Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 37
sama örlagadómi og hann forðum.
Góð og löng kynni verðskulda
að þeirra sé minnst. Það varð ég
og að gera þegar Oddgeir vinur
minn er allur. Hann brást aldrei.
Glaður og reifur var hann jafnan.
Síðustu tvö árin var hann vistmaður
á Elli- og hjúkrunárheimilinu Grund
hér í borg. Þar leið honum víst
sæmilega, þó að andlegur þróttur
væri þverrandi. Hann andaðist í
þeirri stofnun mánudaginn 8. febr-
úar 1993.
Á sjötugs-, áttræðis- og áttatíu
og fimm ára afmælinu heimsótti
ég Oddgeir, eins og vera bar. Flutti
ég honum ljóð í öll skiptin, sem
hann kunni vel að meta. Þegar
hann varð 80 og 85 ára héldu vinir
hans í Hafnarfirði, Inga og Hjörleif-
ur á Þúfubarði 11, veislu fyrir hann,
og þar sátu vinir hans með honum
góða stund.
Kvaddur er sannur heiðursmað-
ur.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Langri lífsgöngu er lokið. Odd-
geir vinur minn lést í sjúkradeild
Grundar 8. þ.m. 87 ára að aldri.
Hann var vistmaður á Grund síð-
ustu árin, en á sjúkradeild aðeins
nokkrar vikur.
Oddgeir kvæntist' föðursystur
minni, Helgu Sigurðardóttur, 15.
maí 1936, fæddri að Litla-Koílabæ
í Fljótshlíð. Þau bjuggu lengst á
Skólavörðustíg 33. Helga lést 28.
janúar 1955. Þau eignuðust soninn
Sigurð, sem nú er kennari við
Menntaskólann á Laugarvatni.
Þar sem ég var sveitabarn fyrstu
ár ævinnar varð gleði í huga þegar
Oddgeir og Helga komu í heimsókn
og þau bættu við gleði barnsins og
tóku það með til Reykjavíkur. Fjög-
urra ára telpan fór með þeim í þetta
mikla ferðalag. Það var engin smá-
ferð fyrir nærri sextíu árum, að
fara úr Fljótshlíðinni alla leið til
Reykjavíkur.
Þegar fjölskylda mín fluttist til
borgarinnar varð styttra milli vina
og margar voru ferðimar milli
heimilanna.
Þegar ég stofnaði heimili og
Oddgeir er orðinn einn, sonur hans
búsettur í öðru landi, urðu þau
mörg jólakvöldin og áramótin sem
við héldum saman. Fyrir kom á
góðum sumardegi, að við fórum í
bíltúr austur í sveitir. Rifjaðist þá
upp fyrir Oddgeiri þegar hann var
í sveit að sumrinu. Við það að hlusta
á frásögn hans, sá ég í huganum
lítinn dreng vaða flóðin í Ölfusinu,
með heybandslestina eða koma með
pokann sinn, sitjandi á hestvagni
yfir Hellisheiðina á leið til Reykja-
víkur og áfram þaðan gangandi til
Hafnarfjarðar.
Þar dvaldist hann hjá foreldrum
sínum og fór einn vetur í Flens-
borg. Því miður varð skólaganga
hans ekki lengri þrátt fyrir góða
námshæfileika.
Oddgeir var einn af tólf bömum
Jóns Þorleifssonar kirkjugarðsvarð-
ar í Hafnarfirði og Margrétar Eyj-
ólfsdóttur. Hann fór í fóstur til föð-
urbróður síns, Bergs Jónssonar, og
Ingibjargar Halldórsdóttur, en hún
var ekkja Benjamíns Halldórssonar
og urðu böm Ingibjargar og Benj-
amíns fóstursystkini Oddgeirs. Mik-
il vinátta var með þeim og börnum
þeirra. Bergur og Ingibjörg bjuggu
á Stokkseyri og þar var Oddgeir
fermdur. Eftir það fluttust þau til
Reykjavíkur. Oddgeir bjó með þeim,
þar til hann stofnaði sitt eigið heim-
ili. Hann var þá farinn að vinna í
Ullarverksmiðjunni Framtíðinni.
Stóð hann við spunavélina í tugi
ára. Þegar Framtíðin hætti að
starfa fékk hann vinnu í ullarverk-
smiðju Álafoss og vann þar til sjö-
tíu og fimm ára aldurs.
Hver kynslóð er örstutt ung
og aftur til grafar ber
en eilífðaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur sm órisinn er.
(Tómas Guðmundsson.)
Við Jón vottum aðstandendum
innilega samúð og þökkum Odd-
geiri af hjarta fyrir samfylgdina.
Jóna Sigurðarsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
37
Minning
Björk Jónasdóttir
Fædd 12. desember 1930
Dáin 28. janúar 1993
Elskuleg föðursystir mín, Björk
frænka, er látin, aðeins 62 ára að
aldri. Heilsufarið var henni alla ævi
fjötur um fót, en þrátt fyrir það var
lundin létt og stutt i glensið og
gamanið og má segja að geislað
hafí út frá henni.
