Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
Sæfari einu sinni í viku til Grímseyjar
Ekki hægt að reka
verslun hér í eynni
með þessum hætti
- segir útibústjóri KEA
^ Grímsey.
“ÉYJAFJARÐARFERJAN Sæfari kemur nú einungis einu sinni í viku
til Grímseyjar, á þriðjudögum. Feijan er lestuð á Akureyri á mánu-
dögum, siglir til Hríseyjar og er þar yfir nótt og kemur daginn eftir
til Grímseyjar. Margir Grímseyingar eru óánægðir með þessar stop-
ulu ferðir feijunnar.
„Þetta er algjörlega óþolandi
ástand. Ég sé ekki hvemig hægt
er að reka verslun hér með þessu
Slippstöðin
Lítið um
verkefni
FREKAR lítið er um verk-
efni í Slippstöðinni um þess-
ar mundir, en útlit fyrir að
töluvert verði að gera í
kringum jólin, svo sem venja
hefur verið.
Sigurður Ringsted fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinn-
ar sagði að fremur dauft væri
■ yfir starfseminni um þessar
mundir. „Nóvember er alltaf
daufur, en það var þokkalegt
að gera í síðasta mánuði og
útlit fyrir að við fáum dálítið
skot í kringum jólin, það er tölu-
vert farið að bóka viðgerðir og
annað fyrir þann tíma,“ sagði
Sigurður.
Helstu verkefni sem í gangi
eru hjá Slippstöðinni nú, er
smíði síðara Malavískipsins, þá
er Margrét EA, eitt Samheija-
skipanna í slipp og eins er ver-
ið að vinna við Stokksey, sem
Höfði hf. á Húsavík keypti af
Arnesi.
móti. Það er algjört lámark að hafa
tvær ferðir í viku hingað og þá
helst báðar frá Akureyri eða í það
minnsta aðra þeirra," sagði Kristín
Óladóttir útibússtjóri KEA í Gríms-
ey-
Vegna hinna stopulu férða feij-
unnar fá Grímseyingar aldrei nýrra
brauð en dagsgamalt og dagstimp-
ill mjólkurinnar rennur út helgina
eftir að hún kemur þannig að öll
mjólk, ef hún þá er til, er útrunnin
á mánudegi. Mikill kostnaður fylgir
því að senda mjólk með flugi á laug-
ardögum og sagði Kristín að rekst-
ur verslunarinnar bæri ekki þann
aukakostnað sem slíkt hefði í för
með sér.
Kristín sagði að til stæði að koma
á aukaferð feijunnar hingað til eyj-
arinnar eftir fiski, en sú ferð nýtt-
ist versluninni ekki þar sem um er
að ræða ferð milli eyjanna, Gríms-
eyjar og Hríseyjar, en allur fiskur
héðan er fluttur til vinnslu í Hrísey.
Panta þarf vörur í verslunina
fyrir hádegi á föstudögum, en þær
koma síðan á þriðjudögum og sagði
Kristín það ekki viðunandi ástand.
Hún hefur rætt þetta mál við Jónas
Vigfússon, sveitarstjóra í Hrísey,
og Sigurð Jóhannesson, aðalfulltrúa
Kaupfélags Eyfirðinga, þar sem
verið er að skoða hvaða lausnir
best henta varðandi vöruflutninga
til eyjarinnar. Þá var fyrir nokkru
von á fulltrúum samgönguráðu-
neytis til skrafs og ráðagerða varð-
andi feijumálin, en ekki var hægt
að fljúga er þeirra var von þannig
að ekkert varð úr fundi.
HSH
Skólalóðin lagfærð
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Börn í Barnaskóla Akureyrar og foreldrar þeirra
tóku höndum saman um helgina og gerðu mikl-
ar lagfæringar á skólalóðinni. Leiktæki voru
endurbætt og ný sett upp í stað þeirra sem
þjónað höfðu sínu hlutverki, eins og þessi bátur
sem börnin eru að bjástra við á myndinni.
