Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1993 Dostojevskíj- kvikmyndir í MIR-salnum TVO NÆSTU sunnudaga verða Dostojevskíj-myndir sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 20. Næst- komandi sunnudag, 28. febrúar klukkan 16, verður sýnd kvik- myndin „26 dagar í lífi Dostojevskíjs" og sunnudaginn 7. mars klukkan 16 verður sýnd myndin „Fávitinn", sem byggð er á fyrri hluta samnefndrar skáldsögu eftir Dostojevskíj. í fréttatilkynningu segir: I myndinni „26 dagar í lífi Dostojevskíjs“ er sagt frá því, er Stellovskíj, útgefandi verka hans, krafðist þess að skáldið lyki við nýja skáldsögu fyrir ákveðinn tíma, ella fengi útgefandinn allan höfundarrétt á birtum jafnt sem óbirtum skáldverkum Dostojevskíjs í sinn hlut og án endurgjalds. Þá skrifaði Dostojevskíj söguna „Fjárhættu- spilarann“ og á sama tíma kynnt- ist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Önnu Snitkinu. Leikstjóri er Alexander Zarkhi, en með aðal- hlutverkin fara Anatólíj Solonítsjín og Jefgenía Smonova. íslenskur texti er með myndinni. Aðgangur er öllum heimill. EIGNASALAIM REYKJAVIK SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI tlGMASAlAN Símar 19540 -19191 Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar HÖFUM KAUPANDA með góða útb. að góðri 5-6 herb. sérhæð í HlíÖahverfi. Bílskúr æskilegur. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. risi og kjibúðum. Mega í sumum tiifelium þarfnast standsetn. Góðar útb. geta verið í boðí. HÖFUM KAUPANDA að góðri 2ja herb. Eb. í Hraunbæ eða Rofabæ. Góð útb. í boði fyr- ir rétta eign. ÓSKAST Á KAUPLEIGU Okkur vantar góða 4ra herb. íb., gjarnan m. bílsk. á kaupleigu fyr- ir traustan aðila. HÚS M/TVEIMUR ÍBÚÐUM Okkur vantar góða húseign með tveimur íbúðum. Sú minni a.m.k. 3ja herb. Ýmsir staðir koma til greina. Traustur kaupandi með góða útb. SELTJARNARNES Höfum kaupanda að góöri sér- hæð á nesinu. Fyrir rétta eígn er mjög góð útb. í boði. HÖFUM KAUPAIMDA að góðri 4ra herb. íb. í Langholts- hverfi. Góð útb. í boði fyrir rétta eign. HÖFUM KAUPANDA að góðri 4ra eða 5 herb. ibúð i austurbæ. Æskil. staðir eru Fossvogur, Espigerðí eða Smá- íbúðahverfi. SELJEfMDUR ATH! Okkur vantar allar gerðir fast- eigna á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. EIGNASALAIM REYKJAVIK Ingóllastræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, lögg. fastsali, Eggert Elíasson, hs. 77789, Svavar Jónsson, hs. 657596. Magnús Myndlist Eiríkur Þorláksson Nú fer senn að Ijúka í Gall- eríi einn einn við Skólavörðustíg- inn allforvitnilegri sýningu frá hendi Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns, sem hann hef- ur gefið titilinn „Enginn gleypir sólina“. Hér er um að ræða nokkra hljóðskúlptúra, sem lista- maðurinn skiptir niður á tvö rými sýningarstaðarins, og lætur ganga samtímis í báðum. Hljóðskúlptúr er eitt þeirra nýju tjáningarforma, sem tóku að þróast á sjötta og sjöunda áratugnum í kjölfar aukinnar fjölbreytni og leitunar á hinum ýmsu sviðum lista, þar sem gjörninga og uppákomur bar ef til vill hæst. Þó að hljóðskúlptúr- ar hafi ekki orðið eitt hinna ríkj- andi forma í listinni, þá festu þeir rætur og hafa átt sér dygga fylgjendur í gegnum tíðina, eink- um vegna þess að með þeim virð- ist hægt að nýta efnivið, sem aðrir miðlar eiga ekki kost á, og þannig skapað myndir fyrir önn- ur skilningarvit, ef svo má segja. íslenskir listamenn tóku snemma að þreifa fyrir sér á þessum vettvangi, og sem dæmi um það má nefna „Sellófónsinfó- níuna“, sem Jón Gunnar Árna- son skapaði á sínum tíma, og bíður þess væntanlega enn að vera leikin. Magnús Pálsson hefur tekið vissu ástfóstri við þennan miðil, og notað hann á nokkuð per- sónulegan hátt; hann hefur leit- að fanga í manniegum hljóðum, annarlegum frásögnum eða slitr- Pálsson um úr samræðum, og fléttað saman í áheyrileg og oft kostuleg verk, sem verða að fjölbreyttum myndverkum í huga áheyrand- ans. Þannig setti hann upp minnisstætt