Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
Minning
Þorsteinn Auðunsson
útgerðarmaður
Fæddur 25. júlí 1909
Dáinn 5. október 1992
Góður vinur er horfinn á braut.
Mánudaginn 5. október lést á St.
Jósefsspítala í Hafnarfírði Þor-
steinn Auðunsson, sem ég hef þekkt
í meir en 40 ár.
Þorsteinn fæddist í Hafnarfirði
25. júlí 1909, sonur hjónanna Auð-
uns Níelssonar og Guðrúnar Hin-
riksdóttur. Var hann þriðji í röðinni
af tíu systkinum, en nú eru aðeins
eftir tveir bræður, Karl og Pétur.
Þetta var dugmikill hópur og var
Þorsteinn ungur að árum byrjaður
að vinna og leggja björg í bú.
Eftir að Steini komst til fullorð-
insára stundaði hann vörubifreiða-
akstur. Síðan stofnaði hann útgerð-
arfyrirtækið Ása hf. ásamt systkin-
um sínum og mági. Ráku þau físk-
verkun og útgerð um 30 ára skeið.
Áttu bátana Guðrúnu og Auðun.
Steini hafði mikla ánægju af að
veiða lax og silung og voru margar
ferðir famar vestur í Dali og til
annarra staða. Þá var það fóst regla
eftir að veiði hófst í Elliðaánum á
vorin, að skreppa og vita hvernig
fískaðist. Þetta var hans líf og yndi,
enda sjálfur góður veiðimaður.
Árið 1932 kvæntist hann Lili
Hjördísi Friedner, sem andaðist í
maí síðstliðnum. Böm áttu þau eng-
in en eina fósturdóttur áttu þau,
Lára, sem lést í apríl á þessu ári.
Það er því skammt stórra högga á
milli. Lára átti tvo drengi, Þorstein
og Hjálmar, og vora afí og amma
þeirra stoð og stytta.
Steini var mikið snyrtimenni,
léttur í lund og hjálpsamur.
Það er komið haust, líf slokknar,
en minning um góðan mann lifír.
Að lokum Hjálmar minn og
Steini, við hjónin sendum ykkur og
fjölskyldum ykkar innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að veita
ykkur styrk og huggun. Blessuð sé
minning Þorsteins.
Didda.
í dag er kvaddur mikill sóma-
maður, Þorsteinn Auðunsson út-
gerðarmaður í Hafnarfirði. Steini
Auðuns, eða bara Steini eins og ég
kýs að kalla hann hér, var sonur
merkishjónanna Guðrúnar Hinriks-
dóttur og Auðuns Níelssonar, sem
allan sinn búskap bjuggu í Hafnar-
fírði. Auðunn var sérstaklega fram-
sækinn og stundaði m.a. útgerð og
verslun í Hafnarfírði. Auðunn var
einnig þekktur fyrir að gera gúmmí-
skó úr bíldekkjum. Steini var þriðja
elsta bam í hópi tíu systkina, sem
öll komust vel upp, nema einn
drengur sem dó ungur. Uppvaxtar-
árin í foreldrahúsum hafa eflaust
mótað farsælt ævistarf Steina,
hann byijaði ungur að vinna og þó
skólagangan væri ekki löng, á nú-
tíma mælikvarða, kom athafnaþrá-
in fljótt í ljós. Honum var sjálfs-
bjargarviðleitnin í blóð borin og
hann varð framkvöðull á margan
hátt. í upphafi bílaaldrar gerðist
hann bflstjóri hjá þeim sem fyrstir
önnuðust vöra- og fólksflutninga
milli HafnarQarðar og Reykjavíkur.
Hann eignaðist snemma eigin vöra-
bfl og stofnaði svo ásamt sex öðrum
systkinum sínum fiskvinnslufyrir-
tækið Ása hf. í Hafnarfírði og vald-
ist þar til foiystu. Samheldni hefur
alltaf verið góðu í Auðuns fjölskyld-
unni og er mér ljúft að minnast
þess að móðir mín Margrét, sem
stóð Steina næst að árum, bar sér-
stakt traust til eldri bróður síns
Steina.
Steini kvæntist danskri konu,
Lili Auðunsson, og ættleiddu þau
eina dóttur, Lára. Með stuttu milli-
bili varð Steini að sjá á eftir þeim
báðum mæðgunum, Lára lést í aprfl
sl. og Lili svo í maí. Þetta hefur
því eflaust verið erfítt sumar hjá
Steina og einhvem veginn kom það
mér ekki á óvart þegar okkur bár-
ust fréttir af láti hans nú, eftir
stutta legu á sjúkrahúsi. Steini varð
83 ára, elstur í okkar ætt og sann-
ur ættarforingi.