Könnun á offitu við utanverðan Eyjafjörð
Offítuvandamál hrjá
um 14% fískverkafólks
UM 14% íbúa við utanverðan Eyjafjörð virðast eiga við offituvanda-
mál að stríða, samkvæmt könnun sem Þórir V. Þórisson heilsugæslu-
læknir á Dalvík gerði og kynnt var á 1. vísindaþingi Félags ís-
lenskra heimilislækna sem haldið var á Húsavík nýlega.
Líkamsþyngd er mikilvægur
þáttur þegar meta á áhættu á sjúk-
dómum almennt og þá sér í lagi
hjartasjúkdómum. Offita ein sér
hefur ekki mikla þýðingu en vegna
samspils hennar, blóðfitu og blóð-
þrýstings, streitu og lélegs úthalds
getur meðferð við henni stórbætt
Deilt u m innheimtuaðgerð-
ir hjá Hitaveitu Akureyrar
NEYTENDAFÉLAG Akureyrar og nágrennis hefur gert athugasemd
við innheimtuaðgerðir Hitaveitu Akureyrar, en hitaveitan lokaði
fyrir heitt neysluvatn til þríbýlishúss þó eigendur tveggja íbúðanna
segist skuldlausir við veituna. Hitaveitustjóri segir sökina hvíla hjá
húsfélagi hússins, sem beri ábyrgð á skuldinni, það sé eliki Hitaveit-
unnar að úrskurða hvaða aðili í félaginu skuldi og hver ekki.
í umræddu húsi eru þrjár íbúðir
með sameiginlegt hitaveituinntak og
er ein þeirra hituð með hitaveitu-
vatni, en hinar með rafmagni og fá
þær einungis neysluvatn. íbúðin sem
hitar upp með hitaveituvatni skuldar
sinn hlut, um 80 þúsund krónur, af
sameiginlegum reikningi, en hinar
tvær hafa greitt beint til Hitaveitu
Akureyrar um 20% af reikningnum
og eru þær skuldlausar. Fyrr í sum-
ar Iokaði veitan fyrir vatn til þeirrar
jbúðar sem skuldin var á, en lét hin-
ar halda sínu neysluvatni. Ekki tókst
að innheimta skuldina og hefur nú
verið lokað fyrir neysluvatn til ná-
grannanna og hafa þeir verið vatns-
lausir í tæpan mánuð.
„Nágrannamir sem Hitaveita
Akureyrar notar sem samvisku-
pressu í þessu máli samanstanda auk
foreldra af komabami og sex öðmm
bórnum og unglingum," segir í til-
kynningu frá Neytendafélaginu og
einnig að ekki sé hægt að þvo korna-
baminu nema hita vatn í katli eða
potti, en aðrir komist ekki í bað
nema utan heimilis. „Mikið hefur
verið rætt og ritað að undanförnu
um innheimtuaðgerðir óráðvandra
atvinnurukkara, en mér þykir skörin
vera farin að færast upp í bekkinn
ef fyrirtæki Akureyrarbæjar taka
sér slík vinnubrögð til fyrirmyndar,
jafnvel þó kalla megi lögleg," segir
Vilhjálmur Ingi Árnason formaður
félagins í tilkynningu vegna þessa
máls.
Franz Árnason hitaveitustjóri
segir í athugasemd vegna þessa, að
veitan beiti mildilegum innheimtuað-
gerðum og að öðm jöfnu sé allt
gert til að fá skuldara til að greiða
skuldir sínar áður en gripið sé til ■
þess óyndisúrræðis að loka fyrir
heitt vatn. Nefnir hann að nýlega
hafí endurskoðendur bæjarins fundið
að því við bæði Hita- og rafveitu
að innheimtuaðgerðir veitanna séu
ekki nógu ákveðnar.
Fram kemur að húsfélagið sé ekki
skuldlaust við veituna og ítrekaðar
tilraunir hafí verið gerðar til að inn-
heimta skuldina. Samningar hafí
verið gerðir við húsfélagið um
greiðslur, en þegar slíkir samningar
séu brotnir af hálfu skuldara eins
og í umræddu tilviki sé óhjákvæmi-
Iegt að grípa til lokana. Þegar um
húsfélög er að ræða geti hitaveitan
ekki úrskurðað um hvaða aðili í fé-
laginu skuldi og hver ekki. Deilur
um hversu mikið vatn hver aðili að
húsfélagi hafí notað og hversu mikið
honum beri að greiða verði aðilar í
húsfélagi að leysa sjálfir.
