Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 15
15
_______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992_
Hugleiðing um hernað
eftir Önnu Benkovic
Ég hef margoft heyrt þeirri
skoðun haldið fram að hemaðarí-
hlutun af hálfu Evrópuþjóða eða
Sameinuðu þjóðanna sé óhugsandi
á Balkanskaga. Menn bera saman
hernaðaríhlutun Sameinuðu þjóð-
anna í Kúveit og umfang íhlutunar
á Balkanskaga og segja að álíka
lið og tækni þyrfti til og því sé
íhlutun á Balkanskaganum óhugs-
andi. Þetta sjónarmið er að mínu
mati rangt því þegar um réttlætis-
mál er að ræða hlýtur staða allra
þjóða að vera jöfn gagnvart Sam-
einuðu þjóðunum.
í hvað stefnir?
Ég get fallist á að hernaðaríhlut-
un sé örþrifaráð en af hveiju er
hún óhugsandi þegar Serbar hafa,
með hjálp sambandshers fyrrver-
andi Júgóslavíu, hertekið einn
þriðja Króatíu undir því yfírskini
að þeir séu að vernda rétt serbn-
eska minnihlutans í landinu, sem
er rétt rúmlega 10% íbúa. Þeir
hafa einnig á valdi sínu rúmlega
tvo þriðju hluta Bosníu (og eru
rétt rúmlega 30% íbúanna). Einnig
stefnir í óeirðir í Kosovo, sem er
hérað í Serbíu ásamt Vojvodínu.
Og svo loksins í Makedóníu. Meiri-
hluti íbúanna þar er Makedónar.
Einnig eru þar Búlgarar, Serbar
og Albanir ásamt fleirum. Tíminn
vinnur með Serbum og útþtenslu-
stefnu þeirra ef ekkert er að gert
og þá mun Makedónía „springa"
ásamt Kosovo. Ef Kosovo „spring-
ur“ dregst Albanía eflaust óbeint
inn í átökin ásamt Tyrkjum, sem
hafa lofað þeim stuðningi. Núver-
andi blóðbað á Balkanskaga verður
barnaleikur miðað við það.
Kosovo
Það er vert að geta þess að Serb-
ar telja sig upprunna í Kosovo og
þar börðust þeir hetjulega við Tyrki
á fjórtándu öld en máttu þola mik-
inn ósigur og niðurlægingu árið
1389, þegar þeir gáfust upp. Al-
banski meirihlutinn þar fer nú fram
á sjálfstjórn eða sjálfstæði því þeir
gera sér grein fyrir að alþjóðlegum
landamærum verður ekki breytt
nema með samningaviðræðum (um
90% íbúa í Kosovo eru Albanir en
10% Serbar). Serbar sjálfir hafa
lýst því yfir að þeir munu aldrei
láta Kosovo af hendi og bera því
við, auk þess sem að framan er
sagt, að þar hafi þeir varið Evrópu
fyrir íslam á sínum tíma. Nú verða
FYRRUM JÚGÓSLAVÍA
Albanir þar að undirrita „hollustu-
eið“ við Serba, hvemig sem það er
hugsað!
Serbneska „reglan"
Ef þessi rök eru gild, hvað mega
Króatar þá segja um Krajínahérað,
sem Serbar hafa hertekið? Það hafa
þeir gert í nafni rúmlega 50% íbú-
ánna, Serba sem hafa flust þangað
síðastliðin 300 ár, en héráðið er
skýrt innan landamæra Króatíu.
Og ekki nóg með það, þeir hafa
lýst yfir sjálfstæði (á kostnað króat-
ískra íbúa) og virðast ætla að kom-
ast upp með það á alþjóðavett-
vangi. Með því og sér-serbneskri
mynt gefa þeir til kynna að Krajína
tilheyri nú Serbíu. Um það verður
örugglega ekki samkomulag fyrr
en Serbar draga her sinn til baka
frá öðrum stöðum í Króatíu og
bæta fyrir eyðilegginguna
(Dubrovnik, Osijek, Vinkovci,
Vúkóvar o.fl.). Ég tel að Krajína í
Króatíu tilheyri ekki Serbíu fremur
en Kosovo Albaníu. Hins vegar
hljóta Serbar að fallast á hið síðar-
nefnda ef þeir vilja vera sjálfum sér
samkvæmir. Einnig má minna á
Vojvodínu innán Serbíu, sem til-
heyrði Króatíu fyrir fyrri heims-
styrjöld. Þar eru Ungverjar í meiri-
hluta á stómm svæðum. Samkvæmt
serbnesku „reglunni" eiga því héruð
innan annars ríkis, þar sem meiri-
hluti íbúanna er af annarri þjóð,
fullan rétt til sjálfstæðis eða jafnvel
samruna við sína upprunalegu þjóð,
nákvæmlega eins og Serbar í Kraj-
ína í Króatíu. Albanir í Kosovo eiga
samkvæmt þessu rétt til að búa í
Kosovo í Albaníu og Ungverjar í
hluta Vojvodínu í Ungverjalándi
o.s.frv. Rétt er að taka fram að
Serbar hafa hertekið mun meira
landsvæði innan landmæra Króatíu
en héraðið Krajína.
