Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 16

Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Hugleiðingar um heilbrigðismál Breytt þjóðfélag, breyttar þarfir eftir Sólfríði Guðmundsdóttur í bytjun 19. aldarinnar var heilsa skilgreind sem „firð sjúkdóma“, enda voru þá smitsjúkdómar heista orsök heilbrigðisvandamála og ein algengasta dánarorsökin. Um miðja 19. öld hafði tekist að vinna bug á orsökum margra þessara smitsjúk- dóma og heilsa fór að þýða meira en einungis að vera laus við sjúk- dóma. Skilgreining alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar WHO (World Health Organization) frá 1948 markaði nýja stefnu þar sem heilsa var skil- greind í víðara samhengi, þ.e. bæði líkamleg, andleg og félagsleg vellíð- an. Menntun hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á Islandi hefur aukist samkvæmt kröfum tímans og skilað mikilli og góðri uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Stórkostlegar framfarir hafa orðið í tækni og heilbrigðisvísindum og hefur það kostað þjóðina sífellt meiri peninga. Heilbrigðisútgjöld hafa aukist jafnt og þétt og hafa þrefaldast á síðustu 30 árum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu (3,2% árið 1960 í 8,5% árið 1988). Ef við berum þetta saman við heilbrigðis- útgjöld sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu í Bandaríkjunum þá er þar um svipaða hækkun að ræða (úr 5,2% 1960 í 11,1% 1987). Fiestar þjóðir heims hafa nú þegar brugðist hart við auknum útgjöldum til heil- brigðismála með hagræðingu og mismunandi sparnaðaraðferðum. Tölur úr heilbrigðisskýrslum um Iífaldur og sjúkdómatíðni sýna að heilbrigðisástand íslensku þjóðar- innar hefur batnað á undanförnum áratugum. Heilbrigðisskoðanir í grunnskólum landsins hafa sýnt að íslensk böm eru almennt vel á sig komin líkamlega. Hins vegar gerast þær raddir æ háværari að verulega skorti á aðbúnað bama í andlegu og uppeldislegu tilliti. Lög um heilsuvemd í skólum em frá 1957 (no.61) og 1958 (no.214) og eru orðin úrelt, stuðst er við áorðnar reglugerðarbreytingar við fram- kvæmd skólaheilsugæslu. Fagfólk sem sinnir heilsugæslu skólabarna er sammála um að framkvæmd heil- sugæslu í skólum þurfi rækilegrar endurskoðunar við, þar sem aðstæð- ur í þjóðfélaginu hafa gerbreyst. Álitið er að draga megi úr hefð- bundnum líkamsskoðunum til að fá aukinn tíma til að sinna betúr and- legum og félagslegum þörfum bam- anna. Sérfræðingar hafa bent á að fækka megi sjónprófum, vigtunum og hæðarmælingum. Það er mjög mikils virði að skólaheilsugæslan sé samræmd um allt land, en vegna þess hve dregist hefur að endur- skoða lög og reglugerðir fá börn landsins mismunandi þjónustu. Landlæknisembættið skipaði starfs- hóp árið 1984 til að endurskoða framkvæmd heilsugæslu í skólum, sem skilaði áliti til landlæknis 15. apríl 1985. Þeirri álitsgerð var aldr- ei komið á framfæri. Nú liggja fyr- ir hjá landlæknisembættinu drög að tillögum frá nefnd sem skipuð var 1991 til að fjalla um breytingar á tilhögun heilsugæslu í grunnskólum. Það er orðið brýnt að setja ný lög og endurskoða gildandi reglur til að mæta þörfum skólabarna í dag og samræma heilsugæslu í skólum fyrir framtíðina. Skólahjúkrunarfræðingum er ætlað að sinna heilbrigðisþörfum barna í öllum grunnskólum lands- ins. Markmið skólahjúkrunar er að stuðla að því að böm fái að þrosk- ast við þau bestu andlegu, líkam- legu, og félagslegu skilyrði sem völ er á. Unnið er í nánu samstarfi við foreldra og kennara barnanna og fylgst með barninu og umhverfí þess. Komi { ljós að eitthvað hamli því að barnið nái settu