Morgunblaðið - 16.02.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
+ Ástkær eiginmaður minn, ANDRÉS OTTÓSSON,
lést laugardaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna,
Helga Ólafsdóttir.
+ Bróðir okkar, HELGI PÁLSSON frá Seljaiandi, Fljótshverfi,
lést á Sólvangi 13. þessa mánaðar. Systkinin.
• t
Móðir okkar,
SÆUNN FRIÐJÓNSDÓTTIR,
Flókagötu 60,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 14. febrúar.
Margrét Rún Sigurmundsdóttir, Úlfur Sigurmundsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BRÍET MAGNEA STEFÁNSDÓTTIR,
andaðist á dvalarheimilinu Skjólgaröi, Höfn, Hornafirði, sunnudag-
inn 14. febrúar.
Helga Pétursdóttir, Hörður Valdimarsson,
Eysteinn Pétursson, Aldfs Hjaltadóttir,
Kristi'n Pétursdóttir, Ágúst Alfreðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
STEINGRÍMUR EGGERTSSON,
Ránargötu 1,
Akureyri,
lést laugardaginn 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar
kl. 13.30.
Heiðrún Steingrímsdóttir, Þorsteinn Jónatansson,
Karl Hróðmar Steingrimsson, Katri'n Guðmundsdóttir,
Cecilia Steingrímsdóttir, Jón Hallgri'msson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
G. LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. febrúar
kl. 13.30.
Þorsteinn Hörður Björnsson, Arnheiður Einarsdóttir,
Þórir Einarsson, Renate Einarsson,
Sigríður Erna Einarsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINÞÓR ÁSGEIRSSON
frá Gottorp,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. febrúar
kl. 15.00.
Kolbrún Steinþórsdóttir,
Auður Steinþórsdóttir, Emil Als,
Ásdfs Inga Steinþórsdóttir,
Þorgeröur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Oddgeir Jónsson
iðn verkamaður
Fæddur 4. júlí 1905
Dáinn 8. febrúar 1993
Þá er hann Oddgeir vinur minn
látinn. Hann lifði langa og farsæla
ævi; hann lifði sem nefnt er vamm-
lausu lífi, vildi öllum vel. Slíkt er
hægt að segja um Oddgeir við leið-
arlok. Hann lifði í rúm 87 ár á
þessari jörð, blessaður karlinn.
Oddgeir var fæddur í Vola í Ár-
nessýslu. Þar fæddist einnig hinn
merki skólamaður Freysteinn
Gunnarsson. Oft ræddum við Odd-
geir um þennan stað. Foreldrar
hans voru Jón Þorleifsson, kirkju-
garðsvörður í Hafnarfírði, frá
Vatnsholti í Flóa (f. 14. september
1879, d. 29. nóvember 1954) og
Guðlaug Oddsdóttir, kona hans, frá
Minni-Mástungu í Gnúpveijahreppi
(f. 6. júní 1877, d. 26. júlí 1953).
Æskuspor Oddgeirs lágu á ýms-
um stöðum í Ámessýslu. Bama-
skólanám stundaði hann á Stokks-
eyri. Námsmaður var hann vel í
meðallagi. Þess vegna sótti hann
um inngöngu í framhaldsskóla -
Flensborgarskóla í Hafnarfírði. Þar
varð hann að hætta námi, langt
kominn með 2. bekk. Leyfði fjár-
hagurinn ekki frekari skólagöngu.
Var það þungbært fyrir Oddgeir
sem þráði það heitast að mennta
sig. Oft minntist hann á þetta við
mig. Og þeir voru, því miður, marg-
ir sem urðu að sæta svipuðum ör-
Iögum fyrr á tíð. Vel mundi Odd-
Útför +
ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR
frá Blöndudalshólum,
verður gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju laugardaginn 20. febrúar
kl. 14.00.
Aðstandendur.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
MARÍA K. PÁLSDÓTTIR
frá Höfða, Grunnavíkurhreppi,
áður til heimilis á Stýrimannastfg 13,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. febrúar
kl. 15.00.
Maríus Jónsson
Inga Maríusdóttir, Jón Alfreðsson,
Óskar Maríusson, Kristbjörg Þórhallsdóttir,
Steinunn Mari'usdóttir, Sæþór Skarphéðinsson,
María Maríusdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir,
mágur og afi,
ÓLAFUR B. JÓHANNESSON,
Gyðufelli 10,
Reykjavík,
sem andaðist 8. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Slysavarna-
félag íslands njóta þess.
