Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
Paragon-hópurinn frá Skotlandi.
PARAGON
TÓNLEIKAR
_________Ténlist____________
Jón Ásgeirsson
Paragon-hópurinn frá Skot-
landi hélt tónieika á vegum
Myrkra músíkdaga fyrir síðustu
helgi í Listasafni Islands. Á efnis-
skránni voru verk eftir Martin
Dalby, Judith Weir, Gordon
McPherson og Thomas Wilson.
Einsöngvari var Irene Drummond
en stjórnandi David Davies.
Tónleikamir hófust á tilvitn-
unarverki eftir Martin Dalby og
jafnvel titillinn, „Songs my Mot-
her taught me“, er tekinn frá
Dvorák og í efnisskrá telur Dalby
upp fyrirmyndimar, menn eins og
Francaix, Messiaen, Strauss og
Mahler. Það má segja að „ekkert
er nýtt undir sólinni" og að fmm-
leiki sé í raun blekking en það
að sækja í smiðjur annarra, hefur
ævinlega verið talið vafasamt.
Þrátt fyrir þetta var verkið vel
samið og nokkuð áheyrilegt.
Kammeróperan, „The Consol-
ations of Scolarship", eftir Judith
Weir, er eitt af stærri verkunum,
sem flutt var á þessum tónleikum.
Efni hennar er kínverskt og fjall-
ar í raun um hefndina sem endan-
legt uppgjör við sviksemina.
Hvaða erindi á svona efni við
nútíma manninn? Með hvaða
hætti er mögulegt að búa til nokk-
uð annað en föla eftirmynd þess
kínverska heims, sem horfmn er
bak við tjöld sögunnar. Eitt af
því sem einkennir tónmál verksiris
er að setningaskipan textans og
undirspilsins, var nánast sam-
ferða út allt verkið. Þetta einkenn-
ir forn-kínverska leikhúsmúsík og
var í raun það eina sem minnti á
tíma sögunnar. Irene Drummond
söng verkið aldeilis ágætlega og
auðheyrt að þar fór frábær söng-
kona.
Strengjakvartett nr. 1, eftir
Gordon McPherson, með undirtitl-
inum „Civil Disobedience on the
Northem Front" er eins konar
„óhlýðnisverk“ og er tilfinninga-
grunnur þess þær andstæður, sem
kalla má óhlýðni og skyldurækni.
Það er töluverður stráksskapur í
verkinu og skylduræknin á sann-
arlega í vök að veijast og af því
leyti til, er verkið skemmtilegt
áheymar en á köflum gróft og
hrekkjótt, eins og vera ber.
Skylduræknin byggist sumpart
á uppeldi og samhygð innan
ákveðins samfélags og það mátti
heyra í kammersinfóníu eftir
Thomas Wilson. Allt er þar snyrti-
lega gert en án allrar ástríðu eða
tilfinningalegra umbrota og því
dæmigert fyrir listamann, sem
reynir að hafa sýn til allra átta
en man of mikið.
Orðið „Paragon“ merkir á
ensku, að þar fari þeir sem séu
fyrirmynd og afbragð annarra.
Gott er að setja sér háleit mark-
mið og rétt er það, að flutningur-
inn í heild var góður og stjómand-
inn vann sitt verk án allrar fyrir-
ferðar, svo að vel má við una þá
staðhæfíngu, að Paragon-hópur-
inn sé „fyrirmynd og afbragð
annarra".
911RÍ1 91 Q7H LARUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori
Ll I VVk I 0 / U KRISTINN SIGURJONSSON. HRL. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Mikið endurnýjað einbýlishús við
Selvogsgrunn ein hæð rúmir 170 fm. Bílskúr tæpir 30 fm. Glæsileg
lóð 560 fm með háum trjám. Úrvals staður.
Einstakt tækifæri
Sér efri hæð í austurborginni um 150 fm með 6 herb. íbúð. Bílskúr
fylgir. Selst í skiptum fyrir 3ja-4ra herb. íbúð með bílskúr. Teikn. og
nánari uppl. á skrifst. ________________
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
• • •
Fjöldi fjársterkra kaupenda
einkum að 2ja, 3ja, 4ra og 5
herb. fbúðum.
Málverk og skúlptúr
________Myndlist_____________
Bragi Ásgeirsson
í Portinu, hinum nýja sýningar-
sal þeirra Hafnfírðinga, þar sem
áður var Vélsmiðja Hafnarfjarðar,
sýnir Gunnhildur Pálsdóttir mál-
verk og skúlptúra fram til 21. febr-
úar.
Gunnhildur nam við MHÍ á ámn-
um 1969-73, en hefur svo einnig
numið við einhveija stofnun er
nefnist „Spektra" 1988-89 og list-
íðaskólann í Kolding 1989-92, en
hún var um árabil búsett í Dan-
mörku.
