Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK StMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. STJÓRN Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík óskaði eftir því við Jónas Jóhannsson, héraðsdómara Vestfjarða í gær að EG og Hólar hf. yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. „Sljórn fyrirtækisins komst að þessari niðurstöðu á fundi, nú um helgina, því það var engin önnur leið talin fær, eftir að neikvæð svör Landsbankans höfðu borist við er- indi okkar,“ sagði Einar Jónatansson, forstjóri EG í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Héraðsdómari Vestfjarða úr- skurðaði svo kl. 16 í gær að EG og Hólar skyldu tekin til gjaldþrotaskipta og síðdegis í gær var Stefán Pálsson sem skipaður var skiptastjóri búsins þegar kominn vestur til ísafjarðar. Páll Arnór Pálsson var einnig skipaður skipta- stjóri og hann mun væntanlegur vestur. Jón Sigfús Sigur- jónsson var skipaður skiptastjóri Hóla hf. verksmiðja væru metin á um 150 milljónir króna. Auk þess ætti EG ákveðna eignaprósentu í Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna. „Ef geng- ið hefði verið að nauðasamningum eins og við lögðum þá upp, þá hefði fyrirtækið átt vel fyrir skuld- um. Ef félagið hefði selt bænum togarana, eins og erindi okkar og bæjarins gekk út á, þá hefðu skuld- ir fyrirtækisins orðið 200 til 250 milljónir króna,“ sagði Einar Jóna- tansson. Einar kvaðst líta þannig á að stjórn Byggðastofnunar hefði í raun og veru samþykkt að reynt yrði að fara þessa skuldalækkunar- leið, og þannig mætti líta svo á að stjómvöld hefðu samþykkt hana. „En það er svo í viðskipta- banka okkar sem málið strandar, og það tel ég ekki bara vera áfall fyrir okkur, heldur fyrir atvinnu- greinina sem slíka, sjávarútveginn á íslandi. Gjaldþrotaleiðin hlýtur alltaf að vera sú leið, sem skaðar alla mest,“ sagði Einar. Sjá ennfremur fréttir frá Bolungarvík á miðopnu. Skuldir EG og Hóla hf. nálgast nú um tvo milljarða króna sam- tals, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Einar sagði að skuldir EG við milliuppgjör í fyrra- sumar hefðu numið um 1100 millj- ónum króna, en þær hafi þá verið taldar um 1350 milljónir króna vegna kröfu sem EG átti á Hóla, og er nú talin töpuð krafa. Áhvíl- andi skuldir á Hólum hf. að meðtal- inni tapaðri kröfu EG á Hóla eru nú um hálfur milljarður króna. Það sem gerir það að verkum að heild- arskuldirnar hafa hækkað frá því að umrætt milliuppgjör fór fram, eru þær breytingar sem orðið hafa á gengi, auk þess sem dráttarvext- ir fyrirtækisins á vangoldnum skuldum hafa einnig hækkað um- talsvert. Skip og kvóti metin á 850 millj. Einar sagði að erfitt væri á þessu stigi að segja til um það á hvað eignir EG og Hóla væru metnar. Hann kvaðst þó telja eðli- legt að fískiskip EG ásamt kvóta væru metin á um 850 milljónir króna og frystihús EG og rækju- Ámi Sæberg ? Tómur vinnslusalur ENGIN vinnsla fór fram í fiskvinnslu Einars Guðfinnssonar hf. í gær og var vinnslusalurinn eyðilegur yfir að líta. Milli 130 og 140 manns skráðu sig á atvinnulausa á Bolungarvík. Einar Guðfinnsson hf. og Hólar í Bolungarvík gjaldþrota Skuldir félagtinna nálg- ast tvo milljarða króna Bræðslan gangsett EG í Bolungarvík og Har- aldur Böðvarsson hf. á Akranesi undirrituðu á miðnætti í fyrrakvöld leigusamning, þar sem sá fyrrnefndi leigir þeim síð- amefnda loðnubræðslu Bolvíkinga timabundið. Fyrsta loðnan var því í gær á leiðinni til Bolungarvíkur og það var Höfrungur sem sigldi með um eittþúsund tonn áleiðis til Bolungarvíkur. í gær var reiknað með því að loðnu- bræðslan yrði gangsett annað- hvort seint í gærkveldi