Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Mannorðsmeiðing- ar og nornaveiðar eftírArna Baldursson Ótrúlegu moldviðri hefur verið þyrlað upp að undanfömu eftir að skiptastjóri þrotabús Fórnarlambs- ins hf. (áður Hagvirkis hf.) fór fram á að eigur Hagvirkis-Kletts hf. yrðu kyrrsettar. Skiptastjóri taldi sig hafa rökstuddan grun um að ekki hefði verið staðið að málum með eðlilegum hætti við sölu eigna til Hagvirkis-Kletts og því bæri að kyrrsetja eignir og innsigla fyrir- tækið. Embættismenn gerðu í fram- haldi af því „skyndiaðför" að morgni hins 12. febrúar, þar sem fyrirtækið skyldi innsiglað á met- tíma og forsvarsmenn Hagvirkis- Kletts átti nánast að grípa eins og þjófa um nótt við myrkraverk sín. Aðförin sem aðeins átti að taka nokkrar mínútur hefur þó tekið lengri tíma en embættismenn hafa væntanlega ætlast til. Og opinberu starfsmennimir sem hlotnaðist sá heiður að telja og meta allar eignir þessa vafasama fyrirtækis eru svo sannarlega ekki öfundsverðir af starfa sínum. Hart ertu leikinn, Sámur fóstri Meðal raka sem skiptastjóri hélt fram máli sínu til stuðnings í þessa veru vom þau, að gert hefði verið upp við nánast alla kröfuhafa nema ríkisvaldið. Ennfremur lét hann frá sér rakalausar staðhæfingar um greiðslur á einkaskuldum forráða- manna án þess að kanna tildrög skuldbindinga. Já, Ijótt ef satt er og mörg em svíðingsverkin sem bissnessmennimir vinna á Sámi fóstra. í þessu sambandi er þó vert að benda á nokkur atriði: Enginn þeirra fjölmörgu íbúðarkaupenda, sem væntanlega skipta tugum og em vafalítið flestir réttir og sléttir launamenn, sátu uppi slyppir og snauðir eftir viðskipti sín við fyrir- tækið. Enginn þeirra fjölmörgu undirverktaka sem störfuðu á veg- um þess var dreginn í svaðið. Eng- inn launþegi varð af Iaunum sínum; aðeins nokkrir þeirra fengu ekki hluta orlofs síns greiddan. Engir verkkaupar sátu uppi með hálfunn- in verk. Svipaða sögu er að segja um fjölmarga viðskiptaaðila. Skyldi enginn hinna mörgu „sannleiksleit- andi“ fjölmiðlaspámanna hafa leitt hugann að þessu eða hefur þeim kannski ekki þótt þetta nógu frétt- næmt? Hve mörg em þau gjaldþrot stórra og smárra aðila í þjóðfélag- inu undanfarin ár sem hafa fengið hina snautlegu eftirskrift: „Engar eignir fundust í búinu. Ekkert fékkst greitt upp í kröfur." Það er dálítið kaldhæðnislegt, að þegar forsvarsmenn fyrirtækja leitast við að ljúka málum á sem sársauka- minnstan og heiðarlegastan hátt fyrir flesta aðila skuli hinir sömu vera sakaðir um undanskot eigna, sérkennilega geminga, að víkja sér undan fjárhagslegri ábyrgð og maka krókinn allt hvað af tekur. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir hafa lagt persónulegar eignir undir og tekið lán í eigin nafni til bjargar fyrirtækinu og spyija má hversu algengt það sé meðal manna í atvinnurekstri. Getur hugsast að sá hópur manna, sem stundað hefur atvinnurekstur, lent í gjaldþroti en haldið flestum sínum persónulegu eignum eftir sem áður, sé allmiklu fjölmennari en sá sem leggur allt undir og hættir á að tapa öllu? Á þvælingi í kerfinu Þetta heitir nú að hafa enda- skipti á hlutunum og hvað með alla milljónatugina sem fyrirtækið skuldar ríkinu, kann einhver að spyija. Þegar Fómarlambið var lýst Tölvur Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 7. Mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur. í þessum blaðauka verður m.a. fjallað um forsendur þess að tölvuvæða fyrirtæki, tölvusýningar erlendis, íslenskan viðskiptahugbúnað, stýrikerfi, framtíðarsýnina og margt fleira viðkomandi tölvum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður greint frá nýjungum á tölvumarkaðnum hvað varðar vélbúnað, hugbúnað og menntun. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 1. mars. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. fliótipwP&foilr - kjami málsinsl Árni Baldursson „Fréttaflutningur og fjöimiðiaumræða um þetta mál hefur að mörgu leyti verið með endemum o g minnir um margt á nornaveiðar miðalda. Sumir fjöl- miðlar hafa lagt sig í líma við að gera eig- anda/eigendur tor- tryggilega og hafa lagst svo lágt í lágkúr- unni að undrun sætir.