Hjördís Antonsdóttir,
Bjarni Ólafsson, Dagmar Kristjánsdóttir,
Jóhannes Olafsson, • Svanhildur Guðlaugsdóttir,
Aðalheiður Bjarnadóttir,
Dóra Jóhannesdóttir, Ingi Þorbjörnsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS ODDGEIRS JÓNSSONAR,
Tómasarhaga 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hafnarbúða fyrir langa
og góða aðhlynningu.
Fanney Jónsdóttir,
Baldur Hrafnkell Jónsson, Edda Margrét Jensdóttir
og barnabörn.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir og bróðir,
VALDIMAR VALDIMARSSON
fyrrverandi brunavörður,
sem lést af slysförum 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Lang
holtskirkju í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, kl. 15.00.
Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir,
Fanney Dögg Valdimarsdóttir,
Kristján Valdimarsson.
L E GSTERNAR
Vetrartilboð
©rdiift s/P
HELLUHRAUNI 14 ■ 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707
geir kennarana, er þá kenndu við
Flensborgarskóla. Oft gat hann um
sr. Þorvald Jakobsson, afa Vigdísar
forseta, þennan snaggaralega ná-
unga, er gerðist kennari á efri
árum. Oddgeir mundi marga skóla-
félaga sína frá þessum tíma, eins
og Emil Jónsson, er var óvenju
mikill námsmaður og útskrifaðist
stúdent frá MR aðeins 16 ára að
aldri. Vafalítið hefði Oddgeir orðið
menntamaður, ef aðstæður hefðu
leyft. En hann átti eftir að hasla
sér starfsvöll annars staðar og skil-
aði dijúgu ævistarfí.
Ungur stundaði Oddgeir vöru-
bílaakstur í Reykjavík. Einnig var
hann innanbúðar hjá tóbakskaup-
manninum R.P. Leví, sem auglýsti
vörur sínar með áhrifamiklum
hætti, eins og kunnugt er.
Meginævistarf Oddgeirs Jóns-
sonar var við ullariðnað. Hann stóð
við vélar á þeim vettvangi næstum
hálfa öld, lengst á Frakkastíg í
Ullarverksmiðjunni Framtíðinni.
Starf sitt sem iðnaðarmaður vann
Oddgeir síðast í Álafossi, þá kominn
yfír sjötugt. Á „Ári iðnaðarins“ fýr-
ir allmörgum árum var hann heiðr-
aður sérstaklega fyrir langt og far-
sælt starf í þágu íslensks iðnaðar.
Heiðursskjalið setti Oddgeir í
ramma, eins og því hæfði. Eg fann
að honum þótti vænt um þessa við-
urkenningu.
Oddgeir bjó í leiguíbúð, lengi á
Skólavörðustíg 30, síðar á Grettis-
götu. En þegar hann varð sjötugur
festi hann kaup á lítilli íbúð í Teiga-
seli 5. Þar kunni hann vel við sig,
út af fyrir sig með sínar persónu-
legu eigur. Talsvert átti hann af
bókum, og þær voru ekkert rusl.
Oddgeir var heimilisvinur hjá
okkur hjónum. Oft buðum við hon-
um í mat, blessuðum gamla mann-
inum. Víst kunni hann vel að meta
það, einstæðingur eins og hann
var, eftir að hann missti konu sína
árið 1955. Hún hét Jónína Helga
Sigurðardóttir. Hún var fædd árið
1910, frá Litla-Kollabæ í Fljótshlíð.
Þeim auðnaðist aðeins 19 ára sam-
búð. Sonur þeirra, Sigurður Niku-
lás, fæddist 1. mars 1939, er BA
að mennt í landafræði og sögu frá
HÍ og hefur stundað kennslu í
bama- og framhaldsskólum hér
heima og á Grænlandi. Lagði Odd-
geir mikið kapp á að sonurinn hlyti
góða menntun og þyrfti ei að lúta
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga fri kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
ölóm, krarisar
00 skreyti ngar.
Opíð til kl. 22.
Vesturgötu 4, sími 622707