Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
51 -
Gárur
eftir Eltnu Pálmadóttur
Ein á ferð!
Hún sat þarna beinstíf. Ég
kom strax auga á hana í
flugstöðinni. Ég hafði lagt af
stað • norðan úr landi klukkan
fimm, til að
vinkonurnar
sem óku kæm-
ust fram og
aftur fyrir
mestu umferð-
ina. Hún hlýt-
ur að hafa far-
ið enn fyrr að
heiman, komin
í gegnum yfir-
heyrsluna og
innskrift
svona
snemma. Hún
vakti athygli,
jafnvel_ aftan
frá. í hita-
svækjunni var
hún í þykkri ullarkápu með klút
meðan ég var með sokkana í
vasanum og bæði jakka og
stormúlpu í hliðartöskunni til að
geta bætt á mig þegar norðar
drægi. Hárið var vandlega greitt
upp í hnút og upp af því stóð
logagyllt hárskraut eins og á
brúði eða dansmeyju í nætur-
klúbbi. Ég fékk mér kaffí og
leit á tollfijálsa vaminginn í búð-
unum á flugvellinum í Tel Aviv.
Þegar brottfarartími nálgaðist
færði maður sig nær réttu út-
gönguhliði. Enn sat hún þarna
beinstíf. Nú sá ég að þessi unga
stúlka var Palestínuarabi. Fyrir
ferðina hafði hún keypt sér loga-
gyllta tösku og samskonar skó.
Nú var kallað út í vélina. Hún
spratt upp. Var fyrst að hliðinu
þar sem rifið var af sætismiðan-
um hennar. Svo hikaði hún, vissi
ekki hvert átti að halda. Ég stóð
fyrir aftan hana og sagði á
ensku: Héma niður stigann. í
dyrunum niðri hikaði hún enn
og spurði hvort ætti að fara í
rútubflinn. Ég sagði henni að
fylga mér. Þar settumst við sam-
an og hún stundi upp: Jöteborg?
Nei, Copenhagen. O-ó, sagði
hún. Hún skildi illa ensku. En í
ljós kom að hún talaði betur
frönsku, sem er víst fyrsta er-
lenda málið sem hennar fólk
lærir. Viltu hjálpa mér áfram út
í flugvélina? stundi hún upp á
því máli. Það var auðvitað sjálf-
sagt. Hún hélt krampataki um
farseðilinn sinn og vegabréfið.
Settu nú þetta niður í töskuna
og haltu bara eftir þessum litla
snepli. Þama er sætisnúmerið
þitt! útskýrði ég. Hafðu ekki
áhyggjur, ég skal fylgja þér alla
leið! Eg fór ekki í mitt sæti fyrr
en hún var búin að spenna belt-
ið. Þá hafði hún sagt mér að hún
væri á leið til Gautaborgar til
að hitta manninn sinn, sem væri
þar við nám.
Þessi unga kona var sýnilega
dauðhrædd. Hafði aldrei komið
á flugvöll fyrr og hafði ekki hug-
mynd um að hún ætti að skipta
um flugvél í Kaupmannahöfn eða
hvernig. A leiðinni rann upp fyr-
ir mér hve skelfíleg alþjóðleg
flugstöð með endalausum
göngum og fólki á harðaspani
hlýtur að vera í augum þess sem
kemur þar í fyrsta skipti. Ég fór
að sjá þessa ógnvænlegu staði
með augum ungu arabakonunn-
ar. Hún var svo skelfd að þegar
komið var til Kaupmannahafnar
var hún orðin veik af kvíða, þrátt
fyrir blund á leiðinni. Kannski
hefur yfírheyrslan á ísraelska
flugvellinum, sem allir farþegar
ganga í gegnum, skelft palest-
ínska arabakonu meira. Þótt ég
sé fegin að svo vel er kannað
að maður sé ekki með falda
sprengju áður en gengið er um
borð, fannst mér nóg um spurn-
ingamar. Þar sem ég hafði verið
í Líbanon hefí ég kannski fengið
sérstaka yfírhalningu, hveija ég
hefði talað við og hvar verið. En
það kom ekkert við mig. En ekki
óeðlilegt að það gerði Palestínu-
araba óöruggan, eins og stund-
um er farið með þá.
Fyrir utan flugvélina beið ég
eftir henni. Hún kom langsíðust
út. Það var eins gott, því inni á
Kastrupflugvelli var iðandi kös.
Fljótlega sáum við skiltið: Trans-
it! En þar sagði á ensku að þessi
afgreiðsla væri lokuð. Vinsam-
legast gefíð ykkur fram í hinum
enda afgreiðslusalarins! Nú
stundi stúlkan upp að hún ætti
að halda áfram eftir 15-20 mín-
útur. Ég tók á sprett og dró
gegnum þvöguna eftir endilöng-
um salnum með mér stúlkuna í
þykku kápunni, gylltu skónum
og með gyllta höfuðskrautið.
