Morgunblaðið - 11.11.1992, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Skuldastaða sjávar-
útvegsins
Sjávarútvegurinn hefur svo til
alfarið staðið undir efna-
hagslegum framförum hér á
Iandi á þessari öld. Sú velferð,
sem einkennt hefur lífsmáta
þjóðarinnar á þessum tíma, var
að lang stærstum hluta sótt til
sjávar. Það er því áhyggjuefni
ef sjávarútvegurinn sætir viðvar-
andi tapi, etur upp eigið fé, safn-
ar skuldum og hleður á sig fjár-
magnskostnaði, eins og raun er
á orðin með mörg sjávarútvegs-
fyrirtæki.
Ástæður þessa eru lélegt
ástand fiskistofna, bágur efna-
hagur umheimsins, sem segir til
sín í verðþróun sjávarvöru, og
að á skortir, að sjávarútvegurinn
hafi endurskipulagt sig nægjan-
lega með hliðsjón af breyttum
aðstæðum. Hagdeild Alþýðu-
sambands íslands gerir því
skóna, að heildarskuldir íslenzks
sjávarútvegs verði komnar í 95
milljarði króna áður en árið er
á enda. Hafa þær þá hækkað
um á sjötta milljarð króna á ár-
inu, en þá verður að hafa í huga
mikla fjárfestingu í frystiskip-
um. Til samanburðar voru bók-
færðar heildareignir sjávarút-
vegsins 135 milljarðar við síð-
ustu áramót. Haft var eftir sjáv-
arútvegsráðherra í fréttaskýr-
ingu um skuldir sjávarútvegsins
hér í blaðinu síðastliðinn sunnu-
dag að ætla mætti að fyrirtæki
með á milli fimmtung og fjórð-
ung umsvifa í sjávarútvegi, sem
ættu í mestum erfiðleikum,
skulduðu 25 til 30 milljarða
króna og að vafalítið tapaðist
mikill hluti þeirra. í fréttaskýr-
ingunni segir orðrrétt:
„Af heildarskuldum sjávarút-
vegsins eru um 52 milljarðar í
erlendri mynt. Af heildarskuld-
um sjávarútvegsins við banka-
kerfið og fjárfestingarlánasjóði
eru rúmlega 70% lána gengis-
tryggð og tæplega 20% verð-
tryggð lán. Ef koma á afkomu
greinarinnar í núllstöðu með
lækkun gengis þyrfti að lág-
marki um 20% gengislækkun,
sem myndi hækka höfuðstól lán-
anna um 12-14 milljarða króna
í það minnsta.“
Sá efnahagsvandi, sem við er
að etja, er ekki þess eðlis, að
hann verði leystur með skyndila-
usnum eins og lækkun gengis
íslenzku krónunnar. Með slíkri
„lausn“ væri og fómað verðmæt-
um árangri, sem náðst hefur í
hjöðnun verðbólgu og stöðug-
leika í launum og verðlagi, auk
þess sem með henni væri aðeins
tjaldað til einnar nætur. Það er
heldur ekkert svigrúm lengur til
að halda uppi atvinnu eða standa
undir áframhaldandi hallarekstri
í ríkisbúskapnum með vaxandi
erlendum lánum. Með því hátta-
lagi værum við þvert á móti að
draga úr möguleikum okkar til
að afla fjár til arðbærra fram-
kvæmda, þegar skilyrði til hag-
vaxtar batna á ný.
Afkoman í sjávarútvegsfyrir-
tækjum hefur verið mjög mis-
munandi. Þrátt fyrir aflasam-
drátt, verðlækkanir á sjávarvöru
á erlendum mörkuðum og geng-
isþróun óhagstæða sjávarútvegi
hafa ýmis sjávarútvegsfyrirtæki
skilað hagnaði fram á þetta ár.
Hjá öðrum hefur viðvarandi tap
etið upp eigið fé og hlaðið upp
vaxandi skuldum. Nýleg saman-
tekt Þjóðhagsstofnunar um
dreifingu eiginfjárhlutfalls 164
sjávarútvegsfyrirtækja árið
1991 leiðir í ljós að tæplega
þriðjungur þeirra var bæði með
neikvæða eiginfjárstöðu og rek-
inn með tapi, sem nam að meðal-
tali tæplega 10% af tekjum
þeirra. Enn hefur sigið á ógæfu-
hliðina að þessu leyti.
