Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 35

Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 Valdimar Valdimars son - Minning Fæddur 18. febrúar 1954 Dáinn 9. febrúar 1993 Valdi vinur minn og fyrrum starfsfélagi er dáinn, aðeins 38 ára gamall. Valdi Vald, eins og hann var allt- af kallaður af vinum sínum, fædd- ist 18. febrúar 1954 á Akureyri. Ég kynntist Valda vorið 1981 er ég hóf starf hjá Slökkviliðið Reykja- víkur, en þá var hann búinn að starfa þar í tvö ár. Við urðum strax miklir mátar, enda fann ég hversu gott var að umgangast hann. í sjö ár vorum við á sömu vakt. Hann var ósérhlífinn og duglegur í starfi, enda reynir oft á þann þátt í starfí slökkviliðsmannsins. Oft var gaman að fylgjast með Valda er honum var falið eitthvert ákveðið verk eða hann tók eitthvert verkefni fyrir. Þá fór hann í það af krafti og gaf ekkert eftir fyrr en því var lokið. Valdimar kvæntist Jónu Guð- mundsdóttur 17. júní 1978. Eignuð- ust þau eina dóttur, Fanneyju Dögg, sem nú er 13 ára. Hún var mikill sólargeisli í lífí Valdimars. Valdimar og Jóna slitu samvistir 1990. Ég minnist margra góðra stunda með Valda, bæði innan vaktar og utan. Við ferðuðumst saman til Svíþjóðar og Þýzkalands, en hæst ber þó sennilega ferðina til Mall- orca. Hann bauð mér í siglingu á seglskútu sem hann hafði eignast hlut í. Þessi ferð er mér ógleyman- leg. Þama sigldum við meðfram ströndinni og þá kynntist ég sjóar- anum Valdimar. Valdi var tilfinninganæmur mað- ur þótt ekki léti hann það uppi við hvern sem var og mikill vinur var hann vina sinna. Eitt sinn var ég að mála húsið hjá mér, þá birtist Valdi í málningargallanum óbeðinn til að hjálpa mér. Eins kom hann að heimsækja mig hvem dag er ég lá á spítala fyrir nokkm. Erfiður sjúkdómur kom upp hjá Valdimar sem varð þess valdandi að hann þurfti að láta af störfum hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Það var því sárt að loksins þegar hann var að ná tökum á sjúkdómnum lenti hann í hörmulegu slysi sem kostaði hann lífið. Sambýliskonu hans, Guðrúnu Svanhvíti Sigurðardóttur, dóttur hans Fanneyju Dögg og öðmm að- standendum votta ég mína dýpstu samúð, en minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar allra. Björn Gíslason. Þegar ég frétti af láti félaga míns sem lést af slysfömm 9. febr- úar síðastliðinn langt um aldur fram, varð mér bilt við. Þó að ekki hafí lífið alltaf verið auðvelt hjá félaga mínum undanfarin ár átti ég þó ekki von á að fá svona vá- lega frétt. Valdimar Valdimarsson fæddist á Akureyri 18. febrúar 1954. Hann lauk gagnfræðaprófi 1971 og fór í vélanám, en lauk því ekki, heldur fór þá út á vinnumarkaðinn og hóf störf hjá ÍSAL. Þar vann hann í átta ár eða þar til hann hóf störf í Slökkviliði Reykjavíkur. Frá 1980 höfum við verið vinnufélagar eða þar til 1989 er ég hætti þar störfum. Valdimar kvæntist Jónu V. Guð- mundsdóttur árið 1978 og eignuð- ust þau eina dóttur, Fanneyju Dögg, árið 1979. Var hún ætíð uppáhald föður síns. Valdimar og Jóna slitu samvistir árið 1990. Foreldrar Valdimars voru Valdi- mar Jakobsson og Fanney U. Krist- jánsdóttir, en þau era bæði látin. Foreldramissirinn varð honum erfíð raun, en þau létust með fárra ára millibili. Valdimar hóf sambúð með Guð- rúnu Svanhvíti Sigurðardóttur og minntist hann oft á hve ánægður hann væri með þetta samband, en hún gengur með fyrsta barn þeirra um þessar mundir og var eftirvænt- ingin hjá þeim mikil. Þegar horft er aftur í tímann er margs að minnast. Valdi var góður vinnufélagi og tókst með okkur ágæt vinátta sem hélst til dauða- dags. Ég minnist þeirra tíma er við vomm þjálfaðir í að slást við elda og okkur kennt að bijóta eldinn niður á réttan hátt. Reyndar má segja að eldurinn verði vinur slökkviliðsmannsins þegar hann hefur náð tökum á þessum mikla skaðvaldi og skilið eðli hans og hættur. Valdi var sérlega ósérhlíf- inn