Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 37
MORGÚNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 -" ■ ~ 37 Baráttan við brauðið eftir Þorstein Siglaugsson Viðbrögð við kreppu Vart hefur farið framhjá neinum að talsverður samdráttur er nú í íslensku efnahagslífi. Atvinnuleysi hefur aukist og margir hafa þurft að taka á sig lífskjaraskerðingu. Rætt hefur verið um að við þessu þurfi að bregðast. Fyrir nokkru ræddi ríkisstjómin um að breyta tilhögun virðisauka- skatts þannig, að tekin yrðu upp tvö skattþrep í staðinn fyrir eitt, eins og nú er. Þessi breyting hefði haft í för með sér töluverða verð- lækkun á öllum nauðsynjum, en varningur sem ekki er nauðsynleg- ur, fólki til lífsviðurværis, hefði hækkað í verði. Það er eðlilegt að þegar kreppir að sé reynt að grípa til, eða flýta fyrir, ráðstöfunum af þessu tagi. Efnahagssamdráttur kemur ávallt fyrst niður á þeim sem lök- ust hafa kjörin og því er sjálfsagt, ef einhveijum ráðstöfunum er beitt, miði þær fyrst og fremst að því að draga úr skakkaföllum þessa hóps, sem síst má við þeim. En í stað þess að menn tækju hugmyndinni fegins hendi var hún hrópuð niður í fæðingu. Einar Kára- son rithöfundur segir í grein í Morg- unblaðinu 29. september, að þar hafí forsvarsmenn íþróttafélaga og fjölmiðla átt stóran hlut að máli. Stjómmálamenn hafí ekki þorað að ganga gegn vilja svo voldugra að- ila. Einari Kárasyni virðist þykja það sjálfsagt og gott, rétt eins og mörgum öðmm. Þegar í ljós kom að ekki var stuðningur við tveggja þrepa virðis- aukaskatt reyndi ríkisstjómin að fínna aðrar leiðir. Niðurstaðan varð sú að í stað þess að gera ekki neitt yrði skatturinn lækkaður um eitt prósent, en endurgreiðslur afnumd- ar í staðinn. Þótt lækkunin sé ekki mikil kemur hún samt að gagni. Víst er, að við þá hörðu samkeppni sem ríkir á markaði fyrir nauðsynja- vömr, verður minnsta kostnaðar- lækkun fljót að skila sér út í verð- lagið. Þótt auðvitað hefði hún átt að vera meiri. Að bæta samfélagið Á krepputímum íjórða áratugar- ins var oft haft á orði að sérhver vinur menningar og lista hlyti að vera vinstrisinnaður. Menningin væri það sem gerir okkur að mönn- um og sannur menningarvinur gæti ekki horft tómlátur á meðbræður sína ganga matar- og atvinnulausa. Allt yrði að gera til að bæta verstu kjörin. Margir töldu bestu leiðina vera að breyta þjóðfélaginu. Seinna kom í ljós að hugmyndir vinstrimanna þess tíma vom rangar og þjóðfélagsbreytingamar sem þeir boðuðu síst til þess fallnar að Íétta neinum lífíð. En hjá flestum þeirra var hugurinn góður sem bjó Þorsteinn Siglaugsson „Líklegt er þó, að flest- ir sem taka þátt í þessu stríði geri það af um- hyggju fyrir menning- unni. Sú umhyggja er á misskilningi byggð því menningin þarfnast hennar ekki.