Lokaorðin í tilvitnaðri frétta-
skýringu hér í blaðinu voru:
„Bankamir búa sig þannig
undir veruleg töp á næstu mán-
uðum. Hagdeild Alþýðusam-
bands íslands telur að fyrirtæki
með rúmlega þriðjung veltunnar
í sjávarútvegi séu í bráðri hættu,
heildarskuldir þeirra nemi 30
milljörðum á sama tíma og eigið
fé sé talið innan við hálfur millj-
arður. Við gjaldþrot megi reikna
með að lágmarkstap yrði yfir
helmingur skulda eða 15-20
milljarðar, sem myndu falla á
þjónustufyrirtæki, banka, sveit-
arfélög og ríki.“ Ef atburðarásin
verður sú, sem hér er ýjað að,
er hætt við að hrikt geti í stoðum
íslenzka fjármálakerfisins.
Það er ekki lengur hægt að
miða aðgerðir til þess að styrkja
stöðu sjávarútvegsins við meðal-
tal i rekstrarútkomu sjávarút-
vegsfyrirtækja á heildina litið,
að öllu öðru óbreyttu. Við verð-
um með endurskipulagningu í
sjávarútveginum að laga veiði-
sókn að veiðiþoli og vinnsluna
að tiltæku hráefni. Eða með öðr-
um orðum að sækja þann afla,
sem fiskfræðileg rök standa til
að taka megi úr stofnunum, með
sem minnstum tilkostnaði, og
vinna hann í þá vöru sem hæst
verð gefur. Stjómvöld, sem setja
atvinnuvegunum starfsramma,
verða síðan að tryggja þeim
rekstrarlega- og skattalega jafn-
stöðu við samkeppnisgreinar í
umheiminum.
Sakborningurinn í kókaínmálinu hald-
inn geðklofa með ofsóknarívafi
Með lífshættulegt
magn af kókaíni í
blóði við handtöku
Læknar vildu vista manninn á sjúkra-
húsi en ekki í fangelsi
STEINN Ármann Stefánsson, sem ákærður er í kókaínmálinu
sem nú er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur, er haldinn geð-
klofa með ofsóknarívafi (schizophrenia paranoid) að því er fram
kom í framburði Högna Óskarsson geðlæknis sem framkvæmdi
á honum geðrannsókn að ósk dómsins, sem lýsir sér meðal
annars með ýmiss konar ranghugmyndum og ofskynjunum.
Geðlæknirinn treystir sér ekki til að kveða jafnótvírætt á um
sakhæfi Steins Armanns og gert var við geðrannsókn sem fram-
kvæmd var árið 1987, einkum vegna þess að um það bil sex
vikur liðu frá handtöku þar til geðrannsóknin hófst. í fram-
burði geðlæknisins kom fram að við rannsókn á blóðsýni sem
tekið var úr ákærða eftir handtökuna hefði komið fram að
hann hafi verið undir svo miklum áhrifum kókaíns við hánd-
töku að það hafi nálgast Iífshættuleg mörk og að um kókaíneitr-
un hafi verið að ræða. Hins vegar sagði læknirinn manninn
ekki hafa verið svo háðan efninu að unnt væri að fullyrða að
notkun þess hafi framkallað sjúkdóminn eða hraðað þróun hans.
Fram kom hjá geðlækninum að eftir handtöku Steins Ármanns
hefðu Iæknar fangelsisins í Síðumúla viljað að hann yrði vistað-
ur á sjúkrahúsi en ekki í fangelsi en það hefði ekki verið mögu-
legt vegna þeirra krafna sem forráðamenn sjúkrahúsa hefðu
gert um öryggisgæslu.
Fram kom að Högni Óskarsson
hefur um árabil stundað Stein Ár-
mann vegna sjúkdóms hans, en
talið er að 0,8-1,2% þjóðarinnar
stríði við geðklofa af einhveiju tagi.
