Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 31 Bára Gunnars- dóttir — Minning Fædd 14. október 1925 Dáin 3. nóvember 1992 Sólbjartur haustdagur í byijun september myrkvaðist á nokkrum sekúndum þegar Bára systir varð fyrir bíl á Miklubrautinni. Hún komst aldrei til meðvitundar eftir slysið og lézt fyrir viku. Andlát Báru var ótímabært en dauðinn spyr ekki að slíku. Þegar svona atburði ber að höndum verður vanmáttur ástvina alger. Við systur hennar, sem bú- settar erum erlendis, gátum aðeins fylgst með dauðastríði hennar úr fjarlægð gegnum símtöl og bréf. Hinir, sem setið hafa við sjúkra- beðinn, gátu aðeins horft á lífið ijara út. Bára Gunnarsdóttir var hálf- systir okkar frá fyrra hjónabandi Gunnars Jónssonar skipasmíða- meistara og Ingibjargar Asbjörns- dóttur. Hún var þriðja bam föður okkar af sjö. Hún missti móður sína í bemsku og bjó ásamt eldri bróður sínum, Tryggva, hjá Ólafíu móðursystur sinni og eiginmanni hennar, Ragnari Ágústssyni, á Akureyri, þar til faðir okkar kvæntist í annað sinn, Sólveigu Þórðardóttur 1933. Við systumar fæddumst með rúmlega árs milli- bili í þessu hjónabandi og tvö yngstu systkinin nokkrum ámm síðar. Með Báru er horfin síðasta manneskjan sem þekkti okkur og hjálpaði til að sinna okkur frá fyrstu tíð. Nú verður tómlegra að koma heim til íslands þegar Báru vantar. Bára fluttist eftir ferminguna suður og fór að vinna fyrir sér. Hún kom á hveiju sumri eftir þetta norður til Akureyrar ásamt unn- usta sínum, Bjama Vigfússyni. Þessar heimsóknir eru okkur afar eftirminnilegar. Þau komu í dross- íu frá Reykjavík og lífguðu upp á hversdagslífið. Bára var einstak- lega natin við okkur. Hún kom með sælgæti sem hún gaf okkur í smáskömmtum, greiddi okkur eftir nýju tízkunni og saumaði á okkur kjóla. Eftir að ijölskyldan flutti frá Akureyri til Reykjavíkur um miðj- an sjötta áratuginn fómm við að umgangast Bám sem jafningja og ráðgjafa sem við alltaf áttum at- hvarf hjá. Bára giftist eftirlifandi manni sínum, Bjarna Vigfússyni leigubíl- stjóra, 28. október 1944. Þau komu sér skjótt upp eigin húsnæði í Mávahlíð 17. Þau eignuðust þijár dætur, Ingibjörgu, f. 1947, gift Einari Baxter, Vilborgu, f. 1950, gift Þorgils Jónassyni, og Gunn- hildi, f. 1953. Barnabörnin eru orðin átta og barnabarnabömin fimm, það yngsta fékk hún aldrei að sjá. Árið 1957 fluttu þau hjónin í eigið raðhús í Sólheimum 47, þar sem þau bjuggu í 30 ár þar til þau fluttu í Mávahlíð 32. Þau hjón voru einstaklega samrýmd. Bára var mikil hæfileikakona, en það bar ekki mikið á henni utan heimilis. Hún tilheyrði síðustu kyn- slóðinni sem gerði börn og heimili að sínu aðalviðfangsefni. Hún var frábær húsmóðir. Hún var vinnu- söm en slík var skipulagsgáfa hennar að fáir tóku eftir að hún væri að vinna. Hún hafði einstaka hæfileika á að láta fólki líða vel í húsakynnum sínum. Hún var flink saumakona og tók stundum að sér að sauma fyrir aðra. Bára var alvarleg í fasi, sérstak- lega framan af ævi. Hún hafði góða kímnigáfu og varð glaðvær- ari með árunum. Hún var glögg og eftirtektarsöm og hafði gaman af að segja frá. Hún gat verið