Björk frænka fæddist á Húsavík
12. desember 1930. Foreldrar henn-
ar voru Oddfríður Skúladóttir, f.
10. júní 1897, d. 1955, og Jónas
Jónason skósmiður á Húsavík, f.
27. nóvember 1895, d. 1970. Böm
Oddfríðar og Jónasar voru. Skúli,
f. 1925, kvæntur Guðrúnu Guð-
mundsdóttir og eiga þau fimm börn;
Kristín, f. 1926, d. 1941; Helgi, f.
1927, d. 1991, kvæntur Elsu Sig-
urðardóttur og eiga þau fimm börn;
Reynir, f. 1928, kvæntur Kristínu
Axelsdóttur og eiga þau fjögur
börn. Yngst þessara systkina var
Björk.
Björk ólst upp á Húsavík með
foreldrum og systkinum. 17 ára að
aldri veiktist hún af berklum og
þurfti næstu sex árin að dveljast á
sjúkrastofnunum. Á Vífilsstöðum
kynntist hún Stefáni Jónssyni, f.
1927, bifvélavirkja frá ísafirði. Á
afmælisdag móður sinnar árið 1956
gengu þau Björk og Stebbi í hjóna-
band. Einkasonurinn, Jónas, fædd-
ist þeim 27. desember 1958, og
má segja að hann hafi verið sólar-
geislinn þeirra í lífínu og það sem
allt snerist um. Þau bjuggu sér
heimili í Hafnarfírði, fyrst bjuggu
þau á Lækjargötu 18, þangað til
1971_að þau fluttust að Hverfisgötu
57. Á sl. ári fluttust þau síðan í
nýja íbúð að Lækjarbergi 25, en
vistin þar varð því miður ekki löng
hjá frænku.
Þegar ég var krakki á Húsavík,
þá var það tilhlökkun á hveiju sumri
að þau kæmu norður í heimsókn.
Þá þurftum við systkinin að sýna
frænkunni það sem markvert var
og hafði breyst í bænum frá því
að þau höfðu komið síðast.
í júlí 1988 var haldið ættarmót
að Hóli í Siglufírði. Þangað komu
Björk og Stebbi og nú hafði tengda-
dóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
bæst í hópinn. Samband þeirra
tengdamæðgna var ávallt innilegt.
Ég man það svo vel, hvað hún
frænka mín var stolt, því að nú var
fjölskyldan hennar að stækka, en
lengi hafði hún beðið eftir því. Þessi
helgi var mjög ánægjuleg. Veðrið
var eins og það best getur verið
og ýmislegt brallað.
Síðast komu þau Björk og Stebbi
í heimsókn til mín á Akureyri, sum-
arið 1990. Þetta var svolítið sér-
stakt. Það var föstudagur og fjöl-
skylda mín var að fara til Mallorca
á þriðjudaginn eftir helgina. Ýmis-
legt var það sem ég þurfti að út-
rétta áður en við færum. í miðjum
þessum útréttingum fékk ég þá
hugdettu að ég þyrfti að kaupa ís
og fara með hann heim svo hann
bráðnaði ekki. Þetta fannst dætrum
mínum eitthvað skrýtið, að þurfa
endilega að kaupa ís og fara með
hann heim. En ég var ákveðin, ísinn
var keyptur og við fórum heim. Við
vorum ekki nema rétt komnar heim,
ég hljóp inn með ísinn, stelpumar
vora úti og biðu eftir mér og ég
heyri að þær era að tala við ein-
hveija. Era þá ekki Björk og Stebbi
komin. Þetta var yndisleg heim-
sókn. Við fórum svo í bæinn og við
frænkurnar skottuðumst í búðir og
skemmtum okkur, en á meðan beið
Stebbi eftir okkur. Á eftir fórum
við síðan heim og fengum okkur
kaffí, skoðuðum myndir af barna-
bömunum hennar og spjölluðum.
Af þessari heimsókn hefði ég ekki
viljað missa.
Barnabörnin hennar, þau Sunna
Björk, Þorri Jarl og Aron Breki,
fengu notið ömmu sinnar alltof
stutt. Þau vora yndið hennar síð-
ustu árin og hún ljómaði þegar hún
talaði um þau.
Síðasta árið var henni erfitt, spít-
alalegur með stuttum viðverum
heima á milli. Hún var þó alltaf
kát, heim komst hún síðast rétt
fyrir afmælisdaginn sinn og gat
verið heima í faðmi íjölskyldunnar
um jólahátíðina. Síðasta lega henn-
ar var ekki löng og kátínuna missti
hún aldrei.