Högni gerði á ákærða geðrannsókn
fyrir dómstóla árið 1987 og niður-
staða þeirrar rannsóknar var tví-
mælalaus á þá leið að á þeim tíma
væri hann sakhæfur þrátt fyrir
sjúkdóminn.
Læknirinn taldi útilokað að
leggja nú mat á það í hvernig
ástandi Steinn hefði verið aðfara-
nótt hins 18. ágúst síðastliðins,
fyrst og fremst vegna þess að hon-
um hefði ekki verið falið að gera
geðrannsóknina fyrr en 7. október,
þegar Steinn hafði setið í um það
bil 7 vikur í einangrun. Að sögn
læknisins hafði sú einangrunarvist
þá haft mjög skaðleg áhrif á sjúk-
dómsástand hans og geðhagi.
Kvaðst Högni Óskarsson telja
óveijandi að maðurinn væri enn
hafður í einangrun í fangelsi.
Fíkniefnaneysla hafði ekki
áhrif á sjúkdóminn
Aðspurður hvaða breytingar
hefðu orðið á geðheilsu mannsins
frá fyrri gerðrannsókn árið 1987
sagði Högni Óskarsson að frá þeim
tíma hefði ástand Steins farið hægt
versnandi. Komið hefðu tímabil þar
sem hann hefði verið illa veikur auk
þess sem langtímaáhrif sjúkdóms-
ins hefðu sótt á og leitt meðal ann-
ars til þess að félagsleg hæfni hans
til þátttöku í samfélaginu hefði
skerst. Aðspurður hvort neysla
kókaíns eða annarra vímuefna hefði
getað haft neikvæð áhrif á þróun
sjúkdómsins sagðist læknirinn telja
að fíkniefnaneysla ákærða hefði
hvorki verið það mikil né stöðugt
að hún hefði þar veruleg áhrif. Þá
kvaðst hann ekki telja líklegt að
slæm líðan mannsins á fyrstu dög-
um gæsluvarðhaldsins mætti skýra
sem fráhvarfseinkenni eftir hina
miklu kókaínneyslu handtökukvöld-
ið.
Aðspurður hvort áhrifin af því
kókaíni, sem ákærði mun hafa tek-
ið í þann mund sem handtökutil-
raunin við Sundlaugarnar í Laugar-
dal var gerð, hefðu getað komið
fram meðan á eftirförinni stóð sagði
læknirinn að kókaín væri efni sem
sogaðist hratt í gegnum slímhúðir
líkamans og vel væri hugsanlegt
að áhrif kæmu fram á örfáaum
mínútum.
Fremur með skert sakhæfi
en ósakhæfur
Þegar Egill Stephensen, sem er
saksóknari í málinu, bað Högna
Óskarsson að lýsa áliti sínu á sak-
hæfí Steins Ármanns kvaðst lækn-
irinn telja að 15. grein hegningar-
laganna ætti ekki við um ástand
mannsins. í þeirri grein segir að
þeim mönnum skuli ekki refsað sem
sökum geðveiki, andlegs vanþroska
eða hrörnunar, rænuskerðingar eða
annars samsvarandi ástands hafí
verið alls ófærir um að stjóma gerð-
um sínum á þeim tíma sem verk
var unnið.
Geðlæknirinn sagði ljóst að 16.
grein hegningarlaganna nálgist það
miklu meir að eiga við um Stein
Ármann. Þar segir að refsa skuli
manni sem unnið hafi verk og sé
andlega miður sín, svo sem vegna
vanþroska, hrömunar, kynferðis-
legs misþroska eða annarar tmflun-
ar en þetta ástand sé ekki á eins
háu stigi og í fyrrgreindri 15. grein
segi, ef ætla megi, að fenginni
umsögn læknis, að refsing geti bor-
ið árangur. Ákveða megi að sak-
borningur skuli taka úr refsingu
sína á stofnun ætlaðri slíkum mönn-
um.
