Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/flTVIWNULÍF þriðjudagur 13. október 1992 Sjónarhorn Kolkrabbinn kveinkar sér eftir ívar Jónsson Heilindi gagnrýnenda í Viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist nýlega ritdómur um bókina Innri hringurinn og íslensk fyrir- tæki. í ritdómnum er hugmynda- fræði kaldastríðsins í hávegum höfð og höfundar vændir um alræð- ishyggju þar sem þeir leggja áherslu á hlutverk nkisvaldsins í efnahags- þróuninni. Almennt gerum við þá kröfu til gagnrýnenda að þeir séu samkvæmir sjálfum sér, fari rétt með og geri höfundum hugverka ekki upp skoðanir með eigin lestri „milli lína“. Lágmarkskrafan er þó að gagnrýnendur lesi vandlega þau verk sem þeir dæma og skrifi ekki um efni sem þeim er framandi og þeir eiga erfítt með að skilja. í rit- dómi sínum um Innri hringinn og íslensk fyrirtæki, eftir Fannar Jóns- son og Ivar Jónsson, fellur Þorkell Sigurlaugsson á þessu prófi. I fyrsta lagi virðist hann hafa misskilið markmið bókarinnar. Á honum er að skilja að tilgangur bókarinnar hafí verið að leita svara við því „hveijir hefðu völdin í þjóð- félagi okkar, hvort völdin séu til góðs eða ills og hvort þeim sé beitt rétt eða rangt“. Greiningin á völdum í Innri hringnum og íslenskum fyrir- tækjum er mun takmarkaðri og nær aðeins til valdakerfís fyrirtækjanna, þ.e. hluta efnahagslegra valda á Islandi. Slík greining er aðeins fyrsta stig greiningar á þjóðfélags- legum völdum. Þetta kemur skýrt fram í inngangi bókarinnar. Bókin er á sviði stjómmálafræði, félags- fræði atvinnulífs og stjómmálahag- fræði. Þessar fræðigreinar leita ekki svara við hvað sé til góðs og hvað sé til ills, rétt eða rangt. Það er aðeins á færi guðfræðinnar að veita slík svör. Markmið bókarinnar er að setja fram gagnagrunn sem nýt- ist til frekari rannsókna á völdum i íslensku þjóðfélagi og kynna al- mennan fræðilegan bakgmnn rann- Fóst í öllum betri byggingavöruverslunum. Dreifing: HRINGÁS HF sókna á valdakerfí Vesturlanda. Gagnrýnandi misskilur því bókina frá upphafí til enda. Auk athuga- semda við aðferðafræði rannsóknar- innar sem bókin byggir á les hann einhvrs konar austantjaldsfræði og alræðisafstöðu „milli línanna", en þau fræði em höfundum algerlega framandi. Með þessu gerir gagnrýn- andi bókina tortryggilega á vægast sagt vafasaman hátt. Aðferðafræði valdgreiningar í Innri hringnum er beitt magn- bundinni aðferð við mælingar á völdum og em völd einstaklinga í atvinnulífínu metin á gmndvelli árs- verka. Tekið er fram að hér sé um grófa nálgun að ræða. Fyllri mynd fáist annars vegar með félagsfræði- legri greiningu á félaga-, skóla- og íjölskyldutengslum viðkomandi ein- staklinga og hins vegar „strateg- ískri“ greiningu á völdum eftir at- vinnugreinum. Þannig er greint frá því að áhrif fyrirtækja em þeim mun meiri, þeim mun víðtækari tök sem þau hafa á aðföngum annarra fyrirtækja. Þetta á sérstaklega við um banka. Sumar atvinnugreinar, eins og t.d. sjávarútvegur, hafa mikil „strategísk" völd vegna þess að fyrirtækin em óvenju mikilvæg fyrir hagkerfíð í heild. Loks er þess getið að greina þurfí tengsl stjóm- málamanna, embættismanna