Morgunblaðið - 11.02.1993, Page 37

Morgunblaðið - 11.02.1993, Page 37
hinstu stundar. Sýndi okkur sem eftir lifum dáð, og verðskuldar ófyr- irgengilegan minnisvarða. Þökk sé þér frænka. Af hjartans rótum votta ég móð- ur og nánum ættingjum hinnar látnu djúpa samúð og virðingu. Aldin móðir mín, Hlíf Matthíasdótt- ir, tekur heilshugar undjr þessi orð. Matthías Ólafsson. (Hassi.) Hún Védís mín er dáin, hún dó langt fyrir aldur fram, aðeins 27 ára. Af henni var mikils að vænta. Hún var óvenju gáfuð og góð stúlka, vel af Guði gerð til sálar og líkama. Hún var fjölhæfur listamaður á mörgum sviðum. Að henni er mikill missir og mestur okkur sem næst henni stóðum. Kærleikurinn til ná- ungans var einn ríkasti þátturinnn í fari hennar, ekki síst til þeirra sem áttu eitthvað erfitt og máttu sín lít- ils í þjóðfélaginu. Hún lét ást sína og kærleika í ljós. Hún sagði oft við mig: „Ég elska þig afi minn.“ Þetta vakti mig til umhugsunar um hve oft ég hefði sagt þessi orð við þá sem ég unni mest, kannski aldrei. Við hjónin höfðum Védísi hjá I okkur sem kornabarn meðan for- eldrar hennar voru við nám í Rúss- landi, það var góður tími. Kristján | Linnet, afi bama minna, ræddi einu sinni við Hlíf, dóttur mína, þá barn að aldri. Hann útskýrði fyrir henni | dauðann og lífið handan þessa lífs á þessa leið: „Fyrir innan hlið heims- ins sér maður fagra liti og heyrir dásamlega tónlist." Megi svo vera, því hvorttveggja mat Védís mikils. Sem ég skrifa þessar línur lít ég út um gluggann minn og sé að snjór- inn breiðir nú hvít líkklæði sín yfir svarta moldina. Hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Afi - Svavar Ólafsson. Það er ótrúlegt hvað dauðinn er fjarri okkur sem erum hraust og í fullu ijöri, jafnvel þótt dauðinn sé það eina sem við vitum með vissu ' að bíður okkar, eins og einhver vitr- ingur sagði. Og enda þótt við horf- um upp á jafn glæsilega og kraft- ' mikla konu og Védísi Leifsdóttur visna fyrir augum okkar af völdum sjúkdóms, sem enn er ólæknandi, I þá kemur dauði hennar okkur að óvörum, þrátt fyrir að við höfum vitað að við honum hefur mátt bú- ast næstum hvenær sem er í tæp tvö ár. En Védís er á þessum tíma búin að leika nokkrum sinnum á dauðann og því von að hún hafi platað okkur, dauðlega vini sína, með sinni hressilegu framkomu. Maður taldi sér trú um að hún stigi upp úr þessari síðustu sjúkrahúslegu eins og hinum. Védís gerði svo sannarlega ekki mikið úr sínum veikindum, þótt hún væri aðspurð fús til að segja manni allt um tæknilegar og læknisfræði- legar hliðar hans. Hins vegar sagð- í ist hún alltaf hafa það gott, jafnvel undir það síðasta þegar maður vissi að svo gat ekki verið. Hún sneri líka | spurningum um eigin líðan upp á spyijandann; fékk mann til að tala um ýmsa daglega hluti sem manni | fundust svo sáraómerkilegir, sam- anborið við hennar dapurlega hlut- skipti, að maður hálf skammaðist sín fyrir að vera að tala um þá. Ég kynntist Védísi þegar hún og Dögg vinkona hennar tóku að sér að skiptast á um að gæta Laufeyjar dóttur minnar þau kvöld sem ég sat við prófarkalestur á Þjóðviljanum. Þetta samband hófst árið 1979, þegar Dögg og Védís voru að ljúka námi í