al- varleg og glettin samtímis. Boðin hjá Báru og Bjarna voru í sér- flokki, allir vinir og vandamenn biðu eftir afmælisveizlunum í októ- ber. Bára þjáðist af astma, sem ágerðist fyrir tuttugu árum. Hún vann á þeim tíma í efnalaug og þoldi illa gufurnar. Hún beitti sér fyrir samtökum ofnæmissjúklinga og vann að málefnum þeirra af mikilli ósérhlífni. Bára og Bjarni höfðu yndi af að ferðast og fóru til útlanda síð- ustu árin. Sjúkdómur Báru hafði mikil áhrif á ferðalög þeirra. Hann versnaði í gróðurríkum löndum en batnaði þar sem veðurfar er þurrt og sólríkt, til dæmis á Kanaríeyj- um. Báru þótti mjög vænt um Kanaríeyjar og fór oft þangað á veturna. Við og fjölskyldur okkar erlend- is viljum með þessum línum heiðra minningu Báru og tjá söknuð okk- ar. Halldóra Gunnarsdóttir, Gautaborg, Anna Lísa Gunnarsdóttir, Suður-Afríku. Syrgja nú látna svanna prýði eiginmaður, böm og ástmenni. Deyi góð kona er sem daggar geisli hverfi úr húsum verður húm eftir. (Stgr. Th.) Þessar ljóðlínur finnst okkur eiga vel við er vinkonan okkar Bára Gunnarsdóttir kveður þennan heim því svo sannarlega bregður birtu og verður húm í húsinu þeg- ar hún er þar ekki lengur. Bára andaðist á Borgarspítaianum 3. nóvember sl. eftir að hafa slasast svo hörmulega í einu af þeim sorg- legu umferðarslysum sem orðið hafa á þessu annars undurfagra hausti. Fólk les í blöðum frétt; kona varð fyrir bfl, hún meiddist á fótum og höfði — punktur. En enginn nema nánustu ættingjar og vinir vita hversu hræðilega mikið slösuð hún var og svo allt það frábæra fólk, læknar og hjúkrunarlið, sem barðist fyrir lífi hennar. Allt var gert til að lina þjáningar hennar en allt kom fyrir ekki. Bára var fædd 14. október 1925, dóttir hjónanna Ingibjargar Ás- björnsdóttur og Gunnars Jónsson- ar skipasmiðs og ólst að mestu upp á Akureyri. Hún missti móður sína aðeins 6 ára gömul og var það henni þung sorg sem hún aldrei gleymdi. Einn albróður átti hún, Tryggva skipasmið, sem býr á Akureyri. Faðir hennar giftist síðar Sólveigu Þórðardóttur. Bára átti fímm hálfsystkini og hafði hún mjög náið og gott samband við þau öll. Gunnar og Sólveig eru bæði látin. Bára kom ung til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér aðeins 16 ára gömul. Kynnist hún þá ungum verslunarmanni, Bjarna Vigfús- syni, sem þá vann í verslun 'Halla Þór á Vesturgötu 17, en þar átti hún heima hjá föðursystur sinni Vilborgu og manni hennar Jónasi Hallgrímssyni. Það var ást sem staðið hefur í fimmtíu ár, hann var maðurinn í lífi hennar og hún var konan sem hann dáði og tilbað til hins síðasta. Þau giftu sig 28. október 1944 og byijuðu að búa í einu herbergi í húsi foreldra hans. Fljótlega hóf Bjarni að byggja þeim hús ásamt bræðrum sínum tveim og var það í Mávahlíð 17. Þangað flytja þau í nóvember 1946. Þar eignast þau dætur sínar þijár, Ingibjörgu, sem gift er Einari Baxter múrara og eiga þau þijú börn og fimm barna- börn, Vilborgu, gift Þorgils Jónas- syni sagnfræðingi og eiga þau þijú börn, og Gunnhildi, er var gift Ólafi Torfasyni og eiga þau tvo drengi, en þau slitu samvistum. Við kynntumst Báru