Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 46
46
—
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRUAR 1993
Mcð
morgnnkaffinu
Ast er ...
1-18
... að ýta gleraugum
hennar hærra upp á
nefið.
3 Lot Angetes Tlmes Syndicate
i 11 i1
Æ, æ, ég gleymdi alveg að
segja þér frá þeim!
Vertu róleg Jóna mín, þetta
er eina nýársheitið sem ég
átti eftir!
HOGNI HREKKVISI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Landráð, landráð, landráð
Frá Þórði E. Halldórssyni:
Þetta voru algengar upphrópanir
í Þjóðviljanum, allt frá stofnun
Kommúnistaflokksins 3.12.’30 til
hruns heimskommúnismans á
níunda áratugnum. Þeir leituðu
grannt að öllum ávirðingum er þeir
töldu sig finna í samskiptum ís-
lenskra ráðamanna við áhrifamenn
í lýðræðisríkjunum. Hámarki mann-
víga þeirra náði fréttastofa Ríkisút-
varpsins þegar Stefán Jón Hafstein
fréttamaður kom með þá fregn að
Stefán Jóhann Stefánsson fyrrver-
andi ráðherra hafi stundað landráða-
starfsemi. Enda þótt Stefán Jóhann
væri látinn þegar þetta gerðist, tókst
góðum mönnum að slá þetta lyga-
upphlaup úr höndum Stefáns J.
Hafsteins. Það er umhugsunarvert
hversu snemma kommúnistum tókst
að hreiðra um sig á Ríkisútvarpinu,
og þá alveg sérstaklega á fréttastof-
unni. í hvert sinn sem þeir komust
í ríkisstjóm eftir 1944, þegar Brynj-
ólfur Bjarnason var leiddur upp"í
stól menntamálaráðherra, hafa þeir
haft sama hátt á að biðja um
menntamálin, enda er flestum kunn-
ugt hvernig menntakerfið hefur
stuðlað að útþynntri lágkúru, sem
hefur haft í för með sér menntunar-
leysi og ólæsi. Það voru hugsjónir
kommúnismans sem öllu voru látnar
ráða og íslendingar flutu óvörum
að feigðarósi menntakerfisins, sem
þá var látið ráða að sænskri fyrir-
mynd, eins og svo margt annað.
Væri látið að því liggja að undrum
sætti hvernig kommúnistar hefðu
ráð á öllum þeim fjárfestingum sem
þeir réðust í og jafnvel innt að því
að þeim bærist fé með undarlegum
hætti austanað frá móðurstöðinni í
Moskvu, ærðust kommar og hrópuðu
„moggalygi“ og landráð að þeim sem
létu sér slíkt um munn fara.
Það er þess vegna ánægjulegt að
sjá unga menn, Ama Snævarr
fréttamann og Val Ingimundarson
sagnfræðing senda frá sér bók sína
„Liðsmenn Moskvu“, þar sem þeir
fletta ofan af svikastarfsemi ís-
lenskra kommúnista. Við könnun
þeirra á skjölum í söfnum í Rúss-
landi kemur í ljós að kommúnista-
flokkurinn á íslandi hefur í gegnum
árin tekið á móti hundruð þúsunda
króna, jafnvel milh'ónum, til að reka
áróðursmaskínu kommúnismans á
íslandi. Um þessi atriði hafa komm-
únistar logið áratugum saman og
reynt að veija sig með upphrópun-
inni „moggalygi“. Ég vil skora á
fólk að kaupa þessa bók og sjá þar
svart á hvítu hvernig þessi trúar-
bragðalýður hefur leikið landa sína
grátt. Hvernig er svo viðhorfið í
dag. Hefur kommúnisminn lagt upp
laupana, eins og víðast í Evrópu?
Nei, það er víðs ljarri. Eins og oft
áður þegar kommúnistaflokkurinn
hefur skipt um nafn, til að villa á
sér heimildir, er nú tekin upp sú
stefna að beija sér á bijóst og segj-
ast nú vera orðnir hinir sönnustu
lýðræðissinnar. Hver sem hefur
hlustað á sjónvarpsumræðurnar um
EES-samninginn nú fyrir stuttu þarf
ekki að fara í grafgötur um að allt
er með sömu ummerkjum sem var
um borð í rauðu skútunni áður fyrr.
