Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 42

Morgunblaðið - 24.02.1993, Page 42
42 BORÐTENNIS MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 rwi_K ■ ÞÓRDÍS Gísladóttir hástök- kvari náði lágmarki fyrir heims- meistaramótið í fijálsíþróttum ut- anhúss, sem fram fer i Stuttgart í sumar, með því að stökkva 1,87 m í Svíþjóð um helgina. ■ LEYFILEGT er að senda þijá menn sem ná svokölluðu A-lág- marki, en það er 1,92 m og einn sem nær_B-lágmarki. Það er 1,86 m. ■ ÍSLENSKU göngumennirnir á HM í Falun færðust fram um eitt sæti í 10 km göngunni vegna þess að einn keppandi var dæmdur úr leik vegna þess að hann notaði of stóra augjýsingu. ■ DANÍEL Jakobsson hafnaði því í 85. sæti í stað 86. sæti, Sigurgeir Svavars í 91. sæti og Haukur Ei- ríksson í 101. sæti af 112 keppend- ura._ ■ ÍTALSKA stórliðið Juventus hefur augastað á franska landsliðs- manninum Franck Sauzee, sem leikur með Marseille, og einnig króatíska framheijanum Alen Boksic, sem leikur með liðinu, ef marka má fréttir blaða í útlandinu. U MARTINA Navratilova sigraði hina 19 ára Monicu Seles, sem er efst á heimsafrekalistanum í tennis, á Opna kvennameistaramóti París- ar um helgina. ■ SELES hafði sigrað í 34 leikjum í röð, en Navratilova, sem er 36 ára, sagði að tími væri kominn til að snúa blaðinu við. „Ef til vill var ég heppin, en hún hafði unnið mig þrisvar í röð og tími kominn til að breyta til.“ Stöllumar hafa mæst 17 sinnum og var þetta 7. sigur Navratilovu. ■ NAVRATILOVA var yfir sig ánægð. „Það er gaman að sigra þá bestu. Mér er sagt að ég sé sú elsta, sem sigrar efstu stúlkuna á afreka- listanum. Billie Jean King var yngri, þegar hún vann mig 1980.“ Bikarbros KR-inga Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigursveit KR í bikarkeppni Borðtennissambandsins; frá vinstri: Tómas Guðjónsson, Jóhannes Hauksson, Elin Eva Gríms- dóttir og Peter Nilsson með sigurbros á vör eftir sigurinn á Víkingum á mánudagskvöld. KR-ingar bikarmeistarar Lið KR varð bikarmeistari í borð- tennis 1993; sigraði Víking í úrslitaleik, 4:3, a mánudagskvöldið í hörkuspennandi og jöfnum leik. Staðan var 3:3 fyrir síðasta leik, þannig að þar var um hreinan úr- slitaleik að ræða. Svíinn Peter Nils- son, þjálfari og leikmaður með KR, tryggði félaginu sigur með því að leggja Kristján Jónasson í síðasta einliðaleiknum. Annars urðu úrslit sem hér segir (KR-ingar taldir á undan þar sem þeir voru á heimavelli): Tómas Guð- jónsson tapaði fyrir Kristjáni Jórias- syni 21:17, 13:21 og 17:21. Peter Nilsson sigraði svo Kristján Viðar Haraldsson 21:9, 21:15 og Elín Eva Grímsdóttir tapaði fyrir Aðalbjþrgu Björgyinsdóttur 18:21, 16:21. í tví- liðaleik höfðu svo Peter Nilsson og Jóhannes Hauksson betur gegn Kristjáni Jónassyni og Kristjáni Viðari Haraldssyni 21:14, 21:18. Elín Eva og Peter sigruðu Aðal- björgu og Kristján Jónasson 21:19, 24:22. KR var þar með komið 3:2 yfir en Tómas Guðjónsson tapaði fyrir Kristjáni Viðari Haraldssyni, 21:18, 18:21, 22:24. Um hreinan úrslitaleik var því að ræða í lokin, og Peter Nilsson sigraði Kristján Jónasson, 21:12, 21:12. Sigurganga Norðmanna heldur áfram Stefania Belmondo stöðvaði sigurgöngu Rússa í göngu kvenna Belmondo sló í gegn ítalska göngukonan, Stefania Belmondo, sigraði í göngutvíkeppni kvenna, sem lauk með 10 km göngu með frjálsri aðferð í gær. Belmondo fór fimmta af stað, 13 sekúndum á eftir Larissu Lazutinu, sem sigraði í 5 km göngunni á sunnudaginn <pg 8 sek. á eftir Lyubovu Egorvou. ít- alska stúlkna fann sig vel í braut- inni og náði þeim rússnesku fljót, fylgdi þeim eftir og átti svo enda- sprett sem færði henni sigur. Belmondo, sem vonast eftir að vinna 30 km gönguna eins og í Al- bertville, varð að láta draga úr sér tvo endajaxla fyrr í þessum mánuði og missti af nokkrum mótum í heimsbikarnum vegna þess. „Mér liður mjög vel núna og finn ekki fyrir neinu,“ sagði Belmondo. „Ég reyndi aðeins að fylgja þeim rússn- esku eftir og bjóst ekki við að mér tækist svona vel upp. í 30 km göngunni á laugardag ætla ég að nota rússnesku aðferðina — byija á fullu og reyna að halda út.