Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 39 Hverju breytti bjórinn? - þekk- ing og* forvarnir eftir Hildigunni Ólafsdóttur Fyrir íi'órum árum gerði geð- deild Landspítalans könnun á áfengisneysluvenjum og viðhorfum til áfengis. Þetta var hálfu ári áður en sala á bjór var lögleidd. Mark- miðið með könnuninni var að kanna á hvem hátt bjór myndi breyta viðhorfum almennings til áfengis og hvaða áhrif bjór hefði á heildameyslu áfengis. Könnunin var endurtekin ári síðar, þegar bjór hafði verið seldur hér á landi í hálft ár. Eins og vænta mátti vom fyrstu áhrif bjórsins ekki að öllu ieyti varanleg. Bjórinn hafði áhrif á heildarneysluna sem jókst um 23% fyrsta árið, þrátt fyrir það að neysla á sterku áfengi og léttum vínum minnkaði. Fyrsta árið sem bjór var seldur, árið 1989, var hann þriðjungur alls áfengis sem dmkkið var, miðað við hreinan vín- anda. Þetta hlutfall hefur lækkað lítillega síðustu misseri. Fleiri vínveitingaleyfi Nú þegar er ljóst að bjórinn breytti ýmsu í áfengismálum ís- lendinga. Hann ýtti undir veitingu fleiri vínveitingaleyfa, sem fjölgaði á milli áranna 1988 til 1991 úr 148 í 229, sem er 55% aukning. Þá hefur bjórinn valdið vandamál- um við að framfylgja banni á aug- lýsingum, vegna duldra áfengis- auglýsinga — auglýsinga á bjór sem samkvæmt lögum telst ekki áfengi eða bjór með minna en 2,25% áfengis að rúmmáli. Einu sinni var þjóðfélagið áfengilaust, það var á bannárun- um. Nú beinast forvamir í áfengis- málum ekki að því útrýma áfengi, heldur að halda því frá vissum svæðum og ákveðnum hópum. Hér á landi hafa þau norm gilt um áfengisneyslu að hefur verið skýrt afmörkuð frá vinnu og bundin við frítíma. Dæmi um þá hópa sem talið er æskilegt að ekki neyti áfengis eru böm og unglingar, ófrískar konur og ökumenn. Þá hafa margir sem átt hafa við áfengisvandamál að stríða, valið sér að iifa án áfengis. Spurningar sem þarf að svara Enn er mörgum spumingum um afleiðingar þess að bjór var lög- leiddur ósvarað. Eitt af því sem skiptir máli fyrir forvamir og heilsuvemd er að vita hveijir drekka áfengi og við hvaða ástæð- ur. Eftirfarandi spumingar era meðal þeirra sem vakna þegar reynt er að skýra áhrif bjórs á þjóðfélagið. Hefur hann fengið annan sess en sterkt áfengi og létt vín? Á bjór greiðari aðgang að áfengislausum svæðum en ann- að áfengi? Eða er hann drukkinn á sama hátt og sterkir drykkir, í ölvunarskyni? 100 70 40 GB Hildigunnur Ólafsdóttir „Eftir þrjú og hálft ár er nýjabrumið að fara af bjórnum og því tíma- bært að kanna hvaða breytingar hafa orðið á áfengisvenjum frá því hann var innleiddur.“ Eftir þrjú og hálft ár er nýja- bramið að fara af bjómum og því tímabært að kanna hvaða breyt- ingar hafa orðið á áfengisvenjum frá því hann var innleiddur. Þess vegna er geðdeild Landspítalans þessa dagana að endurtaka fyrri kannanir á áfenigsneysluvenjum og viðhorfum til áfengis, til þess að safna upplýsingum sem bera má saman við fyrri kannanir. Heilsuvemd og allt forvamar- starf verður skilvirkara ef þekking á viðhorfum og atferli almennings er til staðar. Á slíkri þekkingu byggist val á þeim markhópum sem forvamarstarf á að ná til. Stundum beinast forvamir að því að hafa áhrif á allt þjóðfélagið, stundum á einstaka hópa. Þessi almennu sannindi gilda líka f áfengismálum. Höfundur er deildarsijóri á geðdeild Landspitala og vinnur við áfengisrannsóknir. svo vel...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.