“ að baki. Menning og list em til þess fallnar að dýpka skilning manna og samkennd. Og sú hugsun er jafngild eftir sem áður að sönn menning verður aldrei rúin allri hluttekningu, því hún er það sem gerir okkur að mönnum. Umhyggja á misskilningi byggð Því er undarlegt að sjá forkólfa íslenskra rithöfunda heyja „heilagt stríð“ gegn stjórnvöldum, eins og einn þeirra orðar það svo smekk- lega, þegar þau setja fram tillögu sem gæti þó bætt lökustu kjörin örlítið, nú þegar kreppir að. Það er ekki oft sem valdsmenn gera slíkt. Og það er skrítið að sjá fólk sem hefur helgað líf sitt menningar- sköpun bregðast ókvæða við, loks þegar að því kemur. Sá gmnur hlýtur að læðast að manni, að þessi viðbrögð forkólfa bókmenntanna séu því miður í ein- hveijum tilvikum sprottin af fram- stæðum ótta um eigin hagsmuni, og engu öðm. Þessum ótta sem breytir okkur stundum úr mönnum í dýr, þessum ótta sem öll sönn list hefur ávallt leitast við að vinna bug á, með öllu sem hún á til. Líklegt er þó, að flestir sem taka þátt í þessu stríði geri það af um- hyggju fyrir menningunni. Sú um- hyggja er á misskilningi byggð því menningin þarfnast hennar ekki. Menningin lifír ekki á tekjum lista- manna og rithöfunda, heldur á því sem þeir skapa. Sú sköpun, og sú hluttekning með manninum sjálf- um, sem færir henni inntak, má helst ekki gleymast í stríðinu gegn örlítilli kjarabót handa þeim sem lakast em settir. Höfundur er hagfræðinemi. Fundur um braghætti ís- lenskra ljóða á 19. öld FÉLAG íslenskra fræða heldur fyrsta fund vetrarins í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu. Þar seg- ir Þórður Helgason cand.mag. frá þróun bragarhátta, nýsköpun og nýjum viðhorfum til skáld- skapar sem fram komu í háttum íslenskra ljóða á 19. öld. Þórður vinnur nú ásamt prófess- or Kristjáni Árnasyni og Kristjáni Eiríkssyni cand.mag. að rannsókn- um á íslenskri bragsögu og er ætlun þeirra að rita samfellda sögu ís- lenskra bragarhátta frá öndverðu til vorra daga. Að loknu erindi Þórð- ar gefst mönnum kostur á léttum veitingum. Fundurinn er öllum op- inn. -.. ♦...... Kynningar- fundur ITC ITC heldur kynningarfund á morg- un í Perlunni, neðstu hæð klukkan 20.30. Þar verður starfsemin kynnt, en hún lítur að því þjálfa fólk í ræðumennsku, fundarstjóm, þing- sköpum, skipulagningu og stjómun almennt. skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. ■ Saumur og myndverk. Lærið að mála á silki, sauma eigin föt, gera myndverk úr efnisbútum. Upplýsingar í sfma 611614. Björg Isaksdóttir. myndmennt ■ Handmenntaskóli íslands Bréfaskólanámskeið: Teikning, litameðferð, listmálun með myndbandi, bamanámskeið, skraut- slóift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr, garðhúsagerð og hæfileikapróf. Fáðu sendar upplýsingar um skól- ann með því að hringja í sfma 627644 allan sólarhringinn. ■ Málun - teiknun Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði kennd í teiknun og meðferð vatns- og ohulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13.00 alla daga Kennari: Rúna Gísladóttir, listmálari sími 611525. starfsmenntun ■ íslenskunámskeið 1. Stafsetningamámsk., 20 stundir. Hentar öllum aldurshópum. 