Bosnía-Herzegóvína
Eins og fram hefur komið hafa
Serbar meirihluta Bosníu á sínu
valdi, það er að segja grísk-kaþólsk-
ir Serbar, því múslímar í Bosníu
hafa löngum verið taldir til serb-
neskrar þjóðar, þótt þeir trúi á
Múhameð spámann. Þetta er kald-
hæðnislegt og lýsir meðal annars
hvernig kommúnistum tókst að ala
á umburðarleysi í trúmálum og
þjóðrembu til að halda völdum, sem
síðan brýst út í sorglegri grimmd.
Múslímar eru nú um 40% íbúa Bosn-
íu, en þeim hefur fjölgað mikið síð-
ustu áratugi. Þeir halda þó ekki
stóru svæði í Bosníu og þá aðallega
í samvinnu við Króata þar en Króat-
ar eru tæp 20% íbúa í Bosníu og
hafa álíka mikið svæði á sínu valdi.
Múslímar líta því skiljanlega á
skiptingu Bosníu sem algera mar-
tröð vegna þess að þeir tapa mestu
á henni.
í apríl 1991 lýstu Serbar yfir
sjálfstjórn í héruðum í Vestur-Bosn-
íu þar sem þeir voru orðnir meiri-
hluti íbúa, eins og þeir gerðu í hér-
aðinu Krajína í Króatíu mánuði fyrr
sama ár. Á sama tíma í fyrra lýstu
héruð í suðausturhluta Herzegóvínu
yfir þeirri ætlun sinni að sameinast
Svartfjallalandi. Múslímar líta á
þetta sem undirbúning „Stór-Serb-
íu“ og óttast mjög að Króatar fylgi
þessu eftir og lýsi yfir sjálfstjórn í
Vestur-Herzegóvínu, þar sem þeir
eru í meirihluta. Hingað til hafa
múslímar alls ekki fallist á skipt-
ingu ríkisins, en þeir eru í meiri-
hluta stjórnar Bosníu. Hins vegar
geta bæði Serbar og Króatar fallist
á skiptingu. Á friðarráðstefnunni í
London lýstu Evrópubandalags-
þjóðir því yfir að þær ætluðu að
beita sér fyrir skiptingu landsins.
Ef til þess kemur verður aðalvanda-
málið sanngjörn skipting á milli
Serba og múslíma vegna dreifmgar
þeirra um allt landið. Króatar búa
á svæðum við Króatíu og er það
auðleyst á pappírunum að minnsta
kosti ef til skiptingar kemur. Sjálf
er ég ekki hlynnt skiptingu lands-
ins, finnst hún ómannúðleg, en hitt
vegur svo aftur á móti að þessar
þjóðir geta varla búið saman eftir
þennan hrylling.
Makedónía
í sambandi við Makedóníu má
nefna að íbúar þar sjá „Stór-Serb-
íu“ (eins og flestir Bosníubúar) sem
beina hótun og áminningu um
gamla stöðu þeirra fyrir 1941, sem
„Suður-Serbía“. Þá voru þeir
Anna Benkovic
neyddir til að skilgreina Síg sem
Serba. Hins vegar hræðast þeir
ásamt Serbum að ef Albanir sam-
einast innan landamæra gömlu
Júgóslavíu muni þeir einnig missa
land til Albana, sem eru í meiri-
------------:----------------1
hluta í Vestur-Makedóníu. Ef átök
brjótast út í Makedóníu munu
Grikkland og Búlgaría dragast inn
í stríðið á svipaðan hátt og Albanía
í Kosovo. Grikkland hefur dregið
alþjóðastofnanir á því að viður-
kenna sjálfstæði Makedóníu vegna
þess að hluti Grikklands heitir og
var Makedónía og þeir vilja ekki
fyrir neinn mun að Makedónar geri
tilkall til þessa landsvæðis. Í frétt-
um hefur þessi staðreynd verið túlk-
uð eða tjáð eftir Grikkjum, þ.e.
þeir vilja ekki viðurkenna Makedón-
íu fyrr en hún hefur skipt um nafn,
því eitt „svæði" í Grikkiandi heitir
Makedónía.
Flókið ástand
Af þessu sést að ástandið á Balk-
anskaga er vægast sagt flókið, en
það breytir ekki þeirri staðreynd
að mínu mati að alþjóðlegt hervald
er æskilegasti kosturinn til þess að
stöðva hreinsanir og landvinninga
Serba. Svo ekki sé nú talað um
fordæmið sem slíkt athæfi óáreitt
mundi gefa öðrum þjóðum Evrópu
til innrásar og landvinninga í nafni
þjóðar sinnar og einstaklinga.
Ég læt þetta duga í bili sem rök
fyrir því að hernaðaríhlutun á Balk-
anskaga er ekki óhugsandi hveijum
hugsandi manni. Átökin eru hræði-
leg og munu breiðast út ef ekkert
er að gert.
Höfundur er heimspekincmi.
30-40%
kynningarafsláttur
af öllum skóm
Sportbúð Kópavogs,
Hamraborg 20A.
gjafir og fondur
Árlegt jólablað Morgunblaðsins kemur út þriðjudaginn 1. desember.
Eins og nafnið gefur til kynna verður efni blaðsins þríþætt. Vegleg umfjöllun um
jólamat og bakstur með uppskriftum og viðtölum við mataráhugafólk og
meistarakokka verður á sínum stað. Auk þess verður fjallað með ýmsu móti um
jólagjafir og ekki síst jólaföndur og í þeim efnum verður af nógu að taka.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 691111, en tekið verður við auglýsingapöntunum
til kl. 17.00, mánudaginn 23. nóvember.