Aðspurður um líkleg áhrif refs-
ingar á sjúkdóm mannsins kvaðst
Högni telja að þar væri á ferðinni
flókið mál sem erfítt væri að ræða
um eingöngu í tengslum við þetta
ákveðna mál. Óljóst væri hvemig
réttargeðdeildin á Sogni yrði í stakk
búin til að veita meðferð umfram
það sem nauðsynlegt væri vegna
vistunar ósakhæfra afbrotamanna.
Ef Sogni yrði ætlað eitthvað hlut-
verk umfram það lágmark gæti sá
kostur orðið góður til vistunar á
ákærða.
Framtakslaus og öðrum háður
í máli veijandans ákærða kom
fram að í skýrslu sinni vísi geðlækn-
!
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
23
Morgunblaðið/Kristinn
Benedikt Lund Iögreglumaður sem ók lögreglubílnum sem lenti i
árekstri við flóttabíl sakborningsins í kókaínmálinu er lengst til vinstri
á myndinni að lýsa atburðinum á vettvangi í gær fyrir dómara, verj-
anda, sækjanda og lögreglumönnum sem gerðu nýjan uppdrátt af
vettvangi. Við hlið hans er Ragnar Aðalsteinsson, hrl., veijandi Steins
Armanns Stefánssonar, þá Egill Stepensen, sækjandi, Haraldur Árna-
son rannsóknarlögreglumaður sem ljósmyndaði vettvanginn og lengst
til hægri er Guðjón St. Marteinsson sakadómari. Að baki mönnunum
er Óskar Bjartmarz lögregluþjónn.
irinn til þess að ákærði sé framtaks-
laus maður sem treyst hafi tálbeit-
unni eftir að kynni tókust með þeim.
Spurði veijandinn hvort ætla mætti,
með hliðsjón af því að ákærði hafí
ekki viljað að kókaínið sem hann
hafði undir höndum færi á markað
hér á landi, að ákærði hefði ekki
haft framtak í sér til að koma á
viðskiptum með efnið ef tálbeitan
hefði ekki leitt hann áfram í þeim
efnum. Geðlæknirinn kvaðst ekkert
geta fullyrt um þetta atriði en
ákærði væri afskaplega háður öðru
fólki um flesta hluti og væri fram-
taksleysi eitt af langvinnum áhrif-
um sjúkdómsins.
í máli geðlæknisins kom einnig
fram að í viðtölum við ákærða hefði
komið fram að hann teldi framtíð
sína ráðna, henni væri stjómað af
einhveijum æðri öflum og hann
fengi sjálfur engu þar um breytt.
Þá kom fram að maðurinn væri
haldinn ýmsum ranghugmyndum
og jafnvel ofskynjunum um líðandi
stund og liðna atburði en ekki væri
unnt að fullyrða um ástand hans
að því leyti dagana fyrir handtöku.
Síðasta vitnið sem leitt var í
málinu var maður sem staddur var
í leigubíl í Ártúnsbrekku þegar
hann fékk vitneskju í gegnum fjar-
skiptabúnað um árekstur þann sem
orðið hefði milli flóttabílsins og lög-
reglubílsins á Vesturlandsvegi.
Hann ók á staðinn og tók þar 58
ljósmyndir af staðnum, sumar fyrir
lögreglu en aðrar er birtust í Morg-
unblaðinu. Fram kom að eftir að
ljósmyndarinn var kominn á staðinn
innan svo skamms tíma að lögreglu-
menn voru ekki byijaðir að loka
vettvanginn af. Rannsóknarlög-
reglumaður á staðnum hafði beðið
ljósmyndarann að taka allar þær
myndir sem unnt væri til afnota
fyrir lögregluna og kvaðst maður-
inn hafa tekið 58 ljósmyndir á
staðnum, valið úr 21 þeirra og látið
lögreglunni í té. Lögreglan lagði
svo fram þijár þessara mynda í
málinu. Að ósk veijandans voru
allar myndirnar lagðar fram eftir
þennan framburð mannsins.
