Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR- í 3. ÖKTÓBER 1992 45 Garðar H. Jóhann esson — Minning Fæddur 19. júlí 1924 Dáinn 2. október 1992 Þann 2. október lést Garðar Hvít- feld Jóhannesson á Pjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri eftir langa baráttu. Garðar var fæddur 19. júlí 1924 á bænum Nesi í Saurbæjar- hreppi. Foreldrar hans voru Mar- grét Bjömsdóttir og Jóhannes Frið- riksson. Garðar var eina bamið sem þau áttu saman en hálfsystir hans er Helga Jóhannesdóttir. Vorið 1956 kom móðursystir okkar, Jóhanna Guðnadóttir, sem kaupakona að Nesi. Þá hafði Garð- ar tekið við búi foreldra sinna. Jó- hanna ílentist og sumarið ’58 giftu þau sig. Garðar og Jóhanna eignuð- ust dreng 1. október ’59 en þau misstu hann sólarhring síðar. Ekki varð þeim fleiri bama auðið en Jó- hanna átti fyrir tvær stálpaðar dætur. Þau bjuggu í Nesi til ’78 er þau fluttu til Reykjavíkur. 1983 lá leiðin til Akureyrar, en í Eyja- firði undi Garðar sér best. Dauðinn því orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur lífið manns, holdið leggst í sinn hvíldarstað, hans makt nær ekki lengra en það. Sálin er öllu fári frí flutt verður himna sæiu í. Dagrún fæddist á Sauðárkróki hinn 7. febrúar 1945. Hennar for- eldrar vora Jón Ólafsson og Jósef- ína Halldórsdóttir. Dagrún ólst upp hjá móður sinni og fósturföður Guðjóni Bjömssyni, fyrst á Akur- eyri, síðan í Kópavogi. Dagrún fór fljótt að sjá um sig sjálf og fiuttist því snemma úr foreldrahúsum. Hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jens Uwe Harder, í Reykjavík, en þar vora þau bæði að vinna. Þau giftu sig vorið 1968 og fluttist þá strax til Þýskalands. Öll árin skrif- uðumst við Dagrún á, þótt seinni árin væri meira hringt á milli en áður. Það var líka mjög gaman að fá þau í heimsókn. Það ríkti mikil eftirvænting er von var á þeim til íslands og þau vora dugleg að ferð- ast hér um og skoða landið enda Uwe mikill íslandsvinur í hjarta sínu. Það var einnig sérstaklega ánægjulegt að koma til þeirra í heimsókn. Þar fóra höfðingjar, gesrisnin og eftirlætið við mann svo að lá við dekri alla daga, þótt Dagr- ún væri orðin mikill sjúklingur. Þó nokkur ár era síðan hún fór að kenna sér meins og kom þá í ljós að nýra hennar vora að verða óstarfhæf, sem og þau síðan urðu. En það var ótrúlegt hvað hún gat samt alltaf starfað og sinnt sínum. Hún hafði m.a. drifið sig í Verslun- arskóia í Frankfurt, þegar þau hjón- in höfðu keypt sér gleraugnaversl- un, því Uwe er Optiker og hún sá um bókhaldið og fleira sem til- heyrði skrifstofunni í fyrirtæki þeirra. Þetta sýnir meira en nokkur orð, hversu þrautseig hún var. Dagrún var bjartsýn kona og hafði næmt auga fyrir spaugilegu hliðun- um á mannlífinu, enda gædd góðum gáfum. Ég hafði oft velt því fyrir mér, er mér var hugsað til hennar hvernig svo smávaxin kona gæti haft svo stórt hjarta. Hún var alltaf að hugsa um að gera eitthvað fyrir aðra og Iáta gott af sér leiða. Arið 1988 var hún hér á íslandi sem oftar og fóram við keyrandi norður í land. Eitt var það sem kom mér sérstaklega á óvart þá en það var að ef við sáum t.d. fjall, vatn eða hafið fór hún með heilu kvæðin eða sönglaði dægurlagatexta um það sem fyrir augu okkar bar. Þá hafði hún búið erlendis í rúm 20 ár en Við bræðumir voram þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mörg sum- ur í sveit í Nesi. Þangað komum við fyrst um sjö ára aldur. Á hveiju vori var þess beðið með óþreyju að skóla lyki til að komast í gróður- sæla dalinn fyrir norðan þar sem alltaf var gott veður. Garðar sinnti sínu búi af natni og umhyggju- semi. Aldrei gátum við skilið hvem- ig Garðar þekkti allar sínar kindur með nafni og margar þekktu þær nafnið sitt. Tilfinning Garðars fyrir jörðinni sinni var líka ótrúleg. Hann þekkti hveija þúfu og hvem stein. Við slátt lyfti hann vélinni yfir grasi hulda steina á hárréttum stöðum. Eftir Garðar liggur mikið starf í Nesi. Hann byggði upp hús og girð- ingar og braut mikið land til rækt- unar. í Nesi lærðum við að vinna. Við minnumst Garðars sem hins rólynda verkstjóra sem leyfði ungum mönn- um að ganga til flestra verka en leiðbeindi og gætti þess vel að vinn- an bitnaði ekki á óhömuðum bök- engu gleymt af því sem hún hafði lært í skólanum. Hún hafði einnig mikla þörf fyrir og ánægju af því að komast í snertingu við íslenska náttúra, en um leið var hún sönn heimskona. Þeim Dagrúnu og Uwe varð því miður ekki barna auðið, en Dagrún var mjög elsk að böm- um. Þau höfðu því lagt mikið kapp á að eignast sitt eigið fyrirtæki og eins áttu þau fallegt og hlýlegt heimili í Frankfurt. Dagrún