og at- hafnamanna þegar greina á valda- stéttir á þjóðfélagslega vísu. Það er meginmarkmið bókarinnar að setja fram gagnagrunn fyrir slíkar rann- sóknir og hefja fyrsta stig þeirra. Gagnrýnandi kýs að líta framhjá þessum skýra athugasemdum og markmiðum 0g segir magnbundnar rannsóknaraðferðir bókarinnar „gagnslausar og í mörgum tilvikum afar villandi mælikvarða“. I stað þess að rökstyðja þessa niðurstöðu segir hann þetta sannfæringu sína og dregur upp vanhugsaðan lista yfír þau atriði sem valdagreiningu á að byggja á að hans mati. Listinn einkennist öðm fremur af rökvillum, þversögnum og óframkvæmanleg- um hugmyndum. Sem dæmi má nefna að eftir að gagnrýnandi hefur hafnað magnbundnum mælikvörð- um á valdi setur hann sjálfur fram magnbundna mælikvarða. í stað ársverka á að nota afkomu eða eig- infjárstöðu fyrirtækja að mati hans. Með þessu kemst gagnrýnandi ekki aðeins í mótsögn við sjálfan sig heldur býður hann upp á mun verri mælikvarða. Hvert skólabam veit að afkomutölur em ekki aðeins sveiflukenndari en ársverk heldur villandi bæði í ljósi falins hagnaðar og í Ijósi þess að afkoma fyrirtækja getur verið slæm um langan tíma, en stjómendur þeirra geta samt verið valdamiklir vegna þess að fyr- irtækin era óvenju mikilvæg fyrir hagkerfíð í heild. Sjávarútvegsfyrir- tæki em dæmi um þetta. Auk þess segja afkomutölur lítið um efna- hagsleg völd innan sveitarfélaga. Þá hefur gagnrýnanda sést yfír að afkoma og eiginfjárstaða fellur und- ir greiningu á „strategískum" völd- um. Annað dæmi um þversagnir gagnrýnanda má nefna að hann heldur því fram að stjórnarseta í fyrirtækjum sé hæpinn mælikvarði á völd, vegna þess að stjómarmenn „hafa oft fyrir reglu að bera allar meiriháttar ákvarðanir undir þá aðila sem þeir starfa fyrir og ráða í raun litlu þegar til meiriháttar ákvarðana kemur". Ekki er gerð tilraun til að skilgreina hversu oft svo er. Stjómarmönnum er þannig Qarstýrt að mati gagnrýnanda, en þvert á þessa niðurstöðu sína segir hann að „augljóslega er mikill mun- ur á því að vera formaður eða með- stjórnandi“ og það telur hann vera einn af veikleikum rannsóknarinnar að ekki er tekið tillit til þessarar aðgreiningar. En ef rétt er, eins og gagnrýnandi heldur fram, að stjóm- armönnun sé fjarstýrt, þá gildir einu hvort menn em formenn stjóma eða meðstjómendur. Að lokum má nefna að gagnrýnandi segir völd og áhrif fara fyrst og fremst eftir þekkingu, hæfíleikum og dugnaði viðkomandi svo og hversu mikils trausts hann nýtur. En slíkir eiginleikar falla ein- staklingum ekki í skaut sem manna af himnum. Augljóst dæmi er mis- munur á frama og völdum karla og kvenna. Félagslegur bakgrannur einstaklings og þau tengsl sem til hans má rekja ráða mestu um mögu- leika hans til að þroska hæfíleika sína. Aðalatriðið hér er þó að gagn- rýnandi heldur hér inn í myrkur aðferðafræðilegs öngstrætis, því ómögulegt er að menn hafí þá yfír- sýn yfír þjóðfélagið að þeir geti borið einstaklinga saman með þess- um hætti og sýnt fram á mismikil þjóðfélagsleg völd þeirra. Til þess þurfa menn að vera alsjáandi og alvísir. Vamarræður vísindaheim- spekingsins Karls R. Poppers era hveijum