Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
3
Hlaut hetjuverðlaun sænsku
Brunamálastofnunarinnar
17 ÁRA gömul íslensk stúlka, Hólmfríður Einarsdóttir, hlaut nýlega
sérstök hetjuverðlaun sænsku Brunamálastofnunarinnar. Hólmfríð-
ur býr í bænum Halmstad í Suður-Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni
og hún bjargaði þar manni úr brennandi húsi. Hólmfríður er fjórða
manneskjan á þremur árum sem hlýtur þessi verðlaun.
Hómfríður Einarsdóttir sagði í maður sem svaf í ölvímu. Hann
samtali við Morgunbiaðið í gær að
hún hafi verið heima í stofu ásamt
bróður sínum er hún tók eftir að
eldur var laus í húsinu beint á
móti húsi hennar. Hún bað bróður
sinn að hringja í slökkviliðið en
hljóp síðan yfir að húsinu sem
kviknað var í. Hún bankaði þar upp
á og í ljós kom að í húsinu var
gerði sér enga grein fyrir að eldur
var laus en Hólmfríði tókst að koma
honum út undir bert loft.
„Það kom mér mjög á óvart að
ég skyldi hljóta þessi verðlaun en
það mun mjög sjaldgæft að þau
séu veitt,“ segir Hólmfríður. „Þetta
eru verðlaun á landsvísu hér og
það er yfírstjórn Brunamálastofn-
unarinnar í Stokkhólmi sem ákveð-
ur hveiju sinni hvort veita skuli
þessi verðlaun-."
Hólmfríður fékk í hendur sér-
stakan áletraðan skjöld, viðurkenn-
ingarskjal og blóm frá Brunamála-
stofnuninni. Á skjöldinum stendur
að verðlaun þessi séu veitt þeim
sem bregst á réttan hátt við elds-
voða.
Hólmfríður segir að hún hafí
búið um tveggja ára skeið í Svíþjóð
ásamt fjölskyldu sinni en Hólmfríð-
ur stundar nú nám í menntaskóla
í bænum Halmstad.
Þessi mynd birtist á forsíðu blaðsins Hallandsposten er Hólmfríð-
ur Einarsdóttir tók við verðlaununum úr hendi Sune Lardner frá
sænsku Brunamálastofnuninni.
Fjallvegir í vetur
Vörubíll við
snjómokstur
frá Mývatni til
Jökulsár á Dal
VEGAGERÐ ríkisins hefur
ákveðið snjómokstur á nokkrum
fjallvegum í vetur, utan snjó-
mokstursreglna. Sem dæmi má
nefna, að mokað verður á mánu-
dögum og föstudögum, meðan
hægt er að opna auðveldlega með
vörubíl, á leiðinni frá Mývatni
að Jökulsá á Dal.
Ert þú í forsvari fyrir félag, fámennt eða
fjölmennt, formlegt eða óformlegt?
Þá veistu hvaö þaö fer mikill tími í innheimtu félagsgjalda, aö
halda félagatalinu réttu, vita hverjir hafa gert skil,
senda rukkanir á réttum tíma, taka
viö greiöslum og koma þeim íbanka.
Á Austur- og NA-landi verða
fleiri vegir mokaðir með þessum
hætti, eða Breiðdalsheiði og Vopna-
fjarðarheiði. Þá verður Hlíðarvegur
um Hellisheiði mokaður með veg-
hefli, þegar það er unnt á skemmri
tíma en 5 klukkustundum, á mánu-
dögum og föstudögum. Mánudaga
til föstudaga verður svo Hafnarveg-
ur í Bakkafirði mokaður, þ.e. af-
leggjari að Höfn sunnar Hafnarár
að þéttbýlinu á Bakkafirði.
Ákvörðun hefur einnig verið tek-
in um mokstur á Vestfjörðum, þ.e.
mokstur utan venjulegra snjó-
mokstursreglna. Klettsháls verður
mokaður mánudaga og föstudaga
á meðan það er hægt með hefli,
Hrafneyrarheiði mánudaga og
föstudaga á meðan það er hægt
með hefli á skemmri tíma en 5
klukkustundum og Dynjandisheiði
mánudag og föstudag, meðan það
er hægt með vörubíl. Vörubíll þarf
að geta mokað viðstöðulaust og
skilyrði fyrir mokun Dynjandisheiði
er að Hrafnseyrarheiði sé opnuð
um leið. Áfram verður stungið úr
Hestakleif annað slagið, en það er
ekki tilkynnt sérstaklega. Hins veg-
ar eru sett upp skilti báðum megin
við hana, sé hún lokuð.
-----♦ »-♦-----
Siglingamálastjóri
Fimm sóttu
um stöðuna
Umsóknarfrestur um stöðu
siglingamálasljóra er runninn út
og sóttu fimm um stöðuna. Á
morgun, fimmtudag, tekur sigl-
ingarráð síðan væntanlega af-
stöðu til umsækjenda og gefur
umsögn sína til samgönguráð-
herra.
Tveir af fimm umsækjendum
óskuðu nafnleyndar en hinir þrír
eru Benedikt E. Guðmundsson
skipaverkfræðingur, Ólafur J.
Briem skipaverkfræðingur og Páll
Hjartarson settur siglingamála-
stjóri.
Að sögn Þórhalls Jósefssonar
deildarstjóra í samgönguráðuneyt-
inu er reiknað með að málið verði
afgreitt fljótlega en fundur sigl-
ingaráðs gat ekki orðið fyrr en á
morgun þar sem formaður ráðsins
er erlendis.
777 aö þú hafir meiri tíma til aö sinna eiginlegum félagsstörfum
bjóöum viö Félagaþjónustu Islandsbanka.
Félagaþjónustan felst meöal annars í eftirfarandi þáttum:
• Círóseölar fyrir félagsgjöldum eru skrífaöir út og sendir
greiöendum á réttum tíma. Um leiö er félaginu send skrá yfir
útskrifaöa gíróseöla.
» Hœgt er aö velja árlega og allt niöur í mánaöarlega innheimtu.
• Reikningsyfirlit meö nöfnum greiöenda eru skrifuö út í byrjun
hvers mánaöar.
• Dráttarvextir eru reiknaöir, sé þess óskaö.
• Cjöld geta hækkaö samkvœmt vísitölu, sé þess óskaö.
Aö auki er boöin margþœtt viöbótarþjónusta.
Notfœröu þér Félagaþjónustu íslandsbanka fyrir þitt félag og
notaöu tímann til aö sinna sjálfum félagsstörfunum.