifæri til þess
að gera langtímaáætlanir til að bregðast við
utanaðkomandi áhrifum. Ráðagerðir forsvars-
manna fyrirtækja um endurskipulagningu og
hagræðingu eiga meiri möguleika að ná fram
að ganga þegar þannig er í pottinn búið. Aukin
hagræðing, meiri framleiðni og vaxandi styrkur
fyrirtækja byggist einmitt á slíkum efnahagsfor-
sendum.
Þessir áfangasigrar era auðvitað fagnaðar-
efni, en svo sem vænta mátti, leysa þeir ekki
allan vanda. Minnkandi þorskveiðiheimildir um
árabil setja þjóðinni þröngar skorður í efnahags-
málum. Aðrir þættir hafa því miður farið á sama
veg. Verð á þeim málmum, sem mikilvægastir
eru í útflutningi íslendinga, svo sem áli og járn-
blendi, er með því lægsta sem þekkist. Þeirra
áhrifa gætir strax á tekjur þjóðarinnar, og vonir
um hraða uppbyggingu á orkufrekum iðnaði
hafa enn ekki ræst. Þótt enn geti orðið nokkur
bið eftir framkvæmdum þarf ekki að ætla ann-
að, en að aðstæður muni breytast til batnaðar,
þannig að eftirsóknarvert verði að gera þau
áform að veruleika, sem búið hefur verið í hag-
inn fyrir. Þessi utanaðkomandi efnahagslegi
samdráttur gerir mjög ríkar kröfur til starfs-
manna og forráðamanna fyrirtækja um að sýna
ítrastu gát og fyrirhyggju, svo fyrirtækin megi
standast hann. Ekki fer á milli mála að íslensk
fyrirtæki hafa gert margt til að laga sig að þess-
um erfíðleikum og eru því betur í stakk búin til
þess að mæta batnandi tíð.
Aðlögun að breyttum forsendum fyrir
búsetu
Atvinnu- og efnahagsmál og byggðamál eru
samofin og erfiðleikar í helstu atvinnugreinum
hafa því fljótt áhrif á landsbyggðina. Þar er í
gangi ör aðlögun að breyttum forsendum fyrir
búsetu. í landbúnaðarhéruðum minnka tekjur
vegna samdráttar í sauðfjárrækt. Það er
áhyggjuefni ef ekki tekst þannig til að tekjur
þeirra sem áfram munu stunda þessa búgrein
verði bærilegar.
Á sjávarútvegssvæðunum hefur verið í gangi
mikil hreyfing til hagræðingar auk þess sem
fjölgun frystitogara mun óhjákvæmilega minnka
vinnslu í frystihúsum. Mun minni afli en verið
hefur þýðir minni vinnu og með frystitogaravæð-
ingunni minnkar hráefni til vinnslunnar enn. Hér
þarf að huga að því að jafna svo sem verða má
starfsskilyrði milli landvinnslu og sjóvinnslu.
Þær breytingar sem til stóð að gera á áhersl-
um í starfí Byggðastofnunar hafa gengið eins
og að var stefnt. Tekið er tillit til þeirrar áhættu
sem fylgir hverri lánveitingu í afskriftasjóði, sem
þýðir að starfsemi stofnunarinnar nú leggur
ekki kröfur á almannafé í framtíðinni. Með því
fé sem fyrir var á afskriftareikningi má segja
að Byggðastofnun sé betur sett en margar stofn-
anir og sjóðir. Mjög breytt áhersla er á starfsemi
Byggðastofnunar frá því sem var á árum áður.
Stofnunin hefur nú tekið við styrkveitingum til
atvinnuráðgjafarstarfsemi á landsbyggðinni, sem
áður var í umsjá Iðnaðarráðuneytis. Veruleg
aukning hefur orðið á framlögum til þessarar
starfsemi. Þá styður stofnunin mikinn fjölda af
verkefnum sem hafa öll að markmiði að efla
nýsköpun í atvinnulífí landsbyggðarinnar. Hér
er um mjög mikilvægt starf að ræða sem skilar
árangri á lengri tíma. í atvinnuþróunarmálum
gildir það að heimaaðilar hafí frumkvæði en
þeir þurfa að njóta stuðnings hins opinbera. Oft
er þörf en nú er nauðsyn á eflingu nýrra atvinnu-
fyrirtækja. Sýnist svo að ýmsar nýjar hugmynd-
ir séu í athugun á landsbyggðinni í þeim efnum
og ekki víst að hún verði neinn eftirbátur höfuð-
borgarsvæðisins.
Eins og áður sagði eru erfíðleikar í helstu
atvinnugreinum. íslenskur landbúnaður stendur
á timamótum. Sú mikla ofstjórn og miðstýring,
sem einkennt hefur stjórn þessarar atvinnugrein-
ar um áratugaskeið hefur verið henni mikil áþján.
Og það verður ekki sársaukalaust að koma þeim
klafa af sér. Bændastéttin hefur brugðist vel við
í þeirri baráttu, en ljóst er að hún þarf að fá
ráðrúm til að mæta þeirri auknu samkeppni sem
breyttir viðskiptahættir munu fyrr en síðar kalla
á.
