Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 39 ATVINNU AUGL YSINGAR Markaðsstjóri auglýsinga \ Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf markaðsstjóra, sem ber ábyrgð á sölu aug- lýsinga íSjónvarpinu. Leitað er að dugmiklum starfsmanni með starfsreynslu í markaðs- málum og sölu auglýsinga. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða tölvukunnátttu. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, eða Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöð- um. RÍKISÚTVARPIÐ Frá enskuskor heimspekideildar Háskóla íslands Á vormisseri 1993 er laus til umsóknar stundakennsla (allt að 8 tímum á viku) í enskri málfræði, enskri mál- og ritþjálfun, og (hugsanlega) enskukennslufræði. Umsækjendur verða að hafa a.m.k. kandí- dats- eða meistarapróf með enska málvísi að sérsviði. Umsóknir þurfa að berast formanni ensku- skorar heimspekideildar Háskóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykja- vík, eigi síðar en mánudaginn 16. nóvember 1992 og skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá formanni enskuskorar í síma 4450. Störf með einhverfum óskum eftir að ráða þroskaþjálfa (deildar- þroskaþjálfa), fóstrur eða fólk með sambæri- Íega menntun til starfa á heimilum ein- hverfra. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja kunnáttu í táknmáli. í tveimur tilfellum er um að ræða afleysingar vegna fæðingaorlofa og í öðru þeirra er möguleiki á áframhaldandi ráðningu að því loknu. Unnið er á vöktum. Störfin verða laus sem hér segir: Meðferðarheimilið á Sæbraut 1. desember nk., 100% starf. Umsækjendur hafi samband við deildarstjóra í síma 611180, kl. 13-16. mán-, þri-, mið- og föstudag. Sambýlið Trönuhólum 1. og 15. janúar 1993, 100% störf. Umsækjendur hafi samband við deildarstjóra í síma 79760 þriðjudag-föstudag frá 9-16. Sambýlið Hólabergi 15. janúar 1993, 30% starf, eingöngu kemur til greina að ráða þroskaþjálfa sem mundi hafa umsjón með gerð þjálfunaráætlana og að leiðbeina starfsfólki um framkvæmd þeirra. Seinna verður möguieiki á að hækka þetta starfshlutfall og að víkka starfssviðið út til hinna heimilanna. Umsækjendur hafi samband við deildarstjóra í síma 677066 þriðjudaga frá kl. 15.00-22.00 og fimmtudag frá kl. 9-16. RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður KRABBAMEINS- LÆKNINGADEILD HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Krabbameinslækningadeild Landspítalans þarfnast starfskrafta ykkar. Við viljum ráða hjúkrunarfræðinga til starfa sem hafa áhuga á hjúkrun fólks með langvar- andi sjúkdóma. Á deildinni starfar áhugasamt, metnaðar- gjarnt starfsfólk, sem vinnur stöðugt að því að bæta hjúkrun þessa sjúklingahóps. Unnið er 4. hverja helgi. Boðið er upp á einstaklingshæfða aðlögun og einnig verður námskeið í boði eftir ára- mót. Allar nánari upplýsingar gefur Þórunn Sæv- arsdóttir, deildarstjóri, (s. 601225) og Birna G. Flygenring, hjúkrunarframkvæmdastjóri, (s. 601000/601290). RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigöisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn- um. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Skipulag ríkisins Staða deildarstjóra byggingadeildar er laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í leiðbeiningum um túlkun á byggingarreglugerð, samstarfi við ráðu- neyti og stofnanir, sem starfa að byggingar- málum og eftirliti með störfum byggingar- nefnda. Umsækjendur þurfa að hafa mennt- un og reynslu í gerð aðal- og séruppdrátta, þekkingu á starfi byggingarnefnda og bygg- ingarfulltrúa, hafa yfirsýn yfir lög og reglu- gerðir um skipulags- og byggingarmál og byggingarstarfsemi almennt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 1993. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guð- mundur L. Hafsteinsson, deildararkitekt, í síma 624100. Skriflegum umsóknum, ásamt prófskírtein- um og yfirliti um fyrri störf, skal skila fyrir 1. desember til Skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Sölumaður Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem aðallega starfar á sviði byggingariðnaðar, óskar eftir að ráða sölumann frá og með 1. desember nk. Starfið felst í kynningu og sölu á vörum fyrir- tækisins innanbæjar og úti á landi. Leitað er að manni með reynslu af sölustörf- um, sem hefur bíl og bílasíma til umráða. Laun eru prósentur af sölu. Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta /jfð^ Lidsauki hf. W SkólavörðusUg 1a - 101 Reykjav/k - Sími 621355 Auglýsingasala Óskum eftir að ráða starfsmann í auglýsinga- sölu við Útvarp Bros, Keflavík. Umsóknir er tilgreini reynslu, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra í póst- hólf 305, 230 Keflavík fyrir 13. nóvember. Nánari upplýsingar veitir sami í síma 92-13800. Nýrmiðill hf. Vilt þú vinna sjálfstætt í eigin fyrirtæki og hafa umtalsverða tekjumöguleika? Af sérstökum ástæðum er til sölu, að hálfu eða öllu leiti, þrifalegt og fallegt fyrirtæki í framleiðslu- og þjónustugeiranum. Fyrirtækið er vel staðsett og í góðu hús- næði. Starfsmannafjöldi 3-6 á vakt í einu. Áætluð velta á næsta ári 15-20 milljónir á mánuði. Mjög góð álagning. Fyrirtækið hentar jafnt konum sem körlum eða heilli fjölskyldu. Söluverð 9 millj. 50% eða 18 millj. 100%. Hluti af kaupverði má vera góð fasteign eða fasteignaverð. Áhugasamir sendi bréf með helstu upplýs- ingum, s.s. nafni, heimilisfangi, síma og starfsreynslu, til auglýsingadeildar Mbl., Aðalstræti 6, merkt: „Kjörið tækifæri - 6789". Upplýsingafulltrúi Traust fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða uppiýsingafulltrúa til starfa. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Almenn uplýsingaöflun og dreif- ing upplýsinga innan og utan fyrirtækisins. Umsjón með kynningar- og auglýsingamál- um. Útgáfa fréttablaðs og samskipti við fjöl- miðla ásamt skyldum verkefnum. Menntun ásamt starfsreynslu á sviði mark- aðs- og auglýsingamála er skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu og eiga auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okk- ar fyrir þriðjudaginn 17. nóvember nk. GijðniTónsson RAÐCJÓF C RAÐNI NCARMÓN USTA TIARNARGÖTU 14. ÍOI REYKJAVÍK. SÍMl 62 13 22 Rannsóknastaða í íslensku Frá 1. júlí 1993 er laus rannsóknastaða dokt- orsefnis í íslensku við -háskólann í Lundi, nánar tiltekið við stofnunina í norrænum málum. Staðan er til fjögurra ára og felur í sér takmarkaða kennsluskyldu. Umsækjendur verða að hafa B.A.-próf í ís- lensku eða almennum málvísindum og a.m.k. 15 einingar í málfræði á M.A.-stigi/ cand. mag.-stigi. Laun eru í kringum 13.000 sænskar krónur á mánuði. Umsóknir ásamt ferils- og ritaskrá skulu berast fyrir 1. desember.1992 til: Próf. Christer Platzack, Institutionen för nordiska spraak, Helgonabacken 14, S-223 62 Lund. Nánari upplýsingar veitir Halldór Ármann Sigurðsson, Málvísindastofnun Háskóla íslands, símar 694404 og 694408.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.