Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
KNATTSPYRNA
Arnarog Bjarki Gunnlaugssynirtil Hollands áföstudag
Akranes og Feyenoord
náðu samkomulagi
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Morgunbiaðið/Vaiur Jónatansson
HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND
Þjóðverjar byrjaðir uppbygg-
ingu fyrir ÓL1996 í Atlanta
►bjóðvetjar eru mjög ánægðir með árangur landsliðsins í handknatt-
leik á dögunum, en þá urðu þeir sigurvegarar á aiþjóðlegu móti
- unnu Dani og Tékka. Armin Emrich stjórnaði landsliðinu, en hann
sér um liðið þar til að Amo Ehret kemur heim frá Sviss til að taka
við liðinu.
Þýska landsliðið var nær eingöngu skipað ungum leikmönnum á
mótinu og var aðeins einn gamall refur sem lék með því - mark-
vörðurinn Andreas Thiel. „Framtíðin er björt og það verður bytjað
að byggja upp nýtt landslið fyrir Ólympíuleikana í Atlanta," sagði
Emrich. Miklar líkur eru á að fyrsta stórverkefni nýliðanna í þýska
liðinu verði heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð á næsta ári og gæti því
farið svo að íslenska landsliðið iéki gegn liðinu í milliriðli.
BLAK/ BIKARKEPPNIN
HK og ÍS mætast
FOLK
■ PÉTUR Arnþórsson, miðvall-
arspilari, var útnefndur besti knatt-
spyrnumaður Fram 1992 á upp-
skeruhátíð félagsins.
■ ÓLAFUR Þórðarson, lands-
liðsmaður í knattspymu, sem lék
með Lyn í Noregi, er kominn heim
og bytjaður að æfa á fullum krafti
á Akranesi.
■ SIGURÐUR Jónsson, félagi
Ólafs, sem átti við þrálát meiðsli
stríða sl. keppnistímabil, æfir
einnig á fullum krafti - Iyftingar
til að styrkja sig.
■ EYJÓLFUR Sverrisson skor-
aði eitt mark fyrir Stuttgart, sem
vann stórsigur, 12:1, yfír Ofterd-
ingen í vináttuleik um sl. helgi.
Fritz Walter skoraði flest mörk,
eða fjögur.
■ VIKTOR Onopka, miðvaliar-
spilari Spartak Moskvu, var í gær
útnefndur knattspymumaður Rúss-
lands. Þjálfarar 1. deildarliðanna
þar í landi sáu um útnefninguna
og var Onopka í fyrsta sæti hjá
þeim öllum.
■ NAPOLÍ rak þjálfara sinn
Claudio Ranieri í gær, eftir slæmt
g'engi að undanfömu. Tveir fyrrnrn
þjálfarar félagsins em orðaðir sem
næsti þjálfari. Ottavio Bianchi,
sem þjálfaði Napolí þegar félagið
vann sinn fyrsta meistaratitil 1987
og UEFA-bikarinn 1989, og
Azeglio Vicini, sem þjálfaði
ítalska landsliðið í HM 1990.
■ LAJOS Detari, besti knatt-
spyrnumaður Ungverja, mun ekki
leika með þeim gegn Griklgum í
undankeppni HM í kvöld í Grikk-
landi. Detari meiddist í leik með
itaksla félaginu Ancona um sl.
helgi og verður keppni um tíma.
■ FORSETI ítalska knattspymu-
sambandsins hefur hvatt félög til
að lækka miðaverð vegna fjárhags-
ástandsins í landinu. Lazio, sem
fékk Tórínó í heimsókn um síðustu
helgi, tók forsetann á orðinu og
lækkaði verðið um allt að 60%.
Miðar á besta stað, sem kostuðu
um 5.000 ÍSK, vom seldir á um
3.200 krónur.
■ BIXENTE Lizarazu, bakvörð-
ur Bordeaux, og Christian
Karebeu, miðvallarspilari Nantes,
em nýliðar landsliðshópi Frakka
fyrir HM-leikinn gegn Finnum á
laugardaginn.