við störf sín, og var gott að vinna með honum í reykköfun þar sem hættur em miklar og menn þurfa að treysta hver öðrum alger- lega. En eldurinn birtist okkur líka með öðru móti. í því tilfelli lét hann í minni pokann fyrir þeim ógnvaldi sem svo margan hefur leikið grátt. Margar stundir eru minnisstæðar utan vakta. Til að mynda þegar við vaktfélagarnir hittumst á góðra vina fundum. Eins og þegar farið var í ferðalög á sumrin. Þar var ætíð gott að hafa Valda með. Hann var skemmtilegur og lék ætíð á als oddi. Einnig fóram við báðir með fjölskyldurnar til Mallorca, en þar átti Valdi hlut í seglskútu og voru það ánægjulegir dagar sem við átt- um og minnast börnin mín enn á þá daga. Nú eru það minningarnar einar sem eftir sitja í huganum, minning- ar um góðan dreng sem aldrei mátti aumt sjá pg setti hann stund- um ofan í við mig vegna þess að ég sýndi þessu ekki eins mikinn skilning og hann. Jafnframt slökkvistarfí stþrfuðum við saman Sverrir Krístjánsson verksijóri Fæddur 7. janúar 1931 Dáinn 9. febrúar 1993 í dag kveðjum við vegagerðar- menn látinn félaga okkar, Sverri Kristjánsson verkstjóra, sem lést að heimili sínu, Hörðalandi 24 í Reykjavík, 9. febrúar síðastliðinn, langt um aldur fram. Sverrir hafði átt við vanheilsu að stríða í nærri tvö ár. Hann barðist hetjulegri bar- áttu við erfiðasta sjúkdóm okkar tíma, en eigi má sköpum renna. Sverrir var fæddur á Akureyri, sonur Vilborgar Guðjónsdóttur ætt- aðrar frá Eyrarbakka og Kristjáns Friðriks Helgasonar frá Akureyri. Hann var eitt fjögurra barna þeirra hjóna, hin eru Guðrún Margrét, Bryndís og Birgir. Sverrir ólst upp á Akureyri til fullorðinsaldurs, en dvaldi frá sjö ára aldri fram að fermingu öll sumur hjá Guðfinnu ömmu sinni að Skúmstöðum á Eyr- arbakka, var þetta heimili ömmu hans honum einkar kært alla tíð síðan. Einnig var Sverrir eitt sumar með föður sínum við gæslu á sauð- fjárveikigirðingu milli Eyjaíjarðar og Bárðardals. Minntist hann oft á þann tíma með sérstakri ánægju um þá vem sína í óbyggðum lands- ins. Sverrir fluttist til Reykjavíkur 1953 og vann á ýmsum stöðum, meðal annars hjá Pétri Snæland hf. Árið 1954 gekk hann að eiga Erlu Ingileifu Björnsdóttur Halldórsson- ar leturgrafara og Guðfínnu Guð- mundsdóttur konu hans. Sverrir og Erla eignuðust þijár dætur, Guðrúnu Vilborgu, búsett í - Minnmg Garðabæ, gift Ingimar H. Ingimars- syni og eiga þau tvo drengi; Guð- fínnu, búsett að Einarsstöðum í Þingeyjarsýslu, gift Eini Viðari Bjömssyni og eiga þau tvo drengi og tvær stúlkur; og Hjördísi, búsett í Hafralækjarskóla, gift Gisla Harj aldssyni og eiga þau tvo drengi. Erla og Sverrir slitu samvistir 1967. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Magnúsdóttur, árið 1982, jiau eignuðust einn son, Sverri Orvar, f. 1979. Árið 1959 réðst Sverrir til Vega- gerðarinnar. Fyrstu árin vann hann við sprengingar víðs vegar um land- ið, meðal annars mikið í Reykjanes- brautinni nýju sem var verið að leggja á þessum árum. Einnig vann hann á vegheflum og var sendur af Vegagerðinni til að kynna sér nýjar vinnuaðferðir með vegheflum. Sverrir ferðaðist síðan um landið næstu árin og þjálfaði hefilstjóra og hélt námskeið og kenndi nýlið- um. Hann kynntist þannig fjöl- mörgum mönnum víðsvegar um landið og naut þess síðan í sumar- - leyfum sínum að heimsækja vinnu- flokka Vegagerðarinnar og heilsa uppá gamla nemendur sína. Sverrir var verkstjóri á Hellisheiði í fjölda- mörg ár og stjómaði snjómokstri þar og um Þrengsli og fómst honum þau störf vel úr hendi. Hann sýndi æðruleysi og öryggi þegar veðrin vom sem verst og kunni að útbúa sig vel og sá um að tækin væm einnig vel útbúin ef það var á hans færi að koma því við. Ekki man ég eftir því að neitt óhapp hafí hent hann við störf sín á heiðinni í öll þessi ár og segir það sína sögu því að ekki er auðvelt að vera við störf í þeim veðmm sem þar stundum