Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 11 HVAÐ ER FENGIÐ? ÞEIR foreldrar sem skrá sig einstæða þótt þeir séu í sambúð, fá mæðra- og feðralaun, hærri barnabætur og barnabótaauka, auk þess sem slík skráning getur haft áhrif á námslán, vaxtabæt- ur, aðgang að félagslega húsnæðiskerfinu og síðast en ekki síst, aðgang að dagvistarheimilum og lækkun dagvistargjalda. Atvinnuleysistryggingasjóðs segir gott starf unnið í nefndunum. Þeg- ar rætt sé um að svartir sauðir séu innan um á atvinnuleysisskrá, sé bölvaldurinn fyrst og fremst svarti. markaðurinn. Á meðan fólk geti unnið svart, sé erfitt að koma í veg fyrir að menn þiggi bætur án þess að eiga á því rétt. Þá megi einnig nefna ósamræmi í framfærslu, á meðan hún sé ekki hin sama, t.d. á atvinnuleysisbótum og elli- og örorkubótum, sé alltaf möguleiki á að fólk sæki í þær bæturnar sem séu hærri. Eru allir að leita sér að vinnu? Jón H. Magnússon, lögfræðingur hjá VSÍ, á sæti í stjóm Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Hann segir dæmi þess á fleiri en einum stað á land- inu þar sem atvinnuleysi var mikið, að þegar mörg atvinnutækifæri buðust, hafi fjöldi fólks horfið af skrá án þess að þiggja .vinnu, vísa fram vottorðum eða hafa aðrar gild- ar ástæður til. „Þetta er vísbending um að ekki séu allir að leita sér að vinnu sem skráðir eru atvinnu- lausir en við höfum engar sannanir fyrir því. Við vildum gjarnan vita hvernig á þessu stendur og leitum skýringa." Um slík tilfelli segist Gunnar Helgason telja að ef hópi fólks yrði boðin vinna, mætti gera ráð fyrir að um 70%-75% myndu þiggja vinnuna en 25-30% myndu hafna henni af ýmsum ástæðum, m.a. vegna heilsufars og annarra ástæðna. Ströng viðurlög Þess eru dæmi að fólk hafi stund- að „svarta“ vinnu og jafnframt ver- ið á atvinnuleysisbótum. Margrét Tómasdóttir deildarstjóri hjá Tryggingarstofnun hefur umsjón með Atvinnuleysistryggingasjóði. Hún segir fá mál um bótasvik hafa komið upp á borð sjóðsins, þó hafa nokkur gert það á síðustu 3-4 mán- uðum. „Það er ákvæði í lögunum sem segir að sá sem reyni að afla sér bóta með því að gefa rangar eða villandi upplýsingar um hagi sína, missi rétt til bóta. Fyrsta bro.t varðar missi í 2 mánuði en ítrekað brot í eitt ár. Úthlutnarnefnd úr- skurðar um missi bótaréttar af þessum sökum en úrskurðum henn- ar má skjóta til stjórnar sjóðsins, sem úrskurðar endanlega um málið. I þeim tilfellum sem þetta kemur upp, þarf sá atvinnulausi að láta skrá sig í tvo mánuði án bóta og síðan jafnlangan tíma og hann hef- ur þegið atvinnuleysisbætur með vinnu. Þetta eru því ströng viður- lög.“ Margrét segir það mjög slæmt að fólk grípi til þess að vinna svart, hvort sem það þiggi atvinnuleysis- Mæðralaun með einu barni nema 4.732 kr. Með tveimur bömum 12.398 kr og 21.991 með þremur börnum. Mánaðarlegar greiðslur barnabóta og barnabótaauka til einstæðs foreldris vegna barns undir 7 ára aldri eru 13.001 kr. en 10.591 kr. til hjóna. Ef barn- ið er eldra en sjö ára lækka bamabætur og bamabótaauki til hjóna í 8.181 kr. á mánuði en helst óbreytt hjá einstæða foreldrinu. Séu forsendur þær að mán- aðarlaun hjóna séu 200.000 kr. en einstæðs foreidris 90.000 kr., fá hjónin engan barnabóta- auka. Munurinn á mánaðar- greiðslum með einu bami undir 7 ára verður fimmfaldur. Hjónin fá 3.150 kr. i barnabætur en einstæða foreldrið 15.702 kr. í barnabætur, bamabótaauka og mæðralaun. Sé bamið eldra en 7 ára verður munurinn enn meiri, eða nærri 22-faldur. Hjónin fá 741 kr. á mánuði í barnabætur en einstæða foreldr- ið fær 15.702 á mánuði í bama- bætur, barnabótaauka og mæðralaun. Þjóðhagsstofnun reiknaði út aukningu á ráðstöfunartekjum hjóna við málamyndaskilnað. Ef tekið er dæmi af foreldrum með eitt bam yngra en 7 ára, aukast ráðstöfunartekjur frá 3,4% upp í 6,9% við málamyndaskilnað ef reiknað er með að tekjulægra foreldrið hafi barnið á framfæri. Ef barnið er eldra en 7 ára eykst ávinningurinn og er 4,3%—9,3%. Ef bömin eru tvö, annað undir 7 ára aldri, hitt yfir, er aukning