Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 11 Sinfóníuhljómsveit Islands Aage Haugland ein- söngvari á tónleikum Þjóðleikhúsið Dansað á haustvöku ÞRIÐJU tónleikarnir í grænni áskriftaröð Sinfóníuhljómsveitar Islands verða á morgun, fimmtu- daginn 25. febrúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og eru ein- göngu helgaðir rússneskri ball- ett- og óperutónlist. Hljómsveit- arstjóri er rússinn Edward Serov, sá hinn sami og stjórnaði tónleikum hljómsveitarinnar síð- Stræti sýnt áfram VEGNA gífurlegrar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda sýn- ingum á „Stræti“ eftir Jim Cart- wright, sem sýnt hefur verið í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, áfram enn um sinn. Sýningar hóf- ust í byrjun leikársins og nálgast þær nú óðum fimmta tuginn. I fréttatilkynningu segir: „Stræti var frumsýnt í Royal Court leikhús- inu í London árið 1986 og vakti gíf- urlega athygli. Höfundurinn var með öllu óþekktur, en Cartwright sópaði til sín öllum helstu leikskáldaverð- launum Englands það árið. Ein nótt í stræti fátækrahverfis er sögusvið leikritsins. Það er drykkjusvolinn og gleðimaðurinn Scullery sem leiðir okkur um strætið og kynnir okkur fyrir íbúum þess. Verkið lýsir á hreinskilinn hátt hin- um harða heimi fátækra borgarbúa; dregur fram persónur, fyndnar, daprar, auðmýktar en umfram allt mannlegar sem þrátt fyrir atvinnu- leysi og ömurlegar aðstæður eru fullar af lífsþrótti og von. Leikarar í sýningunni eru sjö tals- ins: Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Róbert Amfmnsson, Edda Heiðrún Backman, Baltasar Kor- mákur, Þór H. Tulinius og Halldóra Bjömsdóttir. -----» »4------ Leikflokkurinn á Hvammstanga Frumsýnir Hreppstjórami á Hraunhamri LEIKFLOKKURINN á Hvamms- tanga frumsýnir Hreppstjórann á Hraunhamri eftir Loft Guð- mundsson í dag, miðvikudaginn 24. febrúar. Sýningin er í Félags- heimilinu á Hvammstanga og hefst klukkan 21. Leikstjóri er Hörður Torfason, en rúmlega 20 manns starfa að sýning- unni. Hlutverk í leikritinu eru átta. Þau eru í höndum Guðmundar Hauks Sigurðssonar, Lilju Hjartar- dóttur, Júlíusar Guðna Antonssonar, Jónínu Amardóttur, Eggerts Karls- sonar, Hrannars Haraldssonar, Kol- brúnar Jónsdóttur og Björns Sigur- valdssonar. Hreppstjórinn á Hraunhamri er gamanleikur sem gerist í sveit á Islandi á tímum seinni heimsstyrjald- arinnar. Næsta sýning verður á Hvammstanga sunnudaginn 28. febrúar klukkan 16. Fleiri sýningar eru fyrirhugaðar, auk þess em stend- ur til að sýna leikritið í Varmalandi í Borgarfirði og á Skagaströnd. 3M Öryggisfilma astliðinn fimmtudag. Einsöngv- ari er Aage Haugland, bassa- söngvari. í fréttatilkynningu segir: Aage Haugland er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann er óumdeil- anlega einn af fremstu bassasöngv- umm veraldar. Hann hóf söngferil sinn í drengjakór í heimaborg sinni, Kaupmannahöfn. Hann innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla í lækn- isfræði og tónlist en sneri sér að lokum alveg að söngnum. Haugland er tíður gestur við helstu ópemhús heims eins og Covent Garden í Lundúnum, Vínaróperuna, Metro- politan-óperuna í New York og La Scala í Mílanó. Haugland kom síð- ast til íslánds árið 1990 og söng þá meðal annars í sinfóníu Sjosta- kovits, „Babi Jar.