Forsvarsmenn í sjávarútvegi víkist ekki
undan kröfum
Aflabrestur sem þrengir að allri þjóðinni, kem-
ur auðvitað fyrst niður á fyrirtækjum í sjávarút-
vegi og hafa þau orðið að grípa til margvíslegra
ráðstafanatil að bregðast við honum. Ríkisstjóm-
in hefur beitt sér fyrir því að fresta greiðslum
af lánum í Atvinnutryggingarsjóði, að hætt yrði
greiðslum fyrirtækja í Verðjöfnunarsjóð sjávarút-
vegsins og að þeim væru greiddar út inneignir
þeirra í þeim sjóði. Þessar aðgerðir allar hafa
verið til þess fallnar að létta sjávarútveginum
baráttuna, en auðvitað hefur engum manni dott-
ið í hug, að þar með væri nóg að gert. Flotinn
er stærri og vinnslan afkastameiri en núverandi
sjávarafli gefur tilefni til. Þessar staðreyndir
verða menn að horfast í augu við og bregðast
við. Því er ljóst, að nú verða gerðar meiri kröfur
til forsvarsmanna í sjávarútvegi, en þeir hafa
þurft að mæta á undanförnum áram. Áríðandi
er, að þeir víkist ekki undan þeim kröfum. Eng-
in rök standa til þess, að breyta gengi krónunn-
ar vegna aðstæðna í sjávarútvegi. Ástæður fyrir
erfíðri stöðu hans eru margar og breytilegar í
einstökum greinum. Einnig er staða einstakra
fyrirtækja afar misjöfn. Sé litið á almenna mæli-
kvarða verðlags, launa og gengis þá er staðan
sú að raungengi krónunnar miðað við verðlag
er nú nokkru hærra en að meðaltali á árunum
1980 til 1992 en sé miðað við launaþróun er
raungengið nokkuð lægra. Á þessa almennu
mælikvarða er samkepnisstaðan gagnvart út-
löndum því svipuð og hér hefír verið síðasta
áratuginn. Þetta sýnir best að þau vandamál sem
uppi eru í sjávarútvegi og öðrum greinum eru
ekki vegna þess að kostnaðarhækkanir að undan-
förnu hafí verið hér með allt öðrum hætti en í
samkeppnislöndum okkar. Þótt viðskiptahalli
hafí verið verulegur að undanförnu þá fer hann
minnkandi vegna samdráttar í þjóðarútgjöldum.
Þrátt fyrir erfiða stöðu í sjávarútvegi er þannig
ekki hægt að sýna fram á, að gengi íslensku
króunnar sé nú rangt skráð miðað við almenna
mælikvarða. Áríðandi er að menn átti sig á því,
að gengisfelling er alls ekki til þess fallin að
leysa þann vanda sem ég áðan lýsti.
Ég sagði að fyrirtækin í sjávarútvegi yrðu að
eiga stærstan þátt í því sjálf, að vinna sig út
úr vandanum. A hinn bóginn verður banka- og
sjóðakerfið að aðstoða fyrirtækin í þeirri vinnu.
Eitt meginverkefnið hlýtur að vera, að lengja
veralega þau lán sem á sjávarútveginum hvfla.
Ríkisvaldið, bankar og sjóðir verða að taka hönd-
um saman, ef það á að ganga eftir, sem að er
stefnt.
Rétt leið en ekki greiðfarin
Það er hárrétt, sem sagt hefír verið, að efna-
hagsstefna eins og sú, sem við höfum orðið að
fylgja um hríð, fastgengisstefna, ásamt allharka-
legum aðgerðum í ríkisfjármálum, og á peninga-
og vinnumarkaði, er enginn dans á rósum. En
því fyrr sem menn átta sig á, að önnur stefna
gengur ekki við þær aðstæður sem nú eru, því
betra. Þótt sú leið, sem við erum að fíkra okkur
eftir, sé hvorki greiðfarin né létt, er enginn vafí
á, að hún er rétt. Við sjáum tákn þess, að hún
er hægt og sígandi að bera ávöxt. Margar megin-
forsendur farsæls efnahagslífs, með bættum lífs-
kjörum allri þjóðinni til handa, eru að skapast.
Ríkisstjómin mun í engu hvika frá stefnu sinni.