manni holl lesning í þessu sambandi. Ríkisvaldið og kaldastríðið Það kemur mér alltof oft á óvart hversu efnahagsumræðan hér á landi er langt á eftir því sem gerist á Vesturlöndum. Á meðan menn em í óða önn að rannsaka og útfæra starfsemi hins opinbera þannig að hún nýtist atvinnulífinu markvisst og skilvirkt eru menn hér á landi enn lokaðir inni í einföldum hugar- heimi þar sem markaður og ríkis- vald em ósættanlegar andstæður. í þessum hugarheimi er ekki rúm fyrir samstarf ríkisvalds, fyrirtækja og hagsmunasamtaka um þróun framsækinnar langtíma efnahags- stefnu. Frá þessum einfalda hugarheimi má þó nefna nokkrar mikilvægar undantekningar. Athyglisverð til- laga og skýrsla um Aflvaka Reykja- víkur hf. sem lögð hefur verið fyrir borgarstjóm er eitt dæmi. Hér er um að ræða þróunarfélag sem fyrir- tækjum borgarinnar er ætlað að standa að og er hugmyndin að Afl- vakinn stuðli að tækniþróun, ný- sköpun og atvinnusköpun í atvinnu- Ivar Jónsson „Þaö er alltof mikil einföldun að halda að málsvörn fyrir umsvif ríkis- valdsins í efna- hagslífinu séu merki um stal- ínisma eða ein- ræðishyggju. Þetta ætti að vera augljóst í huga sérhvers upplýsts nú- tímamanns. Að byggja ritdóm á rógi af þessu tagi ber vott um fljót- færni og óheið- arleika.“ lífi Reykvíkinga í framtíðinni. Mikl- um fjölda slíkra þróunarfélaga hefur verið komið á legg á Vesturlöndum á undanfömum ámm og sem dæmi má nefna að ríkisstjóm Thatchers á Bretlandi beitti sér mjög á þessu sviði. Gallinn á skýrslunni um Afla- vakann er þó að þar skortir grein- ingu á tengslum nýsköpunar, rann- sókna- og þróunarstarfsemi og at- vinnustefnu og hvemig þessir þætt- ir vinna saman til langs tíma. Hér á landi er mikill skortur á sérmennt- uðu fólki á þessu sviði. Undirritaður er eini aðilinn sem hlotið hefur slíka menntun svo vitað sé. Þorkell Sigurlaugsson er einn þeirra sem enn er lokaður inni í tvíhyggjunni um að ríki og markað- ur séu ósættanlegar andstæður, líkt og algengt er meðal dólgamarxista og nýfijálshyggjumanna. En hann gengur lengra og virðist líta á alla sem hafa hugmyndir um framsækið efnahagslegt hlutverk ríkisvaldsins sem einhvers konar alræðissinna eða stalínista. Eins og hann segir í ritdómi sínum beita þeir „vinnu- brögðum sem trúlega hefur verið beitt í skrifræðis- og einræðisríkjum þar sem áætlanabúskapur og ríkis- afskipti áttu að leysa allan vanda“. Með þessum hætti gerir hann bókar- höfundum upp skoðanir sem em fyrst og fremst hugarburður hug- myndalega einangraðs manns, sem enn er beislaður í hugsunarhætti kaldastríðsins. Þær skóðanir sem hann gerir mönnum upp em víðs- fjarri skoðunum bókarhöfunda svo ekki sé talað um skýrsluhöfunda Aflvaka Reykjavíkur. Lokaorð Hér að ofan hef ég rakið augljós- ar rökvillur og þversagnir í gagn- rýni Þorkels Sigurlaugssonar á bók- ina Innri hringurinn og íslensk fyrir- tæki. Jafnframt hef ég gagnrýnt lestur hans „milli Iínanna", þar sem hann les eigin kaldastríðskreddur inn í textann. Það er alltof mikil einföldun að halda að málsvörn fyr- ir umsvif ríkisvaldsins í efnahagslíf- inu séu merki um stalínisma eða einræðishyggju. Þetta ætti að vera augljóst