“ gjaldþrota átti fyrirtækið óútkljáð þijú dómsmál á hendur ríkisvaldinu. Viðamest þeirra er söluskattsmálið svonefnda sem á rætur að rekja allt aftur til virkjunarframkvæmda á árinu 1981. Það mál er eins og mörgum er vafalítið kunnugt til- komið vegna mismunandi túlkunar á óljósum reglugerðarákvæðum um söluskattsskyldu af vinnu á virkjun- ar- og byggingarstað. Á þessum tíma var á því ýmis gangur, hvort aðilar eins og Hagvirki og fleiri innheimtu og greiddu söluskatt af vinnu sinni á virkjunarstað. Hag- virki innheimti aldrei söluskattinn og greiddi hann þar af leiðandi ekki heldur, að undanskildum þeim 108 milljónum sem innheimtar voru með lokunaraðgerðum árið 1989. Erlendir aðilar sem unnu við hlið Hagvirkismanna á fjöllum munu ekki hafa innheimt eða greitt sölu- skatt af sinni vinnu og þótti ekki tiltökumál. Einhveijir innlendir aðil- ar greiddu málamyndaupphæð eftir á, þegar Hagvirki var komið í mál út af söluskattinum, og áskildu sér rétt til þess að kreíjast endur- greiðslu ef Hagvirki ynni málið fyr- ir dómstólum. Endanleg niðurstaða er ekki enn fengin í þessu máli eft- ir að það hefur velkst í kerfinu um margra ára skeið. Hin tvö málin sem rekin eru fyrir dómstólum varða niðurfellingu af aðflutnings- gjöldum vinnuvéla vegna fram- kvæmda í Helguvík, en þær voru samkvæmt sérstökum lögum und- anþegnar slíkum gjöldum, og greiðslur fyrir vinnu við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hvorutveggja mál sem einnig hafa dregist á langinn. í ljósi þessara aðstæðna mætti kannski benda hin- um ýmsu sjálfskipuðu riddurum sannleikans á að gaumgæfa sem snöggvast hvort það hafi nú verið af bragðvísi einni saman, sem for- svarsmenn Fómarlambsins hafi ef til vill metið stöðuna þannig að eðlilegra væri að leitast við að gera upp við aðra kröfuhafa en Sám fóstra, meðan mál gegn honum eru enn óútkljáð. Dæmi nú hver fyrir sig. Á það má benda að vinnist þau fyrir dómstólum væri fyrirtækið tæpast gjaldþrota. Hver hefur logið mest? Fréttaflutningur og fjölmiðlaum- ræða um þetta mál hefur að mörgu leyti verið með endemum og minnir um margt á nornaveiðar miðalda. Sumir íjölmiðlar hafa lagt sig í líma við að gera eiganda/eigendur tor- tryggilega og hafa lagst svo lágt í lágkúrunni að undrun sætir. Því miður virðast lítil takmörk fyrir því hve lágt er hægt að leggjast til þess að reyta æruna af mönnum. Mikil lifandis skelfíng eru þeir út- varpsmenn bijóstumkennanlegir sem fá sig til þess að spyija blásak- laust fólk álíka gáfulegrar spurn- ingar og að ofan greinir og heyra mátti á einni útvarpsstöðinni fyrir síðustu helgi. Ómælda vorkunn eiga líka viðmælendur þeirra sem gerast ginningarfífl slíkra manna og taka þátt í jafn lítilmótlegum aulaskap. Þetta er kannski það sem er kallað „fijáls og lifandi fjölmiðlun"? Það vill svo til að sá sem þessa grein skrifar hefur starfað hjá Hag- virki, forverum og eftirkomendum þess, frá upphafi. Og satt að segja erum við, ég og félagar mínir, bara nokkuð stoltir af því og má það gjaman koma fram. Við þekkjum ekki þá skúrka sem sumir ijölmiðlar reyna nú að telja fólki trú um að haldið hafi um tauma þar á bæ. Þvert á móti er okkar reynsla sú, að þar fari hinir ágætustu menn, sem vilji leggja góðum málum lið í hvívetna, baráttuglaðir og þraut- seigir. Þokkalegur vitnisburður um þetta eru þeir tugir starfsmanna sem hafa starfað hjá fyrirtækjunum í blíðu og stríðu alla tíð. Þeir hafa staðið þétt að baki eigendum í hvers kyns þrengingum og gerningaveðri og vilja helst hvergi annars staðar vinna. Það eina sem mætti kannski finna þessum mönnum til foráttu eins og mál hafa nú skipast er að þeir skuli hafa nennt að óhreinka sig á því að standa í atvinnurekstri af þessu tagi og hvað þeir eru í raun seinþreyttir til vandræða. Að lokum þetta: Flestum er mannorð mikils virði. Öðrum sýnist það lítils virði, einkanlega mannorð annarra. Því miður eru sumir svo innrættir, að þeim finnst það ekk- ert tiltökumál að stunda mannorðs- meiðingar opinberlega undir yfirsk- ini „sannleiksástar“, upplýsinga- skyldu, rannsóknarblaðamennsku eða hvað þau nú heita öll fínu orð- in. Hvenær drepur maður mann og hvenær . drepur maður mannorð? Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að menn sem reyna að kom- ast standandi og uppréttir út úr erfiðleikum skuli þurfa að gjalda fyrir það með mannorði sínu. Höfundur hefur starfað hjá fyrir- tækjunum síðan 1980 og skrifar þessa grein fyrir hönd Starfs- mannafélags Hagvirkis. Lánskjaravísitalan hækkaði um 0,31% VÍSITALA lánskjara hækkaði um 0,31% milli mánaðanna janúar og febrúar og gildir lánskjaravísitala 3.273 fyrir marsmánuð. Þessi hækkun jafngildir 3,7% hækkun vísitölunnar á heilu ári. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,3% umreiknað til árshækk- unar og 2,4% síðustu sex mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur visitalan hækkað um 2,3%. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,2% milli janúar og febrúar og gildir vísitalan 190,2 fyr- ir marsmánuð eða vísitalan 608 mið- að við eldri grunn. Síðustu 12 mán- uði hefur vísitalan hækkað um 1,7%. síðustu þijá mánuði hefur vísuatalan hækkað um 0,5% og samsvarar það um 2,1% hækkun á heilu ári. Launavísitala febrúarmánaðar er óbreytt frá fyrra mánuði eða 130,7 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.