Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 22

Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 22
22 6.000 látnir í Huambo STJÓRNVÖLD í Angóla sögð- ust í gær hafa náð aftur land- svæðum af skæruliðum UN- ITA-hreyfingarinar sem reyna að leggja undir sig næst- stærstu borg landsins, Hu- ambo. Erlendir stjórnarerind- rekar telja þó að skæruliðar ráði nú yfir meirihluta borgar- innar. Sagt var að meira 6.000 óbreyttir borgarar hefðu fallið þær fimm vikur sem bardagar um borgina hafa staðið yfir Neðri deildin ekki hundsuð TALSMENN stjórnar Johns Majors í Bretlandi reyndu i' gær að kveða niður þann orð- róm í fjölmiðlum að hún hygð- ist beita lítt kunnum laga- ákvæðum til að tryggja að Maastricht-samningurinn tæki óbreyttur gildi án þess að þing- ið greiddi um hann atkvæði. Uppreisnarmenn í þingliði íhaldsmanna betjast gegn samningnum með öllum ráð- um. Háttsettur embættismað- ur sagði þessar bollaleggingar sunnudagsblaðanna vera „fjarstæðu". Deilt á Montazeri DAGBLAÐ í íran sagði í gær að efnt hefði verið til mót- mæla við heimili ayatollah Hosseins Alis Montazeris, er eitt sinn var talinn líklegur arftaki ayatollah Khomeinis erkiklerks, í gær. Sögusagnir frá París um að Montazeri hafi verið handtekinn hafa ekki fengist staðfestar. ír- anska blaðið segir Montazeri hafa kallað sjálfan sig „Móður byltingarinnar“ og aðrir leið- togar landsins hafi aðeins gegnt hlutverki yfirsetu- kvenna. Montazeri hefur gagnrýnt meðferð stjórnvalda á pólitískum andófsmönnum. Innistæður Mobutus verði frystar WILLY Claes, utanríkisráð- herra Belgíu, hyggst reyna að fá Warren Christopher, banda- rískan starfsbróður sinn, til að samþykkja að innistæður ein- ræðisherra Zaire, Mobutus Sese Sekos, í vestrænum bönk- um verði frystar. Mobutu hefur áratugum saman stolið úr ríkissjóði Zaire, hann er nú talinn vera í hópi rikustu manna heims en landið á von- arvöl. Honum og fylgdarliði hans hefur þegar verið bannað að koma til Belgíu. Clerides sigraði GLAFKOS Clerides, frambjóð- andi hægrimanna, sigraði óvænt í seinni umferð forseta- kosninga á Kýpur um helgina. Sitjandi forseti, Georg Vas- silíú, studdi eindregið áætlun sem Sameinuðu þjóðimar hafa lagt fram um sameiningu landa grískumælandi og tyrk- neskumælandi íbúa eyjarinnar í sambandsríki en Clerides er á móti. Almennt var litið á kosningarnar sem þjóðarat- kvæði um áætlunina og hún því talin í verulegri hættu eftir úrslitin. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993 Reuter Mannvíg í Jerúsalem ÍSRAELSKIR lögreglumenn á verði yfír ungum Palestínumanni í Jerúsalem. Hann er grunaður um að hafa stungið til bana karlmann og sært konu snemma í gærmorgun í hverfí gyðinga í austurhluta borgarinnar. Mandela og de Klerk segjast ekkí hafa samið Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. MIKIL óvissa ríkir nú í Suð- ur-Afríku eftir að F.W. de Klerk forseti og Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC) lýstu því yfir á sunnudag að ekk- ert samkomulag væri til staðar um að sameiginleg stjóm hvítra og svartra færi með völd í landinu næstu fimm árin. „Samkomulag- inu“ hafði verið ákaft fagn- að þegar fréttir af því bár- ust í lok síðustu viku. De Klerk sagði í samtali við breska sjónvarpið, BBC, að menn ættu í viðræðum um málið en þeg- ar kæmi að hinu endanlega sam- komulagi myndi það ná til allra hópa í landinu. Mandela sagði aftur á móti á fundi um helgina að allar fréttir af leynilegu samkomulagi milli stjórnarinnar og ANC væru rangar. Stjórnmálaskýrendur telja að þessar yfirlýsingar leiðtoganna eigi fyrst og fremst að þjóna þeim til- gangi að róa umbjóðendur þeirra á meðan þeir vinni að því að vinna samkomulaginu fylgi. Virðast flest- ir ganga út frá því sem vísu að mjög víðtækt samkomulag um flestu deilumál sé í raun þegar til staðar. Polgar sigraði Spasskí Búdapest. Reuter. JUDIT Polgar, 16 ára gamall stórmeistari frá Ungverja- landi, sigraði Borís Spasskí í tíu skáka einvígi þeirra er keppendur sættust á jafntefli í níundu skákinni á sunnu- dag. Polgar hafði þá hlotið fimm og hálfan vinning, Spasski þijá og hálfan. Níunda skákin var að mati sérfræðinga mest spennandi og stóð yfir í sex stundir. Upp kom endatafl með fjórum riddurum, Spasskí hafði náð nokkru frum- kvæði í miðtaflinu en Polgar tókst smám saman að rétta hlut sinn. „Judit hagar sér eins og hvolpur sem hleypur áhyggju- laus út á götu, alls óhræddur um að einhver geti ekið á hann,“ sagði alþjóðameistarinn Pal Benkö um skákstíl Polgar. „Með aldrinum kemst fólk að því að slys geta orðið“. Fullyrðing eins af leiðtogum