Kannski var henni svona ómótt
af hitanum. En henni hafði verið
sagt að búa sig vel. Á Norður-
löndum væri svo kalt. Þegar við
komum að réttu borði, ruddist
ég fram fyrir með afsökunar-
beiðni, stúlkan væri að missa af
flugvélinni. Talaði dönsku svo
hún skildi ekki útskýringamar.
Hvað yrði um hana ef það bætt-
ist nú ofan á? Hún var alveg
búin að missa kjarkinn og næst-
um málið. Danska afgreiðslu-
stúlkan.leit á miðann, sagði að
klukkutíma tímamunur væri
milli ísraels og Danmerkur. Ef
við vildum setjast út við
gluggann skyldi hún senda ein-
hvem til okkar. Skömmu seinna
kom hún sjálf, hafði sýnilega
skilið hvemig á stóð, bað mig
um að segja stúlkunni að sitja
þama róleg. Hún væri sjálf með
útgöngukortið hennar í hina
flugvélina og mundi rétt áður
en hún ætti að ganga um borð
senda frönskumælandi stúlku til
að fylgja henni um borð. Þama
á Kastrupflugvelli reyndist vera
einstaklega góð og mannleg af-
greiðsla hjá hlýlegri stúlku.
Þarna skildu leiðir. Ég sneri mér
við og smellti í flýti af stúlkunni
vondri mynd þama sem hún stóð
og horfði á eftir mér. Henni
mundi ganga vel út í flugvélina
í Kastrup og vonandi hafa
Svíamir tekið mannlega við
henni. Stundum hefur maður séð
hvemig útlendingaeftirlit og toll-
verðir í Evrópulöndum taka
harkalegar og strangar á móti
fólki frá þriðja heiminum og af
öðrum litarhætti en okkur þess-
um hvítu og öruggu með okkur.
Það á þó ekki alltaf við. Og nú
er unga hrædda konan sjálfsagt
komin í öryggi í örmum eigin-
mannsins.
WMP«rHITABLASARARNIR
SoyberGenerol Corporotioo
eru nú fyrirliggiandi í stærðum 7,
10, 19 og 22 kw.
Ennfremur mótorar og element.
WESPER UMBOÐIÐ
Sólheimum 26, 104 Reykjavík,
sími 91-34932, fax 91-814932.
Er þér kalt?
I vetur bjóðast tveir kostir
til að verma sig í Dublin.
Yljaðu þér við gott
herrafataúrval okkar.
Við tökum á móti þér með
hlýju og notalegu viðmóti í
MONAGHANS
Royal Hibernian Way
eða:
Fáðu hita í kroppinn
í handprjónaðri,
hefðbundinni, írskri eða
skoskri peysu.
Bæði fyrir dömur og herra.
MONAGHANS,
Grafton Arcade,
Grafton Street,
Dublin2.
coFdalG
Ferðatöttfa meÖ iitaskjál
Við kynnum nýja glaBSilega ferðatðlvu
með öflugym 386SL-25 örgjðrva, 2Mb
minni (32KB Cache), 80MB disk (16ms),
3.5' drif, SCSI-2 tengi, raðtengi, prent-
aratengi og innbyggðri J-mús. Sérstakt
kynningarverð: kr. 189.900 stgr.
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976
Ráðstefna um útflutning js
á orku með rafstreng
í tilefni að 80 ára afmæli Verkfræðingafélags íslands stendur
Rafmagnsverkfræðideild fyrir hálfsdagsráðstefnu um möguleika
á að flytja út orku með rafstreng. Ráðstefnan verður haldin á
Holiday Inn þann 13. nóvember og verður dagskrá eftirfarandi:
Kl. 12:30 Skráning þátttakenda
Kl. 13:00 Ráðstefnan sett: Vífill Oddsson, formaður VFÍ.
Fundarstjóri Gunnar Ingimundarson, formaður RVFÍ.
Kl. 13:05 Stefnumörkun stjórnvalda.
Dr. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Markaðsskrifstofu
Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar.
Kl. 13:30 Reglur EB með tilliti til raforkuútflutnings
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri Iðnaðarráðuneytis
Kl. 13:55 Ný viðhorf í orkuviðskiptum
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins.
Kl. 14:20 Útflutningur á raforku
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar
Kl. 14:45 Orkuframleiðsla vegna útflutnings
Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Kl. 15:10 Kaffihlé
Kl. 15:25 Strengjaverksmiðja á íslandi
Egill Skúli Ingibergsson, ráðgjafarverkfræðíngur Rafteikningu hf.
Kl. 15:50 Efnahagsleg áhrif sæstrengs.
Dr. Friðrik Már Baldursson, stærðfræðingur Þjóðhagsstofnun.
Kl. 16:15 Tæknileg vandamál við raforkuflutning með jafnstraumi.
Egill B. Hreinsson, prófessor í raforkuverkfræði við Háskóla íslands.
Kl. 16:40 Pallborðsumræður:
Stjórnandi Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Kl. 18:30 Ráðstefnuslit
Ráðstefnan er öllum opin, en þátttökugjald er kr. 1.000,-.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu VFÍ í síma 688511
í síðasta lagi miðvikudaginn 11. nóvember.
K.fii ,ri-7rr