Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
Vilhjálmur G.
Bjarnason á Lauf-
skálum — Minning
Fæddur 2. júlí 1900
Dáinn 4. febrúar 1993
í dag kveð ég minn elskulega
tengdaföður, Vilhjálm G. Bjamason,
fv. forstjóra, Laufskáium, Álfheim-
um 35, sem andaðist á Landspítalan-
um 4. febrúar sl. Andlát Vilhjálms
kom engum á óvart því hann var
orðinn aldraður maður og heilsan
tæp. Hann vissi að hverju stefndi og
virtist deyja sáttur við allt og alla.
f Margs er að minnast þegar svo
mikill heiðursmaður er fallinn frá.
Vilhjálmur fæddist 2. júlí árið 1900
að Sauðhúsnesi í Álftaveri í V-
Skaftafellssýslu. Hann var sonur
hjónanna Bjama Pálssonar og Ragn-
hildar Brynjólfsdóttur, en þeim varð
fjögurra bama auðið. Elst var Pál-
ína, þá Magnús, síðan Vilhjálmur og
yngstur var Páll, en öll eru þau látin.
Vilhjálmur talaði með mikilli hlýju
um æskustöðvar sínar og var stoltur
af að vera Skaftfellingur. Ungur
byijaði hann að vinna eins og tíðkað-
ist á þessum tíma því að fátæktin
var mikil. Sú lífsreynsla sem hann
lenti í mjög ungur var honum minnis-
stæð, er hann sem smaladrengur var
. sendur til að reka fé af fjalli, en það
fjall var Katla. Þar sem hann var
staddur á fjallinu byijaði Katla að
gjósa og átti hann og hestur hans
fótum íjör að launa og sá hann þar
mikið af fénu verða hraunstraumnum
að bráð. Það er enginn vafi að Guð
hefur vakað yfir honum í þessari för
og ætlað honum lengri lífdaga, eins
og raun varð á.
Vilhjálmur fluttist til Reykjavíkur
árið 1922 og hóf þá nám í trésmíði,
en það nægði honum ekki því einnig
lærði hann húsasmíði og líkkistu-
• smíði og vann hann eftir nám við
smíðar í nokkur ár. Árið 1930 stofn-
aði hann Kassagerð Reykjavíkur
ásamt öðrum. í byijun var fyrirtæk-
ið undir berum himni og kassamir
smíðaðir með handafli einu saman,
því tækninni var ekki fyrir að fara
í þá daga.
Leiðir þeirra skildu eftir tæplega
28 ára samstarf, var þá fýrirtækið
komið í eigið húsnæði á Skúlagötu
26. Skiptu þeir fyrirtækinu þannig
að Vilhjálmur fékk húsnæðið og vann
síðan sjálfstætt að eigin atvinnu-
rekstri.
í einkalífinu var hann lánsamur.
Hann giftist árið 1933 eftirlifandi
eiginkonu sinni Elínu Kristjánsdóttur
frá Patreksfirði og varð þeim fjög-
urra bama auðið sem öll em á lífi.
Elstur er Hiimar, maki Kristín Hall-
grímsdóttir, þá Valdís, maki Tiyggvi
Hannesson, síðan Kristbjörg, maki
Hallgrímur H. Einarsson, og yngstur
Bjami, maki Björg E. Guðmunds-
dóttir, og eru bamaböm og bama-
barnaböm orðin mörg.
Árið 1939 byggðu ungu hjónin sér
glæsilegt hús að Laufskálum, sem
nú er Álfheimar 35, og urðu margir
vinir þeirra undrandi á því hversu
langt upp í sveit þau vildu búa, en
samgöngur vom oft erfiðar á þeim
tíma. Heimili þeirra var til fyrir-
myndar í alla staði, hvar sem á var
litið var snyrtimennskan allsráðandi
og vom þau hjón miklir höfðingjar
* heim að sækja.