Austurbæjarskólanum, og Védís hélt áfram barnfóstrustarfinu þar til hún hélt út í heim árið 1983. Sú ferð hófst í Færeyjum og þangað heimsóttum við Laufey hana um sumarið. Ég hef grun um að Védís hafi ) ekki verið ströng barnfóstra, enda týndi hún aldrei barninu í sjálfri sér, og samband hennar og Laufeyj- ) ar varð mjög fljótt líkara vinkvenna- sambandi, enda þótt níu ár skildu þær að. Það fuku t.d. þó nokkrar I ofbrenndar brauðsneiðar, sem höfðu gleymst í brauðristinni vegna anna þeirra tveggja, út um gluggann á Eiríksgötunni, úr hendi Védísar, og það þótti dóttur minni skemmtileg MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 37 afgreiðsla á óætri matvöru. Og ekki skemmdi fyrir að þessi meðferð á ofristuðu brauðsneiðunum var þeirra leyndarmál. Védís var hugsjónamanneskja og ekki sízt í mannlegum samskiptum. Hún vildi trúa því að eitthvað gott væri í öllum manneskjum, hvemig svo sem þær komu fyrir eða hvaða álit aðrir hugsanlega hefðu á þeim. Hún var mjög ræktarsöm við vini sína, og enda þótt hún kæmi sjaldan heim til íslands eftir að hún hélt á vit ævintýra árið 1983, til Noregs, Danmerkur, suður um Evrópu og settist svo að á Spáni, lét hún ekki hjá líða að koma þá í heimsókn til sem flestra af sínum fjölmörgu gömlu vinum og hafa samband við hina símleiðis sem hún komst ekki yfir að hitta einhvem veginn. Og ekki má gleyma bréfunum og kort- unum sem hún sendi frá útlöndun- um heim til vina sinna meðal þessar- ar pennalötustu þjóðar í heimi. En þar bjargaði dóttir mín heiðri mín- um, enda fór svo að Védís hætti að stíla bréfin til mín og sendi þau til Laufeyjar, með kveðjum og skila- boðum til móðurmyndarinnar. Já, þar er dapurlegt að sjá slíkan glæsileik og svo sterkan lífskraft visna, og auðvitað ekki hægt að setja sig í spor hins sýkta, en auk þess var líka á Védísi lagt að missa sjónina í fyrrasumar. Hún sýndi ótrúlegan styrk og sjálfsbjargarvið- leitni þrátt fyrir það; lærði að nota hvíta stafinn og gekk meira að segja nokkmm sinnum frá heimili sínu á Hverfísgötunni til lyfjagjafar á Landspítalanum. En vegna blind- unnar var það ekki margvíslegt sem Védís gat gert sér til dægrastytting- ar þegar líkamlegu kraftamir vom litlir orðnir undir það síðasta. Hún hlustaði reyndar á leikrit og sögur á kassettum frá Blindravinafélaginu og ekki má gleyma dálæti hennar á Marianne Faithful. Hún byijaði fyrst að hlusta á hana við bamapíu- störfin heima hjá mér og ég veit ekki hvað oft Laufey var búin að endumýja kassettumar með Mar- ianne fyrir Védísi, en síðasta end- umýjunin fór fram í desember og janúar síðastliðnum. Védís virkaði oft mjög opinská í orði og verki, en mér fannst hún lokuð þegar nálægt hennar eigin kjama var komið. Hún var mjög sterk, eins og þeir kynntust sem sáu hana horfast í augu við dauðann og sterkar manneskjur finna ekki auðveldlega aðrar sér sterkari sem þeim fínnst þær geti lagt á eigin áhyggjur, og hvað þá sorgir. Eins hafði ég alltaf á tilfmningunni að Védís væri að hlífa manni með því að segjast hafa það gott hvernig sem á stóð. Nú þarf hún ekki að axla þá byrði lengur ofan á þau veikindi sem hún gekk í gegnum, en ég hef margs að spyija hana ef ég