Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 30

Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Hrossarækt í Danmörku Seljum aðeins það sem mun reynast vel - segir Poul Madsen danskur „Húnvetningur“ sem ræktar og selur íslenska hesta í Danmörku „Loks fann ég það sem ég leitaði að,“ segir Poul Madsen og þá við stóðhestínn Merkúr frá Miðsitju „hann hefur þann vilja og það geðslag sem mig vantaði". _________Hestar_____________ Vaidimar Kristinsson RÆKTUN íslenskra hrossa í Danmörku fer fram með öðrum hætti en gerist á íslandi. Flest hross hér á landi eru alin upp í stóði í mikilli víðáttu þar sem þau njóta frelsis og komast lítið í snertingu við manninn. í Dan- mörku er þessu öfugt farið. Þar alast hrossin upp í þröngum girðingum í mjög nánu samneyti við manninn. Ekki er þessu þó svo farið alls staðar þvi við bæ- inn Ebeltoft sem er skammt norðan við Árósa, búa Poul og Nanna Madsen. Hafa þau til umráða um eitt hundrað hektara fyrir hrossin sín og annarra sem þau taka í uppeldi. Er þar um að ræða 40 ha eignarland og 60 ha ríkisland sem þau leigja. Náði sér í danska konu á Islandi Poul minnir um margt á góðan húnvetnskan bónda enda að nokkru skólaður af Lárusi heitnum í Grímstungu. Var hann fjósamaður hjá Lárusi um árabil. „Lárus kenndi mér undirstöðuna í íslenskunni eins og að segja helvítis og djöfulsins en síðan tók gömul kona við og kenndi mér restina," segir Poul. Alls var hann sjö ár á íslandi og hitti á þeim tíma konu sína Nönnu, sem er dönsk, og giftist henni í Neskirkju. Eftir að dætur þeirra tvær fæddust varð að taka ákvörð- un um það hvar þær skildu aldar upp og varð Danmörk fyrir valinu. Hugurinn var þó alltaf á Íslandi og hugleiddi Poul mikið að kaupa jörð á Fróni og setjast þar að eftir að dætumar komust á legg. „Ég frétti að kvótavitleysa væri líka komin á alla landbúnaðarfram- leiðslu á íslandi svo við fórum hvergi," segir Poul. En svo snúið sé að hrossaræktinni aftur eru Nanna og Poul með sjö hryssur sem gefa folöld en auk þess era sendar til þeirra einar 15 til 20 hryssur ár hvert til fyljunar. Poul Madsen hefur í gegnum tíðina aðeins notað einn stóðhest, Blossa frá Kirkjubæ, og fengið undan honum fjölda af- kvæma. Ein hryssan í stóðinu, Epa frá Svanavatni, er 29 vetra gömul og kveðst Poul hafa fengið 16 af- kvæmi undan henni og þar af 9 undan Blossa. „Við setjum allar hryssumar í girðingu hjá stóðhest- inum 1. maí hérna neðan við bæ- inn. Gildir þá einu hvort þær hafa kastað, setjum þær allar strax til hestsins. í fyrsta skiptið sem leyfð- um Blossa að vera hjá þeim fyrir köstun gerðist nokkuð merkilegt. Við fórum út í girðingu í venjulegt eftirlit og þá hafði ein gamla hryss- an nýlokið köstun en áður en hún stendur á fætur kemur Blossi aðvíf- andi og stillir sér upp við folaldið og byijar að kara það. Hryssan stóð á fætur og þarna stóðu þau tvö og hjálpuðust að við körunina. Þá var mjög algengt að stóðhestur- inn stillti sér upp milli hryssu sem er að kasta og stóðsins og gætti þess að hinar hryssurnar ónáðuðu ekki.“ segir Poul og hann bætir við að með þessu móti sé fyljunar- prósentan hjá sér mjög góð. „í fyrra vora 28 hryssur hjá Blossa sem gáfu 23 folöld en það gerir 82% sem ég tel bara gott. Það má reyndar geta þess að við létum dýralækni skoða hryssumar með sónartæki og voru þijár sem virt- ust hafa fengið en misst fóstrið síðar. Ef við gerum ráð fyrir að sónarinn hafí sýnt rétt er fyljunar- prósentan 92%, sem er mjög gott.