Ég var þess láns aðnjótandi að
kynnast Vilhjálmi og Elínu þegar
yngri sonur þeirra, nú eiginmaður
minn, kynnti mig fyrir þeim fyrir
rúmlega 25 ámm. Man ég enn þann
kvíða sem b’ærðist innra með mér,
17 ára stúlkunni, þegar ég hitti þau
hjón í fyrsta skipti, Vilhjálmur þá
orðinn 67 ára en Elín 55 ára. Ég var
alin þannig upp að bera mikla virð-
ingu fyrir eldra fólki, en kvíði minn
var óþarfur því yndislegri hjón var
ekki hægt að hugsa sér. Var mér
tekið opnum örmum eins og ég hefði
alltaf verið ein af fjölskyldunni.
Vilhjálmur var sannkallaður höfð-
ingi í orðsins fyllstu merkingu. Hann
var mikið glæsimenni, hár og spengi-
legur, og hvar sem hann kom var
ávallt tekið eftir honum sökum glæsi-
leika. Þeir sem umgengust hann,
dáðu hann og virtu, og bára mikla
virðingu fyrir honum. Hann var
hreinskilinn og óhræddur við að segja
skoðanir sínar á mönnum og málefn-
um, en móðgaði þó engan.
Vilhjálmur var manna skemmti-
legastur þar sem gleðskapur var og
naut þess að lyfta glasi í góðra vina
hópi, en alltaf var það í hófi. Einnig
hafði hann gaman af söng og var
sögumaður góður. Var gaman að
hlusta á hann segja skondnar sögur
af sér, vinum og kunningjum, því
að þeir vom margir í gegnum tíðina.
Vilhjálmur og Elín höfðu mörg
sameiginleg áhugamál, m.a. upp-
byggingu Langholtskirkju. Vilhjálm-
ur var einn af frumkvöðlum safnað-
arins og formaður byggingarnefndar
í mörg ár. Var áhugi hans mjög
mikill sérstaklega vegna byggingar
nýju kirkjunnar og vann hann þar
fómfúst og óeigingjamt starf. Ekki
má gleyma garðinum við Laufskála
sem hann og kona hans höfðu unnið
við af mikilli eljusemi, en þau vom
mjög samhent um að gera garðinn
sem glæsilegastan og uppskám laun
erfíðis síns, því að árið 1957 var
garðurinn verðlaunaður af Fegmnar-
félagi Reykjavíkur, og var hann einn
af fallegri görðum í Reykjavík, þang-
að til heilsubrests fór að gæta hjá
þeim hjónum hin síðari ár.
Til Vilhjálms var alltaf hægt að
leita í erfíðleikum og leysti hann öll
mál af mikilli kostgæfni. Bömum,
tengdabömum og bamabömum
reyndist hann góður félagi. Er hans
sárt saknað, en minningin lifír áfram
um allar þær góðu stundir er við
áttum saman.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Elsku Elín mín, sem nú liggur á
langlegudeild Landakotsspítala, þinn
söknuður er mikill. Ég bið góðan Guð
að gefa þér styrk.
Björg E. Guðmundsdóttir.
Okkur systur langar til að setja
hér fáeinar línur á blað til að minn-
ast afa okkar Vilhjálms Bjarnasonar,
fyrrverandi forstjóra Kassagerðar
Reykjavíkur, sem andaðist í Land-
spítalanum fímmtudaginn 4. febrúar
síðastliðinn.
Afí fæddist á aldamótaárinu og
hefði því orðið 93 ára í sumar hefði
hann lifað. Hann var fæddur og upp-
alinn í Álftaveri í Vestur-Skaftafells-
sýslu, fæddur á bænum Sauðhúsnesi
og ólst upp á Heijólfsstöðum. Hann
var alltaf mikill Skaftfellingur í sér
og hélt tryggð við sína heimabyggð.
Ungur fluttist hann þó til Reykjavík-
ur til þess að læra trésmíði.
Þegar afí var rúmlega þrítugur
kynntist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Elínu Kristjánsdóttur, en sjúk-
dómar ellinnar hafa sett mark sitt á
líf þeirra beggja síðustu ár. Amma,
sem er einum tólf ámm yngri en
afí, dvelur nú á öldmnardeild Landa-
kotsspítala, við slæma heilsu.
