Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
29
Tölvur
Hlutverk stórtölvunnar
í nútíð og framtíð
eftir Sverri Ólafsson
í heimi tölvutækninnar hefur þró-
unin orðið svo stórstíg á liðnum árum
og áratugum að líkja má við röð af
byltingum.
Byltingar fara sjaldnast fram án
átaka og hefur hér enda orðið á raun-
in. Umtalsverðu fé er varið til þróun-
ar í greininni og menn deila um stefn-
ur og leiðir. Einkatölvan varð til og
markaði tímamót. Stórtölvan átti í
vök að veijast og á hana var hallað
enda voru þeir miklu fleiri sem áttu
og ráku einkatölvur en hinir, sem
áttu og ráku stórtölvur. Sumir töldu
stórtölvuna óhentuga og dýra miðað
við einkatölvurnar og fundu mörg
dæmi máli sínu til stuðnings. Aðrir
bentu á ýmsa kosti stórreksturs við
tölvuvinnslu og tíunduðu önnur dæmi
máli sínu til stuðnings.
Svo voru þeir sem deildu um hvort
betra væri að nota eina stórtölvu eða
fleiri meðaltölvur í hennar stað
(downsizing).
í bókasafni einu í Japan fór fram
könnun á því hvort tölvuvæða ætti
stofnunina og þá hvers konar búnað
ætti að kaupa. Niðurstaða hagkvæm-
isathugunar leiddi í ljós, að hentug-
ast væri að kaupa hjólaskauta á
starfsfólkið.
Athuganir hafa leitt í ljós, að í
almennu skrifstofuhaldi hefur nánast
enginn framleiðniaukning orðið á síð-
asta áratug þrátt fyrir tilkomu eink-
atölvunnar.
Það er að sjálfsögðu engin ein
rétt leið til á þessu máli. Vandinn
er fólginn í því að velja það um-
hverfí, sem bezt hæfir hveijum stað
og getur sá vandi reynst ærinn.
Þeir sem fylgjast grannt með þró-
un tölvutækninnar hafa ef til vill
veitt því athygli að umræðan snýst
nú meir um hvert hlutverk stórtölv-
unnar eigi að vera fremur en um að
annars konar fyrirkomulag leysi
hana af hólmi.
Bent hefur verið á að hlutverk
stórtölvuumhverfís er ekki sízt að
þjóna samhæfðri vinnslu margra
smærri kerfa, þar sem gögn og for-
rit eru geymd á hinum ýmsu stöðum
í kerfunum (miðlari/biðlari — client
server). Með afli sínu er hún slíkum
kerfum styrkur af því að hún bætir
upp veikleika smákerfanna. Þannig
er hún nauðsynlegur og hagkvæmur
kostur við gagnageymslu, gagna-
sendingar milli staðarneta og á milii
einkatölva.
Fá rök hníga til, að miðlara/biðla-
raumhverfi leysi stórtölvurnar af
hólmi. Þvert á móti munu þau hafa
aukin not fyrir þær. System 390
umhverfið frá IBM var enda hannað
til að vera opið fyrir víðtækum teng-
ingum, öflugri stjórntækni og sam-
verkandi vinnslugetu á víðum grunni.
Því meira af gögnum, sem á að
geyma, meðhöndla, dreifa og hafa
umsjón með, þeim mun meira er
notagildi stórtölvunnar. Staðametin
hafa ekki aðeins hag af styrk og
afkastagetu stórtölvunnar í sam-
bandi við gagnaflutning, kerfisþjón-
ustu, netstjórn og hugbúnaðardreif-
ingu. Stórtölvan gefur að auki kost
á óviðjafnanlegum möguleikum við
endursköpun netumhverfa, sem hafa
hrunið, og við geymslu hvers konar
gagna, sem þarf að komast að með
skjótum hætti. Síflóknari og stöðugt
fullkomnari vinnslukerfi gera vax-
andi kröfur um stærð minnis og
mikinn vinnsluhraða. Stefnt er að
því, að netstýringar og stjórn gagna-
flutninga á netum fari í einn farveg,
sem gerir það kleift að stjóma marg-
þátta netum sem eitt væri. Ný og
háþróuð verkefni svo sem á sviði
margmiðlunar bæta enn einni magn-
þörfínni við og flest ber að sama
brunni; Þörfin fyrir afl stórtölvunnar
í framtíðinni verður ekki síður brýn
en hún er í dag.
Einn kostur stórtölvuumhverfís er
ótalinn og er það meðferð öryggis-
mála. Eftir því sem tölvuumhverfi
er stærra í sniðum, þeim mun meira
vægi hafa öryggismálin. Stjórn þarf
áð hafa á gögnum og geymslu gagna.