Steini og Lili vora sérstaklega
bamgóð og við systkinin voram
ekki há í loftinu þegar við fundum
hve gott var að koma í heimsókn
á Tunguveg 6. Þar kepptust þau
hjón við að gera okkur allt gott.
Mörg okkar nutu líka styrkrar
handieiðslu Steina þegar við fóram,
þá nokkra eldri, að vinna hjá Ásum
í sumarvinnu og kynntumst við
vönduðum vinnubrögðum sem þar
vora í fyrirrúmi. Síðar þegar sonur
minn, Olafur, kom til sumarvinnu
hjá Ásum, vissi ég að hann var þar
í góðum höndum. Það ber vott um
góða ræktarsemi Steina að hann
mundi alltaf eftir að spyija um
hvemig þeim yngstu vegnaði í fíöl-
skyldunni.
Steini stjómaði frá byijun físk-
vinnslunni hjá Ásum hf. ásamt
bróður sínum Karli og mági Bjama.
hann var stjómarformaður Ása hf.
frá upphafi og verður honum ekki
síst þakkaður farsæll rekstur fyrir-
tækisins. Fyrirtækið dafnaði vel og
brátt hófst útgerð tveggja skipa
sem bára nöfn foreldranna; Guðrún
og Auðunn.
Þegar ég lít yfír æviferil Steina,
eins og ég þekkti hann, kemur fyrst
upp hugtakið snyrtimenni og er þá
sama hvar borið er niður, allt hátt-
emi hans og það umhverfi sem
hann skapaði með rekstri fyrirtæk-
isins bar þess gott vitni. Hvar sem
Steini fór bar hann með sér sér-
staka reisn. Rekstur skipanna, fyrst
Auðuns og svo Guðrúnar, var til
mikillar fyrirmyndar, þar var öllu
vel við haldið og útlit þeirra þannig
að eftir því var tekið. Skipin vora
vart komin til hafnar þegar menn
vora mættir með málningarpen-
silinn á lofti. Rekstur fiskvinnslunn-
ar var líka árangursríkur og sér-
staklega góð meðhöndlun hráefnis-
ins kom fram í góðum afurðum frá
fyrirtækinu. Skreið sem verkuð var
hjá Ásum reyndist oft annarri betri
og fór oftar en ekki í dýrasta út-
flutningsflokkinn.
Eitt helsta áhugaefni Steina var
stangveiði, þar naut hann sín sér-
staklega vel og fáir vora jafn feng-
sælir og hann. Hver veiðidagur var
undirbúinn sérstaklega. Löngu áður
en veiðitímabilið hófst var a.m.k.
búið að kanna sjávarföll, skoða
veiðistaði o.fl. Þannig var að öllu
staðið að ekki fór á milli mála að
sannur sportveiðimaður var á ferð.
Steini var ekki að flíka stjórn-
málaskoðunum sínum meira en
ástæða var til. Hann var alla tíð
hliðhollur stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins og var m.a. á lista fyrir flokkinn
í bæjarstjómarkosningum í Hafnar-
fírði.
Ég vil með þessum fáu orðum
þakka heiðursmanninum Þorsteini
Auðunssyni fyrir góða leiðsögn og
farsælt starf. Megi góður Guð
geyma góðan dreng.
Hersir Oddsson.
Vinur minn, Þorsteinn Auðuns-
son, útgerðarmaður, er genginn.
Gjörvulegur sambogari sem um
áratuga skeið hefur sett svip sinn
á Hafnarfjörð. Þorsteinn var fædd-
ur í Hafnarfírði 25. júlí 1909, einn
af 10 bömum þeirra merku hjóna,
Guðrúnar Hinriksdóttur og Auðuns
Níelssonar.
Ungur hóf Þorsteinn sjómennsku
en gerðist brátt kunnur vörabif-
reiðastjóri í Hafnarfírði og þá at-
vinnu stundaði hann um árabil.
Árið 1953 stofnaði hann ásamt fíöl-
skyldu sinni útgerðar- og físk-
vinnslufyrirtækið Ása hf., sem þau
hafa rekið með miklum myndarbrag
og skipin þeirra sem bára nöfn for-
eldranna, Auðunn og Guðrún, feng-
sæl mjög.
Áhugi á félagsmálum var Þor-
steini í blóð borinn. Hann var með-
al stofnenda Knattspymufélagsins
Framsóknar og Stangaveiðifélags
Hafnarfjarðar enda mjög snjall
stangveiðimaður. Hann var Hlífar-
félagi og í stjóm félagsins um skeið.
