Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993
4*
ÚR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK:
Helgin 12. - 14. feb.
Helgin var annasöm hjá lög-
reglunni. Alls var tilkynnt um
38 umferðaróhöpp. Þar af urðu
slys á fólki í sex tilvikum og
grunur er um ölvun ökumanna í
tveimur tilvikum. Tilkynnt var
um 15 innbrot og níu þjófnaði,
sex líkamsmeiðingar og átta öku-
menn eru grunaðir um að hafa
ekið undir áhrifum áfengis auk
þeirra tveggja sem lentu í um-
ferðaróhöppunum. Rúmlega
fimmtíu sinnum var tilkynnt um
fok eða skemmdir vegna foks,
aðallega seinnipart föstudags og
á föstudagskvöid.
Árekstrar
Á föstudagsmorgun varð harð-
ur árekstur tveggja bifreiða á
Skothúsvegi og Sóleyjargötu.
Eftir áreksturinn kastaðist önnur
bifreiðin á umferðarljósavita sem
lagðist niður við höggið. Aðili úr
annarri bifreiðinni kvartaði yfir
eymslum og var því fluttur á
slysadeildina með lögreglubif-
reið. Skömmu síðar lentu tvær
bifreiðir saman á Reykjanesbraut
við Stekkjarbakka. Onnur bif-
reiðin kastaðist á vegrið, sem þar
er. Flytja þurfti farþega á slysa-
deild. Skömmu fyrir hádegi valt
bifreið út fyrir Vesturlandsveg í
Kjós. Ökumaður og farþegi fóru
sjálfir á slysadeild. Skömmu eftir
hádegi þurfti að flytja ökumann
og bam á slysadeild eftir árekst-
ur tveggja bifreiða á gatnamót-
um Háaleitisbrautar og Lásta-
brautar. Á laugardag varð
árekstur með tveimur bifreiðum
á Hringbraut við Melatorg. Ann-
ar ökumannanna fór sjálfur á
slysadeild. Skömmu síðar þurfti
að flytja ökumann á slysadeild
eftir harðan árekstur tveggja bif-
reiða á gatnamótum Breiðholts-
brautar og Skógarhlíðar.
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um að bifreið hefði verið
ekið á brott í Lækjargötu í óleyfí
eiganda. Sá hafði læst bifreið-
inni, en skildi lykla eftir í hanska-
hólfínu.
Bílþjófar
Á laugardagsmorgun handtók
lögreglan í Borgarnesi tvo pilta
sem höfðu stolið bifreið í Mos-
fellsbæ um nóttina. Piltarnir voru
handteknir við Botnsskála. Þeir
höfðu byijað að stela bifreið við
Flyðrugranda en skilið við hana
á Kaplaskjólsvegi. Þá tóku þeir
bifreið traustataki á Aflagranda.
Á þessari bifreið komust þeir upp
í Mosfellsbæ þar sem þeir gengu
að bifreið við Arkarholt. Á henni'
óku þeir sem leið lá upp í Hval-
fjörð þar sem þeir voru stöðvaðir
af Borgarneslögreglunni. Pilt-
amir, sem era 14 og 17 ára gaml-
ir, vora skömmu fyrir helgi stöðv-
aðir af lögreglu á stolinni bifreið
á Rjúpnahæð. Annan þeirra var
hægt að vista í fangageymslun-
um en hinn varð að vista fyrir
opnum dyram þar sem hlutaðeig-
andi félagsmáia- og bamavemd-
aryfírvöld höfðu ekki aðstöðu til
þess að taka við honum. Báðir
piltamir hafa margítrekað komið
við sögu lögreglu vegna ýmissa
afbrota og má segja að lögreglan
sé orðin langþreytt á aðgerða-
leysi hlutaðeigandi aðila í réttar-
kerfínu sem og úrræðaleysi fé-
lagsmálayfirvalda.
Á sunnudagsmorgun vora
tveir piltar handteknir á stolinni
bifreið á Kjósarskarðsvegi. Um
var að ræða tvo þekkta bílþjófa
og hafði annar þeirra komið við
sögu málsins morguninn áður.
Bifreiðinni höfðu þeir stolið í
Kóngsbakka og notað til innbrota
á nokkram stöðum í nágrenni
borgarinnar og í Hvalfirði. Þeir
vora færðir til skýrslutöku eftir
vistun hjá lögreglu, en sama úr-
ræðaleysið og fyrr virtist blasa
við.
Mánaðarlegt átak lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum hóst í gær. Að
þessu sinni mun lögreglan á
þessu svæði beina athygli sinni
sérstaklega að óskoðuðum bif-
reiðum og að stefnuljósanotkun
ökumanna. Talsvert virðist vera
um það að ökumenn kunni ekki
að gefa stefnumerki.
Ferðahugur í fólkinu
BIÐRÖÐ myndaðist fyrir
framan skrifstofur Samvinnu-
ferða-Landsýnar á sunnudag,
þegar nýr bæklingur um ferð-
ir sumarsins var kynntur. Hjá
Úrvali-Útsýn í Pósthússtræti
höfðu yngstu gestimir mestan
áhuga á bangsanum, sem kom
í heimsókn.