er við unn- um allar saman. Var þá stofnaður ferðaklúbbur og fórum við í marg- ar ferðir á þeim árum. Þar naut Bára sín vel, þá var mikið sungið og mikið hlegið og eigum við öll góðar minningar síðan og hefur vinátta okkar enst í nær fimmtíu ár. Við giftum okkur allar um svip- að leyti og eignuðumst okkar fyrstu börn. Byijuðum við þá í saumaklúbb sem enst hefur til þessa. Nú erum við þijár eftir af þeim sem byijuðum. Bára er önnur sem fer yfír móðuna miklu. Innileg vinátta hefur ríkt á milli okkar og þegar börnin voru lítil hittumst við vikulega og bárum saman bækur okkar og sögðum hver annarri til og lærðum hver af annarri. Það voru oft eins og bestu námskeið, unnið af kappi en ekki bara talað um náungann eins og margir halda, en alltaf jafn gaman og mikið hlegið. 1958 eignuðust Bára og Bjarni raðhús í Sólheimum 47 þar sem þau bjuggu í nær 30 ár. Það var sama hvar hún Bára bjó, hvort það var eitt lítið herbergi eða stórt hús, alltaf var heimilið jafn fallegt og snyrtilegt. Bára var einstaklega myndarleg húsmóðir og hafði auga fyrir öllu því sem heimilið mátti prýða, hún var fagurkeri og naut fagurra lista og var tónlist hennar mesta áhugamál. Átti hún gott safn af góðri tónlist og naut þess að leika fyrir mann, sérstaklega fagran söng, enda alin upp við söng þar sem faðir hennar og bróð- ir sungu báðir í karlakómum Geysi og átti hún marga kunna söngvara í ætt sinni. Hún hafði sjálf und- urfagra rödd og hefði eflaust náð langt með þeim tækifærum sem ungt fólk- hefur í dag. Hún var smekkleg í klæðaburði og hugsaði vel um útlit sitt. Hún tók vel á móti gestum og voru allar veislur hennar mjög ánægjúlegar og allt smekklegar fram borið og séð um að öllum liði sem best. Bára var ekki allra, svo við get- um talið okkur það til tekna að hafa átt svo langa og góða vin- áttu, hún hafði stóra lund en hafði gott vald á henni og sjálfsaga, hún hafði gott auga fyrir því sem spaugilegt var og hló þá hjartan- lega smitandi hlátri. Bára þjáðist af asma og þurfti að vera langtímum á sterkum lyfj- um. Aldrei talaði hún um veikindi sín, maður bara sá hvemig henni leið, en ef spurt var leið henni ailt- af ágætlega. Síðustu árin sá maður hvernig sjúkdómurinn og lyfín höfðu áhrif á þessa glæsilegu konu. Bára og Bjarni voru ákaflega samhent og heimakær og var heimilið og fjölskyldan í fyrirrúmi, en þau nutu þess einnig að ferð- ast, bæði innanlands og utan. Þau fóru margar ferðir til útlanda, en síðustu árin fór hún aðallega sér til heilsubótar óg fór þá jafnvel ein, þegar læknarnir gátu ekkert gert fyrir hana, og kom hún þá sem ný manneskja til baka. Fyrir nokkrum árum brugðu þau á það ráð að minnka við sig og fluttu þá í litla íbúð í Mávahlíð 32 og eins og alltaf hafa þau búið sér þar fagurt heimili. Bára var einstök eiginkona, móðir og amma og nú síðustu árin langamma, alltaf var hún boðin og búin þegar sauma þurfti flík og lék það í höndum hennar, og hafa dætur hennar og dótturdóttir hlotið þann arf, þær eru hver ann- arri myndarlegri og vel gefnar konur. Dæturnar áttu ljúfa og góða æsku þar sem ást og um- hyggja voru höfð í fyrirrúmi