Sá í fíkniefnin áður en
bíllinn var opnaður
í framburði hans að öðru leyti
kom meðal annars fram að þegar
hann kom á staðinn var skuthurð
Subaru-bílsins sem Steinn Ármann
ók á flóttanum enn lokuð en afturí
skut bflsins kvaðst maðurinn hafa
séð farangur, þar á meðal þann
pakka sem síðar hafí komið í ljós
að innihélt fíkniefnin og lýsti hann
afstöðu þeirra aftan í bílnum áður
en skuthurðin var opnuð. Hins veg-
ar gat hann ekki tilgreint hver það
hefði verið sem opnaði skuthurð
bflsins.
Eftir hádegi í gær fóru dómari,
sækjandi, veijandi ásamt lögreglu-
mönnum og Benedikt Lund, öku-
manni lögreglubílsins sem lenti í
árekstri við flóttabflinn á Vestur-
landsvegi, á vettvang árekstursins
og virtu fyrir sér verksummerki en
enn sést greinilega móta fyrir för-
um eftir áreksturinn í götunni.
Meðal annars fór hópurinn að
starfsmannahúsi við Skálatúns-
heimilið og virti fyrir sér vettvang-
inn frá sjónarhorni þess manns sem
bar fyrir dómi í fyrradag að hafa
séð áreksturinn og aðdraganda
hans úr um 700 metra fjarlægð.
Það vitni kvaðst hafa séð er lög-
reglubifreiðinni var ekið eftir miðj-
um vegi og síðan sveigt í veg fýrir
flóttabílinn þegar Steinn Ármann
hafi reynt að aka fram úr lögreglu-
bflnum. Ökumaður lögreglubílsins
hefur borið að hafa reynt að aka
út af hægra megin til að forðast
Subaru-bílinn sem verið hafí á mikl-
um hraða og stefnt beint aftan á
lögreglubílinn.
í framburði þess vitnis er ýmis-
legt sem stangast á við það sem
lögreglumenn hafa borið, meðal
annars kvaðst maðurinn ekki hafa
orðið var við óeinkenndar lögreglu-
bifreiðar á hæla flóttabflsins og auk
þess sá hann aðeins 3-4 lögreglu-
menn á vettvangi en fyrir dóm í
málinu hefur komið á annan tug
lögreglumanna sem lýst hafa störf-
um sínum á vettvangi fáum mínút-
um eftir áreksturinn.
ÞING NORÐURLANDARAÐS I AROSUM
Tillögur forsætisráöherra Norðurlandanna ræddar í Norðurlandaráði
Flokkarnir yzt á hægri
og vinstri væng mótmæla
Árósuni. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
MEIRIHLUTI þingmanna á 41. þingi Norðurlandaráðs tók jákvætt
í tillögur forsætisráðherra Norðurlandanna um gagngerar breyting-
ar á norrænu samstarfi. Þingmenn úr öllurn flokkahópum innan ráðs-
ins hvöttu þó til þess að áhrif þingmanna á ákvarðanir í Norðurlanda-
samstarfinu mættu ekki minnka, þótt pólitísk forysta ríkisstjórnanna
yrði styrkt. Flokkar yzt á hægri og vinstri væng stjórnmálanna lýstu
takmarkaðri ánægju með tillögurnar. Róttæku hægri flokkamir telja
Norðurlandaráð óþarft og að samstarf Norðurlanda eigi fyrst og
fremst að eiga sér stað innan Evrópska efnahagssvæðisins eða Evr-
ópubandalagsins. Þingmenn vinstrisósíalista vilja hins vegar minni
áherzlu á Evrópusamstarf og telja að Norðurlandasamstarfið geti
komið í stað þess og eigi ekki að verða hluti þess.
Tillögur ráðherranna verða ekki
lagðar fram til samþykktar fyrr en
á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í
marz á næsta ári. Umræðurnar í
gær voru meðal annars ætlaðar tii
þess að þingmenn gætu sagt álit
sitt á tillögunum áður en þær yrðu
samþykktar og framkvæmdar í end-
anlegri mynd. Forsætisráðherrarnir
vilja sjálfír taka sér stærra hlutverk
í mótun og framkvæmd Norður-
landasamstarfsins. Þeir leggja til
að samstarfinu verði í auknum
mæli beint út á við, að samstarfi
Evrópuríkja í EES og Evrópubanda-
laginu, og að í samstarfí um sérmál
Norðurlanda verði lögð áherzla á
færri og afmarkaðri svið en nú.
