Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 47 Minningarsjóður Ársæls Sigurðs- sonar og Sigurbjargar Pálsdóttur Frá Þórði Tómussyni: íslenskar sveitir hafa á undanföm- um áratugum gefið Reykjavík og þéttbýlisstöðum landsins mikinn fjölda af manndómsfólki sem átt hefur góðan þátt í að byggja þar upp athafnir og menningu. Eitt hefur það átt sameiginlegt, að gleyma ekki uppruna sínum og að bera hlýjar taugar til gamaila heimabyggða. Gott dæmi um það eru hjónin Ár- sæll Sigurðsson skólastjóri og Sigur- þjörg Pálsdóttir frá Skammadal í Mýrdal sem lengi gerðu garð sinn frægan í Blönduhlíð 7 í Reykjavík. Ársæll fæddist á Ljótarstöðum í Skaftártungu 31. des 1901, sonur Sigurðar Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Þórunnar Hjálmarsdóttur ljósmóður, sem bæði voru af góðum bændaættum í Vestur-Skaftafells- sýslu. Sigurður á Ljótarstöðum dó 1905 og ólst Ársæll næstu ár upp með móður sinni í Skaftártungu og Vestmannaeyjum en árið 1912 flutti hann að Skammadal, þar sem hann átti fast heimili til 1924. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1925, sótti kennaranámskeið í Askov 1937 og lauk prófi í íslenskri nútíma- hljóðfræði frá Háskóla íslands 1944. Ársæll kenndi á ýmsum stöðum, lengst af við Austurbæjarbarnaskól- ann í Reykjavík, frá 1938-1968, síð- ast sem skólastjóri. Eftir hann liggja ýmsar ritgerðir í tímaritum og rit á sviði íslenskrar málfræði til notkunar í skólum. Áhugamál Ársæls beindust einnig mjög að þjóðfræði og skráði hann margt á því sviði, einkum varð- andi mannlíf í Vestur-Skaftafells- sýslu og eru þau handrit hans nú í Landsbókasafni. Með tíð og tíma kom hann sér upp miklu og góðu bókasafni, ekki síst á sviði íslenskra fræða og handbóka í námi og kennslu. Ársæll kvæntist 31. maí 1941 Sig- urbjörgu Pálsdóttur frá Skammadal, Ársæll Sigurðsson mikilhæfri mannkostakonu á alla grein. Hún var fædd 6. júlí 1907, dóttir Páls Sigurðssonaf frá Breiða- bólstað á Síðu og konu hans, Berg- þóru Sveinsdóttur frá Giljum í Mýr- dal, sem lengi bjuggu sæmdarbúi í Skammadal. Þau Arsæll og Sigur- björg bjuggu, sem fyrr segir, í Blönduhlíð 7 og eiga margir góðar minningar um fagurt og gestrisið heimili þeirra. Ársæll andaðist 28. júní 1970, Sigurbjörg 23. ágúst 1989. Nokkru fyrir andlát Ársæls höfðu þau hjón gert erfðaskrá sem kom til framkvæmda eftir fráfall Sigur- bjargar og þá kom eftirminnilega í ljós að þau höfðu munað vel til átt- haga. Bókasafnið var ánafnað Skógaskóla, sem nú heitir Fjöl- brautaskólinn í Skógum. Það kom til skólans í á annað hundrað kössum 1990 og ætti í framtíð að verða mik- il lýftistöng fyrir menningarstarf skólans, m.a. í tengslum við Héraðs- skjalasafnið í Skógum, sameign Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga. Erfðaskráin kvað á um það að 55% af húseign þeirra hjóna í Blönduhlíð Sigurbjörg Pálsdóttir 7 rynni til stofnunar á Minningar- sjóði Ársæls Sigurðssonar og Sigur- bjargar Pálsdóttur, en tilgangur hans skal vera „að styrkja hæfan fræði- mann til rannsókna á ættum Skaft- fellinga og byggðasögu Vestur- Skaftafellssýslu". Skal til þess varið 90% árlegra raunvaxta hans sam- kvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar. Skipulagsskrá sjóðsins hefur verið staðfest af dómsmálaráðuneytinu og gera má ráð fyrir að fyrsta úthlutun úr honum fari fram árið 1993. Sjóðs- stjórn skipa þrír menn. Formaður hennar er bróðir Sigurbjargar, Sveinn Pálsson í Blönduhlíð 7. Með honum í stjórn eru Páll Ævar Páls- son tannlæknir í Álfatúni 15 í Kópa- vogi og Þórður Tómasson safnvörður í Skógum. Minningarsjóðurinn horfír til þess að geta orðið þýðingarmikill aflvaki í skaftfellskum fræðum, einkum á sviði byggðasögu. Mannfræði hér- aðsins hafa þegar verið gerð mikil skil í öndvegisriti Björns Magnússon- ar prófessors, Vestur-Skaftfellingar I-IV. Þessi ákvörðun heiðurshjón- anna Ársæls og Sigurbjargar ber vitni um mikinn menningarlegan skilning og einstaka ræktarsemi í garð Skógaskóla og Vestur-Skaft- fellinga og skal hér þökkuð fyrir hönd þeirra sem rækta munu akur fræðanna í framtíð. Ekki skyldi því gleymt hér að til byggðasafnsins í Skógum runnu ýmsir hlutir frá heim- ilinu í Blönduhlíð 7 samkvæmt ákvörðun Sveins Pálssonar og Páls Marteinssonar og fjölskyldu hans, en