Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 56
MORGIINBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVtK
StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 15S5 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI SS
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
'Oím.
Varnarliðsframkvæmdir á Keflavíkurvelli
A FULLRI FERÐ I FISCHERSUNDI
Morgunblaðið/Kristinn
Yitað um allt að
30% niðurskurð
þegar á næsta ári
Jafngildir því að framkvæmt verð-
ur fyrir 35 til 40 milljónir dollara
í stað 50 milljóna dollara í ár
NÚ ÞYKIR Ijóst að niðurskurður sá sem blasir við í varnarliðsfram-
kvæmdum á Keflavíkurflugvelli á næsta ári, miðað við árið í ár,
verði á biiinu 20%-30%. Gengið er ót frá því sem vísu að niðurskurð-
urinn verði ekki minni en 20%, þótt framkvæmdir næsta árs séu að
stórum hluta þegar ákveðnar og komnar í gang. Það jafngildir þvi
að fjárframlög til framkvæmda hér á landi á næsta ári verða 40
milljónir dollara (rúmlega 2,4 mil(jarðar ísl. kr.) í stað 50 milþ'óna
(2,7 milþ'arða) á þessu ári. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanleg-
um heimildum.
Vitað er að íslenskir aðalverktak-
ar munu þurfa að segja upp tals-
verðum fjölda starfsmanna, hver
sem niðurstaðan verður. Þar mun
einkum um það að ræða að þeim
sem starfa á stórum vinnuvélum,
við allskyns jarðvinnu, verði sagt
upp, þar sem slík vinna mun ekki
fyrirsjáanleg á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum emb-
ættismanna í Brussel bíður stjóm
Mannvirkjasjóðs NATO nú tillagna
um verkefnalista og forgangsröð,
bæði frá SACLANT (yfírhershöfð-
ingj a Atlantshafsfiotastjórnarinn-
ar) og SACEUR (yfírhershöfðingja
Banaslys í
Mjóddinni
Atlantshafsbandalagsins í Evrópu).
Er þess jafnvel vænst að slíkar til-
lögur berist síðar í þessari viku eða
þeirri næstu.
Sjá ennfremur Af innlendum
vettvangi, Mikil óvissa um um-
fang varnarliðsframkvæmda,
bls. 22.
Námaleyfi Kísiliðjunnar í Mývatnssveit rennur út á næsta ári
Krefjumst fullra skaðabóta
verði verksmiðjunni lokað
- segir Robert Manning, aðstoðarforstjóri hjá Celite Corp., sem á 48,56% í Kísiliðjunni
ROBERT Manning, aðstoðarforsljóri framkvæmda erlendis hjá Celite
Corporation í Bandaríkjunum, segir að fari svo að námaleyfi Kisiliðjunn-
ar við Mývatn verði ekki framlengt og verksmiðjunni lokað, muni fyrir-
tækið krefja ríkisstjóm íslands um fullar skaðabætur. Celite á 48,56%
hlut í Kísiliðjunni og er nafnverð hlutarins 59,5 mil(jónir króna.
BANASLYS varð við byggingar-
vinnu í Breiðholti í gær þegar
26 ára gamall maður féll af
vinnupalli við þak nýbyggingar
í Mjóddinni.
Enginn sjónarvottur var að slys-
inu sem varð að sögn lögreglu
skömmu fyrir klukkan sex síðdegis.
Maðurinn sem lést var við vinnu
sína á palli við tólftu hæð íbúða-
húss aldraðra að Árskógum 6. Ver-
ið var að losa pallinn frá efstu hæð
hússins með krana þegar slysið
varð.
Námaleyfí Kísiliðjunnar rennur út
i lok marz á næsta ári. Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra hefur sagt að
ákvörðun um framlengingu náma-
leyfís verði ekki tekin fyrr en að lokn-
um rannsóknum á umhverfísáhrifum
verksmiðjunnar, sem nú standa yfír.
Ekki sé von á ákvörðun fyrr en í
marzmánuði. Forráðamenn verk-
smiðjunnar hafa hins vegar farið
fram á að ákvörðun verði tekin fyrr.
Þeir vilja fá leyfí til að færa kísilg-
úrnámið úr Ytriflóa, þar sem talið
er að hráefni þar endist aðeins í 3-5
ár til viðbótar, og hefja námavinnslu
í Bolum, sunnar á vatninu. Þá hefur
Kísiliðjan farið fram á vinnsluleyfi
til 15 ára í senn.
„Við viljum leysa úr umhverfís-
málunum eins fljótt og það er hægt,
því að við þurfum að geta skipulagt
áframhald framkvæmda okkar,“
sagði Robert Manning í samtali við
Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvað
myndi gerast ef iðnaðarráðherra
ákvæði í marz að framlengja ekki
námaleyfíð, sagði Manning: „Við
myndum, í samstarfí við ríkisstjóm-
ina, loka verksmiðjunni."
Celite keypti hlutabréfin í Kísiliðj-
unni síðastliðið sumar af öðru banda-
rísku stórfyrirtæki, Manville Corpor-
ation. Morgunblaðið spurði Manning
hvort forráðamenn Celite hefðu þá
átt von á að námaleyfið yrði allt eins
ekki framlengt. „Við sáum það sann-
arlega ekki fyrir þegar við keyptum
hlutabréfin að verksmiðjunni yrði ef
til vill lokað eftir tvö eða þijú ár,“
sagði hann. Manning sagði að sér
væri þó ekki kunnugt um að ríkis-
stjómin hefði gefíð Celite neina
tryggingu fyrir áframhaldandi
rekstri Kísiliðjunnar er samningavið-
ræður um kaupin fóru fram. Ríkis-
stjómin ákvað þá að nýta ekki for-
kaupsrétt sinn að hlut Manville, en
íslenzka ríkið á 51% í Kísiliðjunni og
sveitarfélög 0,44%.