valdaránstilraunarinnar í Rússlandi Helsti ráðgjafi Gorbat- sjovs var erindreki CIA Annar harðlínumaður segir Sovétforsetann hafa verið „guðföður“ valdaránsins Moskvu. The Daily Telegraph og Reuter. NOKKRIR af þátttakendum í valdaráninu misheppnaða í Sovétríkjunum gömlu árið 1991 voru heiðursgestir á sér- stöku þingi rússneskra kommúnista um helgina. Valdaráns- menn ganga nú lausir en réttað verður í máli þeirra í apríl. Verði þeir dæmdir sekir um landráð má búast við dauðarefsingum. Vladímír Kijútsjkov, einn af helstu leið- togum tilraunarinnar og þáverandi yfirmaður öryggislög- reglunnar, KGB, segir að Alexander Jakovlev, aðalhug- myndafræðingur umbótastefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétforseta, hafi verið á mála hjá bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA. Jakovlev var yfirleitt talinn nán- asti ráðgjafi Gorbatsjovs en var sendiherra í Kanada áður en um: bótastefnan, perestrojka, hófst. í útdrætti endurminninga Kijútsjkovs, sem birtist í einu af blöðum harðlínukommúnista um helgina, rifíar KGB-forstjórinn upp af Sovétforsetinn hafi hundsað við- varanir sínar um að Jakovlev væri ef til vill svikari — með þessu þyk- ir Kijútsjkov jafnvel gefa { skyn að Gorbatsjov hafi tekið þátt í ráðabruggi ráðgjafa síns með Bandaríkjamönnum. Verkefnum KGB, sem var lagt niður að nafninu til, var skipt og annast sérstakt öryggismálaráðu- neyti nú verkefnin innanlands. Yf- irmaður þess, Viktor Baranníkov, tók nýlega þátt í ráðstefnu um glæpi og sakaði þar erlendar leyni- þjónustustofnanir um að reyna að efna til sambands við rússneska glæpahringi. Þess má geta að Krjútsjkov bar fram sams konar ásakanir áður en valdaránstilraun- in batt enda á völd hans. Hlutverk Gorbatsjovs Annar valdaránsmaður, Oleg Baklanov, sem einnig var á þingi kommúnista, talar á nokkuð öðrum nótum en Kijútsjkov. Baklanov sagði í blaðaviðtali að Gorbatsjov hefði verið „guðfaðir" valdaráns- manna. Margir róttækir umbóta- sinnar hafa dregið í efa fullyrðing- ar Sovétforsetans fyrrverandi þess efnis að honum hafi verið haldið í einangrun við Svartahaf fyrstu valdaránsdagana. Þeir álíta að hann hafi vitað um tilraunina og ætlað að sjá hver framvindan yrði, styðja ránið ef það virtist ætla að takast. Um 650 fulltrúar sátu þingið um helgina en harðlínukommúnist- um hefur gengið illa að ná til fjöld- ans, þeir fá lítið fylgi í skoðana- könnunum, þrátt fyrir efnahags- legt neyðarástand í landinu. Mark- mið þingsins var að endurreisa flokkinn og kommúnistahreyfing- una sem slíka. Ríkisstjórnin var fordæmd og sömuleiðis allar til- raunir stjómvalda til að koma á markaðsbúskap. Borís Jeltsín Rússlandsforseti bannaði starfsemi kommúnistaflokksins eftir valda- ránið en hæstiréttur landsins af- létti banninu síðar að hluta. Aðrir valdaránsleiðtogar á þing- inu, er haldið var skammt utan við Moskvu, voru þeir Gennadí Janajev, varaforseti Gorbatsjovs, og Anatólí Lúkjanov sem var þing- forseti. Hinn síðamefndi sagði að nýr flokkur myndi verða að beijast jafnt utan þings sem innan. „Sann- ur Lenínistaflokkur, flokkur sem er laus við tækifærissinna og skrif- finnsku, verður til, agaður og hug- myndafræðilega samstilltur flokk- ur,“ sagði Lúkjanov í sjónvarpsvið- tali. Fjársjóður ívans grimma fundinn Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR fornleifafræðingar telja sig hafa fundið bóka- safn og fjársjóð sem kennd eru við ívan grimma er var keis- ari á sextándu öld. ívan Koltsov fornleifafræðingur segir að gripimir, á meðal þeirra ómetanleg listaverk, hafi verið falin í völundarhúsi neðanjarðarganga og herbergja undir gömlu klaustri norðan við Moskvu, að sögn blaðsins Prövdu. Aðgangur var bannaður að göngunum öldum saman og 1917, er bolsévikkar rændu völdum, var klaustrið innsiglað. Alþýðufólk í nágrenninu geymdi þó ávallt með sér sögur af fjársjóðnum undir klaustrinu. Leitarmenn fundu bréf frá manni sem hafði verið í þrælk- unarbúðum Stalíns og bauðst mað- urinn til að vísa á fjársjóðinn sem hann sagðist hafa séð þrisvar sinn- um. I staðinn vildi hann fá frelsi, glæsibifreið, fimm milljónir rúblna, þriggja herbergja íbúð með hús- gögnum og fullan rétt til að stunda háskólanám. Bréfið var hundsað. Koltsov fann að lokum gamla konu sem hafði verið síðasti safn- vörður í klaustrinu á keisaratíman- um og mundi hún eftir gripunum. Böm í Alexandrov, borg í grennd við klaustrið, léku sér að gullmun- um sem þau sögðust hafa fundið í göngum er opnast höfðu þegar jörð skreið; göngin höfðu síðar ver- ið notuð sem ruslahaugar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.