Þeir leggja til að pólitísk forysta
norrænnar samvinnu verði styrkt,
meðal annars með því að eitt land
hafi ár í senn á hendi forystu á
öllum sviðum starfsins.
Frekari endurskoðun
eftir inngöngu í EB
Ilkka Suominen, forseti Norður-
landaráðs, fagnaði tillögum ráð-
herranna en lagði jafnframt áherzlu
á að þær mættu ekki verða til þess
að áhrif ríkisstjórna Norðurland-
anna í norrænu samstarf ykjust á
kostnað þingmanna. Suominen
sagði að ein af þeim forsendum, sem
lægju að baki tillögum ráðherranna,
væri að öll eða flest Norðurlöndin
gengju í Evrópubandalagið. Hægt
væri að líta svo á að tengsl Norður-
landasamtarfsins við EES væru
leyst með tillögum ráðherranna, en
þegar Norðurlöndin hefðu gengið
lengra í Evrópusamstarfinu þyrfti
enn á ný að endurskoða norrænt
samstarf í smáatriðum.
Halldór Ásgrímsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins og for-
maður íslenzku sendinefndarinnar í
Norðurlandaráði, talaði fyrir hönd
Miðjuhópsins í ráðinu. Hann sagði
að frumkvæði forsætisráðherranna
um breytingar á samstarfinu hefði
verið tímabært. „Þetta er sérstak-
lega mikilvægt nú, þegar öll Norð-
urlöndin eru í þann veginn að ganga
inn í EES- samninginn," sagði Hall-
dór. Hann gagnrýndi hins vegar að
í tillögum ráðherranna væri óform-
legu samstarfi milli Norðurland-
anna gefíð mikið vægi á kostnað
hins formlega samstarfs. Hann var-
aði einnig við því að áhrif þing-
manna á ákvarðanatöku kynnu að
minnka. Hann lagði því til að for-
sætisnefnd Norðurlandaráðs setti á
laggirnar starfshóp, sem ræða
myndi þann hluta norræns sam-
starfs, sem sneri að þingmönnum
og samræma hann þeim breyting-
um, sem yrðu á samstarfi ríkis-
stjómanna.
Jan P. Syse, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Noregs og talsmaður
íhaldsmanna I Norðurlandaráði,
sagði að meirihluti þingmanna í
Norðurlandaráði viðurkenndi nú að
norrænt samstarf gæti aldrei komið
í stað Evrópusamstarfsins. „For-
sætisráðherrarnir gefa nú til kynna
að Norðurlandasamstarfíð hafi tví-
þætt eðli. Þar er ég alveg sammála
og þannig höfum við íhaldsmenn í
Norðurlandaráði alltaf litið á mál-
ið,“ sagði Syse. Hann sagði að
íhaldsmenn væm í flestu fylgjandi
tillögum forsætisráðherranna, en
þeir vildu þó afleggja embætti nor-
rænu samstarfsráðherranna og fela
forsætis-, utanríkis- og fjármála-
ráðherrunum verkefni þeirra alfar-
ið. „Ég er ánægður með að forsætis-
ráðherrarnir hafa gengið myndar-
lega til verks í þessum málum og
þar með lagt sitt af mörkum til að
gera Norðurlönd að öflugra, sam-
einuðu afli í nýrri Evrópu," sagði
Syse.
Handarbakavinnubrögð í
Norðurlandasamstarfínu
Kirsti Kolle Gröndahl, forseti
norska Stórþingsins og talsmaður
sósíaldemókrata, sagði tillögur for-
sætisráðherranna í flestum atriðum
samhljóða yfírlýsingum þingmanna-
hóps sósíaldemókrata í Norður-
landaráði. Hún sagðist viss um að
þær hlytu breiðan og þverpólitískan
stuðning í ráðinu. Hún sagði að
Norðurlandasamstarfið hefði um
árabil einkennzt af handarbaka-
vinnubrögðum. Mál, sem ekki hefðu
komizt á dagskrá á þjóðþingum
Norðurlandanna hefðu verið send á
eyðimerkurgöngu í norrænu sam-
starfi, útheimt mikla fjármuni og
vinnu og loks gufað upp í ekki neitt.