Eftirlit þarf að hafa með að öryggis-
reglur virki. Gögn þarf að vernda
gegn óheimilum aðgangi, að þeim
sé breytt eða þeim eytt. Styrkleiki
stórtölvunnar við vernd viðkvæmra
gagna erí reynd hafinn yfir allan
vafa. Stjórn er auðveldari og eftirlit
markvissara á stórtölvu heldur en á
tíu niðurfærðum miðtölvum eða þús-
und einkatölvum með jafnmörgum
möguleikum til mistaka og ómetan-
legum kostnaði, ef illa tekst til.
Kostir einkatölvunnar snúa fyrst
og fremst að notandanum og frelsi
hans til að nota búnaðinn að vild
innan þess ramma sem honum er það
fæært. Því minna sem umhverfið er
hentar einkatölvan betur. Verulega
þarf að vanda til við uppbyggingu
og rekstur staðarneta og þeim mun
betur sem þau verða meiri að vöxt-
um.
Höfuðatriði í þessu máli er að sjálf-
sögðu kostnaður. Fagstofnanir og
fagtímarit spá frekari kostnaðar-
lækkunum á stórtölvum og hafa jafn-
framt komist að athyglisverðum nið-
urstöðum, sem stangast á við fyrri
væntingar. Rækilega unnar athug-
anir hafa leitt í ljós, að kostnaður á
notanda í PC-staðarneti á fimm ára
tímabili er allt að þrefaldur á við
notanda í stórtölvuumhverfi. Aðstoð
við uppsetningu og rekstur staðar-
neta er allt að sextán sinnum meiri
í raun en gert hafði verið ráð fyrir
við ákvarðanatöku. Stórtölvumar
standa miðtölvunum fyllilega á
sporði kostnaðarlega séð og hafa þá
tæknilega og rekstrarlega yfirburði
í kaupbæti.
Af framangreindu verða þær nið-
urstöður helst dregnar, að stórtölvan
er fjarri því að hafa runnið skeið sitt
á enda. Þvert á móti mun hún fá
nýtt og aukið hlutverk í framtíðinni.
Tölvur
Hún verður kostnaðarlega hagstæð-
ur valkostur í réttu umhverfi. Hún
mun styrkja einkatölvu- og staðar-
netarekstur með yfirburðum í
geymslurými og aðgangshraða. Hún
byggir á 40 ára reynslu og fjárfest-
ingu í hugbúnaði. Kostir varðandi
vinnsluöryggi og eftirlit era ótvíræð-
ir. Athygli vekur, að IBM 4381-tölv-
urnar víðkunnu era almennt ekki
leystar af hólmi með minni einingum.
Þvert á moti era þær fremur leystar
af hólmi með nýjum og öflugum stór-
tölvum til að takast á við nýtt, aukið
og breytt hlutskipti. Sérstakan gaum
þarf að gefa að ráðum ráðgjafa, sem
gera róttækar tillögur um niður-
færslu og gleymdum kostnaðarliðum
í sambandi við slíkt.
Og svo era hjólaskautarnir enn í
fullu gildi og verða um ófyrirsjáan-
lega framtíð.
Heimildir: Við samningu greinar
þesarar var meðal annars stuðst við
eftirfarandi heimildir: Erindi Will-
iams G. Wilsons, AGM Enterprize
Systems, The Future of the Main-
frame, október 1992. Computer
World 7. september 1992. Gartner
Group, RAS Services, júlí 1992. Xep-
hon plc., nóvember 1992. Business
Weekly, maí 1992.
Höfundur er markaðsstjóri hjá
Nýheija hf.
Skýrr með neteftir-
litskerfi frá HP
SKÝRSLUVÉLAR ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr) hafa fest
kaup á Hewlett Packard Open View neteftirlitskerfi til að fá yfirsýn
yfir háhraðanet Pósts og síma alla leið inn í tölvur notenda. Þetta
kerfi gefur kost á að fylgjast með búnaði viðskiptavina Skýrr m.a.
nýtingu diskarýmis. Einnig er unnt að stjórna öryggisafritun og
gera fyrirbyggjandi ráðstafanir ef diskarými er að fyllast.
Að sögn Jóns Þórs Þórhallsson- | arlaus. Lengst af hefur aðeins verið
ar, forstjóra Skýrr, starfrækir fyrir-
tækið viðamikið samskiptanet eða
svokallað Alnet sem unnt er að
tengja við flestar vélagerðir. Mark-
miðið er að notendur verði ekki
sérstaklega varir við netið og um-
ferðin um það sé greið og hindrun-
möguleiki á að fylgjast með ástandi
fastra leigulína en skort hefur tæki
til að hafa eftirlit með háhraðanet-
inu. Hið nýja kerfi gefur til kynna
ef röskun verður einhvers staðar á
leiðinni frá móðurtölvunni inn á ein-
menningstölvu notandans.
Kentruck
LYFTARAR
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25.
Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1
• Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c 02
§■1
0*0*
3<Q
1=8
3
3
C
3
Ox
Q
<
Os
c
o
Q Q'
sft
Q =;
=?o
3
a