og hefur ungum nútímakonum kannski fundist fullmikið dekrað við eina karlmanninn á heimilinu, en þær kunnu vel að meta foreldra sína og hafa sýnt það best þessa síðustu mánuði, þar sem þær hafa skipst á að vaka nótt sem dag yfír móður sinni og reynt að létta föður sínum sorgina með einstakri umhyggju. / Erfiðum tíma er nú lokið en eft- ir stendur rúmið hennar autt, sorg og söknuður fyllir hjörtu okkar allra sem þekktu hana, en mestur er harmur Bjarna og dætra hennar og biðjum við almáttugan Guð að gefa þeim styrk til að líta fram á veginn og minnast þess að þegar við erum sorgmædd grátum við það sem veitti okkur mestu gleð- ina. Guð geymi vinkonu okkar og blessi og hafi hún þökk fyrir allt. Margrét, Gróa og Emelía. I dag, miðvikudaginn 11. nóvem- ber, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni Bára Gunnarsdóttir, tengdamóðir mín og góður vinur. Bára lést á Borgarspítalanum að kvöldi þriðjudagsins 3. nóvember. Alls lá Bára meðvitundarlaus í níu vikur eftir umferðarslys á gang- braut 1. september síðastliðinn. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum nú að leiðarlokum. Bára'var fædd á Akureyri 14. október 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Verónika Ásbjömsdóttir (1901-1932) og Gunnar Jónsson (1899-1960). Auk Báru áttu þau einn son, Tryggva Gunnarsson (f. 1921) skipasmið á Akureyri. Tryggvi er kvæntur Stellu Sigurgeirsdóttur. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ásbjöms Bjömssonar (1863- 1951) og Guðrúnar Guðmunds- dóttur (1866-1964) í Grundarhóli hjá Hvammi í Dýrafirði. Ásbjörn og Guðrún voru bæði vestfirsk að ætt og uppruna. Ingibjörg varð skammlíf, veiktist af bráðaberklum og lést eftir skamma legu á Krist- nesi í Eyjafírði. Gunnar var sonur hjónanna Jóns Þórarinssonar (1870-1943) og Helgu Kristjánsdótur (1869- 1952) . Jón og Helga voru bæði úr Suður-Þingeyjarsýslu en bjuggu lengi með stóran barnahóp í Hvammi í Dýrafirði. Gunnar var landskunnur skipa- smíðameistari á Akureyri. Meðal annars teiknaði hann og var yfír- smiður við Snæfellið EA 740, eitt stærsta tréskip sem hefur verið byggt hér á landi. Elsku amma mín er dáin, aðeins 62 ára að aldri. Þetta fínnst mér mjög erfitt að sætta mig við. Veik- indi hennar voru ekki mjög löng en þau yfirbuguðu hennar þreytta líkama á skömmum tíma. Drottinn hefur tekið hana ömmu mína heim til dýrðar sinnar, þar fær hún að dvelja hjá honum eilíflega, laus við sinn sjúkdóm, kvalir og erfíðleika sem honum fylgdu. Amma mín var mjög þakklát fyrir dætur sínar þijár, Guðrúnu, Hafdísi og Hrund, og öll barnabörn- in og minntist hún á það í tíma og ótíma. Ég á eftir að sakna sárt hennar ömmu minnar sem hringdi daglega heim, bara til að heyra reglulega í okkur og alltaf var hún jafnánægð áð heyra í börnunum sínum. Hún sagði eigingirni á börn- in sín vera ástæðu daglegra hring- inga. Þegar amma sagði börnin sín átti hún við allan hópinn. Það var ekki svo sjaldan að á jólunum þeg- Hann var tvíkvæntur. Seinni kona hans var Sólveig Kristjana Þórðardóttir (1902-1975). Börn þeirra eru: Anna Lísa (f. 1-934), húsmóðir í Suður-Afríku, gift