Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 18

Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 MND-félag stofnað HÓPUR fólks vinnur að undirbúnlngi stofnunar MND-félags, sem kennt er við sjúkdóminn MND (motor neuron desease) — hreyfitaug- ungahrörnun. Stofnfundurinn verður haldinn í húsi MS-félags Is- lands í Alandi 13, Reykjavik, laugardaginn 20. febrúar, og hefst hann klukkan 14. I undirbúningsnefndinni fyrir stofnfundinn eru Jóna Alla Axels- dóttir, Eiðistorgi 9, Seltjamamesi, Rafn Jónsson, Bugðulæk 3, Reykja- vík, og Sigríður Eyjólfsdóttir, Flúðaseli, 61 Reykjavík. Að sögn Sigríðar Eyjólfsdóttur verður tilgangur félagsins að vinna að velferð MND-sjúklinga, en félag- ið er ekki hugsað fyrir þá eina held- ur geta einnig aðstandendur þeirra orðið félagar og reyndar allir þeir aðrir sem vilja leggja MND-sjúk- lingum lið. Loðnukvóti eykst um 170 þús. tonn Mokveiði hefur verið á loðnumiðunum í RÁÐI er að auka 170 þúsund tonnum við loðnukvótann og á þá eftir að veiða 520 þúsund tonn af loðnu. Mokveiði hefur verið á loðnumiðunum og var veiðin mest út af Sel- vogi í gær. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 80 þúsund tonn, vegna þess að meðalþyngd hverrar loðnu hefur aukist um 1,5 grömm og í gær rann út veiðitímbil Grænlendinga og Norðmanna sem höfðu leyfí til að veiða 90 þúsund tonn á íslands- miðum. Vegna ótíðar og þess hve Aðalútibú Borg- arbókasafns Útlán stöðv- uð vegna tölvubilunar ÚTLÁN Aðalútibús Borgar- bókasafns Reykjavíkur voru stöðvuð tveimur tímum áður en loka átti safninu á laugardag vegna bilunar í tölvukerfi. Tenging við tölvukerfi útibúsins rofnaði þegar rafmagn fór af höfuðborginni síðdegis á föstu- dag en unnið var að viðgerð í loðnan var dreifð í janúar náðu Grænlendingar og Norðmenn ekki að veiða sinn hlut. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegráðuneytinu verður formlega gengið frá málinu í dag eða á morgun og koma þá 170 þúsund tonn til úthlutunar. Viðbót- arkvótinn deilist niður á bátana í sama hlutfalli og kvótinn sem fyrir var. Um 180 þúsund tonn af loðnu hafa borist í land síðan um áramót en heildaraflinn á vertíðinni er um 390 þúsund tonn. Eftir er að veiða um 520 tonn og er viðbótarkvótinn þá reiknaður með. Áta fer minnkandi Ómar Ólafsson, stýrimaður á Albert GK, sagði að mokveiði væri á loðnumiðunum. Albert landaði um 700 tonnum á Siglufírði á sunnudag og kom aftur á miðin út af Selvogi í gærkvöldi. Nokkur áta var í loðn- unni og taldist farmur skipsins óhæfur til frystingar. Ómar sagði að átan færi nú minnkandi í loðn- unni og hefði Faxi RE landað 350 tonnum í frystingu í Þorlákshöfn í gær. — Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bjarg-vættir KRISTINN og hundurinn Kolur, sem er af Labradorkyni. Kristinn fékk hann fyrir tveimur árum þegar hann var hvolpur og byrjaði strax að þjálfa hann til leitar. Hundurinn fann pilt- inn medvitundarlausan - segir eigandi Kols sem fann piltinn í Einarsstaðaskógi „ÞAÐ mátti engu muna, drengurinn var orðinn meðvit- undarlaus og kaldur þegar hundurinn fann hann liggj- andi í snjónum,“ sagði Kristinn Hannesson bakari á Nes- kaupstað en með aðstoð hunds síns