Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.11.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 8 NÓVEMBER 1992 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Nær Chicago Bulls þrennu? Boston Celtics afrekaði það síðast 1966 MEISTARAR Chicago Bulls eru taldir sigurstranglegastir í NBA- deildinni íkörfuknattleik, sem hófst nú um helgina íBandaríkjun- um og eiga þeir möguleika á aö verða fyrstir frá 1966 til að vinna N B A-titilinn eftirsótta þrjú ár í röð, eða frá því að Boston Celtic vann það afrek. Eins og ffyrra var einn leikur ífyrstu umferð- inni leikinn i'Japan - Seattle og Houston mættust íYokohama á föstudaginn. Leikurinn var liður íað kynna NBA-deildina í Jap- an, en deildin er þegar orðin geysilega vinsæl f Evrópu og víð- ar. „Við verðum að endurnýja ýmislegt hjá okkur og þá fyrst viljann til að vinna þriðja árið í röð. Ástæðan fyrir því er að þó nokkrar breytingar hafa verið á leikmannahópi okkar og óreynd- ir leikmenn eru komnir í hópinn," sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago Bulls áður en tímabilið hófst. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Það eru ekki aðeins breytingar hjá meistaraliðinu, heldur hafa miklar breytingar orðið á þjálf- urum og leikmönn- um hjá öðrum félög- um. Níu nýir þjálfar- ar verða í sviðsljós- inu, meða[ þeirra þjálfari „draumaliðsins" á Ólympíu- leikunum í Barcelona. Chuck Daly hætti hjá Detroit Pistons og tók við New York Knickerbrockers. Liðið er skipað mjög ungum og skemmti- ,uk>gum leikmönnum og nánast með nýja leikmenn í flestum stöðum. Chicago Bulls er að sjálfsögðu talið sigurstranglegast í Austur- deildinni, en þau lið sem koma til með að veita meisturunum hvað harðasta keppni eru talin Cleveland Cavaliers, New York Knicks og New Jersey Nets. í Vesturdeildinni er Portland Trail Blazer talið sigur- stranglegasta liðið á ný, en Phoenix Suns og Utah Jazz eru talin helstu keppinautar liðsins. Los Angeles J^akers var talið þar með þar til í vikunni að fréttir bárust um að Earvin „Magic“ Johnson væri hætt- ur við að að byrja að leika með lið- inu á ný. Þjálfaraskipti Þar sem Chuck Daly tók við New York Knicks (af Pat Riley, fyrrum þjálfara LA Lakers — þeim brillíant- íngreidda) var Ron Rothstein ráðinn til Detroit, en hann er „Bjami Fel“ þeirra Detroit-manna, starfaði áður sem íþróttafréttamaður í sjónvarpi. Dan Issel hefur tekið við Denver Nuggets, en hann er fyrrum leik- maður liðsins. Doug Moe hefur tek- ið við liði Philadelphia 76ers á ný Og Garry St. Jean er orðinn þjálf- ari Sacramento Kings. Paul Westpahl hefur tekið við stjórninni hjá Phoenix, en hann er fyrrum leikmaður félagsins og tal- inn framtíðarþjálfari í NBA-deild- inni. Mörg félög hafa haft augastað á honum, en hann vildi ekki fara frá félaginu. Kaus að vera aðstoðar- þjálfari hjá Phoenix. Breytingar hjá New York Mikið hefur verið um félaga- Austurdeildin Hér koma liðin sem leika í Austur- deildinni. Röð liðanna er eins og ■> gengi þeirra er spáð í vetur. Sigur- vegarinn úr hveijum riðli í deildunum tveimur (austur og vestur) kemst í úrslitakeppnina og síðan þau sex félög sem ná bestum árangi í riðlun- um tveimur í deildunum, en átta Iið úr hvorri deild komast