“ Elena Valbe frá Rússlandi, sem sigraði 15 km gönguna á föstudag og vann þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á síðasta heimsmeist- aramóti, náði sér ekki á strik og hafnaði í 6. sæti og var 58 sekúnd- um á eftir sigurvegaranum. NORÐMENN héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistara- mótinu í norrænum greinum í Falun í gær. Þeir sigruðu í sveitakeppni í stökki af háum palli og unnu þar með fjórðu gullverðlaunin á mótinu. ítalska stúlkan Belmondo stöðvaði sig- urgöngu rússnesku stúlknanna ígöngu. Espen Bredesen, sem vann svo óvænt stökkið af háum palli á sunnudag, var aftur í sviðsljósinu í gær er hann náði besta árangrinum í sveitakeppninni og tryggði sigur- -inn öðrum fremur. Hann stökk 112 og 113 metra. „Við hefðum verið ánægðir með eitt af fímm efstu sætunum," sagði Bredesen. „Þetta er hreint ótrúlegt." Tékkar unnu siifurverðlaunin og geta þakkað Jaroslav Sakala fyrir það. Austurríksmenn með Andreas Goldberger í fararbroddi náðu að- eins þriðja sæti og þykir það ekki gott á þeim bæ. Norðmenn hafa nú unnið 12 verð- launapeninga og verða að teljast lík- . Jegir til að bæta við safnið í 15 km göngunni í dag þar sem Dæhlie, Ulvang og Bredesen eru taldir sigur- stranglegir. SKIÐI/ HMIFALUN Reuter Belmondo fljótust Stefania Belmondo, fyrir miðri mynd, var röskust í göngunni í gær. Elena Valbe frá Rússlandi er hér iyrst en Maijut Rolig í baksýn. Belmondo fór fímmta af stað en náði keppinautunum fljótlega og vann með góðum enda- spretti. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Perkins til Seattle Framheijinn Sam Perkins var á mánudaginn látinn fara frá LA Lakers til Seattle SuperSonics í skiptum fyrir miðheijann Benoit Benjamin og bak- Gunnar vörðinn Doug Valgeirsson ChristÍG. „Við þurf- skrilar frá um að yngja iiðið Bandarikjunum hjá okkur aðeins," sagði Jerry West, framkvæmda- stjóri Lakers. Perkins er 31 árs en Benjamin 28 ára og Christie 22 ára. „Ég er undrandi og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Perkins en bætti við að hann hlakkaði til að taka þátt í baráttunni með Seattle. Christie var valinn í háskólaval- inu í haust en neitaði að skrifa undir samning við Seattle og hefur því ekkert leikið. Hann þykir þó snjall leikmaður. Á morgun, fimmtudag, er síð- asti dagurinn til að skipta um lið í NBA-deildinni í vetur. Forráða- menn Detroit og LA Clippers hafa viðurkennt að þeir séu að hugsa um að skipta um leikmenn. Denn- is Rodman færi þá til Clippers fýrir bakvörðinn Gary Grant og framvörðinn Lay Vaught. ÚRSLIT Valur-UBK 131:91 Valsheimilið, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 23. febrúar 1993. Gangur leiksins: 0:2, 20:2, 28:16, 44:33, 64:37, 69:42, 79:49, 93:59, 123:89, 131:91. Stig Vals: John Taft 34, Magnús Matthías- son 29, Ragnar Þ. Jónsson 17, Símon Ólafs- son 12, Matthías Matthíasson 11, Brynjar Harðarson 8, Einar Ólafsson 7, Guðni Haf- steinsson 7, Lárus D. Pálsson 6. Stig UBK: Joe Wright 36, Hjörtur Arnar- son 14, Þorvarður Björgvinsson 14, Davíð Grissom 7, Björn Hjörleifsson 6, Árni Þór Jónsson 5, Égill Viðarsson 4, Hjörleifur Sigurþórsson 4, Starri Jónsson 1. Áhorfendur: 70 Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Víglundur Sverrisson. UMFG-UMFT 99:64 íþróttahúsið í Grindavík: Gangur leiksins: 9:0, 19:4, 32:10, 45:18, 60:25, 