■ MICHEL Platini, fyrmm fyrir-
liði franska landsliðsins og síðar
þjálfari, var í gær útnefndur yfir-
maður skipulagsnefndar sem sér
um undirbúninginn fyrir heims-
meistarakeppninnar sem verður í
Frakklandi 1998.
ÍA og hollenska liðið
Feyenoord náðu í gær sam-
komulagi um félagaskipti tví-
burabræðranna, Arnars og
Bjarka Gunnlaugssona. „Það
er allt orðið klappað og klárt.
Það á aðeins eftir að skrifa
undir, sem er bara formsatriði.
Félögin hafa náð samkomulagi
og allir eru sáttir,11 sagði Gunn-
ar Sigurðsson, formaður knatt-
spyrnufélags IA. Hann vildi
ekki tjá sig frekar um samning-
inn sem ertil tveggja ára eða
fram í júlí 1994.
Gunnar sagði það mikinn létti
að samningarnir væru nú í
höfn. „Ég vona að strákunum gangi
sem allra best hjá Feyenoord og ég
veit áð þeir gera það. Þeir em
reglusamir og vita vel hvað þarf til
að ná árangri," sagði Gunnar.
Bjarki Gunnlaugsson var ánægð-
ur er Morgunblaðið ræddi við hann
í gærkvöldi. „Þetta er mjög mikill
léttir og við erum mjög ánægðir.
Þetta er búið að taka langan tíma
og biðin hefur verið frekar leiðin-
leg. Við reiknum með að fara út
til Hollands á föstudag," sagði
Bjarki.
Fyrsta verk Arnars og Bjarka
hjá Feyenoord er að horfa á stór-
leik hollensku knattspyrnunnar
milli Feyenoord og Ajax á sunnu-
Feyenoord drógst gegn rúss-
neska meistaraliðinu Spartak
Moskvu í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa, en dregði var í
Evrópukeppninni fyrir helgi.
Evrópukeppni meistaraliða
Leikið er í tveimur riðlum og leika
sigurvegaramir í riðlunum síðan til
úrslita:
1. RIÐILL: Marseille, FC Brúgge,
CSKA Moskva og Glasgow Ran-
gers.
2. RIÐILL: AC Milan, Porto, IFK
Gautaborg og PSV Eindhoven.
Evrópukeppni bikarhafa
Sparta Prag - Parma
daginn kemur. Síðan mæta þeir á
fyrstu æfínguna á mánudaginn.
„Við komum til með að búa á hóteli
fyrstu dagana en síðan fáum við
íbúð og bíl fljótlega. Okkur líst vel
á liðið og teljum að leikstíll þess
henti okkur vel. Þetta er gott félag
fyrir okkur til að byija með, hvorki
of stórt eða of lítið. En þetta verð-
ur erfitt og við þurfum örugglega
að hafa fyrir hlutunum. Við reynum
fyrst að komast inn í málið og kynn-
ast leikmönnum liðsins og það tekur
sinn tíma,“ sagði Bjarki.
- Verður ekkert vandamál fyrir
ykkur að fá atvinnuleyfi í Hollandi?
„Það gæti tekið nokkrar vikur,
en okkur hefur verið sagt að at-
vinnuleyfið ætti að vera orðið klárt
í desember. Það á ekki að vera
neitt vandamál að fá leyfið, aðeins
spurning um tíma. Það er í la'gi því
það gefur okkur tíma til að komast
inní þetta áður en við förum hugs-
anlega að spila.“
Bjarki og Arnar hafa verið við
nám í Fjölbrautarskólanum á Akra-
nesi. Á nú að leggja skólabækurnar
endanlega á hilluna? „Við getum
haldið áfram náminu og klárað
stúdentsprófið í Hollandi ef við vilj-
um. En við ætlum að sjá til með
það. Við eigum eftir tvö ár í stúd-
entsprófið og það er bara spuming
um áhugann hjá okkur að klára það
í framtíðinni," sagði Bjarki.