Pétri Erlendssyni; Halldóra (f. 1936), sálfræðingur í Svíþjóð, gift Bjama Amgrímssyni lækni; Gunnar (f. 1940), kennari á Akranesi, kvænt- ur Aase Gunnarsson hjúkrunar- fræðingi og Helga (f. 1945), tón- listarkennari í Reykjavík. Fyrir hjónaband eignaðist Gunn- ar son með Ólöfu Ólafsdóttur í Reykjavík. Það er Ólafur Gunnars- son (f. 1919), málmsteypumeist- ari, lengi búsettur í Kópavogi. Bára var aðeins sex ára gömul þegar Ingibjörg móðir hennar veiktist og féll frá. Sá atburður var henni minnisstæður alla ævi og markaði að mörgu leyti viðhorf hennar á lífsleiðinni. Hún og Tryggvi bróðir hennar bundust á þessum erfiðleikatímum vináttu- böndum sem aldrei rofnuðu meðan bæði lifðu. Hér er einnig rétt að nefna ævilanga vináttu Báru við móðursystur sína, Guðrúnu Ólafíu Ásbjörnsdóttur (1898-1985), en Ólafía reyndist þeim Báru og Tryggva afar vel alla tíð. Bára flutti ung alfarin frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Þar með voru örlög hennar ráðin. í Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Bjama Þ. Vigfússyni (f. 1919), bílstjóra. Bjarni er inn- fæddur Reykvíkingur, sonur hjón- anna Vigfúsar L. Árnasonar (1891-1957) og Vilborgar Elínar Magnúsdóttur (1892-1951), sem lengi bjuggu á Bergstaðastræti 31a. Bára og Bjarni gengu í hjóna- band í Reykjavík 28. október 1944. Þau bjuggu fyrst í Mávahlíð 17 og síðan lengi í Sólheimum 47 en frá 1987 í Mávahlíð 32. Dætur þeirra em þijár. Elst er Ingibjörg (f. 1947), gift Einari Baxter, þá Vilborg (f. 1950), gift undirrituðum og yngst er Gunn- hildur (f. 1953). Alis em barna- börnin átta og langömmubömin fimm. Bára var merkileg kona fyrir margra hluta sakir. Hún vqr mynd- arleg kona, dökkhærð og bar sig vel, ljómandi vel gefín og grandvör í orðum. Dugnaði hennar og mynd- arskap var og viðbrugðið. Bára var óvenju lagin og alls kyns flókinn saumaskapur var henni leikur einn. Tónlist var henni í blóð borin. Nú seinni árin var það ein helsta af- þreying hennar að hlusta á góða tónlist, sem hún hafði mikið vit á. Hér með er komið á framfæri þakklæti til lækna og hjúkmnar- fólks á Borgarspítalanum fýrir góða umönnun við Báru. Ég kveð mikla sómakonu með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Guð blessi minningu Bám Gunnarsdóttur. Þorgils Jónasson. ar allir voru að tæta utan af pökk- unum mnnu tár niður kinnar henn- ar og var hún amma mín að tjá gleði sína yfir að vera með okkur. Ég veit að ömmu minni líður vel hjá Guði þar sem margir ástvinir hennar biðu hennar og efa ég ekki um góðar móttökur þeirra. En eins og í textanum segir: „Eitt_ sinn verða állir menn að deyja.“ Ég vil þakka ömmu minni fyrir allar þær góðu minningar sem ég á um hana og að auki stundir okkar sem við áttum saman, t.d. ferð til Danmerk- ur og síðar til Svíþjóðar. Amma mín var sterk, dugleg og góð kona og ekki vantaði þijóskuna og þannig mun ég muna hana. Ég veit að hún amma mín situr þarna uppi og fylgist með mér. Ég kveð ömmu mína með virð- ingu og þakklæti. Blessuð sé minn- ing hennar. Rakel. Þórunn M. Eyjólfs- dóttir - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.