Foringinn Ólafur Ragnar Gríms-
son kaus að fela sig í skúmaskoti á
meðan flokksbræður hans, Hjörleif-
ur Guttormsson og Svavar Gestsson,
messuðu með sama orðbragði og
brigslyrðum frumheijanna sem þeir
tóku sér til fyrirmyndar í æsku. Jón
Baldvin Hannibalsson sagði í svar-
ræðu sinn á eftir, að þar hefðu læri-
sveinar Brynjólfs Bjarnasonar og
Einars Olgeirssonar notið sín til
fulls.
Það hafa kannske ekki margir
tekið eftir broti úr ræðu Hjörleifs,
þar sem hann sagði orðrétt: „Það
er því miður ekki afl hér á Alþingi
til að stöðva þetta mál, það þarf að
koma til utanað, hugsanlega." Dag-
inn eftir, þegar atkvæðagreiðslan fór
fram í þinginu um EES-samninginn,
kom greinilega fram hvað Hjörleifur
átti við með aflinu sem þurfti að
koma utanað. Það er freistandi að
telja að hann hafí sjálfur staðið að
undirbúningi þess að sjö unglingar,
sem sögðust eftir á vera meðlimir
æskulýðsfylkingar kommúnista,
komust vopnaðir inná áheyrenda-
palla Alþingis. Enda þótt vopnin
væru ekki annað en góð eftirlíking
alvöru vopna, var meiningin samt
sem áður sú að valda hræðsluupp-
þoti og truflun á störfum Alþingis.
Hvenær kemur að alvörunni al-
þingismenn? Þetta var áþreifanleg
könnun sem tókst.
Það hefur verið viðtekin regla hjá
kommúnistum í gegnum tíðina að
ráðast gegn stöðuveitingum á veg-
um ríkisins, ef þær hafa verið þeim
á móti skapi. Það vakti því talsverða
athygli að þegar ráðið var í stöðu
útvarpsstjóra síðast var sú stöðuveit-
ing kommum svo sannarlega þókn-
anleg. Ekki fyrir það að sá ráðni
væri endilega úr þeirra flokki, heldur
sáu þeir að þama var kominn maður
sem aldrei hafði nálægt fjölmiðli
komið og auðvelt væri að hafa í
vasa sínum sakir þekkingarskorts.
Þeir hafa t.d. aldrei gagnrýnt svo
vitað sé að útvarpsstjóri bjó til nýja,
vel launaða stöðu handa konu sinni
við Ríkisútvarpið. Ekki er vitað hvort
menntamálaráðherra hefur lagt
blessun sína yfir sköpunarverkið í
þrengingum þjóðarinnar. Svo vel
hefur þetta mælst fyrir út á við að
hinn nýi forseti Bandaríkjanna Bill
Clinton réð kellu sína í ábyrgðar-
stöðu við embætti sitt. Stóri munur-
inn er þó sá að forsetafrúin er launa-
laus.
Ég mundi telja að tími sé kominn
fyrir ríkisstjórnina að líta í kringum
sig í því sem er að gerast hjá Ríkisút-
varpinu. Væri fyrirtækið gert að
hlutafélagi mundi starfsliðið skreppa
saman um a.m.k. 30% samdægurs.
Öryggismál hafa ætíð verið sett á
oddinn í fjálglegi’i umræðu um breyt-
ingar frá ríkisrekstri útvarpsins. Því
er ekki lengur til að dreifa vegna
nýjustu tækni ljósleiðara útvarps-
stöðva og tækniþróunar Landsí-
mans.