Feyenoord - Spartak Moskva
Olympiakos Pireus - Atlet. Madrid
Steaua Búkarest - Antwerpen eða
Admira Wacker
■Austurríska félagið hefur kært
leik sinn gegn Antwerpen, þar sem
mökin á vellinum í Antwerpen voru
of lítil. Eftir er að dæma í málinu.
UEFA-keppnin
Ajax - Kaiserslautern
Dortmund - Real Zaragossa
París St. Germain - Anderlecht
Standard Liege - Auxerre
Dinamo Moskva - Benfica
Roma - Galatasaray
Vitesse Arnheim - Real Madrid
Sigma Olmutz - Juventus
HK og'TS, efstu liðin í 1. deild
karla í blaki, drógust saman
í átta liða úrslitum bikarkeppninn-
ar, sem eiga að fara fram 20. jan-
úar. Völsungur fær KA í heimsókn
og Breki Akranesi og Umf. Snörtur
á Kópaskeri mætast, en Þróttur
Reykjavík leikur við sigurvegara
úr viðureign Sindra og Stjörnunn-
ar, sem verður um miðjan næsta
mánuð.
I átta liða úrslitum kvenna leika
Sindri - Víkingur, Völsungur - HK
og ÍS - KA, en Þróttur Neskaupstað
situr hjá.
Evrópudráttur
FJÁRMÁL
Sportkortið frá Eurocard komið á markið:
Gengur mjög vel
- segirSigurðurJónsson markaðsfulltrúi hjá Kreditkortum hf.
NÝTT alþjóðlegt Eurocard kreditkort, Sportkort, hefur nú litið
dagsins Ijós. Kortið er gefið út af Eurocard á íslandi í samvinnu
við rúmlega 30 iþróttafélög víðsvegar um landið. Sérstaða Sport-
kortsins liggur í því að með notkun þess styðja korthafar við bakið
á sínu íþróttafélagi. Gefin hafa verið út kort með merkjum 16
íþróttafélaga og er von á fleiri sérmerktum kortum innan skamms.
Sportkortið gegnir sama hlut-
verki og hefðbundið Euro-
card kreditkort og hægt er að
nota það hvar sem Eurocard ér
veitt viðtaka, bæði innanlands og
erlendis.
„Þetta gengur mjög vel. Það
er búið að panta kort fyrir þrettán
félög í viðbót við þau sextán sem
byijuðu. Félögin eru að taka við
sér eftir sumardvala og það er
greinilega hugur í mönnum. Þeir
hafa áttað sig á hve Sportkortið
getur verið góð fjáröflun,“ sagði
Sigurður Jónsson, markaðsfulltrúi
hjá Kreditkortum í samtali við
Morgunblaðið.
„Nú er mesta kortaverslun árs-
ins framundan og því fyrr sem
kortin komast í gagnið því betra
fyrir félögin. Við höfum líka bent
félögum úti á landi sérstaklega á
það að í hvert skipti sem fólk
notar kortið hér [fyrir sunnan]
rennur ákveðinn hluti peninganna
aftur til baka,“ sagði Sigurður
ennfremur.
í frétt frá Kreditkortum hf.
segir að með því að nota Sport-
kort styðji korthafar við bakið á
sínu íþróttafélagi með tvennu
móti. Annars vegar með því að
greiða ársgjald sem er hærra en
af venjulegu korti, þar sem mun-
urinn rennur óskiptur til viðkom-
andi íþróttafélags og hins vegar
með því að beina viðskiptum sín-
um til þeirra fyrirtækja sem hafa
gert samning við íþróttafélögin
um að í hvert sinn sem greitt er
með Sportkorti renni ákveðinn
hluti söluandvirðis til viðkomandi
íþróttafélags án þess að verð til
viðskiptavinarins hækki.
Í fréttinni kemur ennfremur
fram að ýmis fyrirtæki hafi ákveð-
ið að veita korthöfum ákveðinn
afslátt, allt að 15% umfram það
sem rennur beint til íþróttafélag-
anna.