Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 16. FEBRÖAR 1993
ÚA greiðir 240 milljónir
kr. fyrir þýska fyrirtækið
Viðræðum haldið áfram um mánaðamót og reynt að ljúka þeim fyrir 1. aprO
Gróðurinn
snyrtur
Starfsmenn garðyrlqustjóra
Reykjavíkurborgar vinna
þessa dagana að snyrtingu
trjágróðurs á opinberum
svæðum I borginni. I gær var
þessi mynd tekin við dagheim-
ilið Laugaborg þar sem vinnu-
flokkur var að klippa og
snyrta trjáplöntur á lóð dag-
heimilisins.
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa mun greiða um 240 miiy-
ónir króna fyrir 60% hlut í útgerðarfyrirtækinu Mecklen-
burger Hochseefischerei í Rostock í Þýzkalandi, verði af
kaupum á fyrirtækinu. Nafnverð hlutarins, eins og gengið
var frá því í desember síðastliðnum, var 96 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er eigið fé fyrir-
tækisins talsvert meira en hlutaféð. Gunnar Ragnars, for-
stjóri ÚA, greindi í gær stjórn Útgerðarfélagsins frá samn-
ingaviðræðum sínum í Þýzkalandi í síðustu viku. Viðræðum
verður haldið áfram um mánaðamót og áfram er stefnt
að því að ljúka þeim fyrir 1. apríl.
Væntanlegir eigendur fyrir-
tækisins, auk ÚA, eru Rostock-
höfn, Rostockborg og landstjómin
í Meclenburg-Vorpommem. Að
sögn Gunnars Ragnars hefur að
mestu leyti verið gengið frá samn-
ingum þessara aðila við Treuhand-
anstalt, einkavæðingarfyrirtæki
þýzku stjómarinnar, og Deutsche
Fischwirtschaft, eignarhaldsfélag
Mecklenburger Hochseefischerei.
Hins vegar eiga væntanlegir eig-
endur eftir að ganga frá samning-
um sín á milli um samþykktir fé-
lagsins, framkvæmdastjóm og
ýmsa aðra þætti. Gert er ráð fyrir
að einhveijir af stjómendum fyrir-
tækisins verði íslendingar.
Utan bannsvæðisins
Gunnar Ragnars sagði að
ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis-
ins um að leyfa skipum Mecklen-
burger Hochseefischerei að landa
karfa hér á landi, sé hann veiddur
utan afmarkaðs bannsvæðis, þýddi
að löndunarheimildir væm rýmri
en verið hefði, en engu að síður
væri ekki um óskoraða heimild að
ræða.
Gunnar sagði að á síðasta ári
hefðu skip fyrirtækisins einkum
haldið sig utan bannsvæðisins,
enda hefði lítið veiðzt af kvóta
fyrirtækisins í grænlenzkri lög-
sögu. Ef veiði yrði góð þar myndu
skipin hins vegar veiða sinn kvóta.
„Ef þessi fískur veiðist á annað
borð verður honum ekki landað
hér á íslandi, heldur siglt með
hann annað,“ sagði hann.
Gunnar sagði að forsvarsmenn
ÚA hefðu mjög horft til þess að
geta landað afla hér á landi, en
menn væm þó ekki að einblína á
takmarkaðar löndunarheimildir
eins og málin stæðu. „Við munum
meta alla þætti málsins í heild,“
sagði Gunnar.
Rjkisendurskoðun um skuldir ríkissjóðs
Stöðug aukning er
mikið áhyggjuefni
RIKISENDURSKOÐUN telur að skuldastaða ríkissjóðs og
stöðug aukning skulda sé mikið áhyggjuefni og mikilvægt
sé að Alþingi fjalli sérstaklega um það sem fyrst. Þá telur
stofnunin ekki síður mikilvægt að skattgreiðendum sé gert
ljóst hvert stefnir í þessu efni. í árslok 1991 námu heildar-
skuldir A-hluta ríkissjóðs að frádregnum kröfum 131,4 millj-
örðum króna. Þar með taldar eru lífeyrisskuldbindingar vegna
opinberra starfsmanna að fjárhæð 55 milljarðar kr. en í árs-
byrjun sama ár námu lífeyrisskuldbindingar 50 milljörðum.
Þetta kemur fram í skýrslu
Ríkisendurskoðunar vegna endur-
skoðunar ríkisreiknings 1991. Þar
er bent á að aukning skulda um-
fram eignir ríkisins námu 18 millj-
örðum kr. á árinu 1991. Ef frá eru
taldar skuldbindingar vegna lífeyr-
isgreiðslna opinberra starfsmanna
nemur hlutfall nettóskulda ríkis-
sjóðs um 72% af árstekjum ríkis-
sjóðs.