“ Allt frá árinu 1969 hefur Poul notað sama stóðhestinn, Blossa frá Kirkjubæ, að því undanskildu að hann fór með fímm hryssur undir annan stóðhest eitt árið en fékk allar geldar þaðan. Poul ' telur Blossa hafa gert það gott á þessum áram. Sjálfur hlaut hann ágætan einstaklingsdóm og afkvæmi hans hafa reynst ágætlega. „Hann gefur sterka fætur og öragga og góða skapgerð. Mestmegnis era þetta ágætir reiðhestar sem hann gefur og svona einn og einn góður keppn- ishestur,“ segir Poul. Var að gefast upp þegar ég fann Merkúr - En hvernig gengur svo sal- an á framleiðslunni? „Það hefur gengið mjög vel. Við höfum lagt okkur fram um að frá okkur fari aðeins góð hross. Allt sem við teljum að vafi leiki á að muni reynast vel kippum við út og slögtum. Þá temjum við mest allt sjálf því helst viljum að þetta fari ekki frá okkur fyrr en nokkuð er ljóst hvemig hrossin muni reyn- ast,“ svarar Poul. Þegar talið berst að stóðhesta- kaupum segist Poul vera alveg yfir sig hissa. „Þegar ég fór til Islands að leita mér að stóðhesti sá ég um 15 fyrstu verðlaunahesta bæði sem einstaklinga og afkvæm- hesta en ég verð að segja að mér leist ekki á einn einasta af þeim og var satt best að segja að gef- ast upp á leitinni er ég að síðustu átti leið hjá Brynjari Vilmundar- syní í Keflavík og þar sá ég Merk- úr frá Miðsitju. Hann var sá besti sem ég hafði séð. Þar fann ég þann vilja og það geðslag sem ég leitaði að,“ segir Poul sem þá er kominn að íslenskri verslunarpóli- tík sem hann telur meira en lítið skrýtna. „Þið setjið 20% skatt á útflutta stóðhesta og lágmarksverð að auki sem við Danir skiljum ekki á annan veg en að opinberlega vilji íslendingar ekki selja slíka hesta úr landi. í Danmörku kölium við þetta viðskiptahindranir," segir Poul og segist ekki geta ímyndað sér að íslenskir hestamenn vilji þetta fyrirkomulag í raun og veru. Vildi kaupa nokkra sæðisdropa „Svo er annað sem mig langar til að segja frá,“ segir Poul. „Það var 1980 að ég lýsti yfir áhuga mínum á að kaupa sæði frá íslandi við Þorkel Bjamason hrossarækt- arráðunaut. Hann tók vel í það og sagðist mundu undirbúa málið og gera allt klárt. Veturinn eftir kom ég til íslands og hringdi þá í Þorkel og spurði hann hvernig gengi og sagði hann þá að þetta væri ekki hægt því enginn stóðhestaeigandi vildi selja. Ég sagði honum að ég tryði þessu ekki og fékk mér bílg- leigubfl og keyrði í kringum landið og hitti stóðhestaeigendur og sagði þeim erindi mitt. Menn tóku vel í málaleitan mína svo ég fór aftur til Reykjavíkur og hitti Þorkel og sagði honum að nú væri ég búinn að kaupa sæði og spurði hvar ég gæti fengið leyfi fyrir útflutningnum en það vissi hann ekki en benti mér samt á að tala við einhvern sérfræðing í land- búnaðarráðuneytinu sem ég gerði en sá sendi mig til landbúnaðaráð- herra. Niðurstaðan varð sú að mað- ur að nafni Finnbogi Finnbogason var settur í að kanna allt sem til væri um útfluting á sæði úr hross- um. Hann fann engan staf um þetta svo ég spurði hvort ég gæti ekki þá drifið í málinu en til að gera langa sögu stutta strandaði þetta allt í kerfinu og ekkert varð úr þessu. Ég er hissa á því að þið seljið marga góða hesta úr landi en viljið svo ekki selja nokkra dropa úr nokkr- um hestum,“ segir Poul hissa á því hvað kerfið á íslandi getur verið stirt. Búinn að rífa svo mikinn kjaft En þá berst talið aftur að stóð- hestinum Merkúr en hann hafði sem kunnugt er hlotið önnur verð- laun á íslandi og var Poul spurður hvort ekki stæði til að fá dóm á hann í Danmörku? Það þýðir ekkert fyrir mig að búinn að rífa svo mikinn kjaft. Svo er ég bara ánægður með þessa einkunn hann þarf ekkert meira. Afkvæmin mæta til dóms eftir átta ár og ætli ég láti það ekki nægja. Það er alveg þýðingarlaust fyrir þá sem eru eitthvað ybba sig að mæta með hross í dóm hér,“ segir Poul. Eins og sannur húnvetningur hefur Poul Madsen ákveðnar skoðanir á málunum og liggur að jafnaði ekkert á þeim. „Hvað ég veit um BLUP-ið,“ segir Poul þeg- ar hann er inntur álits á BLUP- inu. „Þú ættir nú frekar að spyija Kristin Hugason, hann veit allt um BLUP-ið. Hann ætti að fara nærri um skoðanir mínar á þvi. Síðast þegar ég var á íslandi fékk ég úthlutað kortérsviðtali við hann en eftir þijá klukkutíma hringdi konan sem ég gisti hjá og sagði að ég yrði að koma heim að borða,“ segir Poul og hann heldur áfram með BLUP-umræðuna. „Það versta við BLUP-ið er að enginn veit með vissu hvað þeir setja í vélina.