Hún lagði til að þjóðþingin vönduðu
meira til vals á sendinefndum sínum
í Norðurlandaráði og að þær yrðu
skipaðar leiðtogum flokkanna á
þingi og talsmönnum þeirra í Evr-
ópu- og utanríkismálum.
Norðurlandaráð verði
lagt niður
Talsmenn flokkanna yzt á hægri
vængnum, Framfaraflokkanna í
Noregi ög Danmörku og Nýs lýð-
ræðis í Svíþjóð, ítrekuðu fyrri af-
stöðu sína um að leggja béri Norð-
urlandaráð niður fyrir árið 1996.
Flokkarnir telja að form Norður-
landasamstarfsins sé úrelt og mark-
miðum alþjóðasamstarfs verði að-
eins náð í yfírþjóðlegu samstarfi.
Carl I. Hagen, formaður Framfara-
flokksins í Noregi, sagði að norrænt
samstarf í framtíðinni myndi eiga
sér stað innan EES eða EB, á vett-
vangi ríkisstjórnanna, og ekki væri
þörf á þingmannasamkundu á borð
við Norðurlandaráð. Hann lýsti
stuðningi við tillögur um aukið hlut-
verk forsætisráðherranna í norrænu
samstarfi, nýtt formennskuhlutverk
og fleiri tillögur, sem snerta sam-
starf ríkisstjórna Norðurlandanna.
EES kemur í veg fyrir að
íslendingar fjarlægist
Norðurlönd
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra flutti ræðu fyrir hönd Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra, sem
ekki sá sér fært að koma til Árósa.
Friðrik sagði að EES-samningurinn
styrkti efnahagslegt og viðskipta-
legt samstarf við aðrar þjóðir. Með
aðild að honum tækju Islendingar
þátt í þróuninni í Evrópu. Friðrik
sagði að samningurinn hefði einnig
mikla þýðingu fyrir íslendinga
vegna þess að hann kæmi í veg
fyrir að þeir fjarlægðust aðrar
Norðurlandaþjóðir, en þær hafa nú
allar nema Islendingar ákveðið að
ganga í Evrópubandalagið.
Friðrik ræddi þær breytingar,
sem hefðu orðið á Norðurlandasam-
starfínu varðandi umræður um ör-
yggis- og varnarmál. „í öryggismál-
um leggur ísland aðaláherzluna á
hið mikilvæga hlutverk NATO og
skyldur íslands varðandi samstarf
og samráð í NATO. Aðeins þar
tengjast öryggishagsmunir íslands
beggja vegna Atlantshafsins, og
NATO tryggir að evrópskt öiyggi
mun einnig í framtíðinni hafa þau
nánu tengsl yfir hafíð til Norður-
Ameríku, sem ekkert annað getur
komið í staðinn fyrir,“ sagði Friðrik.
Hvað varðaði Evrópusamstarf,
sagði Friðrik að EES-samstarfíð
yrði mikilvægast á næstu árum.
„Þegar það liggur ljóst fyrir hversu
mörg Norðurlandanna ganga í EB,
og hvemig þróunin innan EB verð-
ur, verður að endurskoða norrænt
samstarf, þannig að það geti upp-
fyllt þarfir allra Norðurlandanna,"
sagði Friðrik.
Fjármálaráðherra gerði að um-
ræðuefni þær breytingar á norrænu
samstarfi, sem forsætisráðherrar
Norðurlanda hafa mælt fyrir á þing-
inu og tók fram að íslendingar legðu
sérstaka áherzlu á öflugt og sýni-
legt samstarf á sjávarútvegssviðinu,
sem er eitt af sjö áherzlusviðum í
tillögum forsætisráðherranna. „Við
íslendingar viljum ásamt samstarf-
slöndum okkar taka virkan þátt í
að framkvæma þær breytingr á
norrænu samstarfí, sem verða að
eiga sér stað í tengslum við þróun-
ina í alþjóðasamstarfi, einkum og
sér í lagi sem afleiðing Evrópusam-
starfsins," sagði Friðrik.