Þjóðmálabaráttan var Þorsteini
mjög hugleikin. Baráttumaður fyrir
frelsi einstaklingum til handa og í
forystusveit Sjálfstæðisflokksins
alla tíð, m.a. sem varabæjarfulltrúi
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Þorsteinn kvæntist 1932 danskri
konu, Lili Fridener. Lili var mikil-
hæf kona, sem hvergi fór öðra vísi
en eftir henni væri tekið. Þau Lili
og Þorsteinn áttu eina lq'ördóttur,
Lára Björgu, en synir hennar era
tveir, þeir Þorsteinn Auðunn og
Hjálmar Þröstur, báðir fjölskyldu-
menn. Þær Lára Björg og Lili lét-
ust báðar á þessu ári.
Árið 1947 réðst ég í vegavinnu
í Krísuvík. Þar var Þorsteinn með
sína vörabifreið. Störf okkar þar,
þótt aldursmunur væri nokkur,
leiddi til vináttu og samvinnu. Þeg-
ar mér vora síðar falin störf á vett-
vangi stjómmálanna var vinur minn
Þorsteinn og hans fólk í hópi minna
sterkustu stuðningsmanna. Ævin-
lega þegar við hittumst lagði Þor-
steinn mér til góð ráð sem að leiðar-
lokum era þökkuð. Sjálfstæðismenn
f Hafnarfírði þakka og Þorsteini
störf hans öll.
Fjölskyldu Þorsteins sendum við
samúðarkveðjur og biðjum honum
blessunar Guðs.
Matthías Á. Mathiesen.
Þorsteinn Auðunsson útgerðar-
maður lést 5. október sl., 83 ára
að aldri. Kona hans, Lili Friedner,
lést í maí sl. og fósturdóttir þeirra,
Lára Bergmann Þorsteinsdóttir, í
apríl á þessu ári. Þannig hafa þau
öll kvatt þennan heim á síðustu sex
mánuðum.
Þorsteinn var fæddur í Hafnar-
fírði 25. júlí 1909. Sonur hjónanna
Guðrúnar Hinriksdóttur og Auðuns
Níelssonar. Böm þeirra vora 10 og
eftir lifa tveir bræður.
Á unglingsáranum vann Þor-
steinn öil algeng störf sem til féllu
en um tvítugt hóf hann rekstur
vörabifreiðar og rak eigin bifreið.
Hann var um nokkur ár í stjóm
Vörabílstjórafélags Hafnarfjarðar
og formaður þess um skeið. í stjóm
Verkamannafélagsins Hlífar var
hann 1951 til 1953.
Þorsteinn, ásamt tveimur bræðr-
um sínum og tveimur mágum,
stofnaði útgerðarfélagið Ása hf. í
Hafnarfírði árið 1953. Félagið hóf
þá fískverkun en 1960 lét það smíða
fiskiskipið Auðun og Guðrúnu 1964
og gerðu þau bæði út um nokkur
ár en þá var Auðunn seldur en
Guðrún var gerð út til ársloka 1988
er hún var seld og Ásar hættu út-
gerð. Alla tíð rak félagið skreiða-
verkun og saltfískverkun og um
nokkur ár var söltuð síld. Þeir bræð-
umir Þorsteinn og Karl og mágur
þeirra Bjami Ámason skipstjóri
unnu við félagið og sáu um rekstur-
inn og eftir að Bjami lést þeir Þor-
steinn og Karl. Rekstur Ása var til
mikillar fyrirmyndar, umgengnin
öll hin snyrtilegasta, öllu vel við
haldið og vöravöndun með afbrigð-
um góð. Árvekni var mikil og hag-
sýni gætt í hvívetna. Rekstrinum
var ávallt sniðinn sá stakkur að
hann gæti staðið á eigin fótum og
fórst þeim það allt vel úr hendi.
Þorsteinn var traustur maður og
hjálpsamur. Hann var ákveðinn og
fastur fyrir í skoðunum. Hann
studdi Sjálfstæðisflokkinn að mál-
um og var um skeið varafulltrúi
sjálfstæðismanna í bæjarstjóm
Hafnarfíarðar. Hann lagði jafnan
gott til mála og var sannur og heill
í öllum samskiptum. Hann stóð við
orð sín og gjörðir og gerði sömu
kröfur til annarra.
Þorsteinn var einn af stofnendum
Stangaveiðifélags Hafnarfíarðar og
hann hafði af því unun að komst í
veiði og fór það árlega á meðan
hann hafði heilsu og þrek til.