Morgunblaðið/Sverrir
Mikil aðsókn þegar ferðaskrifstofur kynntu bæklinga
Sjá fram á ferðasumar
„AÐSÓKNIN var svo mikil að það var eins og við værum
að gefa ferðir," sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
sljóri Samvinnuferða-Landsýnar, en ferðaskrifstofan
kynnti á sunnudag nýjan bækling yfir ferðatilboð sumars-
ins. Það gerði Úrval-Útsýn einnig og á skrifstofum félags-
ins voru afhentir 8-10 þúsund ferðabæklingar, að sögn
Tómasar Tómassonar, markaðsstjóra.
66 þús. til Flórída
„Til okkar í Austurstræti komu
4-5000 manns á sunnudag og við
urðum að hleypa inn í hollum," sagði
Helgi Jóhannsson. „Ferðaáhugi
landsmanna er greinilega mikill og
í morgun [mánudag] höfðu þegar
borist 200 pantanir. Mestan áhuga
hafa menn á sólinni í Benidorm, en
í sumar er í fyrsta sinn flogið beint
til Flórída. “
Helgi sagði að verð fyrir einstakl-
ing á tveggja vikna ferð til Flórída,
með bílaleigubíl allan tímann, væri
frá 66 þúsund krónum. „Við bjóðum
líka flug og bíl, en tvær vikur kosta
þá frá 45 þúsund krónum á mann.“
Helgi sagði að hann væri bjart-
sýnn á gott ferðasumar. í fyrra hefði
farþegum Samvinnuferða-Landsýn-
ar fjölgað og árið skilað hagnaði.
Dreymir um að komast út
„Það dreymir enn fleiri um að
komast úr landi nú en í fyrra, eftir
snjóþungan vetur,“ sagði Tómas
Tómasson, markaðsstjóri Úrvals-
Útsýnar. „Það var mikil aðsókn á
skrifstofum okkar á sunnudag. Við
afhentum 8-10 þúsund bæklinga og
enn streymir fólk að. Mér sýnist
aðsóknin heldur meiri en í fyrra, en
það er ekki endilega til marks um
að fleiri fari utan, heldur frekar að
fleiri dreymi um það.“
Tómas sagði að lítið væri farið
að reyna á pantanir, en ágætlega
hefði gengið að selja í sólarlanda-
ferðir um páskana. „Helsta nýjungin
hjá okkur í sumar er verðlistinn sjálf-
ur, því sólarlandaferðir lækka að
krónutölu, jafnvel svo að munar tug-
um þúsunda fyrir fjölskyldur. Þá
leggjum við áherslur á Flórídaferðir,
en við verðum með sólarmiðstöð við
Mexíkóflóann. Fyrir fjögurra manna
fjölskyldu, hjón með tvö börn, kostar
slík Flórídaferð um 300 þúsund
krónur," sagði Tómas Tómasson., _ -
-----♦ ♦ ♦----
Miðbær Hafnarfjarðar
Arkítektar á
móti stórhýsi
STJÓRN Arkítektafélags ís-
lands hefur skorað á bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar að rasa
ekki um ráð fram við fram- -
kvæmd nýs skipulags miðbæj-
ar Hafnarfjarðar. Telur stjóm-
in að óbætanlegur skaði yrði
ef bæjarmyndinni yrði spillt
með vanhugsuðum byggingar-
framkvæmdum.
Á félagsfundi i Arkitektafélagi
íslands fyrir skömmu var skipulag
miðbæjar Hafnarfjarðar til umræðu
og samkvæmt fréttatilkynningu frá
félaginu var sú skoðun almenn og
eindregin á fundinum að skipulaginu
sunnan Strandgötu væri verulega
ábótavant. Hin fyrirhugaða verslun-
armiðstöð væri með öllu framandi í
umhverfí sínu og í allt öðrum stærð-
arhlutföllum en miðbæjarbyggðin a#*"
Nýkjörinn formaður eftir stjómarkjöríð í Alþýðuflokksfélaginu í Reykjavík iýnd sú hugrriynd að hafa verslun
Hugsjónir okkar eiga ekki að
armiðstöð af þessum toga á miðbæj-
arsvæðinu, þar sem slíkar byggingar
ættu heima í útjöðrum byggðar þar
sem bílastæðabreiður væru ekki til
jafnmikilla lýta og í þéttum miðbæ.
fara á útsölu þótt á móti blási
ÓLÍNA Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi, náði ekki endurkjöri
í stjórn Alþýðuflokksfélags Reylg’avíkur síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Þorlákur Helgason var kjörinn formaður með 41
atkvæði félagsmanna en Valgerður Gunnarsdóttir hlaut 34
atkvæði. Aðrir aðalmenn eru Ásgerður Bjamadóttir, Aðal-
heiður Fransdóttir, Cecil Haraldsson, Gunnar Ingi Gunnars-
son og Jónas Þór Jónsson. Sæti í varastjórn eiga Rúnar Geir-
mundsson, Helgi Daníelsson og Halldór Kristjánsson en Ólína
Þorvarðardóttir afþakkaði sæti þar.