Það má segja að þeim hjónum
hafí famast vel og þau aldrei liðið
neinn skort. Það var ávallt gott að
koma og heilsa upp á þau á Laufskál-
um og nokkur okkar bamabamanna
áttum þess kost að búa aðeins
steinsnar frá þeim í Álfheimunum í
æsku.
Afí hafði mikið dálæti á garðyrkju
og garðurinn umhverfis Laufskála
vakti alltaf eftirtekt fyrir einstakan
glæsileika. Þrátt fyrir að aldurinn
færðist yfír og veikindi var garðurinn
alltaf ofarlega í huga afa. Þau vom
einnig ófá skiptin sem eitthvert okk-
ar bamabamanna kom í heimsókn
og spurði eftir afa og þá var viðkvæð-
ið „hann er úti í skúr“, en í bílskúm-
um hafði afi komið sér upp allfull-
komnu smíðaverkstæði og þar gat
hann verið löngum stundum. Afí var
einstaklega em og gat ekið bílnum
sínum allt þar til fyrir um sex ámm.
Maður gat ekki annað en dáðst að
því að sjá hann hátt í nírætt akandi
um götur borgarinnar á R-1530.
Afí var einn þeirra sem slapp
naumlega undan KÖtluhlaúpinu þeg-
ar Katla byijaði að gjósa árið 1918.
Þá var afi 18 ára og við smala-
mennsku. Hann þreyttist sjaldan á
að segja okkur ungviðipu frá þessari
upplifun, enda mátti litlu muna að
Katla gamla næði að hremma ungu
smalana, sem flýðu á hestum með
vatnsflauminn á hælunum. En það
áttu eftir að líða tæp sjötíu og fimm
ár þar til afí gengi á vit örlaga sinna.
Hugsun hans var skýr fram á síð-
asta dag. Til marks um það tók hann
sjálfur þá ákvörðun að gangast ekki
undir þá aðgerð sem læknar ráðlögðu
til að reyna að bjarga lífi hans, sem
um leið hefði þýtt örkuml fyrir afa.
Hann sagði nei, og nú kveðjum við
hann.
Elín Hirst og Þóra Hirst.
í suðausturhomi Mýrdalssands
má fínna sérstætt byggðarlag, Álfta-
ver. Það kúrir þar sem lítil vin á
ævafomu uppgrónu hrauni með mý-
rasundum í milli, nú að mestu þurrk-
uð ræktarlönd.
Að austan markast Verið af Kúða-
fljóti er líður þar hægt og hljóðlega
til sjávar, eitt mesta og torfærasta
jökulvatn landsins, þar sem sand-
bleytan ógnar við hvert fótmál hveij-
um ókunnugum og óvarkámm
manni. Sunnan byggðarinnar svellur
Atlantshafíð óheft og löðrungar
sandströndina án afláts. Vestan og
norðan Álftavers em svartar óra-
breiður Mýrdalssands, er leitast sí-
fellt við að afmá hveija hraunnibbu
eða -drang, sem enn vemda byggð-
ina.
En að baki svartrar auðnar gefur
stórkostlega fjallasýn til norðurs, þar
sem fannbreiður Mýrdalsjökuls liggja
á heiðum sem risaskjöldur og hylja
hæstu fjöll og djúpa dali. Þar undir
leynist svo óvætturin Katla, sem um
aldir hefur hrellt og ógnað þessu ein-
ángraða byggðarlagi með umbrotum
elds og ísa og hamföram jökul-
hlaupa, fært skógalendur í kaf og
lagt byggðir í auðn, uns núverandi
Álftaversbyggð er ein eftir.
Þar átti Vilhjálmur Guðjón Bjama-
son sín bemsku- og unglingsár,
fæddur í Sauðhúsnesi (sem fór í eyði
eftir síðasta Kötlugos), flutti svo með
foreldram sínum, Ragnhildi Brynj-
ólfsdóttur og Bjarna Pálssyni, að
Heijólfsstöðum, er hann var 7 ára.
