Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 41

Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Kristur er upprisinn Frá Konráð Friðfínnssyni: íslendingar eru kristin þjóð. Flest böm þeirra em, sem betur fer, skírð, fermd o.s.frv. En sannleikur- inn er að sumir foreldrar skíra hvorki né ferma böm sín og er slíkt dapurlegt um að hugsa, svo mikil- væg sem bamaskírnin annars er. Fólk giftist þó ennþá, sumt hvert, í það minnsta. Margir kjósa þó að lifa í synd. Eins og t.d. sambúðar- fólk gerir, samkvæmt skilgreiningu heilagrar ritningar. Mættu kirkj- unnar þjónar fyrir þær sakir vera iðnari við að fræða fólk um hvað Drottinn segir um hjúskapinn. „Að sérhver yðar láti sér lærast að lifa hjúskaparlífi við konu sína eina, í heilagleika og heiðri, en ekki í gimdarbruna, eins og heiðingjamir, er ekki þeklq'a Guð.“ (Þesal: 4.4,5). Nóg um það. Hápunktur kristinnar trúar er vitaskuld sá einstæði og stórfeng- legi atburður sögunnar er Jesús Kristur sigraði dauðann í eitt skipti fyrir öll og reis upp til eilífs lífs og bauð öllum, er þiggja vildu, hlut- deild með sér í þeim gæðum. Líkt og hann segir sjálfur „Faðir, eg vil, að það sem þú gafst mér, — að einnig þeir séu hjá mér þar sem ég er, til þess að þeir sjái dýrð mína sem þú hefir gefið mér, því að þú hefir elskað mig áður en heimurinn var grandvallað- ur.“ (Jóh: 17.24.) En staðreyndin er að mörgum manninum hefur reynst það erfítt, að ekki sé meira sagt, að trúa þessu, gegnum tíðina. Þeir skilja m.ö.o. ekki hvemig upprisa holdsins geti átt sér stað. Vitandi sem er að allt hold hverfur af beinunum fljótlega eftir að maðurinn hefur verið jarð- aður. Læknavísindin gefa heldur ekki efasemdarfólkinu nein bita- stæð svör varðandi þessa spum- ingu, sem þó brennur á vöram fjöl- margra. Þessir trúlausu einstakl- ingar segja að við andlát mannsins sé einfaldlega allt búið hjá honum og láta þar við sitja. Rök í málinu komast fráleitt að hjá þeim. Verkn- aðurinn stríðir enda við heilbrigða skynsemi oig rökrétta hugsun, að þeirra áliti. Áttum okkur samt á einu að Guð spyr okkur ekki hvað við teljum heilbrigða skynsemi, rökrétta hugs- un og þar fram eftir götunum. Og hann biður okkur ekki heldur endi- lega um.það að skilja hvernig svona nokkuð fær staðist. Hann veit mætavel að slíkur skilningur er manninum hvort eð er ofviða. Vit mannsins og þekking hans á eigin spýtur er enda hégómi í augum Drottins. Og á einum stað Biblíunn- ar segir almættið eitthvað á þessa leið: „Ég mun eyða speki spekinganna og hyggindum hyggindamannanna mun ég að engu gjöra.“ Það sem Guð biður okkur hins vegar um alla daga, allar nætur, sérhverja stund okkar auma lífs, Hvað er heildrænt nudd og dulskynjunamudd? Frá Þorbimi Ásgeirssyni: Eini skólinn sem kennir heild- rænt nudd er Nuddskóli Rafns Geir- dals. Þar var ég nemi á áranum 1989-1991 í kvöld- og helgarskóla, sem taldi um tólf hundruð tíma, en í klínik og nuddi varð ég að skila átján hundruð tímum til að teljast sveinn. Ég lærði í þessum skóla heildrænt nudd, slökunarnudd, punktanudd og aðrar greinar í nuddi. Að mínu mati fékk ég góða kennslu undir handleiðslu 9 kenn- ara, þar af vora 3 læknar. Einnig gekk ég í fjölbrautaskóla og tók þar bóklegu fögin. Þegar ég hafði fengið sveinsréttindin gekk ég í Félag íslenskra nuddara. Allir sem vilja tileinka sér nudd þurfa að leggja allan hug sinn og hjarta í starfið svo að kærleikurinn nái að streyma til nuddþegans, eins og hæfileikar nuddarans geta gefíð honum. Nuddárangurinn mun alltaf tengjast hugsuninni, næmni, trausti og samandi beggja aðila til hvors annars. Ef nuddarinn er með hug- ann annars staðar en við starfíð minnkar orkan frá honum og batinn er ekki eins í sjónmáli. Aðeins með því að hugsa með góðum huga til nuddþega getur kærleiki, sem hefur lifandi kraft, hjálpað með ómældum árangri. Til að geta náð því að vera heild- rænn nuddari verður sá hinn sami að trúa því, að líforkan berist á milli lífvera og eigi þann kraft, sem þarf til að hjálpa nuddþeganum. Allir heildrænir nuddarar vita um þessa orku og margir nuddþegar finna fyrir henni og það veitir þeim meiri unað og flýtir fyrir bata. Það þurfa allir nuddarar að vita að orka, sem kemur frá höndunum, er lífsneisti sem flyst yfír til nudd- þegans