Þorstein kvongaðist Ldli Friedner
8. júlí 1932. Fyrstu árin bjuggu þau
í leiguhúsnæði en reistu síðan hús
á Tunguvegi 6 og bjuggu þar frá
árinu 1947. Þau eignuðust ekki
böm en ólu upp eina fósturdóttur,
Lára Bergmann. Drengimir henn-
ar, Þorsteinn og Hjálmar, og bama-
bamabömin vora augasteinar
ömmu og afa. Þorsteinn studdi fjöl-
skyldu sína vel og bar hag hennar
fyrir bijósti.
Auðuns-fíölskyldan, eins og sagt
er í daglegu máli, hefur sett svip
sinn á Hafnarfíörð undanfama ára-
tugi. Allt þetta fólk hefur tekið virk-
an þátt á einn eða annan hátt í því
að efla og auðga bæjarfélagið,
marka framfararspor sinnar kyn-
slóðar.
Þegar við kveðjum Þorstein Auð-
unsson þökkum við fyrir góða og
trausta samfylgd og vináttu liðinna
áragtuga og biðjum honum velfam-
aðar og blessunar guðs á nýjum
vegum. Aðstandendum flytjum við
innilegar samúðarkveðjur.
Páll V. Daníelsson.
Þorsteinn, afí minn og nafni, er
dáinn. Hann var einn tíu systkina,
sonur hjónanna Guðrúnar Hinriks-
dóttur og Auðuns Níelssonar. Hann
var sá þriðji elsti í hópnum og nú
era aðeins tveir bræður hans eftir
á lífí af þessum stóra systkinahópi.
Afí fæddist í Hafnarfirði og bjó
þar aila sína tíð, sannur gaflari.
Þorsteinn hóf snemma að vinna
fyrir sér og sínum. Enn er það í
huga mínum er afí sagði mér frá
því að hann fékk alltaf að halda
sjálfur eftir þeim krónum sem vora
umfram tuginn. Þannig fékk hann
til dæmis sjö krónur sjálfur þegar
kaupið var níutíu og sjö en níutíu
krónumar fóra til hins stóra heimil-
is.
Árið 1931 kom ung dönsk kona.
Lili Friedner, til landsins til að vinna
á hótel Biminum í Hafnarfirði.
Felldu þau afí snemma hugi saman
og giftu sig 11. júní 1932. Þau
hófu búskap sinn að Hliði (Kirkju-
vegi 3) og bjuggu síðan á Reykja-
víkurvegi 5, Gunnarssundi 1 og frá
árinu 1947 og allt til dánardags
bjuggu þau afi og minn og amma
á Tunguvegi 6 í Hafnarfirði.
Móðir mín, Lára Bergmann Þor-
steinsdóttir, var fósturdóttir og
einkabam þeirra afa míns og
ömmu. Hún ólst upp hjá þeim í
miklum kærleika og ég var orðin
þrettán ára þegar við mamma og
Hjálmar bróðir fluttum af Tungu-
veginum á Miðvang í Norðurbæn-
um. Þrátt fyrri það var annað heim-
ili okkar bræðranna ávallt hjá afa
og ömmu. Þegar við voram litlir
fengum við oft að fara með afa í
vinnuna og sitja spotta og spotta í
vörubflnum og einnig kom það fyrir
að við hurfum en fundust þá ætíð
á leið í vinnuna til hans hafa.
Eftir að unglingsárin tóku við
gleymdum við þó ekki afa og ömmu
og þau ekki okkur. Þannig flutti ég
í kjallarann hjá þeim nítján ára
gamall og var þar í nokkur ár.
Ég hóf að vinna hjá afa mínum
aðeins tíu ára gamall og naut því
lengi góðrar tilsagnar hans. Eftir
að ég flutti í kjallarann hjá þeim
þá bankaði afí ávallt í ofninn á
morgnana til að kalla mig til vinnu.
Afí byijaði snemma að aka vöra-
bfl eða árið 1929 og starfaði við
það um langt skeið, lengst af á eig-
in vörabfl. Afí var í stjóm Verka-
mannafélagsins Hlífar 1951-1953
og meðal stofnenda Stangaveiðifé-
lags Hafnarfjarðar 6. desember
1951 og í fyrstu stjóm félagsins.
Árið 1953 stofnaði afí ásamt
systkinum sínum og mági útgerðar-
og fiskvinnslufélagið Asa hf. Þar
starfaði afí síðan alla tíð og óx og
dafnaði fyrirtækið í höndum þeirra
bræðra. Ásar hf. gerðu út tvo báta,
Auðun GK og Guðrúnu GK, og
vora skipin nefnd eftir foreldram
afa. Eftir að aldurinn færðist yfir
vora skipin seld, það síðara, Guð-
rún, nú fyrir nokkram áram.