geisa. Aftur á móti eru þeir ferða- menn ótaldir sem hann hjálpaði á heiðinni með bilaða bíla sína eða höfðu lent í einhverjum vandræð- um, í slíkum tilfellum var hann allra manna hjálplegastur. Hann kom alstaðar vel fyrir og var fljótur að eignast traust og vináttu þeirra sem hann umgekkst. Að leiðarlokum vil ég minnast Sverris, þessa sprstaka prúðmennis, sem var ávallt glaður og með gam- anyrði á vör á hveiju sem gekk. Með honum er genginn góður fé- lagi. Fjölskyldu Sverris votta ég dýpstu samúð mína. Eyvindur Jónasson. í sjúkraflutningum, þar sem oft var horfst í augu við hörmungar lífsins og þær dökku hliðar sem fylgja öllum samfélögum. Auk þess að vera alltaf reiðubú- inn til aðstoðar félögum sínum, var Valdi mikill tilfinningamaður. Hann hafði oft ekki trú á sjálfum sér og fannst hann vera vonlaus á stund- um. En þegar leitað var til hans og honum treyst fyrir hlutum, skil- aði hann sínu hlutverki eins og best varð á kosið. Við Guðrún og dætur okkar þökkum honum samfylgdina og vottum öllum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Mig setti hljóðan þegar mér var tilkynnt um lát vinar míns_ Valdi- mars Valdimarssonar. Áleitnar spumingar leita á hugann. Hvers vegna er ungur maður í blóma lífs- ins hrifínn burt úr þessum heimi, frá ungri dóttur sinni og sambýlis- konu sem gengur með annað bam hans. Það er hveijum manni nauð- syn að eiga tryggan vin og voram við svo lánsöm að eiga slíkan vin í Valda. Við Valdi, eins og hann var oftast kallaður, töluðum oft um Mallorca-ferð sem fjölskyldur okkar fómm saman 1987. Þessi ferð var mjög skemmtileg og var það ekki síst Valda að þakka með alla sína brandara á færibandi. Valdi var ekki að koma til Mall- orca í fyrsta sinn því að hann keypti hlut í skútu sem hann sigldi á nokkmm sinnum ásamt fyrverandi eiginkonu sinni og dóttur. Valdi var mikill sjómaður í sér, enda gamall sjóari og hafði yndi af hafinu því hann var mikill sundmaður. Hann orðaði það oft við mig hvað það væri gaman að flytjast til Spánar og eyða elliáranum þar, en örlögin tóku í taumana. Elsku Fanney mín, þín sorg er mest og vonum við að góður Guð styrki þig og hjálpi þér að komast yfír þessa miklu sorg. Að lokum viljum við þakka Valda samfylgdina og biðjum honum blessunar á æðri tilverastigum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Erfidrvkkjur GIa*sileg kaiti- hlaðborð lallegir salir og mjög góð þjónustíL Upplýsingai’ í sínia 2 23 22 m FLUGLEIDIR UlTEL LOFTLEIVIR Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur. ívar Magnússon og fjölskylda. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífíð sér dyra, og nú er það farið. Að kvöldi 8. febrúar síðstliðinn var hringt í okkur frá Reykjavík. Sorgarfréttir, hann Valdi vinur okk- ar hafði lent í alvarlegu slysi fyrr um daginn og læknamir gáfu enga von. Enga von til að halda í, enga von um að við myndum hitta Valda aftur. Nokkmm klukkustundum seirrna var svo hringt aftur, allt var búið, hann Valdi var dáinn. Ótal hugsanir og minningar flugu gegnum hugann. Af hveiju þurfti þetta að gerast, einmitt nú þegar svartasta skammdegið virðist að baki og það var að birta til? Innan skamms var svo von á litlu barni, litlum sólargeisla til að gefa lífínu ennþá meiri birtu og yl. Við kynnstumst Valda í gegnum Slökkvilið Reykjavíkur, þegar hann og Kjartan voru þar vinnufélagar, áður en við fluttumst til Akureyrar. Valdi var myndarlegur og hárð- duglegur til vinnu, en þó fyrst og fremst viðmótsþýður og góður drengur og þannig munum við minnast hans. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, min veri vöm i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. Við sendum ástvinum Valda, en þó fyrst og fremst dóttur hans og sambýliskonu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá Akureyri, Kjartan og Helga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.