“ - En hvað með Þorvald Árnason og Kristin vita þeir ekki hvað fer inn? „Nei þeir vita það ekki, það er svo mikil óvissa með ætterni hross- anna. Það væri sjálfsagt í lagi að nota BLUP-ið ef tryggt væri að öll afkvæmi sem kæmust á legg og verða tamin komi til dóms og svo náttúralega ef hægt verður að treysta uppgefnum ættartölum. Það segir ekki nema hálfan sann- leikann ef aðeins helmingur hross- anna kemur í dóm og venjulega er það betri helmingurinn. Sjálfsagt fáum við-BLUP-ið, það er nauðsyn- legt, en þá þarf líka að dæma geld- ingana. Þú færð aldrei fullkomið kynbótamat nema öll afkvæmin komi fram,“ segir Poul. Eins og fram kom temja Poul og Nanna flest trippin sjálf og Nanna tekur þátt í keppni stöku sinnum. Telja þau mjög nauðsyn- legt að afsprengi ræktunarinnar sjáist öðru hvoru á mótum til kynn- ingar. Þá segir Poul það skoðun sína að allt of snemma sé farið að nota íslensku hrossin til keppni. „Ég tel að hross eigi ekki að fara yngri en sex vetra í keppni því það er ekkert vit að leggja mikið að hrossunum meðan sinar og liðir er ekki fullþroskað," segir Poul og bendir á að byijað sé að nota dönsku heitblóðshestana þegar þeir era tveggja til þriggja vetra gamlir enda séu þeir oft búnir að vera 5 " til 6 vetra. Nanna bætir við að gott dæmi um þetta sé 6 vetra ís- lenskur stóðhestur sem var dæmd- ur í vor á stóðhestasýningunni. „Honum var riðið eftir það á hveiju mótinu á fætur öðru og síðast fór hann á Norðurlandamótið þar sem hann var haltur allt mótið. Vafa- laust hefur verið lagt of mikið á þennan hest. Ef hrossin eiga að endast sem reiðhestar verður að haga notkuninni á þeim af skyn- semi því annars er hætt við að eitt- hvað gefi sig,“ segir Nanna. Þau Poul og Nanna búa í 300 ára gömlum dæmigerðum bóndabæ sem byggður er í hring, með strá- þaki og er ákaflega vel við haldið. AUt er þetta sambyggt, íbúðin, fjós- ið, hesthúsið og það sem var korn- hlaða. Allar voru byggingarnar ný málaðar eða öllu heldur er múr- steinshleðslan kölkuð én bitarnir á milli þeirra tjargaðir. Sagðist Poul gera þetta árlega því ekki væri neitt gaman að þessu nema það liti vel út. Hesthúsið er opið hross- unum að vetrinum þannig að þeim sem eru brúkuð er gefið inni en hafa þar fyrir utan fijálsan aðgang að húsinu. Stóðinu er alfarið gefið úti og segist Poul nær eingöngu gefa þeim hey. Þá segist hann þeirrar skoðunar að í Danmörku sé gefið allt of • mikið ormalyf. í stað ormalyfsgjafar reynir hann að flytja hrossin milli girðinga og með því móti að sýkja girðingarnar ekki um of með ormasmiti. Sagði Poul að tekin hafí verið sýni úr hrossun- um hjá sér og komið hefði í Ijós að ormasmit hafi verið sáralítð. „Ég held að ormarnir verði ónæmir fyr- ir ormalyfinu þegar gefíð er of mikið af því og of oft,“ segir Poul. Og með þeim orðum er þessi danski „Húnvetningur" kvaddur sem og kona hans með þökk fyrir ánægju- lega heimsókn. Bærinn sem Poul og Nanna búa í er 300 ára gamall og mjög vel við haldið. Hrossin hafa fijálsan aðgang að hesthúsinu þar sem þeim er gefið á gólfið eins og nú er farið að ryðja sér til rúms hérlendis, Poul og Nanna standa við enda fóðurgangsins. fara með hann í dóm því ég er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.