Hinn 4. febrúar sl. var Björk
frænka jarðsett frá Hafnarfjarðar-.
kirkju. Það sem setti svip sinn á
þessa fallegu athöfn var að sólin
sendi geisla sína inn um glugga
kirkjunnar og dönsuðu sólargeisl-
arnir um, rétt eins og gáskinn sem-
Björk frænka bjó yfir. Minningin
er sterk og við eram öll ríkari að
hafa átt og fengið að njóta samvist-
anna við hana.
Kæra Stebbi, Jónas, Heiða og
börn. Missir ykkar er mikill, en um
leið margs að þakka. Megi.minning-
in um elskulega eiginkonu og móð-
ur gefa ykkur styrk í sorg ykkar.
Blessuð sé minning Bjarkar Jónas-
dóttur.
Jakobína Reynisdóttir.
Birting afmælis
og minningar-
greina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík, og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar era birtar
afmælisfréttir með mynd í dag-
bók um fólk sem er 50 ára eða
eldra.
Gísh Sigurður
Geirsson - Minning
Fæddur 26. desember 1957
Dáinn 28. janúar 1993
Ég ætla að minnast frænda míns
Gísla með fáeinum orðum. Ég frétti
á fimmtudagskvöld að Gísli væri lát-
inn eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm.
Gísli var sonur Bergsveinu Gísla-
dóttur móðursystur minnar og Geirs
Siguijónssonar.
Helstu minningar mínar um Gísla
frænda eru frá því að við vorum
krakkar og samgangur var meiri.
Ég var aðeins tveimur árum eldri en
hann, og lékum við okkur því oft
saman þegar við komum til Sveinu
frænku í Þúfubarði. Það var árviss
atburður að við frændsystkinin hitt-
umst að Þúfubarði 26. desember og
ættum ógleymanlegar stundir sam-
an, þvi að Gísli átti mjög samhelda
foreldra sem tóku virkan þátt í því
sem við bömin vorum að gera. Einn-
ig minnist ég stunda okkar saman
hjá afa og ömmu í Norðfirði, þar sem
við lékum í fjörunni eða í árabát sem
afi átti. Þegar við uxum úr grasi,
þá fækkaði samverastundum okkar,
eins og oft vill verða. Gísli var kvænt-
ur Kristínu Edvardsdóttur og átti
með henni þijú indæl börn.
Ég votta Kristínu, börnunum og
foreldrum Gísla Sigurðar innilega
samúð.
Kristín Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er sýndu okkur hlýhug, samúð og vin-
áttu við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar og móður okkar,
FJÓLU EINARSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Norðurtúni 22,
Bessastaðahreppi.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks við
deild 3B á Landakotsspítala, Kvenfé-
lags Bessastaðahrepps og Álftaneskórsins.
Bergur Ólafsson,
Einar Bergsson, Ólafur Bergsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Brávallagötu 48,
Reykjavi\,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. febrúar
kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta
Hjartavernd njóta þess.
Kristján G. Kristjánsson,
Kristján Birgir Kristjánsson, Anna S. Snæbjörnsdóttir,
Guðmunda Auður Kristjánsdóttir, Vilhelm Ingólfsson,
Ása Maria Kristjánsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
PÉTURS SIGURBJÖRNSSONAR,
Barónsstíg 23.
Ásta Jónsdóttir,
Guðrúnog Tómas Waage,
Ásta Waage,
Helga Waage, Helgi Hjálmarsson,
Hrefna Helgadóttir,
Magnfriður Sigurbjarnardóttir,
Páll Sigurbjörnsson, Pálína Andrésdóttir.
+
InnilegarÞakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GUÐLAUGAR TÓMASDÓTTUR
frá Hrútafelli,
sfðast vistmaður á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund.
Rútur Eggertsson, Bergljót Einarsdóttir,
Jóhannes Eggertsson, Vilborg Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andiát og útför eiginkonu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður og ömmu,
HULDU
STEFÁNSDÓTTUR,
Borgarheiði 9,
Hveragerði.
Þórir Björnsson,
Björn Þórisson, Sigrún Ingibjartsdóttir,
Jónas Þórisson, Ingibjörg Ingvarsdóttir,
Stefán Þórisson, Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Sverrir Þórisson, Kristín Þórsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug,
samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BERGS V. SIGURÐSSONAR
verkstjóra
frá Bæjarskerjum,
Stafnesvegi 2,
Sandgerði.
Pálína Þ. Theodórsdóttir,
Þorbjörg Bergsdóttir, Baldvin Njálsson,
VigdfsTh. Bergsdóttir,
Margrét Bergsdóttir,
Berglfn Bergsdóttir,
Einar Bergsson,
Hrönn Bergsdóttir,
Guðveig Bergsdóttir,
Valgerður A. Bergsdóttir,
Sigurður Skúli Bergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ellert Pálmason,
Baldur Matthfasson,
Guðmundur Hólmgeirsson,
Jón Guðmundsson,
Sverrir Ólafsson,
Elís Björn Klemenzson,
Þurfður Árnadóttir,