og skynjarar hans taka á móti. í sumum tilfellum fer þessi orka að hafa verulega bætandi áhrif á sálarlíf nuddþegans. Þá hefur nuddarinn náð svo góðum tökum á starfi sínu, að hann hefur náð heild- rænu nuddi sem er ræktun á með- vitund hans. Nudd er heilbrigðisgrein sem vinnur á velferðarsjúkdómum, streitu og líkamlegum afleiðingum hennar og gefur manninum andlega næringu. Þegar nuddari nær sambandi við lífræna orkustrauma og sálræna eiginleika mannsins verður nuddið að andlegri listgrein. Þá upplifír nuddþeginn djúpa slökun, hug- leiðsluástand og mikið orkustreymi. Nuddarinn upplifír hugleiðslu- ástand, orkustreymi í gegnum hann ásamt tilfínningatengslum við nuddþega. Það nefnist heildrænt nuddþega. Djúpskynjunarnudd er af sama meiði en er í raun dýpra nudd, opn- ar tilfínningalíf nuddþegans meira. En ekkert slíkt getur gerst nema með vilja og vitund nuddþega. ÞORBJÖRN ÁSGEIRSSON, Skeifunni 7, Reykjavík. VELVAKANDI GOÐ RÆÐA Mig langaði að þakka sr. Þóri Haukssyni fyrir sérstak- lega góða ræðu sem útvarpað var frá Árbæjarkirkju sl. sunnudag. Kirkja sem hefur svo góðan prest hlýtur að vera vel á vegi stödd. Laufey TAPAÐ/ FUNDIÐ Frakki tapað Ljós, þunnur rykfrakki tap- aðist á þorrablóti Þingeyinga í Sóknarsalnum, Skipholti 50, sl. laugardagskvöld. Finnandi vin- samlega skili honum til hús- varðar í Sóknarsalnum. 41 er að trúa með hjartanu og efast ekki. Ekki einvörðungu í þessu máli, er hér hefur verið tíundað, heldur og í öllum öðram málum er hann hefur opinberað fólkinu með orði sínu í Biblíunni og sem allir geta kynnt sér er það vilja. vegna þess að upprisa holdsins mun ger- ast á sínum fyrirfram ákveðna degi, er enginn mannlegur máttur fær breytt. En um þá stund og þann tíma getur enginn maður vitað. Aðeins Guð einn veit hann. Og vilj- urðu heiðra skapara þinn skaltu endilega trúa orðum hans sem eru sannleikur og muna að þakka hon- um einum alla hluti, því þú getur ekki vanheiðrað hann meira enn að trúa ekki því er hann segir. Páll, sá stórmikli postuli og sam- tíðarmaður Krists, kannaðist mæta- vel við hina neikvæðu afstöðu manna til upprisunnar. Þannig má sjá að sá ágreiningur er spunnist hefur um ofanritað efni er ekki nýr af nálinni. Nei, aldeilis ekki, hann hefur fylgt manninum frá alda öðli. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Þórhólsgötu la, Neskaupstað. EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 vemti0 Pennavinir Sautján ára þýsk stúlka sem ferðaðist um ísland síðastliðið sum- ar og heillaðist af landi og þjóð vill eignast íslenskar pennavinkonur. Áhugamáiin era útivist og ferðalög: Christina Böhner, Danziger Strasse 6, D-6054 Rodgau 6, Germany. Nítján ára ítölsk stúlka með áhuga á tónlist, tungumálum, ferðalögum, bréfaskriftum, safnar póstkortum: Giovanna Petroni, Via G. Da. Ravenna 22, 1-84100, Salerno, Italia. Frá Hollandi skrifar símkorta- safnari sem getur ekki um aldur en vill komast í samband við ís- lenska símkrotasafnara: Gert Veenman, de Zeeg 60, NL-299I EK Barendrecht, Holland. Frá Ghana skrifar 27 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, tóniist og kynnast menningu annarra þjóða: Veronica Turkson, P.O. Box 46, Cape Coast, Ghana. Tékknesk 25 ára stúlka með margvísleg áhugamál: Henriet Kisantalova, TSK 9/16, 979 01 RIM, Sobota, Czechoslovakia. Ferðahfiómlæld í fermiitsarfaf Ferðasamstæöan frá Goldstar er hlaðin tækninýjungunum úr stóru stæðunum. Hvort sem þú ert í próflestri eða partíi... eða kannski í urrandi útilegu, þá er ferðasamstaeðan þinn félagi sem bregst ekki og heldur uppi dúndrandi stuði. CD-340L er meö 25W masnara, „Ultra Bass Booster" -bassahljómi, hljómstilli, FM/MW/LW-útvarpi, seislaspilara með endurspilun, sýnishomaspilun, handahófsspilun, 32 lasa minni, kassettutaeki, hljóðnema, heyrnartólstensi o.m.fl. Vcrð aðeins 19.800,- kr. eða Þetta er ferðasamstœðan! Greióslukjör vi& allra haefi: Umboðsmenn um alit land! SKIPHOLT119 SIMI 29800 BOSCH TILBOÐ, SEM ÞÚ GETUR EKKI HAFNAÐ! BOSCH ÍSSKÁPAR M. FRYSTI KGV 2601 150 cm. KGV 3101 170 cm. KGV 3601 185 cm. Tilboðsverð stgr. 54.012 56.794 59.576 Sfðast seldist allt saman upp! Hvað gerist nú? Jóhann Olafsson & Co SUNDABORÍi M • 104 HKYKJAVlK • slMl 6KHSRH Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.