markmiði em gerðar ráðstafanir til úrbóta. Stór þáttur í starfi skólahjúkrunar- fræðinga er fyrirbyggjandi fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra. Þessi heilbrigðisfræðsla er í beinu fram- haldi af fræðslu sem veitt er í heilsu- vemd ungbarna og smábama. Skólahjúkrunarfræðingar taka einnig þátt í beinni og skipulegri fræðslu um heilbrigðismál í sam- vinnu við kennara, auk þess að sinna nemendaráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Skipulagðri heilsugæslu skólabarna lýkur er þau Ijúka grunnskóla. Heilsugæsla í fram- haldsskólum landsins hefur ekki verið samræmd og virðist vera mjög ómarkviss og er mjög brýnt að bæta úr því. Fagfólk hefur rætt og ritað um áhættuþætti sem ógna heilsu og velferð margra skólabama hérlendis vegna vaxandi einkenna um örygg- isleysi og andlega vanlíðan bam- anna, sem færist sífellt neðar hvað aldur varðar. Reynt hefur verið að vekja fólk til umhugsunar um mál- efni bama og unglinga með von um, að foreldrar gætu verið þrýstihópur sem hefði áhrif á ráðamenn þannig að þeir gæfu sér tíma til að hugsa um hvað raunverulega gefur lífinu gildi, þ.e. bömin - framtíð þjóðarinn- ar. Það er trú mín að þjóðin vilji viðhalda og auka „gæði“ lífs hér á íslandi, og að foreldrar vilji axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera uppa- landi. Hins vegar blasir við að þörf er á endurskoðun á þeim aðstæðum sem fjölskyldum með börn er búin. Móta þarf nýjar stefnur fyrir fram- tíðina til að viðhalda og auka vellíð- an barnanna og fínna lausnir á að- steðjandi heilbrigðisvandamálum. Markviss heilbrigðisfræðsla til almennings ásamt aðgerðum til að hvetja heilbrigðis eflingu og fyrir- byggja heilsuhindranir hafa ekki verið nógu ofarlega í forgangsröð peningavald'sins, e.t.v. vegna þess að árangur í útgjaldasparnaði er ill mælanlegur og skilar sér yfirleitt ekki á sama kjörtímabili, þó vitað sé að það dragi margfalt úr útgjöld- um í framtíðinni. Fyrr á tímum þeg- ar heilbrigðisþjónustan var af skorn- um skammti hjálpaði fólkið hvert öðru og reyndi að mæta sjúkleika eftir bestu getu með tiltækum ráð- um. Nútíma fólk má ekki vera að því að veikjast, heldur fer „til að fá eitthvað við því“ svo það þurfi ekki að leggjast í rúmið. Það er gerð krafa til heilbrigðisstarfsfólks um góða þjónustu og skjót úrræði á öllum vandamálum. Fólkið hefur í ríkara mæli yfirfært ábyrgðina á eigið heilbrigði yfir á fagfólk og reiðir sig um of á að heilbrigðisþjón- ustan komi með lausnina. Nú hefur sennilega flestum skilist að heil- brigðiskerfíð er fjárhagsiega sprungið og getur ekki veitt óbreytta þjónustu. Undanfarin ár hefur verið reynt að sporna við auknum útgjöldum á öllum stofnun- um og nú er komið að hreinum nið- urskurði á þjónustu, en árangurinn í peningaspamaði lætur á sér standa. Það er sjóðþurrð og búið að safna vænum skuldabirgðum handa bömum okkar, barnabörnum og barnabarnabömum. Úr heimilis- rekstrinum þekkjum við að það þarf Sólfríður Guðmundsdóttir „Það er gerð krafa til heilbrigðisstarfsfólks um góða þjónustu og skjót úrræði á öllum vandamálum. Fólkið hefur í ríkara mæli yf- irfært ábyrgðina á eig- in heilbrigði yfir á fag- fólk og reiðir sig um of á að heilbrigðisþjón- ustan komi með lausn- ina.