í gegnum tökin, sem kommúnistar
hafa náð á menntakerfínu og öðrum
þeim greinum er undir menntamála-
ráðuneytið heyra, vekur athygli hvað
fólk virðist sofandi og sinnulaust í
þessum málum. Það nær langt út
fyrir landsteinana undrun á því
hvaða tökum kommar hafa náð í
opinberum stofnunum á íslandi. Það
þarf hins vegar engan að undra þeg-
ar litið er til þess hversu marga ára-
tugi þeir hafa fengið til að stunda
iðju sína óáreittir.
Það eru margir undrandi á því
hvernig Ríkisútvarpið hefur nú uppá
síðkastið kallað oft á Ólaf Ragnar
Grímsson öllum öðrum fremur þegar
þörf virðist á að ráðast með illyrðum
að ríkisstjóminni. Hann er aðalleik-
arinn í þeirri sápuóperu.
Hver sem lesið hefur „Liðsmenn
Moskvu“ hlýtur að spyija sjálfan sig
og aðra: Höfum við ekki endanlega
fundið hina einu og sönnu landráða-
menn? Það var ekkert rugl sem haft
var eitt sinn eftir Indriða Þorsteins-
syni skáldi: „Síðasti kommúnistinn
sem finnst í Evrópu er búsettur á
íslandi.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON
Sólheimum 25, Reykjavík.
Víkverji skrifar
Keppnisíþróttir eru í hugum
flestra eingöngu fyrir ungt
og þrautþjálfað fólk; það er ekki
óalgengt að íþróttafréttamenn tali
um gamla manninn eða gömlu kon-
una innan gæsalappa ef viðkomandi
er skriðinn yfír þritugt. Upp frá því
geta fæstir keppt við sér yngra
fólk, þótt þess séu raunar dæmi, og
í mörgum íþróttagreinum komast
menn í svokallaðan öldungaflokk
þegar þeir ná fertugu eða jafnvel
fyrr.
En þetta á ekki við um allar
íþróttir. I hugaríþróttum, eins og
skák og brids, geta keppnismenn
verið í fremstu röð fram á elliár.
Um þetta eru mörg dæmi, bæði
innlend og erlend. Um síðustu helgi
urðu tvær konur íslandsmeistarar
í blönduðum flokki í brids, önnur
þeirra á 75. aldursári og hin á því
sjötugasta. Þá varð maður hátt á
áttræðisaldri hraðskákmeistari
Húsavíkur fyrir skömmu. Erlendis
frá hafa einnig borist svipaðar frétt-
ir af afrekum eldra fólks við græna*
borðið eða skákborðið í keppni við
fólk á besta aldri.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess
að nú er algengt að fólk láti af störf-
um fyrir aldurs sakir þegar það nær
sjötugu og gildir þá einu þótt and-
legt þrek þess sé ekkert farið að
bila. Það getur verið að fólk á þess-
um aldri sé ekki eins hugmyndaríkt
og gjarnt til að koma fram með
nýjungar og yngra fólkið. En eins
og dæmin úr hugaríþróttunum sýna
getur áralöng reynsla og yfirvegun
sem henni fylgir ekki síður verið
vænlegt til árangurs.
xxx
Það hefur einnig vakið athygli
Víkveija að innan bridsíþrótt-
arinnar virðist kynslóðabilið ekki
breitt. Þannig er yfir fjörutíu ára
aldursmunur á spilafélögunum í sig-
ursveitinni á Islandsmótinu sem
áður var getið. Og svipaður aldurs-
munur er á spilurunum í því brids-
pari sem verið hefur einna sigursæl-
ast á yfirstandandi keppnistímabili.
Víkverji gerði fyrir skömmu að
umtalsefni þær ógöngur sem
sparnaður í opinberum rekstri lend-
ir stundum í. Þar var tekið dæmi
um ákveðna heilbrigðisstofnun sem
hefði ekki viljað fjárfesta í símboð-
um en léti þess í stað flytja einn
símboða milli bakvaktarfólks með
leigubílum. Nú hefur Víkveiji frétt
að í kjölfar þessarar umfjöllunar
hafí stofnunin fjárfest í símboðum
þannig að nú má búast við að leigu-
bílareikningar heilbrigðiskerfisins
lækki sem þessum ferðum nemur.
<