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins, vitnaði
í ræðu Thorvalds Stoltenbergs, ut-
anríkisráðherra Noregs, þar sem
hann sagði að til þess að vera með
í Norðurlandasamstarfinu yrðu
menn að ganga í EB. Hjörieifur
spurði hvaða afstöðu íslenzka ríkis-
stjómin hefði til þessarar fullyrðing-
ar. Friðrik Sophusson svaraði því
til að Hjörleifur yrði að spyija Stolt-
enberg sjálfan út í ræðu hans. „En
ég get sagt með vissu að íslenzka
ríkisstjómin hefur ekki á dagskrá
að sækja um aðild að EB núna,“
sagði Friðrik. Hann sagði að EES-
samningurinn yrði væntanlega sam-
þykktur á Alþingi og íslendingar
myndu taka þátt í því samstarfí
með hinum Norðurlöndunum, að
minnsta kosti næsta árið.
9
Rússar kallí herí sína heim
frá Eystrasaltsríkjunum
Árósum. Frá Ólafi Þ. Stcphensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítreka kröfur sínar um að Rússar
kalli hersveitir sínar heim frá Eystrasaltsríkjunum og ljúki samning-
um við sfjómir rikjanna þar að lútandi. Forsætisráðherramir, að
Davíð Oddssyni undanskildum, áttu með sér fund í Árósum í gær og
ræddu meðal annars hvernig fylgja bæri eftir og hrinda í framkvæmd
tillögum ráðherranna um breytingar á norrænu samstarfi.
í yfírlýsingu, sem ráðherramir Eystrasaltsríkjunum fækkað og
kynntu blaðamönnum að fundi sín-
um loknum, er lögð áherzla á að
brottför rússneskra hersveita frá
Eystrasaltsríkjunum sé afar mikil-
væg hvað varðar öryggi og stöðug-
leika í nágrenni Norðurlandanna.
Ráðherramir skoruðu í ágúst síðast-
liðnum á Rússa að kalla heri sína
heim og segir í yfirlýsingunni að
siðan þá hafi nokkur árangur náðst,
bæði hafi hermönnum Rússa í
samningum um brottför heijanna
hafi verið lokið milli Litháens og
Rússlands. Skorað er á Rússa að
ljúka sem fyrst gerð sams konar
samninga við Eistland og Lett-
land..Yfirlýsingar af hálfu Rússa
á síðustu vikum hafa valdið nýrri
óvissu um heimkvaðningu rúss-
neskra hersveita,“ segja forsætis-
ráðherrarnir. „Ekki er hægt að sam-
þykkja að heimkvaðning heijanna
sé tengd öðrum pólitískum málum.“
Fundur ráðherranna snerist að
talsverðu leyti um Evrópumál, í ljósi
umsókna Svía og Finna um aðild
að Evrópubandalaginu og væntan-
legrar umsóknar Norðmanna. Svíar
og Finnar höfðu búizt við að geta
hafið formlegar samningaviðræður
við Evrópubandalagið strax um
næstu áramót, en óttast nú að þeim
geti seinkað, þar sem Danir og Bret-
ar hafa ekki staðfest Maastricht-
samkomulagið. Samþykki allra EB-
ríkjanna var áskilið til þess að við-
ræður um inngöngu nýrra aðildar-
ríkja gætu hafizt. Poul Schliiter,
forsætisráðherra Danmerkur, sagð-
ist þó telja að tekizt gæti að heíja
samningaviðræður strax um ára-
mót, er hann var spurður um þetta
atriði á blaðamannafundi forsætis-
ráðherranna í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins lét Gro
Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, í ljós þá skoðun á
fundi ráðherranna að sjávarútvegs-
málin kynnu að verða einn örðug- *'
asti þröskuldurinn í vegi aðildar
Norðmanna að EB. Erfitt yrði að
finna lausn, sem norskur almenning-
ur sætti sig við. EB-aðiId Norð-
manna var felld, meðal annars
vegna andstöðu við samkomulagið
í sjávarútvegsmálum, í þjóðarat-
kvæðagreiðslu 1972.