Myndlistarkonan hefur haldið
tvær einkasýningar áður, hina fyrri
í Vestmannaeyjum 1974, en hina
seinni í Óðinsvéum 1989. Þetta er
hins vegar fyrsta sýning hennar á
hinu svonefnda Stór-Reykjavíkur-
svæði, eða þéttbýliskjamanum í
nágrenni höfuðborgarinnar.
Það er um margt framandi blær
yfír þessari sýningu, sem stafar að
sjálfsögðu af því, að Gunnhildur
hefur orðið fyrir annars konar áhrif-
um, en við eigum að venjast hér á
landi. En hins vegar kenni ég aftur
þessa framstæðu æð sem fylgdi
henni í skóla, og hér hafa ekki orð-
ið merkjanleg umskipti, því að hún
er ennþá í ríkum mæli gædd þess-
ari verðmætu og bemsku kennd
andspænis hlutveruleikanum. Þó
virðist Gunnhildi ganga nokkuð erf-
iðlega að rækta sérgáfu sína og
má það vera vegna þess, að hún
hefur ekki unnið nægilega samfellt
að frjálsri listsköpun og þannig
ekki náð að virkja vitundarlíf sitt
að marki. Síðast var hún t.d. þijú
ár í listiðnaðarskóla og bera skúlpt-
úrverk hennar ljósan vott um það,
en þau em mörg hver á mörkum
listiðnaðar og skúlptúrs. Og að
mínu viti tekst henni helst að virkja
innri lífæðir rýmislistarinnar í þeim
verkum, sem búa yfír skipulögð-
ustum mótunarkrafti svo sem nr.
11, 12, 19, 21 og 26. Þessi verk eru
í eðli sínu meira meðvituð sem frjáls
sköpun, en flest annað á sýning-
unni.
Hvað málverkin snertir virðist
Gunnhildur jafnan vera að segja
einhveijar augnablikssögur. Um er
að ræða hugdettur, gjarnan teknar
langt að, jafnvel úr lesefni dagsins.
Er um mjög lausformaðar myndir
að ræða og hér á ég erfítt með að
fylgja henni. Einna sáttastur var
ég við myndina nr. 4 „Hreyfing",
því að þar birtist úthverfur kraftur
um leið og hún ber með sér inn-
sæisblossa og er að því marki skyld
nýja málverkinu svonefnda, og um
leið svo mörgu svipuðu í list fortíð-
arinnar.
51500
Maríubakki - Rvík
Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1.
hæð. Herb. fylgir í kj.
Hafnarfjörður
Klettahraun
Gott einbhús ca 140 fm íbhæð
auk kj., bílsk. og blómaskála.
Verðlaunagarður.
Lindarhvammur
Glæsil. efri sérhæð ásamt risi
ca 140 fm. Mikið endurn.
Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn-
arfirði ca 200-300 fm.
Ölduslóð
Til sölu góð ca 110 fm íb. í tvíb-
húsi á 2. hæö, 4-5 herb.
Hringbraut
Til sölu góð 4ra herb. ca 114 fm
efri sérhæð og einstaklíb. í kj.
Getur selst í einu lagi eða sér.
Ölduslóð
Til sölu tvær hæðir samtals ca
215 fm auk bílsk. á þessum vin-
sæla stað. Fráb. útsýni. Laust
strax. Nánari uppl. á skrifst.
Klettagata
Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í
tvíbhúsi auk bílsk. Geta selst í
einu lagi eða sér. Allar nánari
uppl. á skrifst.
Laufvangur
Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á
2. hæð í sex íbúða stigahúsi.
Áhv. ca. 2 millj.
Hjailabraut
Góð 4-5 herb. íb. á 1. hæð.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
Linnetsstíg 3,2. hæð, Hfj.,
símar 51500 og 51601
Gunnhildur Pálsdóttir við eitt verka sinna.
4---44-4
EIGNAMIÐLCNIN'f
/ Sími 67-90-90 - Síðiuiuila 21
Boðagrandi -10. hæð
Vorum að fá í sölu 2ja herb. glæsilega íbúð. íbúðin er
einstaklega björt með nýju parketi og ný flísalögðu
baðherbergi. Frábært útsýni. Verð 6,3 millj. 2253.
TIME MANAGER 1993
Stjórnunarfélags íslands
25. og 26. febrúar
á Hótel Loftleiðum.
Innritun hafin.
Leiðbeinandi:
Haukur Haraldsson,
TMI leiðbeinandi.
Haukur Haraldsson
A.
Stjórnunarfélag
íslands
Á ÍSLENSKU
TÍMASTJÓRNUN,
MARKMIÐASETNING,
FORGANGSVERKEFNI,
MANNLEG SAMSKIPTI
OG AUKNAR HUGMYNDIR.
Upplýsingar í síma 621066