Páll var giftur Gyðríði Pálsdóttur frá Skammadal. Þau Ársæll og Sig- urbjörg voru bæði hög í höndum og margt í húsbúnaði þeirra heimagert. Skógasafn flytur gefendum þökk fyrir þennan kærkomna safnauka. ÞÓRÐUR TÓMASSON, safnvörður í Skógum. LEIÐRÉTTINGAR Nafn höfund- ar féll niður í annarri af tveimur minningargrein- um um Þórarin Elís Jónsson í þriðju- dagsblaði Morgunblaðsins féll niður nafn höfundarins, Jóns Hjörleifs Jónssonar, og voru engin skil á milli greinanna. Grein Jóns Hjörleifs end- aði á tilvitnun í kvæði eftir Einar Benediktsson sem Jón sagði að væri eins og töluð út frá hjarta frænda síns, Þórarins. Síðari greinin, sem er eftir Pál Ingólfsson, hefst á fyrsta erindi {ir kvæði, sem Þórarinn Elís orti um bernskustöðvar sínar að Núpi á Berufjarðarströnd. Hlutaðeig- andi eru innilega beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Hry guinar stofn- inn 230 þús. tonn Vegna misskilnins var rangt farið með stofnstærð þorskárganga 83 og 84 í frétt er birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar og bar fyrirsögnina Vænn þorskur fæst í dragnót. Hið rétta er að stofnstærð þorskárganga frá 83 og 84 var að áliti fiskifræði- nag um 54 þúsund tonn í ársbyijun en hrygningarstofninn allur 230 þús- und tonn. Er beðist afsökunar á þess- um mistökum. YELVAKANDI Of lítið leikið af danstónlist Flestir kannast við rokk, klassíska tónlist, djass og fleiri tegundir tónlistar, en færri þekkja danstónlist eða vilja kynnast henni. Eflaust hlustar meiri hluti íslenskra ungmenna á þess háttar tónlist og mörgum öðrum finnst gaman að dansa við hana, en hún virðist aðallega höfða til fólks undir tuttugu og fimm ára aldri. Unglingar, sem vilja heyra þessa tónlist, fá ekki mörg tækifæri til þess þar sem hún er mjög lítið leikin á út- varpsstöðvum og sjónvarpi. Það er einna helst á skemmtistöðum landsins sem hún heyrist, en á þeim stöðum er svo hátt aldurs- takmark að unglingarnir geta ekki notið þess. Unglingar hafa stundum haldið svokallaðar dansveislur, en það eru sam- kvæmi sem ekki hefur fengist leyfi fyrir og unglingarnir halda upp á sitt einsdæmi í vöru- skemmum eða öðrum álíka stöð- um. Danstónlist einkennist af tölvufærðum lögum sem eru yfirfull af trommutökum, hljóm- borðsmelódíum og miklum söng. Á síðastliðnu ári sendu tvö stærstu útgáfufyrirtæki lands- ins út geisladiska með þessari tónlist, og hétu þeir Icerave og Reif í fótinn en á þeim diski var mestöll tónlistin erlend. Nokkrar íslenskar hljómsveit- ir sem spila þessa tónlist hafa skotið upp kollinum upp á síð- kastið og áhugi fólks virðist vera að vaxa. Við vonumst eftir því að fá að heyra meiri danstónlist á ljós- vakamiðlunum í framtíðinni. Tveir danstónlistar- unnendur. TAPAÐ/FUNDIÐ Snyrtitaska tapaðist Stór svört snyrtitaska tapað- ist, líklega á Þórsgötu, sl. laug- ardag. Finnandi vinsamlega hafi samband við Öddu í síma 626299 á skrifstofutíma. Tölva tapaðist Vasatölva af tegundinni Casio, Boss, tapaðist á leiðinni frá Frostaskjóli að Kaplaskjóls- vegi fimmtudaginn 4. þ.m. um kl. 21. í tölvunni eru ómetanleg- ar upplýsingar fyrir eigandann sem gagnast engum öðrum. Upplýsingar gefur Egill Eð- valdsson í síma 16215 eða vinnusíma í Sjónvarpinu 693900. Fundarlaun. GÆLUDÝR Köttur gerir sig heimakominn Svartur og hvítur gæfur fressköttur hefur gert sig heimakominn á Laugarásvegin- um og Sunnuveginum frá því í sumar og kringum hann hafa safnast saman fleiri kettir, sum- ir merktir, en þeir eru frekar styggir. Upplýsingar í síma 37164. Kettlingar fást gefins Nokkra góða og blíða kettl- inga vantar gott heimili. Kassa- vanir. Upplýsingar í síma 42384. Wilhelm Norðfjörð Hugo Þórisson Nú er að heíjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjaltað um hvað foreldrar geta gert til að: •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. •að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. •byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632 ■t 1993 ÁRIÐ '93 1993 KRÓNUR ÁÁRINU 1993 BÝÐUR AMMA LÚ UPP Á 3JA RÉTTA KVCTDVERÐ OG SKEMMTIATRIÐI Á FÖSTUDAGSKVÖEDUM Á KR. 1993. GESTUR KVÖLDSINS 12. FEBRÚAR: BOGOMli FONT ■/r- 1/l/latu* oq íkehihitiatHÍi kn 199?.- QS$m/ma/ \93 Borðapantanir í síma 689-686

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.