lést á sjúkrahúsi í Frankfurt í ágúst sl. Ég kveð elsku Dagrúnu mína í hinsta sinn. Megi guð vera með henni um alla eilfið. Eftirlifandi eiginmanni, Jens Uwe, móður, fósturföður, fóstur- móður og systkinum Dagrúnar votta ég mína innilegustu samúð og bið guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Halla Björk Guðjónsdóttir. um. Þegar stungið var út úr fjárhús- unum á vorin, fylgdist Garðar grannt með því að hnausamir yrðu ekki of stórir. Garðar hafði gaman af því að setja saman vísur þótt hann hefði ekki hátt um það. Jafnan var stutt í glettnina og ósjaldan flugu brand- arar við vinnuna. Hann var hress að eðlisfari og léttur í skapi. Þau hjónin vora góðir félagar þeirra stráka sem vora hjá þeim í sveit og oft var glatt á hjalla við spil á kvöldin. Enda héldu margir tryggð við þau á fullorðinsáram. Sérstak- lega viljum við minnast á Rabba, sem aðstoðaði þau mikið eftir að heilsu Garðars tók að hraka. Garðar og Jóhanna vora höfðing- leg heim að sækja. Eftir að sveita- vistinni lauk eigum við margar góð- ar minningar frá heimsóknum með fjölskyldum okkar til þeirra hjóna. Akureyri verður í okkur augum tómleg í framtíðinni en minningin lifir áfram. Síðustu æviárin hallaði undan fæti. Heilsunni hrakaði og síðustu mánuðina dvaldi Garðar á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þrátt fyrir að á móti blési undir lokin slokknaði seint von um betri tíma. Eftir að sjúkdómar bundu hann við hjólastól stóð hugur hans til æfínga og göngu á ný. Með Garðari er góður drengur genginn. Eftirlifandi eiginkonu og öðram ættingjum vottum við dýpstu samúð okkar. Snorri Ingimarsson, Guðni Ingimarsson. + Elskuleg frænka okkar, ELÍNBORG FINNBOGADÓTTIR fyrrverandi yfirmatráðskona Borgarspítalans í Reykjavfk, sfðasttil heimilis á Háaleitisbraut 44, Reykjavfk, lést aðfaranótt föstudagsins 9. október á Hrafnistu, Hafnarfirði. Jarðarförin auglýst sfðar. Aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SIGURGEIRSSON, Droplaugarstöðum, sem lést 6. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 14. október kl. 13.30. Sigurgeir Þórðarson, Jóna Kristinsdóttir, Theodóra Þórðardóttir, Þorleifur K. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför RÖGNU EINARSDÓTTUR, Miðvangi 41. Sérstaklega þökkum við séra Sigurði Guðmundssyni, kirkjuverði, organista og kór Víðistaðakirkju. Helga Rósa Hansdóttir, Einar Vignir Hansson, Inga Bjarnadóttir. Kveðjuorð: Dagrún J. Harder Fædd 7. febrúar 1945 Dáin 21. ágúst 1992 t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN HÖGNASON bifreiðastjóri, Síðumúla 21, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans 9. október sl. Guðrún Kristjánsdóttir, Davíð B. Guðbjartsson, Kristján Salvar Davíðsson, Valgarð Bjartmar Daviðsson, Vésteinn Guðmundsson, Guðmundur Ingi Vésteinsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR JÓNSSON lögfræðingur, Naustahlein 9, Garðabæ, lést í Landspítalanum sunnudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. október kl. 13:30. Guðrún Guðgeirsdóttir, Kartfn Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Vigdis Eyjólfsdóttir, Guðjón Elfasson, Brynjólfur Eyjólfsson, Guðgeir Eyjólfsson, Kristfn Ingibjörg Geirsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG VÍDALÍN JÓNSDÓTTIR, áður Velli, Hvolhreppi, til heimilis á Hvammabraut 16, Hafnarfirði, sem andaðist 8. okt. 1992, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudag- inn 16. okt. 1992 kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi. Ingvar Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI HANNES JÓNSSON fyrrv. skrifstofustjóri, Fornhaga 17, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. október kl. 13.30. Ágústa Júlfusdóttir, Pétur Pálmason, Elín Bjarnadóttir, Elín Pálmadóttir, Sólveig Pálmadóttir, Arni Jón Pálmason, Eva Júlfusdóttír, Helga Pálmadóttir, Helgi Samúelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær afi okkar og langafi, ÞORSTEINN AUÐUNSSON útgerðarmaður, Tunguvegi 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 13. októ- ber kl. 13.30. Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn Einarsdóttir, Róbert Einar, Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson, Þorsteinn Ari Bergmann Þorsteinsson, Hjálmar Þröstur Pétursson, Lovfsa Þórðardóttir. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS SNÆ8JÖRNSSON, Neöstaleiti S, Reykjavfk, sem andaðist 4. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 13. október, kl. 13.30. Laufey Árnadóttir, Kristinn Magnússon, Auður Böðvarsdóttir, María Magnúsdóttir, Tryggvi Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.