í huga sérhvers upplýsts nútímamanns. Að byggja ritdóm á rógi af þessu tagi ber vott um fljót- færni og óheiðarleika. Höfundur er félagshagfræðingur. Verðbréf Fyrsta útboð spariskír- teina ríkissjóðs á morgun ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til fyrsta útboðs spariskírteina ríkis- sjóðs á morgun, miðvikudaginn 14. október og verður þá óskað eftir tilboðum í bréf að heildarfjárhæð 400 miUjónir króna. Vegna mistaka við vinnslu fréttar þessa efnis i viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag birtist hún hér aftur. Stefnt er að þremur útboðum spariskírteina á þessu ári, þ.e. 14. október, 11. nóvember og 16. desem- ber og er áætlað að selja um einn milljarð króna í þessum þremur út- boðum. í boði em hefðbundin verð- tryggð spariskírteini í l.flD 1992 til 6 ára og l.flD 1992 til 10 ára. Lág- markstilboð er bundið við 5 milljónir að nafnverði í hvomm flokki fyrir sig. í útboðinu verða spariskírteinin seld í tveimur verðgildum, 100.000 og 1.000.000 kr. að nafnvirði. Spari- skírteinin, sem verða innleyst hjá Lánasýslu ríkisins eða Seðlabanka íslands á gjalddaga, bera 6% nafn- vexti á ári og em verðtryggð m.v. lánskjaravísitölu. Skv. útboðsskilmálum er lág- marksfjárhæð útboðsins 300 milljón- ir króna, en heildarfjárhæð þess er áætluð um 400 milljónir. Löggiltum verðbréfafyrirtælqum, löggiltum verðbréfamiðlumm, bönkum og sparisjóðum er einum heimilt að bjóða í spariskírteinin skv. tiltekinni ávöxtunarkröfu og verða aðrir vænt- anlegir tilboðsgjafar að láta þessa aðila annast tilboðsgerðina. Pétur Kristinsson, framkvæmda- stjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverð- bréfa, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hér væri um að ræða nýj- ung sámkvæmt þeirri stefnu ríkis- stjómarinnar að afla sér lánsfjár- magns innanlands með útboðum þannig að vextimir réðust af mark- aðsaðstæðum hveiju sinni. „Á undanförnum ári hefur ríkis- sjóður gert samninga við stærri að- ila, lífeyrissjóði, verðbréfafyrirtæki og banka um stærri viðskipti á spari- skírteinum og þá hefur yfirleitt verið samið um hærri vexti en gerist í al- mennri sölu. Nú hefur verið horfið frá þessu fyrirkomulagi og farið út á þá braut að óska eftir því að þess- ir sömu aðilar geri tilboð þar sem lágmarksupphæð er 5 milljónir. Fram að áramótum er ætlunin að reyna að ná inn einum milljarði króna sem þykir frekar hófleg upphæð miðað við það sem oft hefur verið samið um. Við höfum reynslu af fímm út- boðum í ríkisbréfum frá þvi í júní sl. sem hafa komið vel út bæði fyrir ríkissjóð og markaðinn í heild, en fyrirkomulagið er með mjög svipuðu sniði,“ sagði Pétur. Tölvur Fundur með tölvu- ráðgjöfum RUT-nefndin, ráðgjafarnefnd um upplýsinga- og tölvumál, heldur fund með tölvuráðgjöfum á morg- un, miðvikudag, þar sem skýrslan „Útboð tölvukerfa fyrir rikisstofn- anir - Tillögur um úrbætur“ verð- ur kynnt og fjallað um niðurstöður hennar. Tölvuráðgjafar sem hafa áhuga á að sitja fundinn skulu hafa samband við Jóhann Gunnarsson eða Ingunni Þórðardóttur hjá Hagsýslu ríkisins. Fundurinn verður haldinn frá kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.