Áfí fór einkar vel með alla hluti
og var með ólíkindum hvað þeir
entust honum og hann var snyrti-
menni með afbrigðum. Þannig mál-
aði hann til dæmis hús þeirra hjóna
á hveiju sumri og nú síðast í sum-
ar, og var hann ævinlega að dytta
að þessu og hinu.
Bflaeign afa er til dæmis nokkuð
einkennandi fyrir hann því hann
átti aðeins fíóra fólksbíla á ævinni
og ók lengst af rauðum Studebaker-
vörabfl ágerð 1947. Þeim bfl ók
hann á sinn áfangastað aðeins fyrir
nokkram áram. Afí fékk ungur bfl-
númerin HF-45, seinna GK 45 og
síðan G-45 og er það númer enn á
bfl þeim er hann lét eftir sig.
Áfi gerðist ungur sjálfstæðis-
maður og var mikill sjálfstæðismað-
ur, sat til dæmis um tíma sem vara-
maður í bæjarstjóm Hafnarfjarðar.
Það er til marks um stundvísi hans
að hann var alltaf mættur fyrstur
manna á kjörstað.
Laxveiði var afa helsta og eina
tómstundagaman og hann sveiflaði
stöng í yfír sextíu ár. Hann var
óhemju fískinn og natinn við veið-
amar. Hann reyndi við flestar
þekktari laxveiðiár landsins á sínum
yngri áram. Þá var mikið kapp í
mönnum og vondir vegir eigi látnir
hamla för. Það stóðust fáir afa
mínum snúning þegar í laxveiðina
var komið. Hann fískaði alla veiðifé-
laga sína af sér. Haukadalsá í Döi-
um var hans uppáhaldsá og þangað
fór hann til veiða á hveiju sumri í
yfír fímmtíu ár, og ungir fóram við
bræðumir að fara með honum í
veiðitúra. Nú era aðeins fáar vikur
síðan við afí fóram í síðustu veiði-
ferðina saman, í bili. Aflinn var
ágætur en eftir stendur þó fremur
minningin um samverastundina því
afi tókst ævinlega á loft í veiðiferð-
um og lék þá við hvern sinn fíng-
ur. Veiðistöngin var alltaf vel til
höfð og afí var farinn að huga að
veiðiútbúnaðinum snemma á vorin.
Þá undirbjó hann hveija veiðiferð
af einstakri alúð, það mátti engu
gleyma og allt að vera á sínum stað.
Hann afí kenndi okkur bræðranum
margt.
Afi og amma misstu einkadóttur
sína, móður mína, 18. apríl í vor.
Það var okkur öllum þungbært og
tóku afí og amma það sérstaklega
nærri sér. Skammt var því á milli
mæðgnanna því afí missti konu sína
eftir langt hjónaband 22. maí síð-
astliðinn og vantaði hana því aðeins
nokkra daga til að lifa 60 ára brúð-
kaupsafmæli sitt og afa.
Ég var skírður á brúðkaupsaf-
mælisdag þeirra afa og ömmu árið
1961. Á 60 ára brúðkaupsafmælis-
degi þeirra eignuðumst við hjónin
síðan son og var hann skírður á
síðasta afmælisdegi afa míns, 25.
júlí síðastliðinn. Þar hélt afí á lang-
afabami sínu og nafna undir skírn.
Þegar mamma dó í vor bað afí
mig að koma með sér upp í kirkju-
garð til að velja stað fyrir mömmu
og sagði þá við mig að best væri
að taka frá fyrir sig og ömmu í
leiðinni. Aldrei hefði ég trúað því
að við misstum þau öll með svo
stuttu millibili.
Tíu dögum fyrir andlát sitt
hringdi afi í mig norður og bað
mig að koma til sín suður. Þá sá
hann að hveiju stefndi og er gott
til þess að vita að hafa verið hjá
honum þessa síðustu daga.
Minningin um mömmu, afa og
ömmu mun lifa með okkur bræðr-
unum, konu minni og börnum okkar
en tvö þau eldri voru þeirrar gæfu
aðnjótandi að njóta samvista með
þeim. Þær stundir verða okkur öll-
um gott veganesti. Það verða þung
spor mín í dag er ég fylgi afa mín-
um til grafar við hlið elsku ömmu
minnar og móður.
Þorsteinn Auðunn Pétursson.