fann hann piltinn sem leitað var að á Völlum á Fljótsdalshéraði á laugardag. Kristinn fékk hund sinn Kol, sem er af Labrador-kyni, sem átta vikna hvolp fyrir tveimur árum og byij- aði fljótlega að þjálfa hann til leit- ar að fólki. Á Neskaupstað erU tveir aðrir menn með leitarhunda. Þeir hafa ekki áður lent í leit en þeir hafa verið að kynna möguleika hundanna fyrir björgunarsveitum á Austurlandi að undanfömu. Rann á lyktina Eigendur leitarhundanna voru kallaðir út snemma á laugardags- morgun og voru þeir komnir til leitar í Einarsstaðaskógi á Völlum um klukkan 7.40. Þar höfðu verið varðveitt spor sem talin voru eftir týnda manninn og byijuðu hund- amir að rekja þá slóð. Þeir náðu ekki að fylgja henni. Kristinn sagði að mjög erfíðar aðstæður hefðu verið til leitar vegna það hvað mik- ill snjór var í skóginum og kjarrið þétt. Þegar búið var að láta hund- ana leita á aðal leitarsvæðinu í þijá klukkutíma var ákveðið að að fara með þá í útjaðar svæðisins og leita þar. Þar rann hundurinn á lykt piltsins. Hann lá þá við á eða læk og taldi Kristinn að það hefði getað verið erfítt að fínna hann án aðstoðar hundsins. Pilturinn var meðvitundarlaus þegar Kristinn kom að honum en með góðu lífsmarki. Hann komst síðar til meðvitundar og svaraði Kristni. Kristinn sagði að hann hefði verið mældur 40 mínútum eftir að hann fannst og þó þá hafí verið búið að hlynna töluvert að honum hefði líkamshitinn verið 34 gráður. „Ég held að ekki hafí mátt miklu muna með hann,“ sagði Kristinn. Það er af piltinum að segja að hann hefur náð sér og er kominn heim til sín á Egilsstöðum. Athugasemdir Ríkisendurskoðunar o g yfirskoðunarmanna ríkisreiknings Lán til Sandgerðishafn- ar ekki í samræmi við lög YFIRSKOÐUNARMENN ríkisreiknings fyrir árið 1991 taka undir gagnrýni Ríkisendurskoðunar á að um tæplega 1.700 milljóna króna framlag vegna yfirtöku á skuld Fram- kvæmdasjóðs hafi verið fært til útgjalda á árinu 1991 i stað ársins 1992 sem ríkisendurskoðun og yfirskoðunar- menn telja eðlilegt. Leggja yfirskoðunarmenn til við Al- þingi að framlagið verði ekki samþykkt sem útgjöld ársins 1991 heldur verði fært til ársins 1992. Ríkisendurskoðun og yfirskoðunarmenn gagnrýna einnig lánveitingu Endur- lána ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Sandgerðishöfn upp á rúmlega 287 milljónir króna í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings 1991. Leggja yfirskoð- unarmenn til við Alþingi að lánveitingin gangi til baka og á móti lækki ógreidd gjöld um sömu fjárhæð. gær. Sigurður Vigfússon bókasafns- fræðingur sagði að ákveðið hefði verið að stöðva útlán kl. 14 á laug- ardaginn vegna þess að ekki hefði verið hægt að skrá þau beint inn í tölvukerfíð. Hins vegar sagði hann að tekið hefði verið á móti bókum og vísað á önnur útibú til kl. 16 þegar safninu er lokað. Aðspurður sagði hann að hægt hefði verið að taka bækur út af safninu í gær. Unnið hefði verið að viðgerð um daginn og sumir skjáimir væra komnir í lag. Hann sagði að bilunar hefði ekki orðið vart í tölvukerfí á lessal eða í öðr- um útibúum. Ómar Ingólfsson, framkvæmda- stjóri þjónustusviðs Skýrsluvéla ríkisins, sagði að það hefði tekið tíma