Þaðan lá leið þeirra svo til Víkur
eftir Kötlugosið 1918. Rösklega tví-
tugur hélt Vilhjálmur svo til Vest-
mannaeyja og dvaldi þar í tvö ár,
en flutti svo til Reykjavíkur. Þar nam
hann „snikkaraiðn" hjá Eyvindi
Ámasyni, líkkistusmið. Sú iðngrein,
trésmíði, varð síðan aðalstarfsvett-
vangur hans, einkum við húsasmíði.
En árið 1932 stofnaði hann Kassa-
gerð Reykjavíkur í félagi við Kristján
Jóh. Kristjánsson og veittu þeir henni
forstöðu í tæp 30 ár við mikinn orðst-
ír. Þá og síðar átti Vilhjálmur þátt
í starfí og stofnun ýmissa annarra
iðnfyrirtækja og víða gætti áhrifa
hans og atorku til fmmkvæðis og
framfara.
Vilhjálmur Bjarnason var gæfu-
smiður. Með vandaðri og glæsilegri
konu sinni, Elínu Kristjánsdóttur frá
Patreksfírði, eignaðist hann fjögur
mannvænleg og vel gerð böm: Hilm-
ar 1934, Valdísi 1938, Kristbjörgu
1945 og Bjarna 1951.
Þau Elín og Vilhjálmur reistu sér
fyrir stríð fagurt býli inn við Lang-
holt, efst í Laugardalnum. Þar var
gróðursælt og friðsælt, þá fjarri þétt-
býli borgarinnar. í því landnámi fór
fljótt að gæta smekkvísi og hag-
kvæmni þessara samhentu myndar-
hjóna; fagurt og vel gert íbúðarhúsið
varð brátt umlukið fjölþættum tijá-
og blómagróðri. Býlið hlaut með
réttu heitið Laufskálar. Það nafn
sótti Vilhjálmur til bemskuslóða
sinna, en sagnir em um Laufskála-
og Dynskógahverfí fyrir ofan núver-
andi byggð í Álftaveri. Þar skammt
frá þjóðveginum upp að Skaftárt-
ungu er hraunnýpa eða -kambur, er
ber heitið Laufskálavarða og gnæfír
upp úr sandinum. Þar og í grennd
em litlar gijótvörður, hundmðum
saman, en slíka vörðu ber hveijum
að hlaða, er hann fer þar fyrsta sinni.
Við býli sitt, Laufskála við Álf-
heima 35, hafa þessi elskulegu hjón
af elju reist sér gróðursælan minnis-
varða, sönnun fyrir fegurðarsmekk
þeirra og trú á framtíð íslands.
En eftir stríð, þegar byggð var svo
skipulögð og hafín um Voga og
Heima, þá reyndist teikniborðsmönn-
um ekki kleift að virða og varðveita
þessa skógar- og blómavin, en drógu
strik um þveran garð og mddu burt
stómm hluta tijá- og blómalundar
þeirra hjóna, svo að komið yrði þar
fyrir steinkumbalda og malargötu.
Það vom hjónunum þungbærar
stundir, en þau gáfust eigi upp,
skipulögðu á ný lóð sína, sem eftir
var skilin, og héldu ræktuninni
áfram.
Þótt við Vilhjálmur væmm sýsl-
ungar hófust kynni okkar fyrst með
stofnun og starfí Langholtssafnaðar
í Reykjavík árið 1952. Við lentum
þar saman í fyrstu safnaðarstjóm
og hennar biðu mörg torleyst vanda-
mál, eigi síst sakir húsnæðisleysis
fyrir kirkjulegt starf. Þegar af bygg-
ingarmálum kom og lóð var fengin
var Vilhjálmur þegar valinn til for-
mennsku byggingamefndar og æ
síðan. FVrst var ákveðin bygging
safnaðarheimilisins, sem húsameist-
ari, Hörður Bjamason, valdi að hafa
í gömlum íslenskum stíl, þótt úr
steinsteypu væri. Þakið leyst Vil-
hjálmi misvel á, reyndist líka vanda-
samt og dýrt; en Vilhjálmur leysti
þann vanda með traustum bygging-
armönnum, er hann hafði sjálfur
valið.