Aðspurður hvort Celite kynni að
fara fram á skaðabætur, yrði Kísiliðj-
unni lokað, sagði Manning: „Við
myndum alveg áreiðanlega gera það.
Við myndum búast við að fá fjárfest-
ingu okkar að fullu bætta. Við mynd-
um fara fram á skaðabætur, sem
svömðu þeirri upphæð, sem við og
fyrirrennari okkar höfum lagt í fyrir-
tækið, ef verksmiðjunni yrði lokað
án þess að það væri tímabært."
Hlutafé Kísiliðjunnar hf. er tæpar
123 milljónir króna að nafnvirði.
Nafnverð hlutar Celite í verksmiðj-
unni er því um 59,5 milljónir króna.
Ekki liggur fyrir á hvaða gengi bréf-
in voru keypt af Manville á sínum
tíma, því að Celite keypti hlut í fleiri
kísilgúrverksmiðjum af fyrirtækinu
og greiddi fyrir heildarverð.
Átta milljóna króna hagnaður var
af rekstri Kísiliðjunnar fyrstu átta
mánuði þessa árs. Á aðalfundi fyrir-
tækisins, sem haldinn var 29. apríl
síðastliðinn, var ákveðið að greiða
hluthöfum 10% arð og var hann borg-
aður út í síðustu viku, að sögn Frið-
riks Sigurðssonar framkvæmda-
stjóra Kísiliðjunnar.
HugmyndjLtm um gagnkvæmar veiði-
heimildir Mendinga og Rússa hafnað
Ekki rætt um að hleypa Rússum inn í landhelgina, segir sjávarútvegsráðherra
ÞÆR hugmyndir hafa að undanförau skotið upp kollinum hvort mögu-
legt væri að fá þorskveiðiheimildir i Barentshafí gegn þvi að rússnesk
verksmiðjuskip fengju keypta síld hér til vinnslu um borð eða leyfi til
veiða. Slík viðskipti hafa átt sér stað milli Rússa og þjóða við Norð-
ursjó svo sem Skota og Norðmanna. Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í
Ólafsvík, sagði á ráðstefnu um aukna verðmætasköpun í Olafsvík á
föstudag að hann hefði áhyggjur af síldarsölumálunum. „Menn munu
ekki vera tilbúnir að selja síldina til bræðslu fyrir 4 krónur kilóið. Er
ekki mögulegt að hleypa Rússum með sín skip inn í okkar lögsögu og
selja þeim síldina fyrir 10-15 krónur kilóið?" Rússnesk og íslenzk stjórn-
völd segja slíka samninga ekki á döfinni, enda banni íslenzk lög veiðar
útlendinga innan lögsögunnar.
Júríj AJexandrovítsj_ Reshetov,
sendiherra Rússlands á íslandi, segir
að Rússar hafí ekki lagt fram neina
fyrirspum til íslenskra stjómvalda
um að fá fiskveiðiréttindi í íslenskri
lögsögu. „íslendingar hafa beðið
okkur að athuga möguleika á að fá
að veiða físk í Barentshafí en ég hef
ekkert heyrt um að Rússar hafí
spurst fyrir um möguleika á að veiða
sfld við ísland," sagði Reshetov.
Hann sagði að á síðustu árum
hefðu fískveiðar á Barentshafi farið
fram á gmndvelli milliríkjasamnings
Rússlands og Noregs og að Færey-
ingar og Grænlendingar hefðu fengið
veiðikvóta í Barentshafí á grundvelli
samningsins. „íslendingar hafa
spurst fyrir um hvort þeir gætu líka
fengið slík réttindi en ástandið er
þannig, að íslensk löggjöf bannar
algerlega erlendar fiskveiðar í ís-
lenskri lögsögu," sagði hann. „Mér
hafa borist tvö skeyti frá Fiskveiðir-
áði Rússlands sem eru þess efnis að
Rússar geti ekki samið við íslendinga
um fískveiðiréttindi í Barentshafí
vegna þess að löggjöf íslendinga
bannar erlendar fískveiðar við ísland.
Það kemur því ekki til mála að íslend-
ingar fái fískveiðiréttindi í Barents-
hafí,“ sagði sendiherrann.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að ekki hefði komið
til greina að Rússar fengju sfldveiði-
heimildir í íslenskri lögsögu. „Ég hef
átt samtal við rússneska sendiherr-
ann um hugsanlega möguleika á því
að við gætum keypt físk úr Barents-
hafi og það hafa alltaf legið fyrir
óskir af hálfu Sovétmanna um að fá
keyptan einhvern físk yfír borðstokk.
Þessar viðræður voru mjög óformleg-
ar og eingöngu um hvort slíkir mögu-
leikar væru fyrir hendi en þessi kaup
á afla fara fyrst og fremst fram á
milli fyrirtækja á frjálsum grund-
velli,“ sagði ráðherrann.
Þorsteinn sagðist hafa lýst því
yfir í bréfi til sendiherra Rússlands
í sumar að íslensk stjómvöld væm
reiðubúin til viðræðna um fiskveiði-
mál almennt án þess að tilgreint
væri nánar í hveiju þær fælust. „Vilji
okkar til að ræða saman hefur legið
fyrir en það laut ekki að því að hleypa
þeim inn f landhelgina," sagði Þor-
steinn.