2. íslenskunámsk. f. útlendinga, 20 stund- ir. Verð 5.500 kr. Reyndir kennarar. Innritun og uppl. í síma 675564 þri. kl. 20-21, mið. og fim. kl. 19-20. ■ Námskeið til 30 rúmlesta réttinda hefst mánudaginn 2. nóv. Kennt er eftir námskrá menntamálaráðuneytisins. Námsgreinar eru: Sighngafræði, sigl- ingareglur, stöðugleiki skipa, siglinga- tæki, eldvarnir og öryggisbúnaður, vélin, skyndihjálp, veður og fjarskipti. Innritun og upplýsingar í símum 91-689885 og 31092. Siglingaskólinn, Lágmúla 7. VÉLRITUNARSKÓLINN ÁNANAUSTUM 15 101 REYKJAVÍK SÍMI 2 80 40 ■ Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum bUnd- skrift og almennar uppsetnmgar. Morgun- og kvöldtímar. Innritun í síma 28040 og 36112. Ath. V.R. og B.S.R.B. styrkja félaga sína á námskeið skólans. stjórnun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC-námskeiðið markviss málflutningur. Símar: Kristín 34159, Guðrún 46751 og Vilhjálmur 78996. | ■ Tölvuskóli f fararbroddi Námskeið sem henta öllum PC notend- um. Einnig námskeið fyrir Machintosh notendur. Gott verð. Góð kennsluað- staða. Reyndir leiðbeinendur. Fáðu senda námsskrá. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697768. ■ Samvinnsla forrita undir Windows - nýtt námskeið Námskeið 19.-22. okt. kl. 13-16 fyrir þá sem vilja kynna sér ýmsa öfluga tengi- möguleika Windows umhverfisins s.s. OLE og DDE. Baldur Johnsen leiðbeinir. ■ Novell netstjórnun 26.-30. okt. kl. 13-16. Árni Gunnars- son leiðbeinir. ■ PageMaker umbrotsnámskeið 26.-30. okt. kl. 9-12. Kristín Hreins- dóttir leiðbeinir. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697768. tungumál ■ Esperanto. Námskeió: - Fyrir byrjendur. - Framhaldsnámskeið. - Les- og samtalshópar. Upplýsingar í síma 27288 kl. 16-18, á laugardögum kl. 10-12. Á kvöldin í síma 42810. ■ Enskuskólinn Við hjá Enskuskólanum bjóöum upp á markvissa kennslu í vinalegu umhverfi. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir börn, fullorðna og fyrirtæki: Almenn enska með áherslu á talmál þar sem kennt er á 10 kennslustigum, rituð enska, viðskiptaenska, umræðu- og krá- arhópar, bókmenntir, tofel, Gmat- og gre-námskeið og einkakennsla. Hámark 10 nemendur í bekk. Hringið og fáið frekari upplýsingar. Enskuskólinn hf., Túngötu 5, sími 25330. Enska málstofan ■ Enskukennsla: Við bjóðum tíma í ensku í samræðuformi frá og með 5. október. Einkatímar: Enska, viðskiptaenska, stærðfræði (á öllum skólastigum). Alhr kennarar em sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning í sfma 620699 milli kl. 10 og 16 virka daga. ■ Fjögurra ára afmælistilboð: 25% afsláttur í októberl FULLORÐINSNÁMSKEIÐIN „byrjun frá byrjun" að hefjast: Gmnnur, fram- hald, talhópar. Enska, íslensk stafsetn- ing, ísl. f. útlendinga, sænska, danska, spænska, franska, ítalska, þýska, bók- hald, reikningur og námsaðstoð. Fullorðinsfræðslan, Laugavegi 163, sími 1-11-70. ýmislegt ■ Miðill og stjörnuspekingur Enski miðillinn Terry Evans og Gunn- laugur Guðmundsson, stjörnuspek- ingur, halda saman helgamámskeið 24. og 25. október næstkomandi. Gunnlaug- ur fjallar um stjörnukort þátttakenda með tilliti til fyrri lífa og Terry hjálpar þátttakendum að þroska andlega hæfi- leika sína og opna fyrir innsæið. Stuttur einkatími er í lok námskeiðsins fyrir hvem þátttakanda, bæði hjá Gunnlaugi og Terry Evans. Nánari