Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 15 Sigurður E. Vilhelmsson Hagnaðurinn er ótviræður Sá hagnaður er af þessu hlýst er margþættur. Tengsl Háskólans við atvinnulífið, sem hingað til hafa ekki verið of mikil, munu aukast og eflast. Stúdentar öðlast mikla reynslu við að takast á við raunveru- leg vrkefni, sem mun nýtast þeim við frekara nám og störf og þeim gefst færi á að átta sig á þörfum atvinnulífsins og hagræða námi sínu eftir þeim. Vinnumarkaður stúdenta verður opnaður upp á gátt og mögu- leikar á hagnýtum störfum tengdum náminu aukast að miklum mun. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi mun eflast þegar fyrirtæki átta sig á mögulegri þróunarsamvinnu við Háskólann með þátttöku stúdenta, því þeir eru mikið og lítt nýtt vinnu- afl á því sviði. Samvinna af þessu tagi er vel til þess fallin að beina nýjum straumum og bæta menntun stúdenta við Háskóla íslands. Slík sókn inn á nýjar brautir er öllum til góða; stúdentum, Háskólanum, atvinnulífínu og þjóðfélaginu í heild. Höfundur er líffræðinemi við HÍ og skipar 15. sætiá lista Vöku til Stúdentaráðs. Uppfræðing er ekki aflestur einn Háskólanám það er ég hef kynnst sem nemi í líffræðiskor er gott, svo langt sem það nær. Ég hef lesið margt og lært, um hugðarefni mín, og notið við það stuðnings víðlesinna kennara skorarinnar. En maður verður ekki góður kokkur af því einu að lesa matreiðslubækur, hversu góðar sem þær eru. Til þess að búa til góðan mat þarf maður að prófa sig áfram og æfa sig til að ná tökum á tækninni. Og til þess að aðrir geti notið góðs af matseld- inni þarf maður að vita hvað þeir vilja. Það sama á við um námið. Maður þarf að kynnast þeim vinnu- brögðum af eigin raun sem maður les um i bókum. Sjá hvernig tækin vinna, hvað ber að varast, prófa sig áfram og læra af mistökum sínum og annarra. Það er og nauðsynlegt að læra hvernig maður getur beitt þekkingu sinni, í hagnýtum jafnt sem fræðilegum rannsóknum, svo hún nýtist flestum sem best því til- gangur háskólanáms er að byggja upp fyrir framtíð sem flestra. Þegar þrengir að ber að blása til sóknar Það er ljóst að í Háskólanum býr geysileg þekking, jafnt hjá kennur- um sem nemendum. Þessa þekkingu þarf að nýta betur en nú er gert. Sú þekking sem kennarar búa yfir er að miklu leyti virkjuð í gegnum rannsóknarstörf þeirra, en hins veg- ar er heill heimur opinn þeim er nema vilja land og nýta sér þekk- ingu nemendanna. Þegar að kreppir í efnahagslífínu og atvinnuleysi eykst er ljóst að hinn hefðbundni vinnumarkaður ber ekki lengur þann ijölda námsmanna er úr skól- unum streymir á vorin. Þegar þann- ig er ástatt er námsmönnum nauð- syn að feta ótroðnar slóðir og nýta sér það sem þeir hafa aflað sér með setu á skólabekk, þ.e. þekkingu sína. Það þarf að vinna markvisst að því að afla nemendum verkefna, er tengjast atvinnulífinu í landinu, sem þeir geta unnið að undir handleiðslu kennara sinna. Með samstilltu átaki stúdenta, Háskólans og atvinnulífs- ins ber að bijóta nýtt land til rækt- unar og sá í það þeim vannýttu fræj- um er finnast innan veggja Háskól- ans. Uppskeran gæti orðið góð björg í þjóðarbúið. Þekking á þörfum þjóðfé- lagsins er námsmönnum nauðsynleg Það er hveijum manni hollt að öðlast víðsýni og vísindamönnum er nauðsynlegt að kynnast aðferðum annarra til að efla eigin rannsóknir. Því er það svo að stór hópur stúd- enta er lokið hafa háskólaprófi hér heima heldur til útlanda til fram- haldsnáms. Um það er ekkert nema gott að segja, sérstaklega e_f tekið er tillit til þess að Háskóli Islands megnar ekki við núverandi aðstæður að bjóða öllum nemendum upp á nám til meistaragráðu eða annað Skylda Háskólans er að sínna þörfum þjóðfélagsins J S B HRAUNBERGI Frjtilsu tímamir hafa gengið alvegfrábcerlega vel °S er greinilegt að þessi þjómista erþað sem beðið var eftír. eins oft FRJÁLSIR TÍMAR • frjáls maeting og ástundun Þessi kort bjóða uppá frjálsa mætingu, < og þú vilt, innan þeirrar tímalengdar og á þeim tímum dags sem þú sjált velur. SVONA FERÐU t»Ú AÐ: Þú kemur eða hringir í síma 79988 og pantar kort. Fimm daga vikunnar getur þú mætt eins oft og þú vilt. Kortin kosta kr. 4.500,- Nú bjóðum við uppá barnapössun alla dagana. J S B SUÐURVERI TOPPI TIL TÁAR Námskeifi sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlaö konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. -Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. -Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. -Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustiö. ÖNNUR KERFI ALMENNT KERFI RÓLEGT OG GOTT PÚL OG SVITI Hvernig getur hann sinnt þeim best? eftir Sigurð E. Vilhelmsson Þegar minnst er á Háskólann sjá menn oftast fyrir sér lokaða stofnun þar sem fróðleiksfúsir stúdentar hópst kringum lærða menn og lauga sig í viskubrunnum þeirra. Stúdent- arnir innbyrða visku lærimeistar- anna eftir bestu getu og fylla upp í og bæta við með bóklestri þess í millum. Þessi viska er dýrmæt þeim er hana öðlast, hvort heldur litið er til þess andlega auðs er hún skapar þeim er yfir henni búa, eða þess veraldlega er hún veitir þeim er hana kunna að nýta. Það er nefni-' lega svo að þekking gagnast ekki öðrum en þeim er hana öðlast, ef hann getur ekki komið henni frá sér, hvort heldur er í orði eða verk- um. framhaldsnám. Það er hins vegar sorglegt að sjá hversu margir snúa ekki aftur. Mikil þekking tapast úr landi á þennan hátt og er það mjög miður. Vissulega eru ástæður þessa margar, en ein þeirra er sú að þekk- ing manna á þörfum íslensks þjóðfé- lags helst ekki alltaf í hendur við aðra þekkingu þeirra. Menn fara út í framhaldsnám án þess að hafa hugmynd um hvort það nýtist til starfa hérlendis eður ei. Því er það svo að þegar þessir menn ljúka námi eru atvinnumöguleikar þeirra hér- lendis litlir, eða engir, og þeir ílengj- ast erlendis. Það er dýrt fyrir ís- lensku þjóðina að missa alla þessa „Með samstilltu átaki stúdenta, Háskólans og atvinnulífsins ber að brjóta nýtt land til ræktunar og sá í það þeim vannýttu fræjum er finnast innan veggja Háskólans.“ SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 þekkingu úr landi og nauðsynlegt að sporna við fótum bið allra fyrsta. Það verður best gert með því að tengja atvinnulífið beint við námið og veita þannig stúdentum innsýn í þróun þess, og möguleika þeirra til að hafa áhrif á hana. INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 813730 OG 79988 Sífeílt JTeiri nýta sér bamapössunina vinsælu frá kl 10-16 aíla daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.