Þegar löngu síðar kom að sjálfu
kirkjuskipinu reyndust steinsteyptar
einingar þaksins eigi síður erfiðar.
En allt tókst þetta vel að lokum
undir farsælli fomstu Vilhjálms. Og
nú á Langholtssöfnuður, þetta óska-
bam okkar Vilhjálms, eitt vandað-
asta guðshús landsins, þar sem hátt
er til lofts og vítt til veggja, svo að
söngur og hvers konar tónlist ómar
Guði til dýrðar og mannanna börnum
til yndisauka svo sem best verður á
kosið. Þótt Vilhjálmur væri eigi sátt-
ur við alla gerð þessa sérstæða og
veglega musteris, þá vann hann af
sinni alkunnu atorku og þrótti að
allri framkvæmd þess, svo sem sam-
þykkt var og ætlað.
Sakir fjárskorts varð áradráttur á
byggingu kirkjuskipsins og á meðan
gegndu salarkynni safnaðarheimilis-
ins öllum þáttum til kirkjulegs og
félagslegs starfs, enda var þar reist
fyrsta safnaðarheimili landsins. Fór
það allt vel fram og við mikla að-
sókn, enda klerkar safnaðarins, þeir
sr. Árelíus Níelsson og sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson, engir lognmollu
predikarar.
Þegar sýnt þótti, að dráttur yrði
á byggingu kirkjuskipsins, þá undi
Vilhjálmur því ekki, að kirkjuklukkur
kveddu menn ekki til og frá guðs-
þjónustu. Var því ákveðið að hans
fmmkvæði að reisa klukknaport á
tilætluðum stað, fjársöfnun hafin, en
vitað að þar gáfu þau Laufskálahjón
langstærstan hlut. Hljómfagrar
klukkur, sem dr. Róbert A. Ottósson
valdi af sinni alkunnu smekkvísi,
kveðja nú í dag með dumbum hljómi
mikilhæfan fomstumann Langholts-
safnaðar.
Þegar saga þessa safnaðar og
byggðar um Voga og Heima verður
skráð ber einna hæst nöfn þeirra
mætu Laufskálahjóna, Vilhjálms og
Elínar. Þau vom hér meðal fyrstu
landnema og fremst í röð áhuga- og
forystuliðs um uppbyggingu fjöl-
þætts o g merkilegs kirkju- og félags-
starfs Langholtssafnaðar.
Að Laufsskálum var ætíð gott að
koma. Hvert sem erindið var var
gesti tekið þar opnum örmum að
fomum íslenskum höfðingjasið. Við-
mót hjónanna ætíð hlýtt, viðræður
auðveldar og veitingar óspart fram-
dreiddar, ýmist í gestastofu eða
vinnuherbergi húsbóndans. Margar
urðu þær unaðsstundir meðan starfs-
leiðir okkar lágu saman um safnaðar-
mál eða önnur hugðarefni. Á fund
þeirra vænu hjóna, Elínar og Vil-
hjálms, gekk maður ætíð kvíðalaus
og hvarf þaðan bjartsýnn og hug-
djarfur um farsæla lausn aðkallandi
vandamála.
Þá minnumst við hjónin ótal
ánægjustunda í safnaðarheimilinu
með Vilhjálmi og Elínu, hvort sem
var við kirkjulegar athafnir eða fjöl-
breytt félagsstörf. Ógleymanlegar
verða þær stundir, er konurnar stóðu
við drekkhlaðin borð til framleiðslu
úr eldhúsi safnaðarheimilisins og frá
Laufskálum bámst ómæld blóma-
föng til skreytingar altaris eða
veisluborða. Allt var þetta unnið í
hljóðri gleði, sem svo oft mátti sjá í
svip þessara mætu hjóna.