Fjármagnskostnaður ríkissjóðs
og ríkisstofnana nam tæpum 13
milljörðum króna 1991 að meðtöld-
um áföllnum en ógjaldföllnum
vöxtum á skuldum ríkissjóðs. á
sama ári nam álagður tekjuskattur
einstaklinga 13,9 milljörðum.
í dag
Grayson laus úr haldi___________
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi
gæsluvarðshaldsúrskurðinn yfír
James Brian Grayson 4
Félagafrelsi og skylduaðild
Félagsmálaráðherra telur vafa-
samt að takmarka rétt til atvinnu-
leysisbóta við aðild að stéttarfélagi
16
Brautskráðir frá HÍ_____________
Að loknu haustmisseri í Háskóla
íslands luku 96 kandidatar prófum
og voru brautskráðir í byrjun febr-
úar 46
Leiðari_________________________
Bandaríkin vakna af dvala 24
íþróttir
► Svissneskt félag vill fá Valdi-
mar Grímsson. Bjarki Sigurðs-
son með landsliðinu til Frakk-
lands. Fatlaðir settu sjö íslands-
met og unnu 13 gull í Svíþjóð
_____________________________________________________________________Morgunblaðið/RAX
Vanskil vegna staðgreiðslu skatta 3,4 milljarðar áríð 1991
Áætlað að 1,6 milljarðar
króna séu tapaðar kröfur
GJALDFALLNAR en óinnheimtar eftirstöðvar af tekjum rík-
issjóðs námu tæplega 20 milljörðum króna í árslok 1991 og
höfðu aukist um tæplega fímm milljarða króna milli ára eða
um 34%. Þar af námu vanskil launagreiðenda vegna stað-
greiðslu 3,4 milljörðum kr. í árslok og áætla yfirskoðunar-
menn ríkisreiknings ársins 1991 í skýrslu sinni að 1,6 miiyarð-
ar af þeirri fjárhæð séu tapaðar kröfur. Hækkuðu eftirstöðv-
ar tekjuskatts einstaklinga um 1.450 milljónir króna milli ára
eða um 32,1%
Yfirskoðunarmenn telja með öllu
ólíðandi að fyrirtæki skili ekki af-
dreginni staðgreiðslu skatta launa-
manna og vilja að hart verði tekið
á þeim málum. Ríkisendurskoðun
tekur undir þetta og bendir á að
þrátt fyrir skýlausar heimildir til að
stöðva atvinnurekstur launagreið-
enda sem skulda staðgreiðslu séu
dæmi um að ekki sé gripið til að-
gerða gegn þeim sem skuldi umtals-
verðar fjárhæðir í lengri tíma.
Vanskil vsk. 2,7 miHjarðar
Þá rúmlega tvöfölduðust gjald-
fallnar eftirstöðvar á álögðum virðis-
aukaskatti á á milli áranna 1990 og
1991 og voru vanskilin komin í 2,7
milljarða í árslok 1991 eftir annað
ár virðisaukaskattsins. Telur Ríkis-
endurskoðun að hér sé um mjög al-
varlega þróun að ræða.
Bifreiðagjöld til innheimtu námu
3,8 milljörðum á árinu 1991 og upp
í þá fjárhæð innheimtust 2,9 millj-
arðar eða 76,4%. Ríkisendurskoðun
segir allnokkur dæmi um að bifreið-
ir fái lögbundna skoðun án þess að
lögboðin gjöld hafi verið greidd og
telur þörf á að. herða eftirlit með
innheimtu bifreiðagjalda.
Líkfundir
í Djúpinu
TVÖ lík hafa komið upp
með veiðarfærum tveggja
báta í Isafjarðardjúpi
með skömmu millibili.
Fyrra líkið kom I botnvörpu
Gunnbjörns ÍS 302 skammt frá
Bolungarvík á föstudag. Ekki er
vitað af hveijum líkið er og hefur
það verið sent til Reykjavíkur.
Seinna líkið kom upp með
rækjutrolli Donnu ST 4 útaf Arn-
amesi í svokölluðum ál, innarlega
í ísafjarðardjúpi, í gær. Amar
Kristjánsson, skipstjóri, sagði að
líkið hefði greinilega verið búið
að liggja lengi í sjó. Líkið verður
flutt til Reykjavíkur i dag.