upplýsingar má fá hjá Stjörnu- spekistöðinni í síma 10377. ■ Að rekja ættir sínar er auðvelt með góðri tilsögn. Ný námskeið með frábærri aðstöðu til ættarrannsókna. Ættfræðiþjónustan, s. 27100 og 22275. ■ Ný ættfræðinámskeið, sem standa ýmist í 4 vikur eða um 2 helgar, hefjast bráðlega (16 kennslust., stgrverð kr. 11.400). Frábær aðstaða í nýjum húsakynnum. Ættfræðiþjónustan, Brautarhoiti 4, s. 27100,22275. ■ Hraðlestur - námstækni Nemendum Hraðlestrarskólans ber sam- an um að skólanám verður miklu auð- veldara og skemmtilegra eftir þátttöku á hraðlestramámskeiöi. Næsta námskeið hefst 21. okt. Skráning í sfma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN... námskeið með ábyrgð á árangri! ■ Viðbótarnám f geðhjúkrun við námsbraut f hjúkrunarfræði í Háskóla fslands Viðbótamám í geðhjúkrun hefst 15. janú- ar 1993. Bóklegt nám (20 ein.) er 5 mánuðir og verklegt nám eða starfsþjálf- un er 4 mánuðir. Kennt verður á vor- og haustmisseri árið 1993. Bókleg kennsla fer fram í Eirbergi, húnsæði námsbrautar í hjúkrunarfræði. Verkleg kennsla mun fara fram á hinum ýmsu sjúkradeildum Landspítala og Borgar- spítala. Viðbótarnám í geðhjúkmn miðar að því að þeir hjúkrunarfræðingar, sem sæki það, öðlist þekkingu, fæmi og við- horf, sem nauðsynleg em til að veita fagmanniega og árangursríka geðhjúkrun. Skráning í námið fer fram 2.-13. nóvem- ber 1992 í Nemendaskrá Háskóla Is- lands, aðalbyggingu. Skráningargjald er kr. 22.350, Eftirfarandi námskeiö verða kennd: 02.03.61 Hugmyndafræði f geð- hjúkrun I (l,5e), V, 16F + 8U. Fræðileg aðferð. Þættir sem tengjast fræðilegri ritgerðasmíð. Gagnrýni og mat á lestri tímaritsgreina. Hugtök í rannsóknum, aðferða- og tölfræði. Mikil- vægi rannsókna í hjúkrun. 02.03.62 Hjúkrun sjúklinga með geðræn vandamál eða geðsjúk- dóma (3e), V, 32F, 8U. Áhrif langvarandi geðsjúkdóma. Hjúkr- unaraðgerðir í tengslum við sjúkhnga með geðræn vandamál eða geðsjúk- dóma. Mikilvægi hjúkrunarskráningar á geðdeildum. Hlutverk hjúkrunarfræð- inga í forvömum, meðferð og endurhæf- ingu geðsjúkra. 02.03.63 Meðferðarform f geð- hjúkrun (4e), V og H, 32F + 20Æ. Meðferðarsambandið. Ýmis meðferðar- form í geðhjúkrun. 02.03.64 Andleg aðhtynning á sjúkra- deildum (2e), V, 16F + 8U + 8Æ. Sálfélagslegir þættir í hjúkrun Ukamlegg veikra sjúklinga. Mat á andlegu ástandi. Sálgæsla. 02.03.65 Hugmyndafræði f geð- hjúkrun II (l,5c), H, 16F + 8U. Hugmyndafræði geðhjúkrunar. Skil- greiningar á geðheilbrigði. Kenningar í geðhjúkrun. Saga hjúkrunar innanlands og utan. Hjúkmn sem fræðigrein. Sið- ferðileg grundvallarviðhorf hjúkrunar. 02.03.66 Sértæk geðhjúkrun (3e), H, 361. Farið verður í efni tengt hinum ýmsu sérsviðum geðhjúkrunar. 02.03.67 Ráðgjöf og handleiðsla f geðhjúkrun (2e), H, 16F + 16U. Ráðgjafarferliö. Sjúklingafræðsla. Hand- leiðsla. ■ Tungumál - raungreinar Kennsla fyrir þig. Skóli sf., Hallveigarstíg 8, sími 18520. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð viö grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Hk Nemendaþj órnts tan sfT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.