hitti hana á öðru tilverustigi, margs sem ég beið of lengi með á þessu, til dæmis í sambandi við ljóð- in hennar sem hún gaf okkur á Öldugrandanum í jólagjöf. En nú er Védís búin að fá hvíld frá jarðleg- um meinum, hún sofnaði aðfaranótt föstudagsins 29. janúar, og verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 13.30. Ég sendi að lokum innilegar sam- úðarkveðjur til Egils bróður Védís- ar, Guðrúnar Svövu mömmu henn- ar, fósturföðurins Þorsteins frá Hamri, til Leifs Jóelssonar pabba hennar, ömmu hennar og afa, frændfólksins Kidda og Hlínar, til annarra náinna ættingja og.vina, og til Stebba vinar míns og sambýl- ismanns Védísar, það hefðu ekki margir leyst þitt starf af hendi Stebbi minn, af eins fúsum og fijáls- um vilja. Andrea Jónsdóttir. Elsku Védís. Allt er hverfult, en sumt svo hverfult að eigi varir nema stutta stund. Allt sem þú sáðir mun síðar uppskorið, baráttan er búin en ekki töpuð. Þú ert komin og farin en munt aldrei að eilífu hverfa. Líttu í huga minn því þar muntu ávallt verða. í þína minningu hendi ég brenndu ristabrauði út um glugg- ann og brosi við birtunni sem lífíð í rauninni er. Takk fyrir allt. Laufey. Ólafur Ármann Sig- valdason — Kveðja Ólafur Sigvaldason andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 1. febrúar sl. eftir stutta legu. Síðdegis sunnudaginn 10. janúar bárust okkur þau sorgartíðindi að Ólafur hefði veikst skyndilega á heimili sínu og lægi nú þungt hald- inn á spítala. Þessi harmafregn snart okkur hjónin að innstu hjarta- rótum eins og um nákominn ætt- ingja væri að ræða. Manni verður á að spyrja hvernig getur svona gerst? Maður á besta aldri, á allan hátt vel á sig kominn. Hlýtur hann ekki að hafa verið kallaður „meira að starfa guðs um geim“. Ólfur fæddist 18. maí 1931 í byijun heimskreppunnar miklu. Foreldrar hans voru Sigvaldi Guð- mundsson húsasmíðameistari og kona hans Guðmunda Sveinbjörns- dóttir. Ólst hann upp á myndarlegu menningarheimili ásamt 5 systrum. Að loknu stúdentsprófi úr stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykja- vík lærði hann viðskiptafræði í Háskóla íslands. Þaðan lá leiðin á Skattstofu Reykjavíkur þar sem hann starfaði að ábyrgðarmiklum verkefnum til æviloka. Fyrir 18 árum vorum við hjónin og fjölskylda okkar svo lánsöm að kynnast Ólafí og leiddu þau kynni til varanlegrar vináttu sem auðgaði líf okkar allra á margan hátt. Okk- ur varð fljótt ljóst að við höfðum kynnst einstökum manni og óvenju- lega fjölhæfum. En fyrst og fremst var hann góður maður sem þótti vænt um annað fólk og var ávallt reiðubúinn að sýna það í verki. Þeir voru margir sem leituðu ráða hjá Ólafí um skattamál, en á því sviði var hann sérfræðingur. Það hefur löngum verið sagt að fólk kynnist best á ferðalögum. Sumarið 1978 er okkur hjónum í fersku minni, en þá fórum við ásamt Ólafi hringferð um landið. Fyrsta bækistöð okkar var Mývatnssveit. Næsta dag var farið í jeppa upp á Mývatnsöræfí ásamt syni okkar og sonarsyni. En enginn af okkur hafði áður komið á þessar slóðir. Veður- guðimir voru okkur sérstaklega hliðhollir og þarf því ekki að hafa mörg orð um dásemdir lífsins inn á hálendi íslands á þeim tíma árs er þar ríkir „nóttlaus voraldar ver- öld“. Áframhald ferðarinnar varð síðan jafnvel lukkað og upphafið. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér en þann sem nú er kvadd- ur. Hann var allt í senn fróður, lip- ur og tillitssamur. Oft fórum við síðan þessa ferð aftur saman í hug- anum einum og var ánægjan alltaf jafn mikil, svo góðar voru minning- arnar. Eitt af mörgum áhugamálum Ólafs voru smíðar. Á þeim vett- vangi var hann mikill hagleiksmað- ur og ótrúlega ráðagóður. Ólafur lærði húsasmíði hjá föður sínum, en allt frá unglingsárum vann hann með honum í sumarleyfum og alla tíð síðan hafði Ólafur mikla ánægju af smíðum og bar handbragðið þess vitni að hann hafði haft frábæran kennara í byggingarlistinni. Ekki skildi hann svo við verk að hann gengi ekki úr skugga um að það væri gallalaust og mætti ei betur fara. Það var alltaf gaman þegar Ólaf- ur kom í heimsókn. Þá hófust gjarn- an umræður um hin ólíklegustu efni og leyndi sér ekki hversu fjöl- fróður hann var. Ólafur var líka stálminnugur. Hann sagði frá löngu liðnum atburðum sem voru honum í jafn fersku minni og þeir hefðu gerst í gær. Oft barst talið að trú- málum og var hann sannfærður um að líf væri eftir þetta líf og að þar biði hans framtíðarhöllin. Ólafur skildi eftir sig margar ljúf- ar minningar sem um ókomin ár munu ylja okkur um hjartarætur. Þær eru eins og ljósgeisli sem lýsir fram á veginn lifendum eftir að leiðarljósi. Fjölskyldu Ólafs vottum við okk- ar dýpstu samúð. Ólafur H. Bjarnason. 1. febrúar lést á Borgarspítalan- um móðurbróðir minn, Ólafur Ár- mann Sigvaldason. Ólafur, eða Óli, eins og hann var jafnan kallaður, fæddist í Reykjavík 18. maí 1931 og var því rétt liðlega sextugur, er kallið kom. Foreldrar Ólafs voru Guðmunda M. Sveinbjörnsdóttir frá Dísukoti í Þykkvabæ (fædd á Grímsstöðum í V-Landeyjum) og Sigvaldi Ó. Guð- mundsson frá Ásbúð í Hafnarfirði. Sigvaldi, faðir hans, stundaði sjó- mennsku frá ungum aldri, en nam síðar húsasmíði og starfaði sem húsasmíðameistari upp frá því. Sig- valda og Guðmundu varð sjö barna auðið, en sex komust á legg, fimm systur, Birna, Kristbjörg, Hrefna, Sigrún og Aðalheiður, og einkason- urinn Ólafur. Var Óli fjórði í röð systkinanna. Óli fékk í vöggugjöf ríka tónlist- argáfu. Fjögurra ára gamall gat hann spilað lög eftir eyranu á org- el, en varð þá líka að fá stóru syst- ur til að sitja undir sér og stíga orgelið. Því miður ræktaði hann þessa hæfileika ekki með sér sem skyldi. Þótt Óli yrði ekki gamall maður, mátti hann sannarlega muna tímana tvenna. Á fjórða áratugnum rúmaðist Reykjavík innan Hring- brautar að mestu leyti. Þá var víða stundaður búskapur, þar sem nú eru löngu komin skipulögð borgar- hverfi. Þegar Óli var að vaxa úr grasi, var kúabúskapur í Eskihlíð. Öli fór snemma að draga björg í bú. Sex ára gamall gerðist hann vinnumaður hjá Geir í Hlíð. Hélt Óli síðan tryggð við Geir og fjöl- skyldu hans. Síðar starfaði Óli öll sumur, með- an á skólanámi stóð, hjá föður sín- um í byggingarvinnu. Jafnframt því að ljúka námi við Menntaskólann í Reykjavík varð Ólafur fullnuma tré- smiður. Voru smíðarnar honum hugleiknar, þótt aðalstarfíð yrði annað. Óli nam