Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 52
Frá og með 1. nóvember 1992 tók gildi nytt flokkunarkerfi fyrir bréfapóst til útlanda. 33§">5IU*oosiM1 flfcnrgiisttMiifrifr varða i Im Landsbanki Jfj íslands JBsLÆ, Banki allra landamanna MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Uttekt á sj ávarútvegsfyr irtækj um Viðamikil sýning í læknaháskólanum í Boston Islenskar vísinda- rannsóknir taldar vera í fremstu röð Nærri þriðjungnr -átti ekkert eigið fé NÝ SAMANTEKT Þjóðhagsstofn- unar yfir dreifingu eiginfjárhlut- falls 164 sjávarútvegsfyrirtækja í veiðum og vinnslu, skv. sérstöku úrtaki sem byggt er á ársreikning- um fyrir síðasta ár, leiðir í |jós að stór hluti fyrirtækjanna átti við ny'ög erfiða eiginfjárstöðu að stríða. Um 30% fyrirtækjanna voru með neikvæða eiginfjárstöðu og voru samtímis rekin með tapi sem nam að meðaltali um 10% af SKIPIÐ MÁLAÐ Morgunblaðið/Svernr TVEGGJA íslenskra _ vísinda- manna, prófessoranna Ólafs Jens- sonar, forstöðumanns Blóðbank- ans, og Gunnars Guðmundssonar, forstöðulæknis á taugalækninga- deild Landspítalans, er sérstak- lega getið á viðamikilli sýningu um mýlildi sem nýlega var sett upp við læknaháskólann í Boston í Bandaríkjunum. Mýlildi er heiti yfir flokk sjúkdóma sem lýsir sér í útfellingu á afbrigðilegum eggja- hvítuefnum í æðar og aðra líkam- svefi, en heilablæðing er einn ■ '* flokkur þessara sjúkdóma og hafa íslenskir vísindamenn átt veruleg- an þátt í rannsóknum á orsökum sjúkdómsins. Sýningin í Boston er bæði ætluð sérfræðingum sem og áhugafólki, og veitir innsýn í helstu rannsóknir á þessu sviði í heiminum hin síðari ár. Ólafur Jensson og Gunnar Guð- mundsson áttu á sínum tíma þátt í að sýna að heilablæðingar væru ætt- gengar og sjúkdómsvaldurinri sér- stakt afbrigðilegt prótein. Þykir það jVvegsauki fyrir Háskóla íslands og Landspítalann sem háskólaspítala að tveimur prófessorum skólans og starfsmönnum Landspítalans er nú skipað á bekk með fremstu vísinda- mönnum í alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir á heilablæðingum. Þeir Ólafur og Gunnar hafa auk annarra starfsmanna Landspítalans þrota. „Lánastofnanir taka endan- lega ákvörðun um hvort þær telja fyrirtækin lífvænleg og hvort þær ákveða að fjármagna þau áfrarn," sagði hann. Sjá einnig Af innlendum vett- vangi bls. 6. Framleiðendur smábáta eru ánægðir með árangur ferðar til Mexíkó unnið í áraraðir að rannsóknum_ á arfgengum heilablæðingum á ís- landi, og áttu þeir þátt í að sýna í fyrsta sinn að framleiðsla á einu til- teknu afbrigðilegu eggjahvítuefni veldur heilablóðfalli. Hafa læknar komist að því að mikið er um arf- gengar heilablæðingar í fólki sem ættað er af Barðaströnd á Vestfjörð- um, og með erfðatæknilegum aðferð- um er nú unnt að finna meingenið í fóstrum og arfberum, og er á þann hátt hægt að greina hveijir eru lík- legir til að fá þetta tiltekna afbrigði af heilablóðfalli. Gunnar Guð- mundsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri töluverð viður- kenning fólgin í því að þeirra Ólafs væri getið á sýningunni í Boston, og það myndi væntanlega vekja enn frekari athygli á rannsóknastarfi þeirra. Þá sagði hann ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu núna á 25 ára afmæli taugadeildar Landspítál- ans sem var í gær 7. nóvember. Gunnar