“ að bregðast strax við breyttum að- stæðum. Sama hugsun ætti að gilda um ríkisreksturinn, þar sem kostn- aðinn þarf m.a. að greiða úr þínum vasa, lesandi góður. í dag er heilsa skilgreind sem óijúfanlegur hluti af góðu daglegu lífi. „Gæði lífsins" í þessu samhengi gefur okkur tækifæri og frelsi til að velja og hafna. Fólk hefur mjög mismunandi mat á hvað telst tii lífs- ins gæða. Margir þakka fyrir að geta sinnt frumþörfum fjölskyld- unnar og bilið virðist breikka milli ríkra og fátækra hérlendis. Ungt fólk sem hefur stofnað fjölskyldur undanfarinn áratug hefur orðið fyr- ir barðinu á vaxtastefnu stjórn- valda. Vegna erfiðrar greiðslubyrði út af íbúðarkaupum hefur allt að 75% af samanlögðum tekjum heim- ilisins hjá þessum bamafjölskyldum farið í afborganir. Samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið á lífskjörum bamafólks bendir margt til að foreldrar hafi ekki bolmagn til að sjá börnum sínum fyrir sæm- andi aðbúnaði vegna erfiðs efna- hags. Samkvæmt lífskjarakönnun Félagsvísindastofnunar frá 1988 voru fjölskyldutekjur foreldra for- skólabarna 15% lægri en annarra fjölskyldna. Það var mun algengara að þessi hópur ætti við alvarlegri fjárhagserfiðleika vegna húsnæði- söflunar að etja en aðrar fjölskyld- ur. í könnuninni „Böm í borg og bæ“ kemur fram að 33% fjölskyldu- tekna (fyrir skattfrádrátt) ungs barnafólks fór til húsnæðiskaupa og dagvistunar. Sama könnun leiddi í ljós að atvinnuþátttaka mæðra barna sem fædd voru 1984 væri um 70% og að feður forskólabarna vinna allra feðra mest, eða um 60 klst á viku að jafnaði. Þátttaka í „lífsgæða kapphlaupinu“ hefur reynst mörg- um erfið, enda virðast Islendingar vera meðal kaupglaðari þjóða ver- aldar. Ef einhver nýjung kemur á markaðinn virðast margir bráð- nauðsynlega þurfa á henni að halda, hvort sem það er fótanuddtæki, bíla- sími, videotæki, myndlykll eða ann- að sem hægt væri að komast af án. Hver kynslóð er „barn síns tíma“ og hefur þar af leiðandi mismun- andi viðhorf og lífsstíl. Kynslóð sjötta áratugar aldarinnar er t.d. alin upp meðvituð um rétt sinn og frelsi og mun hafa önnur viðhorf til samfélagsþjónustunnar en eldri borgarar dagsins í dag. Við getum gert ráð fyrir að börn áttunda ára- tugarins sem alin eru upp í neyslu- og verðbólgu þjóðfélagi nútímans, undir áhrifum aukinnar menntunar og atvinnuleysis, muni hafa önnur viðmið og öðruvísi væntingar til heilbrigðisþjónustunnar í framtíð- inni. Það hefur lengi loðað við land- ann að nota skammtímalausnir og að „redda málunum fyrir hom“ í stað þess að móta ábyrgar framtíð- arstefnur og stefna markvisst að ákveðnu takmarki þar til því er náð. Stjórnmálamenn og íbúar þessa lands hafa ennþá möguleika á að breyta og/eða stjórna áhrifaþáttum umhverfísins á velferð fjölskyldunn- ar, en þeim tækifærum fer sífellt fækkandi. Sameiginlega berum við t.d. ábyrgð á hvernig við förum með náttúruna og umhverfið sem verður sífellt mengaðra og meira heilsuspil- landi. Sveitarfélög og einstaklingar bera ábyrgð á að velja, forgangs- raða, og skilgreina þau heilbrigðis- verkefni sem eru hvað brýnust hjá þeim hveiju sirihi. Þá þarf að leggja áherslu á hvaða þýðingu heilsa hef- ur fyrir þessa ákveðnu persónu eða sveitarfélag og hvernig viðkomandi geta lifað ánægjulegra lífi miðað við eigið gæðamat. Aðstæður og vandamál eru misjöfn milli lands- hluta, borga, bæja, og persóna. Með því að setja sér ákveðin heilbrigðis- markmið, að viðhalda góðri heilsu, eða að endurheimta hana, verður heilsan eftirsóknarverðari fyrir við- komandi, ekki einungis afleiðing af meðferð eða lækningu sjúkdóms, heldur grundvallar aflgjafi í daglegu lífí einstaklingsins og fjölskyldu hans. Höfundur er hjúkrunarfræðingur M.Sc. og starfar m.a. við skólahjúkrun hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. EES kallar ekki á breyt- ingar á iðnlöggjöfinni eftir Andrés Magnússon .Nokkur umræða hefur átt sér stað um hvaða áhrif þátttaka okkar í