Þegar rætt var við Þorlák sagðist
hann túlka sigur sinn á þann veg
að fólk væri almennt ánægt með þær
línur sem hann hefði verið að leggja
og hann myndi halda áfram sömu
leið. „Ég hef Iagt áherslu á jafnrétti
og að það að hugsjónir okkar fari
ekki á útsölu hvenær sem á móti
blási. Auðvitað getur verið nauðsyn-
legt að skera niður en það er alls
ekki sama hvemig það er gert. Við
hljótum alltaf að þurfa að leggja
megináherslu á að vernda þá sem
minnst mega sína og geta ekki sótt
í varasjóði þegar kreppir að,“ sagði
Þorlákur.
Hann sagðist vera þeirra skoðun-
ar að umræðu vantaði um það sem
væri að gerast á Alþingi. „Ég ætl-
ast líka til þess að í þessu stærsta
félagi innan Alþýðuflokksins fari
fram umræða og mótun sem flokks-
forystan taki tillit til,“ sagði hann.
Tvær fylkingar
Aðspurður um fall Ólínu úr aðal-
stjórninni sagðist Þorlákur ekki hafa
áttað sig á því hversu mikil tog-
streita hefði myndast milli tveggja
fylkinga í félaginu en hana mætti
rekja til þess að ekki hefðu allir fé-
lagsmenn gengist við því að flokkur-
inn hafi stofnað Nýjan vettvang.
Sjálfur væri hann hins vegar þeirrar
skoðunar að Alþýðuflokkurinn bæri
vissa ábyrgð á honum.
Hvað framtíðina varðaði sagðist
hann líta björtum augum til kom-
andi borgarstjómarkosninga. „Sú
einokunarstefna sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur fylgt, svo sem með
því að hygla einstaka verktökum,
hefur komið okkur í koll. Reykjavík-
urborg verður að leggja áherslu á
velferð allra íbúanna og að búa í
haginn fyrir atvinnutækifærum á
almennum grunni og gæta þess að
útgjöld borgarinnar séu í samræmi
við tekjur.“
„Að ýmsu leyti verður að gjör-
breyta stefnunni, ungt fólk í dag er
t.d. ekki tilbúið til að leggja allt sitt
undir, fjölskyldu og fjárhag, til að
eignast húsnæði þannig að Reykja-
víkurborg verður að laga sig betur
að breyttum þörfum," sagði Þorlák-
ur og sagðist að lokum sannfærður
um að fjölmargir væru tilbúnir til
að sameinast um stefnu jafnaðar-
manna í Reykjavík sem væri fijáls-
lynd um leið og hún hefði fastar
rætur í jafnaðarstefnunni.
Sóttist ekki eftir að fara
í s^jórn
Þegar leitað var eftir viðbrögðum
Ólínu Þorvarðardóttur við því að hún
hefði ekki náð kjöri í stjóm félagsins
tók hún fram að hún hefði ekki sóst
eftir að eiga þar sæti heldur fallist
á beiðni uppstillingarnefndar. „Síðan
mætti ég á fund, eins og hver ann-
ar. Einu atkvæði munaði að ég færi
inn og ég sá ekki tilgang með því
að sitja í varastjórn úr því ég hafði
ekki fullt fylgi til að fara inn í aðal-
stjóm. Égtaldi einfaldlega að félags-
menn í Alþýðuflokksfélagi Reykja-
víkur óskuð ekki minnar nærveru S
stjóm. Og ég tók þau skilaboð eins
og þau lágu fyrir,“ sagði ÓlSna.
Hún sagði að um væri að ræða lið
í því að ákveðin öfl væru að ná undir-
tökunum í flokknum.,, Öfl sem eru
í hugmyndafræðilegri andstöðu við
það sem ég stend fyrir. Ég hlýt að
harma þá þróun en við henni er
ekkert að gera. Maður verður að
virða niðurstöður lýðræðisins og það
geri ég,“ sagði hún að lokum.
—efþú spilar til að vinna!
6. Idkvika -13. febrúar 1993
Nr. Leikur: Röðitu
1. Arsenal - Nott. Foreat 1 - -
2. Blackbum - Newcastie 1 - -
3. Derby - Bolton 1
4. Man. City - Barnsley 1
S. ShefT. Wed. - Southend 1 - -
6. Chelsea - Aston VUla - - 2
7. Leeds-Otdham 1 - -
8. Birmingham - Portsm. - - 2
9. Chalton - Sunderland - - 2
10. Peterborough - Wotves - - 2
11. Swindon - Mlllwall 1 —
12. Tranmere - Luton - - 2
13. Watford - West Ham - - 2 *
HeUdarvinningsupphseðin:
151 milljón króna
13 rfttir: | 78.190 l
12 réttir: 3.100 l
11 réttir: | 350 1 kr’
10 réttir: [ O l *“**