Guðmundsson Ólafur Jensson Stefnt er að sölu 20 báta til Mexíkó innan eins árs Mexikó. Frá Hirti Gísiasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „Við erum nyög ánægðir með gang mála í Mexíkó. Hugmyndum okkar hefur verið afar vel tekið og á næstu vikum verður uppkast að samstarfssamningi sent frá okkur. Það er mikill áhugi á því að koma hlutunum í gang sem fyrst og þess er vænzt að innan árs verði 20 bátar frá Mótun hf., Gáskabátar eða „Seahawk" eins og þeir kallast á ensku, komnir til Mexíkó,“ segir Hörður Reginsson, heildartekjum þeirra. Hjá 21 fyr- irtæki var hlutfall eigin fjár af heildareignum neikvætt um 54,2% að meðaltali og voru þau rekin með um 13% tapi. Asgeir Daníelsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun segir athyglis- vert að eiginfjárstaða og rekstraraf- koma fyrirtækjanna fylgist að sam- kvæmt þessu yfirliti sem endur- spegli annars vegar að fyrirtæki með lélega eiginfjárstöðu séu mjög skuld- sett og beri háar vaxtagreiðslur og sem leiði til verri afkomu. Einnig sé líklegt að mörg fyrirtæki hafi verið rekin með tapi mörg ár í röð og séu því með lélega eiginfjárstöðu. Alls voru 97 fyrirtæki, eða um 60% ^ af heildinni, í úrtakinu, sem náði til 55;60% af umsvifum í sjávarútvegi á íslandi, rekin með tapi á síðasta ári. Hins vegar áttu 32 fyrirtæki, eða um 20% af heildinni, eigið fé sem nam yfir 40% af heildareignum og voru rekin með um 2,5% hagnaði. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði erfitt að komast að vafalausri niðurstöðu um fjölda fyrirtækja sem væri í raun gjald- hjá Mótun hf. Hörður hefur verið í Mexíkó vik- una sem er að líða ásamt föður sín- um Regin Grímssyni, en þeir eiga Mótun hf. Þeir voru í fylgdarliði Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra, í opinberri heimsókn þangað. Hörður segist afar ánægður með gang mála, en mikilvægt hafí verið að njóta aðstoðar Þorsteins og annarra, sem heimsóknina undir- bjuggu, til að komast í sambandi, bæði við stjórnvöld og aðila í sjávar- útvegi. „Við höfum þegar sett á stofn verksmiðju á Nova Scotia í Kanada og hefur náðst samkomulag við rík- isstjórn Kanada um ýmsa aðstoð við uppsetningu verksmiðjunnar, stofn- kostnað og fleira. Til að liðka fyrir framleiðslu bátanna hafa kanadísk stjómvöld ákveðið að lána um 85% af verði hvers báts, Mótun lánar 7,5% og því þarf kaupandinn aðeins að leggja fram 7,5%. Við bjóðum kaupendum einnig þjálfun í með- höndlun bátanna og þeirra veiðar- færa, einkum línu, sem notuð verða. Því geta menn keypt bátana með lítilli útborgun og látið þá síðan borga sig sjálfa. Við bjóðum einnig leiðbeiningar um meðferð aflans og aðilar í Japan og Bandaríkjunum vinna með okkur að markaðssetn- ingu aflans. Það er þessi „pakki“ sem gerir það mögulegt að selja bátana," segir Hörður Reginsson. Hann segir að fyrsta skrefið sé, að senda 4 báta, smíðaða í Kanada, til Mexíkó, sem allra fyrst og yrðu kaupin á þeim fjármögnuð með fyrr- greindum hætti. En stjórnvöld í Mexíkó ábyrgðust fjármögnunina. Innan árs yrðu svo 20 bátar komnir til Mexíkó en gífurlegir möguleikar fælust í endurnýjun smábátaflotans í Mexíkó. Mótun hf. hefur einnig fengið fyrirspumir frá Bermúdaeyjum og stendur til að þangað fari 3 bátar og kennari fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.