ráðstöfunartekna á bilinu 8,4%—18,1%, mest hjá þeim sem hafa lágar tekjur. Ef bæði börn- in em eldri en 7 ára eykst mun- urinn enn og verður 8,5%-18,5%. Auk þess að njóta forgangs að dagvistun greiða einstæðir foreldrar lægri dagvistunar- gjöld. Þeir greiða 8.600 kr. fyrir heilsdags leikskólarými en hjón og sambýlisfólk greiða 14.400. Ef barn einstæðs foreldris er hjá dagmömmu, niðurgreiðir Reykjavíkurborg muninn á kostnaði hjá dagmömmu og leik- skóla. Heilsdagvist hjá dag- mömmu kostar 25-30.000 á mánuði. Hjá námsmönnum sem eru giftir eða í sambúð, koma 50% af tekjum maka umfram ákveðið mark, til frádráttar námslána. Markið er tæp 590.000 hjá barn- lausum hjónum og um 700.000 hjá hjónum með eitt barn. Með rangskráningu vinnst það að tekjur maka hafa engin áhrif og viðbót við framfærslu hækk- ar úr 20% fyrir hvert barn, í 40% fyrir fyrsta barn og 35% fyrir hvert barn umfram eitt. hálsmeiðsli. Árið 1982 leiddu 13% slysa sem tilkynnt voru til tryggingafélaga til varanlegrar örorku en árið 1989 voru þau orðin 33%. „Við höfum ekki skýringu á þessari aukningu. Það er mögulegt að áður hafi þeir sem slösuðust látið hjá líða að tilkynna meiðsli og að nú séu menn meðvitaðri um rétt sinn en áður. Það hefur færst aukin harka í kröfugerð þegar slys verða og ég er ekki frá því að það sé yngra fólkið sem sé bíræfnara. Við erum einnig smeykir um að einhveij- ir geri sér upp ýmis konar meiðsli, meðvitað og ómeð- vitað. Þessi slys er ákaflega erfitt að meta þar sem læknar eiga oft í erfiðleikum með að greina háls- meiðsli,“ segir Ingvar Sveinbjörnsson. Arinbjörn Sigurgeirsson, telur lækna í sumum tilvik- um gefa út læknisvottorð um meiðsli, sem erfitt eða jafnvel ómögulegt sé fyrir þá að sannreyna. Þeir telji sig verða að taka orð sjúklings gild og gefa út vottorð á þau þó að engin leið sé að staðfesta sannleiksgildið. Þetta geti skipt öllu máli um það hvort takist að sanna éða afsanna svik þegar aðrar upplýsingar bendi sterk- lega til að sjúklingurinn fari með rangt mál. Telur Arinbjöm að þegar læknir getur engan veginn stað- fest meiðsli, sé réttara að hann skrái það sem sjúkling- ur hans segir og reyni síðan að leggja faglegt mat á orð hans í stað þess að gera þau að sínum. Segi menn lækni ósatt til um meiðsli og fái vottorð, geti það jafn- gilt ávísun á peginga. Lög brotin fyrir iitlar fjárhæðir Ingvar segir þá vera allmarga, sem bijóti lög, jafn- vel fyrir litlar fjárhæðir. Slíkt hafí hingað til ekki tal- ist eins mikið vandamál og erlendis en tryggingasvik færist sífellt í vöxt, svo og hversu bíræfið fólk sé. „Það er ákveðinn hópur fólks sem stundar trygginga- svik og í hann bætast sífellt nýir liðsmenn," segir Ingv- ar. „Tryggingamál em flókin og starfsfólk félaganna þarf að fást við ótrúlegustu hluti í starfi sínu. Vanir starfsmenn verða smám saman allgóðir mannþekkjarar og þeir læra líka að fara varlega. Enda verður að gæta þess að styggja ekki fólk, þó að athuga þurfi mál þess nánar,“ segir Arinbjörn. Skípta svikin máli? Svo má spyija sem svo, skipta tryggingasvik máli? „Auðvitað koma þau fyrst og fremst niður á hinum heiðarlegu viðskiptavinum tryggingafélagana. Trygg- ingar eru í eðli sínu dreifing áhættu. Allir borga í sjóð, sem síðan gréiðir tjón þeirra sem í hann greiða. Ið- gjöld eru miðuð við ákveðið hlutfall og tryggingasvik hækka þetta hlutfall sem hlýtur að leiða til hækkaðra iðgjalda í þeim geira sem svikið var út úr,“ segir Arin- björn. „Ég vil hins vegar taka það fram að langflestir tryggingatakar eiga fullan rétt á þeim bótum sem þeir fá, þrátt fyrir að gallar svörtu sauðanna hafi ver- ið tíundaðir hér. Við erum ekki að reyna að koma í veg fyrir að fólk fái bætur, heldur að hafa upp á svikur- um. Það er í raun óþolandi að þeir sem svíki út úr tryggingum, komist upp með það og þeir sem líði fyr- ir það séu hinir heiðarlegu." bætur eður ei, þar sem það fólk þá algerlega réttindalaust, komi eitt- hvað upp á. „í svona slæmu árferði skilur maður að fólk reyni að verða sér úti um aukatekjur en það