Morgunblaðið - 11.02.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
21
Ástæðulaust að fara til út-
landa til að gera góð kaup
- segir Guðlaugur Bergmann, for-
svarsmaður Stórútsölumarkaðarins
Stórútsölumarkaður hefur verið opnaður n í Faxafeni 10 og er þetta
tuttugasta árið sem hann er haldinn. A markaðnum eru boðið upp
á mjög fjölbreytt vöruúrval frá sautján fyrirtækjum, og meðal þess
sem boðið er upp á er fatnaður, tónlist á hljómplötum geisladiskum
og kasettum, myndbönd, skófatnaður, raftæki, blómavörur og margt
fleira. Að sögn Guðlaugs Bergmanns, forsvarsmanns markaðarins,
hefur vöruúrvalið sjaldan verið meira og verðið aldrei hagstæðara.
„Það er svo sannarlega engin ástæða fyrir fólk að storma til út-
landa til að gera góð kaup, þvi það er einfaldlega hægt að gera þau
á þessum markaði," sagði hann.
Eins og áður og sagði er þetta
tuttugasta árið sem „Hinn eini
sanni stórútsölumarkaður" er hald-
inn, en hann bytjaði á sínum tíma
í kjallaranum á Iðnaðarhúsinu við
Hallveigarstíg. Að sögn Guðlaugs
reyndist það húsnæði þó fljótlega
vera of lítið, og var markaðurinn
þá fluttur í Húsgagnahöllina á Ár-
túnshöfða.
„Markaðurinn þarf 1000-1200
fermetra svæði til að koma vörum
frá öllum þessum fyrirtækjum
þokkalega vel fyrir. Langmest af
þessum vörum eru nýlegar og sum-
ar jafnvel alveg nýjar, en þó má
finna þarna innan um eldri vörur
sem eru á mjög niðursettu verði,
en þó fullboðlegar," sagði Guðlaug-
ur.
„Vöruúrvalið er ótrúlega mikið.
Þarna er hægt að fá fínustu herra-
föt og dragtir á konur, gallabuxur
á alla aldurshópa, kuldaúlpur, peys-
urr skyrtur og boli. Þá má fá þarna
skófatnað af öllum gerðum, svo sem
fína herra- og dömuskó, kuldaskó,
barnaskó og íþróttaskó. Þarna má
fá popptónlist, rokktónlist, sveita-
tónlist og sígilda tónlist á geisla-
diskum kassettum og hljómplötum,
og þarna eru líka seld ferðaútvarps-
tæki, sjónvarpstæki, myndbands-
tæki, símar og vekjaraklukkur,
blómvendir pottablóm, afskorin
blóm, þurrkuð blóm, skrautvörur,
skartgripir, skóflur vasaljós, stíg-
vél, húfur, vettlingar, koddar,
sængur, handklæði og efni allskon-
ar svo eitthvað sé nefnt. Af þessari
upptalningu, sem þó er aðeins hluti
af því sem fáanlegt er, má sjá að
á markaðnum er hægt að fá vörur
af ótrúlega mörgum gerðum. Við
bjóðum viðskiptavinunum upp á
ókeypis kaffi í kaffiteríu þar sem
fólk getur sest niður, en þar eru
Þorsteinn
stýrir samn-
inganefnd
ríkisins
ÞORSTEINN Geirsson ráðu-
neytisstjóri í dómsmálaráðu-
neyti er formaður nýrrar
samninganefndar ríkisins í
launamálum, sem fjármálaráð-
herra hefur skipað.
Aðrir nefndarmenn eru: Birgir
Guðjónsson, skrifstofustjóri og
fyrrverandi formaður samninga-
nefndarinnar, Guðríður Þorsteins-
son, lögfræðingur, Indriði H. Þor-
láksson skrifstofustjóri og Bragi
Guðbrandsson aðstoðarmaður fé-
lagsmálaráðherra.
Þá munu fjölmargir starfsmenn
ýmissa deilda stjómarráðsins og
ríkisstofnana vinna að samnings-
gerðinni, auk ýmissa sérfræðinga
sem til verða kallaðir eftir þörfum.
Thitancv
Heílsuvörur
nútímafólks
ýmsar aðrar veitingar jafnframt á
boðstólum. Þá er þarna sérstakt
afdrep fýrir bömin þar sem þau
geta horft á myndbönd á meðan
foreldrarnir skoða vöruúrvalið."
17 fyrirtæki
Fyrirtækin sem selja vörur sínar
á stórútsölumarkaðnum eru Karna-
bær, Steinar músík og myndir,
Sonja, Stúdíó, Kókó og Kjallarinn,
Skóhúsið, Nína, Pósedon, Hjá Kára,
Blómalist, Sjónvarpsmiðstöðin,
Hummel, Barnafatalagerinn,
Skæði, Fínar línur, Hlauptu og
kauptu og Gullregn. Markaðurinn
stendur til 28. febrúar og er hann
opinn mánudaga til föstudaga kl.
13-19, laugardaga kl. 11-17 og
sunnudaga frá kl. 13-17.
Markaðurinn
Á stórútsölumarkaðnum í Faxafeni 10 sem nú er haldinn í tuttug-
asta sinn er hægt að fá fjölbreytt vörurúrval frá sautján fyrirtækj-
um. Að sögn Guðlaug Bergmanns forsvarsmanns markaðarins hefur
verðið aldrei verið hagstæðara, og óþarfi fyrir fólk að leita til út-
landa til að gera góð kaup.
; ■■ .
3ja vikna
ferð
25. feb.
-18. mars.
Örfá sæti með
10.000 kr.
afslætti.
Sólartilboð
til
Kanaríeyja
Yfir 100 íslendingar hafa að
staðaldri notið frábærrar dvaiar
í Sólarmiðstöð Úrvals-Útsýnar á
Kanaríeyjum frá því fyrir jól.
Fyrsta flokks aðbúnaður, glaðværð
og frábær fararstjórn.
Vegna mikilla vinsælda
Sólarmiðstöðvarinnar hafa færri
komist þar að en vildu í febrúar.
Samstarfsaðilar okkar ytra hafa
gefið okkur grænt ljós að bóka í
nokkrar viðbótaríbúðir í þriggja
vikna ferð 25. feb.-18. mars.
10.000 kr. afsláttur í tvíbýli!
Aðeins fá sæti laus.
yikÚRVALÚTSÝN
/ Mjódd: stmi 699 300; viö Austurvðll: simi 2 69 00
í Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og bjá umboðsmöntium um land allt
Eldri
borgarar.
Aðeins
5 sæti eftir í
tilboðsferðina
25. febrúar.