eða ár- degis í dag. 140 manns án atvinnu Á BILINU 130-140 manns fara á atvinnuleysisskrá á Bolungarvík við gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf., og að sögn Daða Guðmunds- sonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolung- arvíkur telur hann að þegar upp verði staðið muni gjald- þrotið þýða að nær 70% vinnufærra manna í bænum verði atvinnulausir. Greiddar atvinnuleysisbætur á Bolungarvík hafa nær engar verið á síðustu 4-5 árum að sögn Daða. Á fjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið hjá Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Bolungarvíkur kom fram að mikill meirihluti þeirra ríf- lega 100 félagsmanna sem sátu fundinn gerði sér litla grein fyrir þeirri stöðu að vera atvinnulaus. „Hér hefur alitaf verið vinnu að fá og hana mikla. Nú er hins vegar mjög dauft hljóðið í félagsmönnum okkar og ekki bjartsýni á að úr rætist á næstunni," sagði Daði. Forstjóri Hagvirkis-Kletts segir að kyrrsetning geti leitt til gjaldþrots fyrirtækisins Bústj óri segir hundruð milljóna króna gefnar út úr fyrirtækinu RAGNAR H. Hall, bústjóri þrotabús Fórnarlambsins hf, sem áður hét Hag- virki, segir í bréfi til fjármálaráðuneytisins að við gerð samninga um sölu eigna Hagvirkis til Hagvirkis-Kletts í desember 1990 hafi fyrirsvarsmenn fyrirtælg- anna gefið eignir að verðmæti nokkur hundruð milljónir króna til að þær gætu ekki nýst skuldheimtumönnum félagsins. „Mér sýnist augljóst af aðdraganda samningsgerðarinnar og öllu yfirbragði samninganna að umræddar ráðstafanir hafi gagngert miðað að því að hægt yrði að gera upp við nánast alla aðra en ríkissjóð,“ segir í bréfi bústjórans til fjármálaráðuneytisins sem lagði fram þá 115 milljóna króna tryggingu sem þurfti að leggja fram til að ábyrgjast kostn- að sem kynni að hljótast af rekstri riftunarmála búsins þegar kyrrsetningar- bústjórans var tekin fyrir þjá sýslumanni í Hafnarfirði á laugardag. Jóhann G. Bergþórsson forstjóri Hagvirkis- Kletts sagðist á blaðamannafundi á sunnudag telja líklegt að gjaldþrot Hagvirkis-Kletts gæti leitt af kyrrsetningu eignanna. Hann kvaðst ekki synja fyrir það að forsvarsmenn Hagvirkis hefðu lagt meiri áherslu á að greiða kröfur annarra lánardrottna en ríkissjóðs enda þess að geta að félagið hefði talið sig eiga inni 6-700 milljónir hjá ríkissjóði vegna ofgreidds söluskatts, uppgjörs framkvæmda við Keflavíkurflugstöðina, o.fl. Ragnar H. Hall segist telja að við samning- ana hafí 349 milljóna króna óveðsett verð- mæti verið seld úr búi Hagvirkis (síðar Fórn- arlambsins) án þess að þær greiðslur sem í staðinn hafí komið hafí komið nokkrum öðr- Starfsmenn funda STARFSMANN AFÉL AG Hagvirkis- Kletts fundaði í gær og var þar samþykkt ályktun sem ætlunin er að færa Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra í dag. um sérstaklega til góða en Hagvirki-Kletti og eigendum þess. Mati lokið í vikunni Búist er við að matsmenn ljúki í vikunni við að meta markaðsverð þeirra eigna sem Hagvirki-Klettur benti á við kyrrsetninguna. Verði niðurstaðan sú að fyrirtækið eigi ekki eignir til að veðsetja fyrir kröfunni geta lánar- drottnar Hagvirkis-Kletts krafíst gjaldþrots. Í þrotabú Fómarlambsins var lýst 1.700 milljóna króna kröfum. Yfir 500 milljónum hafnaði bústjóri. Innheimtumenn ríkissjóðs fengu viðurkenndar um 380 milljóna kröfur, sem allar eru án gildra trygginga. íslands- banki á um 442 milljóna króna kröfur, sem tryggðar eru með ýmsum veðum, sem er ljóst að munu ekki standa að öllu leyti undir kröf- um, að sögn Odds Ólafssonar hjá íslands- banka. Sjá einnig bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.