Á helgum tíðum og hátíðarstund-
um létu þau sig aldrei vanta, lotning
var og reisn í svip þeirra og fasi, er
þau gengu til sæta í kirkjusalnum,
en eldkrossinn blasti við á kórgafli.
Vilhjálmur Bjarnason, formaður
byggingamefndar og safnaðar-
stjómar Langholtssafnaðar um langt
árabil, er kvaddur í dag með virðingu
og þökk. Að honum stóðu sterkir
skaftfellskir stofnar og bar hann
glögg einkenni þeirra, hár og þrek-
vaxinn, víkingur til verka, áræðinn
en aðgætinn, skapmaður og stefnu-
fastur, stjórnsamur og úrræðagóður,
gestrisinn og traustur.
Eiginkonur okkar beggja, sem svo
lengi áttu samleið í safnaðarstarfi,
geta því miður ekki hist við þessi
tímamót, svo er heilsu beggja hátt-
að, en hugir leita saman til gamalla
og góðra minninga.
Við hjónin þökkum Vilhjálmi á
Laufsskálum góð kynni og farsælt
ævistarf og vottum eiginkonu hans,
börnum þeirra og öllu venslafólki
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þessa aldna
forustu manns, vinar og fmmheija.
Helgí Þorláksson.
Kveðja frá Langholtssöfnuði
í Reykjavík
Það var gæfa Langholtssafnaðar,
að hjónin Vilhjálmur G. Bjarnason
og Elín Kristjánsdóttir reistu hús
sitt, Laufskála, í sókninni 1936. í
kringum húsið ræktuðu þau fagran
garð, sem unun er að horfa á og
njóta. Þau ræktuðu einnig bænalíf.
Vilhjálmur G. Bjarnason var einn
af fmmkvöðlum Langholtssafnaðar.
Starfskraftar hans nýttust til heilla
frá fyrstu skóflustungu safnaðar-
heimilisins til vígslu Langholts-
kirkju. Þau geogu í Guðshús hvern
helgan dag, hann höfðinglegur og
hún glæsileg. Það var sem helgi
messunnar yrði meiri er þau sátu á
kirkjubekknum. Lotning þeirra lífs-
ins höfundi birtist átakalaust.
Vilhjálmur G. Bjarnason miklaði
sig aldrei af verkum sínum. En svo
mikilhæfur var hann að það var
honum átakalaust að sýna sérhveiju
verki, smáu og stóru, fullkomna virð-
ingu. Kirkjuklukkur, gjöf Laufskála-
hjónanna til Langholtskirkju, kirkju
Guðbrands biskups, kalla til kirkju
sóknarbörnin hvern helgan dag.
Langholtssöfnuður drúpir höfði í
virðingu og þökk.
Samúðarkveðjur eru sendar eig-
inkonu, börnum og öðrum ástvinum.
Guð blessi minningu Vilhjálms
G. Bjarnasonar.
F.h. Langholtssafnaðar,
Sigríður Jóhannsdóttir,
formaður sóknarnefndar.
Afi minn Vilhjálmur G. Bjarnason
er látinn. Á slíkri stund lítur maður
um öxl og rifjar upp þá ánægjulegu
tíma sem við höfum átt saman frá
því að ég var aðeins smápolli. Afi
og amma bjuggu í næsta húsi við
okkur, á Laufskálum, frá því að ég
fæddist, þar til að ég fluttist að
heiman tuttugu og þriggja ára gam-
all.
Frá tveggja ára aldri fór ég gjarn-
an í morgunheimsóknir til afa og
ömmu. Ég fór í náttsloppinn árla
morguns áður en nokkur vaknaði
heima, fór í inniskóna, tók Morgun-
blaðið undir hendina og trítlaði út
til þeirra í næsta hús. Ég hringdi
bjöllunni og stóð síðan kotroskinn
úti fyrir þangað til afi kom til dyra,
*