viðskiptafræði við Há- skóla íslands og réðst til starfa á Skattstofu Reykjavíkur að námi loknu. Starfaði hann þar, meðan honum entist aldur. Óli var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Hall- dórs heitins Sigfússonar, skatt- stjóra, og var gjarnan hafður með í ráðum við samningu laga og reglu- gerða. Hjálpsemi, nægjusemi og heiðar- leiki voru þeir eðliskostir, sem öðru fremur einkenndu Óla. Ekki var heldur laust við að hann væri vana- fastur. Barngóður var hann í meira lagi, þótt hann eignaðist engin sjálf- ur. Hann var stístarfandi, ef ekki á Skattstofunni, þá að hjálpa fólki úti í bæ. Helsta frístundagamanið var tónlistin. Óli fór gjaman á sin- fóníutónleika, en líka ýmsa aðra tónleika. Þegar Óli fluttist tveggja vikna gamall í Eskihlíð D, var heims- kreppan að læsa klóm sínum um íslenskt efnahagslíf. Eins og svo margir aðrir af sömu kynslóð, bar hann æ síðan merki þeirrar reynslu að upplifa á viðkvæmasta mótunar- _ skeiði þann skort, sem alþýðuheim- ilin máttu búa við á þeim tíma. Hann vildi geyma alla skapaða hluti, því allt gat þetta komið að gagni síðar, ef harðnaði á dalnum. Einkum var honum illa við að fleygja timbri. Óli bjó alla tíð í foreldrahúsum, fyrst í Éskihlíð D, í húsi, sem faðir hans byggði, en frá 1939 á Snorra- braut 69. í Eskihlíðinni bjuggu í sama húsi Dagfinnur, móðurbróðir Ólafs, og íjölskylda hans. Hafa alla tíð síðan verið sterk tengsl milli þessara tveggja fjölskyldna, enda fluttu báðar í Norðurmýrina úr Eskihlíðinni, og voru því áfram nágrannar. Segja má, að meðal afkomenda þessara innflytjenda úr Þykkvabænum hafí stórfjölskyldan lifað góðu lífi til þessa dags. Óli var maður ættrækinn og hélt líka ailtaf góðum tengslum við frændfólk sitt í föðurætt. Hann var einstaklega hjálpsamur maður, og náði sú hjálp- semi langt út fyrir fjölskylduböndin. Eftir lát foreldra sinna héldu Ól: og Hrefna heimili saman á Snorra- brautinni. Það er alltaf sárt að horfa á eft- ir ástvinum sínum hverfa yfir móð- una miklu, sérstaklega þegar kallið kemur, meðan fólk er í fullu fjöri. Það er huggun harmi gegn, að Óli var vel undir þetta ferðalag búinn. Er ekki laust við, að á stundum hafí svo virst, sem hann hlakkaði til ferðarinnar, svo fullviss var hann þess, að hinum megin biðu endur- fundir við gengna vini og vanda- menn. Sigvaldi Ásgeirsson. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengda- sonur og bróðir, FINNBOGIG. KJELD, Sogabletti 2 v/Sogaveg, lést að kvöldi 8. febrúar. Anna Jóna Þórðardóttir, Ragnhildur F. Kjeld, Jónas Ragnar Helgason, Jóna Guðrun F. Kjeld, Haraldur Tryggvason, Þóra Elísabet F. Kjeld, Þórður F. Kjeld, Jens Einar F. Kjeld, Jóhanna F. Kjeld, Gunnar Guttormur F. Kjeld, Jóna G. Kjeld, Ragnhildur Einarsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, ÁGÚSTSPÁLSSONAR skipasmiðs. Elín M. Pétursdóttir, Gunnþórunn Oddsdóttir, Stella Sigurleifsdóttir, Jón Pálsson, Loftur Pálsson, Rannveig Pálsdóttir, Olga Pálsdóttir, Páll Þ. Pálsson, Pétur Þór Ágústsson, PállS. Jónsson, Pétur Guðfinnsson, Héðinn Sveinsson, Sólrún M. Gunnarsdóttir, Róbert Dúason, Konráð Óskarsson, Dagný Heiðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.