Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 45. Af nauðgunum og öðrum viðeigandi trakteringum Frá Helgu Kr. Einarsdóttur. HÖRMUNGAR í öðrum löndum eru tilefni mikilla heilabrota Sveins Kristinssonar, sem lesa má í bréfi til Morgunblaðsins, laugar- daginn 13. febrúar sl. í því stend- ur meðal annars að konum sé ekki „nauðgað hérlendis, nema í neyðartilvikum og þá helst í svefni". Helst er á manninum að skilja að hér sé vart þverfótað fyrir viljugum konum og þá sjald- an að bregst „Komiði með/ ég spar’ ekki féð“-bogalistin (eitt glas af barnum) sé fátt annað til ráða en að spenna bogann á ný og bíða þess, tvístígandi, að óminnishegr- inn slái viðfang kvöldsins í rot, og taki þannig ómakið af herranum. Frá mínum bæjardyrum séð er slík sturtuklefagamansemi best geymd í sturtuklefanum og færi enn betur á að hún rataði beint í niðurfallið, í stað þess að rata á síður víðlesnasta blaðs landsins, óhindrað. Staðreyndin er því miður sú að konuiri er nauðgað, alls stað- ar, og það ekki vegna þess að árásarmanninum, á barmi kyn- ferðislegrar örvæntingar, hafi virst öll önnur sund lokuð. Ætlun- in er að niðurlægja fómarlambið. Ef Sveinn Kristinsson hefur ekki heyrt af slíkum „viðeigandi trakt- eringum", eins og hann segir svo skemmtilega í fyrrgreindu bréfí, er kannski tími til kominn að hann leggi við hlustimar, fari jafnvel að eigin ráðum: „Opnaðu fyrir útvarpið, líttu í fréttadálka blað- anna. Daglega eru dæmin kynnt. Er það þó sennilega aðeins „topp- ur ísjakans“ sem þar kemur fram.“ Það hefur ugglaust komið illa við fómarlömb nauðgunar hérlendis að sjá reynslu sína hafða í flimt- ingum. Vona ég að ekki sé svo vel byrgt fyrir sálarglugga Sveins Kristinssonar að hann sjái ekki að sér. Vel er hugsanlegt að Sveinn hafí geyst fram á ritvöllinn í þvflíku ofboði að honum hafí orð- ið fíngraskortur á ritvélinni sinni, en ef hitt reynist sannara, að hon- um hafí verið fyllsta alvara, bið ég honum Guðs blessunar - ekki veitir af. HELGA KR. EINARSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, Reykjavík. LEIÐRÉTTING Lína féll niöur í minningargrein Kristjáns J. Jónssonar um Oskar G. Jóhannes- son, hafnsögumann á ísafirði, í laugardagsblaði Morgunblaðsins féll niður heil lína úr handriti og raskaðist við það samhengið. Rétt hljóðar efnisgreinin svo: „Er ég heyri góðs manns getið, mun ég minnast þín. Þetta er mér efst í huga við brottför þessa látna vijiar. í anda hans ætla ég ekki að vera langorður. Hann var einn af þeim allt of fáu sem kaus að láta verkin tala í stað orða. Það er sagt að sjald- an falli eplið langt frá eikinni. For- eldra Óskars þekkti ég vel vegna vem minnar á Djúpbátnum Fagra- nesi í mörg ár, en þau bjuggu lengi á Bæjum á Snæfjallaströnd. Það var stutt í hlýjuna hjá þeim og á þeirra heimili og sérstaklega við þá sem minna máttu sín. I mínum huga er það gulls ígildi. Óskar vemdaði þetta veganesti með sinni ljúfu framkomu alla tíð.“ Hlutaðeigendur em innilega beðnir afsökunar á mistökunum. Vinning laugarc stötur 13. feb. 1993. 'jY20)Í|f^ ÍX29j (37) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA ! 1. 5al5 1 2.356.476 i A fUfctf 4af5^ $ 2 204.679 3. 4af5 77 9.170 í 4. 3ai5 3.437 479 : Heildarvinningsupphæðþessaviku: 5.118.247 kr. % 1 UPPLÝSINGAR SIMSVARI91 -681511 lukkul!na991002 VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Penni tapaðist GULLHÚÐAÐUR Parker- blekpenni tapaðist þriðjudag- inn 9. febrúar sl. sennilega nálægt Tollstöðinni eða í mið- bænum. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í s: 72394 eða 677900. Fundarlaunum heitið. Innbrot BROTIST var inn í geymslur á Ásvallagötu 55 og meðal ann- arra hluta var stolið stórum innkaupapoka á hjólum og minni tösku, nokkurs konar leikfimitösku og gylltum gler- öskubakka á gylltum fæti sem er erfðagripur. Ef einhver skyldi verða var við þessa hluti vinsamlegast skili því á sama stað. Týndur köttur ÞESSI bröndótti fressköttur týndist frá Þingholtsstræti 26 sl. miðvikudag. Hann er þriggja ára, hvítur á bringu og stórvaxinn. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir, vinsam- lega hringi í síma 22461. l *. ^ l ■ * . *^ l * HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 ALMENNUR VEFNADUR Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir. 22. feb. - 5. apríl mánudaga og fimmtudaga kl. 19.30 - 22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skól- ans mánud. - fimmtud. kl. 14-16 í síma 17800. V VASKHUGI Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun- ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu. Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta- manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira. Tugir gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda- stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl. Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím- miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum. Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu möguleikana. (=» ^pVaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679. EITTHUNDRAÐ KLUKKUSTUNDIR! Tölvunám fyrir alla: Ritara og annað skrifstofufólk, banka- og lagermenn, húsmæður og alla aðra sem vilja hafa sitt á hreinu! Kennt er á öll helstu forrit fyrir PC- og Macintosh-tölvur. Með hverjum áf anga fylgja vönduð kennslugögn, sem . v gott er að nota sem uppsláttarrit seinna meir. Námið skiptist í níu áfanga. Þeir eru: Almenn tölvufræði, MS-DOS og Windows, Word f. Windows, Teikning og umbrot, Töflureiknir og áætlanagerð í Excei f. Windows, Gagnasafnsfræði, Stýrikerfi Macintosh-tölvu, Works og Page Maker. y Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Gjörðu svo vel, hringdu C3S Tölvuskóli Revkiavikur lrr---r-r---T.t M Botsartúni 28.105 Revkiavík. sfmk 68 75 90. faic 62 14 T8 upplýsingabxkling. TONLEIKAR Rauö áskriftarröö- Háskólabíói fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Edward Serov Einleikari: Rivka Golani EFNISSKRÁ: Alfred Schnitke: Konsert fyrir lágfiðlu Felix Mendelssohn: Sinfónía nr. 3 Miðasala fer fram alla virka daga á skrifstofu hljómsveitarinnar I Háskólabíói og við innganginn við upphaf tónlelka SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíól við Hagatorg. Simi 622255. Greiðslukortaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.