í úrslitakeppn- ina. Miðriðill: Chicago Bulls Cleveland Cavaliers Charlotte Homets Detroit Pistons Atlanta Hawks Milwaukee Bucks Atlanthafsríðill: New York Knicks New Jersey Nets Boston Celtics Miami Heat Philadelphia 76ers Orlando Magic Washington Bullets Charles Barkley er byrjaður að leika með Phoenix, eftir gott gengi með liði Philadelphia. Charles Smith er kominn tii New York Knicks frá L.A. Clippers. Hann er mjög sterkur miðheiji. Kóngurirm Michael Jordan hefur verið lykilmað- urinn hjá Chicago Bulls á sigurgöngu fé- lagsins und- anfarin tvö keppnistímabil. Tekst honum að leiða lið sitt til sigurs þriðja árið í röð? skipti hjá leikmönnum og er aðal- ástæðan fyrir því að ákveðíð var að hækka launaþakið hjá leikmönn- um, þannig að aðeins tólf leikmenn hjá hveiju félagi vom á ákveðnum heildarlaunum. Það hefur gert það auðveldara fyrir framkvæmdastjóra NBA-félaganna að fá nýja leikmenn til sín. Mestu breytingarnar hafa orðið hjá New York Knicks eins og fyrr segir. Félagið hefur fengið mikinn liðsstyrk í Charles Smith, sem er mjög sterkur miðheiji, en hann kom frá Los Angeles Clippers. Frá Clipp- Miðvesturriðill: Utah Jazz San Antonio Spurs Houston Rockets Denver Nuggets Minnesota Timberwolves Dallas Mavericks Kyrrahafsriðill: Portland Trail Blazers Phoenix Suns Los Angeles Lakers Golden State Warriors Seattle Supersonics Los Angeles Clippers Sacramento Kings Stöð 2 áfram með NBA-þætti STÖÐ 2 verður með sérstaka umfjöllun um NBA-deildina í vetur eins og undanfarin ár, í íþróttaþætti sínum á sunnu- dögum — og umsjónarmenn eru þeir sömu og áður, Einar Bollason og Heimir Karlsson. Keppni í bandarísku atvinnu- mannadeildinni í körfubolta, NBA, hófst á föstudag og í þætt- inum á Stöð 2 í dag verður spáð í keppni vetrarins og liðin kynnt. „Frá og með 15. nóvember [næsta sunnudegi] má segja að NBA-deildin fari af alvöru í gang hjá okkur. Frá og með þeim degi verður vikulega NBA-action þáttur — sem ég vil reyndar leyfa mér að lýsa eftir íslensku nafni á — klukkan eitt, strax í uþphafi þáttar- ins íþróttir á sunnudegi, og síðan lýkur þættinum á því að sýndur verður leikur vikunnar. Venjulega verður það líklega 5-7 daga gam- all leikur,“ sagði Heimir Karlsson á Stöð 2 í samtali við Morgunblaðið. Umræddur NBA-action þáttur er byggður upp á ýmsum fróðleiks- molum úr sögu deildarinnar og svipmyndum af snilldartilþrifum leikmanna fyrr og nú. Heimir segir Stöð 2 engu ráða um val á leik vikunnar, það væri alfarið mál NBA-manna sjálfra hvað þeir sendu frá sér. „Menn hafa talsvert hringt og spurt um þetta atriði og kvartað yfír því að mikið sé um að sömu liðin sjáist á skjánum. Áður fyrr virtist það skipta litlu máli, menn hérlendis héldu mest með Boston og Lakers, en nú eiga menn orðið alls konar uppáhaldslið í deildinni og vilja fá að sjá þau.“ Stefnt er að því að sýna eitthvað beint frá úrslitakeppninni í Vor, þó ekkert hafi reyndar verið ákveðið í því efni að sögn Heimis, en hann lagði áherglu á að reynt yrði að sýna alla úrslitaleikina sjálfa beint — þ.e. þegar aðeins tvö lið verða eftir í baráttunni. Sl. keppnistíma- bil sýndi Stöð 2 þá beint að tveim- ur fyrstu undanskildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.