verk á Listahátíð í Reykjavík 1990 í bakgarði í Þingholtunum sem hann nefndi „Draumar annarra“, og byggðist á stuttum, en oft nær súrrealísk- um draumförum fólks. Um síð- ustu páska var flutt í Ríkisút- varpinu viðamikið verk eftir Magnús, „Freyskatia“, þar sem Steingrímur Hermannsson var sögumaður; stór kór og fjöldi þekktra einstaklinga tók þátt í flutningnum. Að þessu sinni hefur Magnús leitað fanga í hljóðbrot úr æsku- minningum sínum, sem margir ættu að kannast við úr eigin lífi. Þar getur að heyra slitróttar frá- sagnir, sem tæpast ná nokkru samhengi vegna þess hljóðum- hverfis, sem þær koma úr. Við- staddir hósta, ræskja sig, geyspa, jánka og jamma, endur- taka, stynja og rymja, þannig að hlustandinn sér brátt fyrir sér hóp fullorðinna, sem tilheyra öðrum tíma og öðrum stöðum; þetta er horfinn tími frá horfnum stöðum, og slíkur hópur var ef til vill aldrei til, nema þá í ímynd baðstofumenningarinnar. Til að leggja frekari áherslu á þessi fornu tengsl kallar lista- maðurinn framsetning verkanna tvö ijóður, og undir hveijum hátalara (þeir eru fjórir í hvoru „ijóðri“, þannig að verkin heyr- ast í tvöföldum víðóm) hefur hann sett myndarlega hrúgu af neftóbaki og nokkur stórbrotin nef úr pappír; þannig er vísað til fleiri skilningarvita og boðið upp á tilvísanir fyrir nokkuð af þeim hljóðum, sem hljóðverkin byggja á. Hin undarlega íslenska al- þýðukímni er ekki langt undan í þessum verkum, eins og nöfn einstakra hljóðskúlptúra bera með sér: „Enginn gleypir sólina ... (þó hann bryðji tunglið eins og fisk)“, „Mús og lús“, „Hér pissa ég“, „Herra Túrpur Jóns- son“. Sýningargestir þurfa að ætla sér nokkra stund til að njóta verkanna, og í hraða nútímans er það ef til vill meira en marg- ir vilja sjá af. En þeir sem staldra við verða ekki sviknir af þeim ímyndum sem verkin skapa í huganum, og kynnast um leið ferskri hlið á listalífi borgarinn- ar. Sjö leikarar, leikstjóri og hljóðupptökumaður koma að gerð verkanna auk höfundar, og virðast allir skila sínu og vel það, en styrkur verkanna felst ekki síst í hljóðblönduninni; þeg- ar ræskingar berast úr öllum hornum er hlustandinn kominn inn í miðja myndina. Sýningu Magnúsar Pálssonar í Galleríi einn einn lýkur fimmtu- daginn 25. febrúar. Dauðinn í lífi stúdenta Bókmenntir Jón Stefánsson Smásögur háskólastúdenta: Innkaupaferð, úlfur og vindla- kassi. Bóksala stúdenta. Reykja- vík. 1992. Umsjón: Eiríkur Guð- mundsson. Ofbeldi, dauði, sjónvarpsgláp, gluggavofur og undarleg inn- kaupaferð eru meðal viðfangsefna í smásagnasafni háskóiastúdenta, Innkaupaferð, úlfur og vindla- kassi. Tilurð safnins er smásagna- samkeppni sem Stúdentaráð Há- skóla Islands stóð fyrir veturinn 1991 til 1992. í stuttum inngangi segir Eiríkur Guðmundsson, um- sjónarmaður keppninnar, að alls hafi borist 59 sögur. Það þykir mér ekki svo lítið og ég gleðst yfir áhuganum og ekki síður fram- takinu. Það kom mér á óvart hversu líkar sögurnar ellefu eru í efni- 011 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri m I I Wv £ I 0 / w KRISTINIMSIGURJÓIMSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð íbúð - bflskúr - gott verð Mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð skammt frá „Fjölbr'aut" Breiðholti. Parket á gólfum. Sérþvottaaðstaða. Sólsvalir. Ágæt sameign. Nýtt glæsilegt einbýiishús við Þingás með 6 herb. rúmgóðri íbúð á tveimur hæðum auk bílskúrs með verkstæðisrými, alls 226 fm nettó. Húsið er íbúðarhæft, ekki full- gert. Mikil og góð lán fylgja. Ný úrvalsíbúð við Reykás 4ra-5 herb. á 2. hæð 118 fm. Rúmgóð svefnherb. m. innbyggðum skápum. Sérþvottahús. Allar innréttingar og tæki af bestu gerð. Gamia, góða húsnæðislánið kr. 2,5 millj. Góð íbúð - góð lán - gott verð Endaíbúð 4ra herb. á 1, hæð við Stóragerði. Ágæt sameign Vinsæll staður. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Skammt frá elliheimilinu Grund Mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð, tæpir 80 fm á 3. hæð. Risherbergi með snyrtingu. Rúmgóð geymsla í kj. Sameign mikið endurbætt. Laus strax. Á vinsælum stað við Mosfeilsbæ Glæsiiegt nýtt parhús á einni hæð með góðum bílskúr og sólskála, samtals 169,5 fm. Allar innréttingar og tæki af bestu gerð. Mjög góð lán fylgja. Skipti möguleg á nýlegri 4ra-5 herb. íbúð í borginni eða nágrenni. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Opið a laugardaginn. HI!uGwÉgM8SÍmÁr2ÍÍ5Ö^Í37Ö AIMENNA FASTEIGNASALAN svali. Dauðinn er í aðalhlutverkinu í sjö af ellefu sögum, og í flestum þeirra er stutt í hrollvekjuna. í Úlfinum og barninu eftir Jóhönnu Hauksdóttur borðar Rauðhetta hjartað úr úlfinum og kastar höfði ömmu sinnar í eldinn. Hengingin mikla nefnist saga Barkar Gunn- arssoftar og segir frá undurfögru b'arni sem lætur hengja fólk sér til skemmtunnar. Ekki veit ég hvort stúdentar við Háskóla ísland séu almennt svona uppteknir af dauðanum. Fróðlegt hefði verið að vita hvort þeir höfundar sem ekki hlutu náð fyrir augum dóm- nefndar — skipuð þeim Árna Sig- uijónssyni, Kristínu Ómarsdóttur og Úlfhildi Dagsdóttur — hafi ver- ið jafn heillaðir af hrollvekjunni og dauðanum. Stúdentaárin eru mótunartími fyrir flesta og bera sögurnar þess merki. Af verðlaunasögunni frá- taldri, Innkaupaferð eftir Kristján B. Jónasson, eru sögurnar frekar ómarkvissar eða öllu heldur ósjáif- stæðar í stíl. Allar eru þær fram- bærilegar í sjálfu sér, en um leið vonlaust að dæma um hvort höf- undarnir eigi eftir að líta á sögurn- ar sem bernskubrek eða fyrsta skrefið á höfundarbrautinni. Innkaupaferð Kristjáns B. er lengsta saga safnsins; teygir sig yfir átta síður meðan hinar eru flestar upp á tvær til fjórar síður. Eins og sést á verðlaunasögunni er Kristján ekki alger nýliði í heimi orðsins. Ég minnist þess að hafa séð ritdóma eftir hann í Tímariti Máls og menningar og smásögu í Torfhildi, tímariti bókmennta- fræðinema. Auk þess hefur hann verið með ljóð í Skýinu. Innkaupa- ferðin er undarleg saga. Draum- kennd og nálgast að vera fáránleg — absúrd. Hún „er öðru fremur veisla fyrir augað, hún er helgi- dómur hins sýnilega", segir Eirík- ur Guðmundsson hrifinn í inn- ganginum. Ég er nú kannski ekki eins hrifínn og Eiríkur af sög- unni, en auðséð er af hveiju hún hreppti vinningssætið. Hún er út- hugsuð og stfll hennar markviss- ari en hinna. Greinilega ekki fyrsta saga höfundar. Stundum þótti mér hún þó fullfagmannleg, eins og hún væri fremur skrifuð með hei- lanum en hjartanu. Lærð en ekki upplifuð. Sagan er mjög hæg, langar setningar og hvað eftir annað vekur höfundur athygli á smáatriðum, stækkar þau og gerir atburðarásina um leið draum- kennda: „Á meðan við pökkuðum nauta- sneiðum og nýsviðnum fuglum starði hún án afláts niður í glerið og hafði ekki svo mikið sem hreyft til fingur þegar önnur afgreiðslu- konan benti á pylsurnar sem hlykkjuðust til líkt og eiturtungur um stálkrókana á veggnum og staðhæfði að konan vildi fá lengju. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað það var sem hún horfði á. Ef til vill hafði hún séð köngulóna spinna vef sinn milli skoltanna á svínshausnum. Strengja hann yfír gienntan kjaftinn og festa jarðar- berið og hiaupa þannig úr einu horni í annað, böðuð í ljósum kæliborðsins.“ Það er ekki á allra færi að skrifa svona stfl. Lesandinn á að hafa á tilfinningunni að smáatriðin hrannist upp eins og af sjálfu sér, en stundum fannst mér Kristján brenna sig á að koma með smá- myndir skrautsins vegna. Til dæmis þegar hann lætur pyslumar hlykkjast eins og eiturtungur um stálkrókana. En auðvitað er alger óþarfí að dæma sögur stúdenta of hart. Frekar ætti maður að undrast ef þær væru gallalausar. Og svo er óhætt að fagna fram- taki Stúdentaráðs og vonast um leið eftir framhaldi. Eg held nefni- lega að allir stúdentar hafi gott af því að leggja þykkar skólabæk- urnar frá sér öðru hvoru og lesa ljóð eða sögur. Eða yrkja Ijóð og skrifa sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.