Evrópska efnahagssvæðinu muni hafa á íslenska iðnlöggjöf og hvort nauðsynlegt verði að breyta henni. Það sem menn hafa einkum hugað að er hvort breyta þurfi því ákvæði laganna sem lögverndar starfsrétt- indi meistara, sveina og nemenda í löggiltum iðngreinum. Engin samræming á löggjöf Meðal grundvallarreglna Evr- ópubandalagsins (Rómarsáttmál- ans) er að tryggja þegnum allra aðildarlandanna frjálsan rétt til að leita eftir atvinnu og stofna til og stunda atvinnurekstur í hvaða landi bandalagsins sem er, óháð þjóð- erni. Þar sem skilyrði þess að stunda atvinnurekstur í sambæri- legum greinum og teljast til lög- giltra iðngreina hér á landi er með ýmsu móti innan einstakra EB- ríkja, hefur bandalagið sett sérstak- ar reglur til að tryggja að eftir þessari grundvallarreglu sé farið, í hinum einstöku ríkjum. Umræddar reglur eru í formi tilskipunar og eru þær nú orðnar hluti af ESS-samn- ingnum. I reglunum felst ekki sam- ræming á löggjöf einstakra EB- ríkja um atvinnustarfsemi í þeim greinum sem teljast til löggiltra iðngreina. Þær hafa það hins vegar í för með sér, að þau ríki sem setja veruleg skilyrði fyrir því að stunda atvinnustarfsemi á þessu sviði, verða að heimila einstaklingi eða fyrirtæki frá öðru EES-ríki, sem þess óskar, að hefja atvinnustarf- semi, ef hann hefur staðfestingu stjórnvalda í heimaríki sínu á að hann hafí unnið við greinina í tiltek- inn árafjölda. Ef viðkomandi aðili uppfyllir eitthvert þeirra fjögurra skilyrða sem reglurnar hafa að geyma er honum heimilt að hefja atvinnustarfsemi á sviði sinnar greinar í hveiju ríki bandalagsins sem er. Skilyrðin eru nokkuð mis- munandi, en algengast er að við- komandi aðili verði að hafa tengst viðkomandi grein á einhvern hátt sem stjórnandi, starfsmaður eða nemi í sex ár samfellt. Iðnlöggjöf óbreytt Þeim aðilum frá öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins sem uppfylla eitthvert skilyrðanna verður því heimilt að hefja atvinnu- starfsemi á sínu sviði hér á landi. Það er hins vegar ekkert í EES- samningnum sem hefur það í för með sér, að óhjákvæmilegt verði að breyta íslenskum iðnáðarlögum að því er varðar starfsréttindi meistara, sveina og nema. Við get- um haldið okkar iðnlöggjöf óbreyttri á sama hátt og t.d. Þjóð- Andrés Magnússon „Ótti manna um að hingað verði stöðugur straumur fyrirtækja til þess að hefja atvinnu- starfsemi á sviði lög- giltra iðngreina er því að öllum líkindum al- gerlega ástæðulaus.“ veijar hafa gert, en þeir hafa sams konar löggjöf og við að því er starfs- réttindi meistara varðar. Ástæðulaus ótti Er svo líklegt að hingað sæki í stórum stíl einstaklingar og fyrir- tæki í þeim tilgangi að hefja hér atvinnustarfsemi á sviði löggiltra iðngreina? Ef taka má mið af reynslu EB-ríkja á þessu sviði, þarf vart að búast við mikilli breytingu á starfsumhverfi íslenskra iðnfyrir- tækja, að því er þetta atriði varðar. Reynslan er almennt sú innan EB, að það sé í hverfandi mæli sem fyrirtæki á sviði þeirra greina, sem hér teljast til löggiltra iðngreina, sæki milli landa til að hefja atvinnu- starfsemi. Má sem dæmi nefna að það eru einungis liðlega 2 þúsund fyrirtæki sem hafa fengið starfs- leyfi í þessum greinum í Þýskalandi á sl. þremur áratugum. Starfandi þarlend fyrirtæki á þessu sviði eru hins vegar á bilinu,600 til 700 þús- und. Ótti manna um að hingað verði stöðugur straumur fyrirtækja til þess að hefja atvinnustarfsemi á sviði löggiltra iðngreina er því að öllum líkindum algerlega ástæðu- laus. Höfundur er lögfræðmgur Landssambands iðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.