Markmið hennar hefur verið og verður, að treysta
forsendur hins efnahagslega stöðugleika. Þannig
og aðeins þannig tekst til langframa að vinna
bug á því atvinnuleysisböli, sem skotið hefur upp
kollinum á íslandi. Það atvinnuleysi er bein af-
leiðing af sex ára stöðnun. Á því tímabili hefur
störfum annað hvort fækkað eða þau staðið í
stað, á sama tíma og verkfúsum höndum á vinnu-
markaði hefur íjölgað. Það verður að skapa at-
vinnulífinu, sérhverri atvinnugrein, almenn,
traust skilyrði þess, að framtak á þeim vett-
vangi beri árangur og að íslensk fyrirtæki sitji
ekki skör lægra en samkeppnisfyrirtækin erlend-
is gera. Af þeim ástæðum hefur ríkisstjórnin
m.a. lagt til, að tekjuskattshlutfall félaga verði
lækkað úr 45 í 33 prósent. Af sömu ástæðum
hefur verið ákveðið, að styðja við rannsóknar-
og þróunarstarfsemi. Til þess hefur ríkisstjórnin
ákveðið að veija verulegum fjármunum á næstu
árum. í sama skyni verður varið eitt hundrað
milljónum króna til sérstaks markaðsátaks á
evrópska efnahagssvæðinu í því skyni að auð-
velda fyrirtækjum að nýta þau tækifæri, sem
EES-samningur býður þeim upp á.
Island hefur öll skilyrði þess, að hér megi
dafna öflugt atvinnulíf. Það á ekki eingöngu við
þær greinar, sem löngum hafa staðið undir lífs-
kjörum okkar, svo sem landbúnaður, iðnaður,
verslun og síðast en ekki síst sjávarútvegur. En
það eru margar aðrar greinar sem binda má
vonir við. Ferðaþjónustan er atvinnugrein, sem
verið hefur í örum vexti, og gjaldeyristekjur af
ferðaþjónustu aukast ár frá ári. Þar eigum við
íslendingar mikla möguleika ef rétt verður á
haldið.
Efnahagslegur ávinningur framundan
Virðulegi forseti, góðir íslendingar.
Ríkisstjórnin ákvað nýlega, að leggja til að
ráðist yrði í sérstakar atvinnuskapandi fram-
kvæmdir. Varið yrði tveimur milljörðum króna
á næsta ári umfram það sem áður hafði verið
ákveðið, einum milljarði króna á árinu 1993 og
500 milljónum króna á árinu 1994, eða samtals
3‘/2 milljarði króna á næstu þremur áram. Lán
vegna þessara framkvæmda verður að endur-
greiða af því fé sem til ráðstöfunar verður á
viðkomandi liðum þegar að endurgreiðslu lán-
anna kemur. Við það var miðað, að meginhluta
þessara fjármuna yrði varið til vegafram-
kvæmda. Óllum er ljóst, að haldgott og traust
samgöngukerfí leggur grunn að góðum hag-
vexti í landinu. Með sama hætti er mönnum ljóst,
að greiðar samgöngur eru skilvirkasti þátturinn
í skynsamlegri byggðastefnu. Og enn er öllum
ljóst, að slíkar aðgerðir geta stuðlað að stækkun
og eflingu sveitarfélaga, svo þau geti veitt íbúum
sínum þá þjónustu, sem vilji þeirra stendur til.
í raun má segja að það væri stílbrot á stefnu
ríkisstjórnarinnar, að taka ákvörðun um slíkar
framkvæmdir, ef menn þættust ekki sjá fram
á, að þegar hefði náðst töluverður árangur í
baráttu við verðbólgu, og að skapa hér skilyrði
fyrir stöðugleika. Jafnframt bendir margt til, að
efnahagslegur ávinningur fyrir okkur íslendinga
sé framundan, og má í því sambandi vísa til
samningsins um hið evrópska efnahagssvæði,
spár manna um horfur í áliðnaði á næstu tveim-
ur til þremur árum og væntingar um, að vernd-
un þorskstofnins muni, innan tveggja til þriggja
ára skila veralegum afrakstri. Þar sem menn
þykjast mega með sæmilegum rökum vænta
þess, að bjartara verði framundan hjá okkur, en
verið hefur undanfarin fimm til sex ár, þykir
réttlætanlegt, og í raun skynsamlegt, að grípa
einmitt nú til aðgerða af þessu tagi.
Stöðugt gengi f orsenda jafnvægis
Virðulegi forseti.
Eins og fram kemur í Þjóðhagsáætlun mun
framleiðsla þjóðarbúsins enn dragast nokkuð
saman á næsta ári, einkum vegna minnkandi
þorskafla auk þess sem nauðsynlegt er að draga
úr útgjöldum þjóðarinnar til að minnka viðskipta-
hallann.
Það er óhjákvæmilegt að efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar taki mið af þeim erfíðleikum sem
íslenskur þjóðarbúskapur stendur frammi fyrir.
Megináherslu þarf að leggja á endurreisn at-
vinnulífsins til þess að stuðla að hagvexti á nýj-
an leik og vinna þannig bug á vaxandi atvinnu-
leysi. Við þessum vanda er hinsvegar engin alls-
heijarlausn sem breytt geti aðstasðum í einni
svipan.
Ríkisstjórnin setur sér það meginmarkmið að
tryggja áfram stöðugleika í verðlagsmálum og
koma á viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önn-
ur lönd. Við höfum náð veralegum árangri í
þessum efnum, árangri sem við megum alls ekki
glata. Það er því mikið í húfí. Meginforsenda
stöðugleikans er áframhaldandi stöðugt gengi
Sjábls. 34.