fyrir tölvukerfi að verða virk að nýju eftir rafmagnsbilunina en hann vissi ekki af meiriháttar skakkaföllum vegna þess. Eina bilunin sem valdið hefði óþægind- um hefði verið í aðalútibúi Borgar- bókasafnsins. VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOO £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Fjármálaráðuneytið telur rétt- mætt að færa áfallnar skuldbind- ingar vegna Framkvæmdasjóðs til gjalda árið 1991 eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. sunnu- dag. í skýrslu sinni segjast yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings hins vegar taka eindregið undir athuga- semdir ríkisendurskoðunar og benda m.a. á að engar ábyrgðir hafí enn fallið á Ríkisábyrgðasjóð vegna vanskila Framkvæmdasjóðs í lok reikningsársins. Umrædd tæplega 1,7 milljarða yfirtaka rík- issjóðs á skuldum Framkvæmda- sjóðs sé samkvæmt heimild í lánsf- járlögum fyrir árið 1992 og heim- ildin hafi verið notuð í mars 1992 og hljóti því að tilheyra því ári. „Hafi stjórnvöld ætlað að koma þessu framlagi undir árið 1991, eins og þau telja nú mikilvægt, þá hefði verið hægt að koma því við í frumvarpi til breytinga á lánsfjár- lögum fyrir árið 1991, en það var afgreitt á Alþingi 20. desember 1991 eða á sama tíma og lánsfjár- lög fyrir árið 1992 voru til með- ferðar á Alþingi,“ segja yfirskoð- unarmennirnir Pálmi Jónsson, Svavar Gestsson og Sveinn G. Hálfdanarson. Lán vegna Sandgerðishafnar Ríkisendurskoðun og yfír- skoðunarmenn gagniýna einnig gjaldfærslu 287 millj. kr. vegna framkvæmda við Sandgerðishöfn. Fjármögnun þeirra fór m.a. þannig fram að Endurlán ríkissjóðs veittu Hafnabótasjóði Ián skv. heimild í lánsfjárlögum að fjárhæð 275 millj. kr., en sjóðurinn endurlánaði síðan sömu Qárhæð til Sandgerðisbæjar. Lýsti fjármálaráðuneytið því yfír að ríkissjóður myndi endurgreiða lánið á næstu 8 árum af framlagi á fjárlögum til Sandgerðishafnar, jafnframt því sem hann tæki á sig allan kostnað vegna lántökunnar. „Hér er um að ræða fjármögnun á lögbundnum hluta ríkissjóðs í þessum hafnarframkvæmdum og telur Ríkisendurskoðun því að fara eigi með fjármögnun á framlagi þessu á sama hátt og fjármögnun annarra útgjalda ríkissjóðs, þ.e. með útborgun úr sjóði eða með lántökum. Ríkisendurskoðun telur þessa málsmeðferð gagnrýnis- verða enda samiýmist hún hvorki hafnalögum né lögum um gerð rík- isreiknings og fjárlaga,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Laugdælingar Blótuðu þorra í raf- magrisleysi Laugarvatni. LAUGDÆLINGAR létu ekki á sig fá veðurham og rafmagns- leysi þegar blóta átti þorra föstu- daginn 12. febrúar sl. Skruggur og eidingar gengu þá yfir landið og ollu ramagnstruflunum á Suð- vesturlandi. Raftnagnslaust var á Laugar- vatni um kl. 18 á föstudag og kom ekki aftur fyrr en kl. 11 morguninn eftir. Þrátt fyrir þetta skyldi þo.rra blótað enda búið að leggja í heilmik- inn undirbúning fyrir blótið. Voru sóttar tvær ljósavélar sem gáfu hljómsveitinni næga orku, bætt við kertum á borðin og síðan dansað fram undir morgun. Blótið hefur sjaldan verið fjölmennara eða skemmtilegra að sögn forkólfa. - Kári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.