verð- ur að hafa það í huga að slíkt get- ur kostað það svo mikið, fari eitt- hvað úrskeiðis." Erfitt að svíkja út úr Félagsmálastofnun Ekki hafa allir skjólstæðingar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar hreina samvisku. Gísli Páls- son, fjármála- og rekstrarstjóri stofnunarinnar telur þó að þeir sem reyni að hafa fé af stofniminni séu mjög fáir, jafnvel færri en hjá öðr- um stófnunum af svipuðum toga. Á síðastliðnu einu og hálfu ári, voru 5 mál kærð. „Við getum auðvitað ekki verið í hlutverki rannsóknar- lögreglu, en við athugum umsóknir sem okkur berast og reynum að kanna hvort þar er rétt farið með. Þá koma einstöku sinnum upp dæmi þar sem við komumst að því að fólk hafi annaðhvort svikið út fjár- hagsaðstoð eða reynt það, með skjalafalsi eða þvíumlíku. Slík mál kærum við til Rannsóknarlögreglu ríkisins." Meðal þess sem fólk reynir, er að falsa húsaleigusamninga og falsa undirskriftir. í flestum tilvik- um sem upp komast, tekst að koma í veg fyrir greiðslur til fólks. „Þá er það vafalaust til að fólk segi ekki satt um hjúskaparstöðu sína en það er nær ógjörningur fyrir okkur að fylgjast með henni. Reglur stofnunarinnar um styrki eru flókn- ar og þeir sem segja ranglega til um heimilisaðstæður sínar, græða ekki alltaf, þó að við komumst ekki að því.“ Gísli segir kerfi Félagsmálastofn- unar svo flókið, að jafnvel svokall- aðir kerfiskafarar eigi erfítt með að læra á það. „Það er vissulega til fólk sem reynir en við könnum mál skjólstæðinga okkar vandlega og reglur okkar eru stífar hvað varðar framvísun gagna. En auðvit- að sleppa einhveijir, það er ekki til það kerfi sem hægt er að koma í veg fyrir að verði misnotað,“ segir Gísli. Skattsvik Þeir eru vissulega til sem ekki aðeins svíkja undan skatti, heldur stæra sig af því. Meðal þess sem menn stunda má telja nótulaus við- skipti og önnur virðisaukaskattsvik, framvísun of hárra risnureikninga, telja tekjur ekki fram til skatts og svo framvegis. „Fólki detta ótrúleg- ustu hlutir í hug,“ segir Ásgeir Heimir Guðmundsson, deildarstjóri rannsóknardeildar Ríkisskattstjóra. Hann vill fara varlega í að nefna dæmi um svik, enda væri það vatn á myllu skattsvikara og myndi sennilega leiða til fjölgunar í félagi íslenskra skattsvikara. „Það þarf að halda áróðursherferð gegn skatt- svikum við, því mörgum virðist finnast það allt í lagi þó verið sé að koma skatti undan. Einnig getur almenningur getur verið varðbergi með því að taka t.d. alltaf nótur og strimla fyrir því sem keypt er. Svo og að tilkynna um þau skatt- svik sem fólk hefur veður af,“ seg- ir Ásgeir Heimir. Erfitt er að gera sér grein fyrir hver algengustu skattsvikin eru en þau þekktustu eru vanmat á- tekj- um, segir Guðmundur Guðbjarnar- son, skattrannsóknarstjóri. Þá nefnir hann nótulaus viðskipti og það að hlutirnir séu kallaðir öðrum nöfnum. „Þá á ég t.d. við bíla- styrki, en margir telja býsna mikið fram til frádráttar vegna þeirra. Þá hefur einyrkjum fjölgað mikið og ótrúlegustu verk eru unnin í lausavinnu, í sumum tilfellum til að fá rétt til að draga frá kostnað." Þeir sem reka fyrirtæki eða vinna sjálfstætt eru í betri aðstöðu en aðrir að koma fjármunum undan skatti enda verða þeir meðal þeirra Sem sæta munu hertu skattaeftirliti á næstu mánuðum. Unnið verður að eftirlitinu með samræmdum hætti um land allt en ríkisskatt- stjóri kynnti aðgerðirnar fyrir rúmri viku. SJÁ NÆSTU SÍÐU Hinir geysivinsælu SPARIDAGAR í MIÐRIVIKU Á HÓTEL ÖRK Eigum nokkur herbergi laus 16. og 23. nóvember. Verð kr. 2.975-, á dag fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði og kvöldverður ásamt fjölbreyttri dagskrá sem stjórnað er af hinum vinsæla fararstjóra Sigurði Guðmundssyni. Létt morgunlcikfimi, félagsvist, bingó, gönguferðir, kvöldvökur, dans og margt fleira. Gestir hafa frían aðgang að sundlaug með heitum pottum, gufubaði og líkamsræktarsal svo fátt eitt sé nefnt. Pantið strax í síma 98-34700 HVERAGERÐI Munið gjafakortin vinsœlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.