„í tilfelli því sem hér um ræðir
hefur tveimur af þremur aðilum
húsfélagsins verið gefinn kostur á
að greiða skuldina með skuldabréfi
á tiltölulega löngum tíma. Þeir hefðu
með því móti getað nýtt sér ákvæði
laga um húsfélög, telji þeir að einn
aðili húsfélagsins skuldi þeim,“ segir
í athugasemd hitaveitustjóra. Bendir
hann á að samkvæmt lögum um fjöl-
býlishús eignist íbúðareigendur lög-
veð í íbúð þess íbúðareigenda sem
greiðir ekki sinn hlut til tryggingar
skuldinni og standi það í eitt ár frá
því greiðsla skuldarinnar er innt af
hendi. Á grundvelli þessa geti hinir
íbúðareigendurnir krafist nauðung-
arsölu á íbúð þess sem skuldar.
„Við hjá Hitaveitu Akureyrar vilj-
um beina þeim tilmælum til NAN
að hafa samband við okkur og kynna
sér málin til hlítar og gera raunveru-
legar tilraunir til að vinna neytend-
um gagn í stað þess að hleypa mál-
um sem þessu í enn harðari hnút.
Það geta ekki talist hagsmunir neyt-
enda að viðskiptavinir fyrirtækja
eins og HA komist upp með að
skulda margra mánaða vatnsnotkun.
Slíkar skuldir valda kostnaði, jafnvel
þó þær innheimtist, sem því miður
ekki alltaf er. Þann kostnað bera
viðskiptamenn að einhveiju leyti all-
ir og þar með er hugsanlegt að skila-
menn, sem eru sem betur fer lang-
stærstu hluti viðskiptamanna, beri
kostnað af hækkuðu vatnsverði,"
segir í athugasemd frá hitaveitu-
stjóra.
heilsufar, en það var með þessi
atriði í huga sem Þórir ákvað að
kanna holdafar fiskverkafólks Ná
svæði Heilsugæslustöðvarinnar á
Dalvík í þeim tilgangi að meta
þörfina fyrir meðferðarátak.
Við hópskoðun verkafólks hjá
fiskvinnslu KEA á Dalvík, Hrísey
og Hjalteyri voru allir vegnir og
lengdarmældir, alls 177 einstakl-
ingar, 67 karlar og 10 konur.
Reiknaður var út líkamsmassast-
uðull fyrir alla einstaklingana og
hópnum síðan skipt niður í þijá
undirhópa, þ.e. þeir sem voru í
kjörþyngd, þeir sem voru 1-25%
yfir hæstu eðlilegu mörkum, eða
með væga offitu og þeir sem voru
meira en 25% yfir hæstu eðlilegum
mörkum, eða með offituvandamál
og mjög aukna áhættu á hjarta-
sjúkdómum.
Niðurstöður könnunarinnar
Ieiddu í ljós að 41% hópsins var í
kjörþyngd og 14% áttu við offitu-
vandamál að stríða. Ef skoðaður
er munur milli kynja sést að karlar
voru í verra ástandi en konur, 33%
á móti 46% var í kjörþyngd og 18%
karla og 12% kvenna voru of feit-
ir. Munur er líka á milli kaup-
'staðabúa og dreifbýlinga, Dalvík-
ingum í óhag, en stærsti munurinn
var á milli karla á Dalvík og kvenna
í Hrísey og Hjalteyri.
Þær ályktanir sem heilsugæslu-
læknirinn dregur af könnuninni
eru að næg verkefni séu fyrir hendi
við offitumeðferð á Dalvíkursvæð-
inu. Það kom á óvart að offitu-
vandamál eru algengari hjá körlum
en konum, en miðað við aðsökn á
megrunarnámskeiðum og til lækna
mætti ætla að þveröfugt ástand
ríkti. Því sé rík ástæða til að hefja
herferð meðal karlmanna í sjávar-
plássum um hreyfingu og hollara
mataræði og koma á megrunarná-
mskeiðum fyrir þá sérstaklega.