63:33, 85:47, 96:51, 98:60, 99:64. Stig IJMFG: Jonathan Roberts 27, Bergur Hinriksson 20, Pálmar Sigurðsson 12, Guð- mundur Bragason 12, Pétur Guðmundsson 12, Marel Guðlaugsson 8, Hjálmar Hall- grímsson 6, Bergur Eðvarðsson 2. Stig UMFT: Páll Kolbeinsson 14, Valur Ingimundarson 14, Ingvar Ormarsson 11, Karl Jonsson 8,.Ingi Þór Rúnarsson 8, Hin- rik Gunnarsson 6, Björgvin Reynisson 3. Dómarar: Kristinn Öskarsson og Kristján Möller. Dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 250. HM í Falun Göngutvikeppni kvenna: Fyrri hlutinn í göngutvíkeppninni var 5 km ganga sem fram fór á sunnudag. Síðari hlutinn fór fram í gær og þá voru gengnir 10 km með fijálsri aðferð. Helstu úrslit: 1. Stefania Belmondo (Ítalíu).....40:19.0 2. Larissa Lazutina (Rússl.)......40:19.4 3. Lyubov Egorova (Rússl.)........40:19.7 4. Manuela Di Centa (Ítalíu)......40:20.4 5. K. Neumannova (Tékkn. lýðv.) ...41:15.5 Sveitakeppni í stökki af háum palli: l.Noregi............................821.5 (Bjoön Myrbakken 107.0 m, 112.0 / Helge Brendryen 110.0, 108.0/Oyvind Berg 102.0, 101.0/Espen Bredesen 112.0, 113.0) 2. Tékkneska lýðveldið..........772.1 (Martin Svagerko 99.0, 102.0 / Frantisek Jez 100.5, 107.5 /Jiri Parma 102.5, 105.5/Jaroslav Sakala 105.0, 117.0) 3. Austurríki...................745.4 (Ernst Vettori 100.0, 103.5 / Heinz Kuttin 97.5, 105.0 / Stefan Horngacher 103.0, 102.0 / Andreas Goldberger 105.0, 107.5) 4. Frakkland...................724.2 5. Japan.......................716.0 6. Finnland....................702.7 7. Slóvenía....................671.0 8. Sviss...................... 652.9 Knattspyrna England Úrvalsdeild, mánudag: Sheff. Utd. - Oldham..............2:0 Gannon 45., Littlejohn 77. 14.628. Man. City - Sheff. Wed............1:2 (Niall Quinn 83.) - (Viv Anderson 72., Paul Warhurst 81.) 1. deild: Oxford - Grimsby.................0:1 Swindon - Tranmere...............2:0 SKOTLAND Motherwell - Rangers..............0:4 - (Mark Hateley 2, Ally McCoist og Mitsja- litsjenko eitt hvor) Dundee - Celtic...................0:1 - (Andy Payton) ■Orðrómur er nú uppi um að Liam Brady, stjóri Celtic, verði látinn fara frá félaginu en hann hefur verið við stjórnvölin í tvö ár. Rætt er um að eftirmaður hans verði Lou Macari en hann er nú hjá Stoke og hveru náð góðum árangri með liðið. Keila Bikarkeppni Konur, 8-liða úrslit: J. E.S.S. - Skutlurnar......1760:1570 Kúlumar - KR-M.S.F..........1578:1104 P.L.S.-HA!..................1949:2092 Afturgöngumar - Keilir......2040:1699 Karlar, 8-liða úrslit: K. R.-P.L.S.................2197:2165 Úlfamir - Lærlingar.........2076:2027 Egilsliðið - Sveitin........1938:2151 M.S.F. - Keilulandssveitin..2207:2381 ■Islandsmótið í parakeppni hefst í dag og líkur á Jaugardag. Næst verður leikið 15. mars í Islandsmóti liða. Handknattleikur Fram-ÍBV........................20:23 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknatt- leik, 1. deild kvenna. Mörk Fram: Þórunn Garðarsdóttir 4, Díana Guðjónsdóttir 3/3, Ósk Víðisdóttir 2, Ólafía Kvaran 2, Margrét Blöndal 2, Margrét El- íasdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Kristín Þorbjarnardóttir 1. Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 11, Judith Estergal 4, Ragna Jenný Friðriksdóttir 4, Sara Ólafsdóttir 2, Lovísa Ágústsdóttir 1, Katrín Harðardóttir 1. FELAGSLIF Stuðningsklúbbur ÍR Nokkrir eldri félagar í ÍR hafa ákveðið að stofna stuðningsmanna- klúbb meistaraflokks félagsins í knatt- spyrnu. Stofnfundur verður í kvöld kl. 20 í Seljakirkju. Komist menn ekki á fundinn en vilji ganga í klúbbinn er hægt að hafa samband við Bjöm í síma 71702 eða Vigni í 36657.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.