“ A efnisskrá tónleikanna em „Rómeó og Júlía, forleikur" og Aage Haugland „Aría Gremins úr óperunni Eugene Onegin" eftir Tsjajkofskíj, „Söngur víkingsins úr óperunni Sadko“ eftir Rimsky-Korsakov, „Þáttur úr ball- ettsvítunni Rómeó og Júlía“ eftir Prokofiev, „Sál konungur“ og „Khovantsjína, forleikur" eftir Mú- sorgskíj, „Aría Kutuzovs úr óper- unni Stríð og friður" eftir Pro- koijev, „Polovtssían-dansar úr óp- erunni Igor fursti“ eftir Borodin og„Söngur Vaarlams úr óperunni Boris Goudunov" eftir Músorgskíj. Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag- „Dansað á haustvöku," eftir írska leikskáldið Brian Friel. Sýningin er á stóra sviðinu og hefst klukkan 20.00. „Dansað á haustvöku" gerist í sveit á írlandi árið 1936 þar sem Mundy-systurnar fimm lifa ein- angruðu lífi í fátækt og striti. Ein systranna, Chris, eignaðist eitt sinn dreng í lausaleik með hjartaknús- ara frá Wales sem átti í sveitinni stuttan stans og það er í gegnum augu drengsins sem við sjáum lífið J^Ballybeg í hlýjum ágústmánuði. Hann rifjar upp líf sitt með systr- unum fimm í gleði og sorg. Þær leggja sig allar fram um að lifa heiðvirðu lífi, staðfastar í sinni kaþólsku trú. En röskun verður á lífi systranna þegar bróðir þeirra kemur heim, mikið breyttur eftir langa fjarvem. Einkennilegir hlutir gerast. Systurnar einangrast og verða smátt og smátt fordómum þorpsbúa að bráð. Í fréttatilkynningu segir: Höf- undurinn, Brian Friel fæddist á írlandi 1929. Hann hefur sent frá sér á þriðja tug leikrita sem sýnd hafa verið í helstu leikhúsum hins vestræna heims. Hérlendis hafa áður verið sýnd eftir hann leikritin „írlandskortið" og „Heiðursborgar- ar.“ „Dansað á haustvöku" var frumsýnt í Abbey leikhúsinu í Du- blin árið 1990 og hefur síðan hlot- ið mörg verðlaun sem besta nýja leikritið beggja vegna Atlantshafs- ins. Leikarar í sýningunni eru Anna Kristin Arngrímsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erl- ingur Gíslason, Kristján Franklín Magnús og Sigurður Skúlason. Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi verkið, Sylvia von Kospoth er dansahöfundur. Páll Ragnarsson hannar lýsingu, leikmynd og bún- ingar eru í höndum Guðrúnar Sig- ríðar Haraldsdóttur og leikstjóri er Guðjón P. Pedersen. Fjáröflunardagur Rauða krossins EM&nsna er hefðbundinn fjáröflunardagur Rauða kxoss deildanna. Á hverju ári síðan 1925 hafa böm og unglingar um land allt aðstoðað Rauða krossinn við landssöfnun þennan dag. Fénu sem safnast, er varið til margvíslegs hjálparstarfs, utan lands sem innan, samkvæmt ákvörðun Rauða kross deildanna. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubömunum þegar þau bjóða áletraða penna til sölu og styrkja þannig hjálparstarf Rauða krossins. MANNLEG REISN ER RÉTTUR ALLRA ALÞJÓÐA rauði krossinn vill virkja sjálfboðaliða innan vébanda SINNA TIL AÐ RÉTTA ÞURFANDI FÓLKI HJÁLPARHÖND OG MEÐ ÞVÍ STUÐLA AÐ ÞVÍ AÐ FLEIRI GETI LIFAÐ MEÐ REISN. ÞESS VEGNA HEFUR RAUÐI KROSSINN VALIÐ SÉR KJÖRORÐiÐ „VlRÐUM HVERT ANNAÐ" Á YFIRSTANDANDI ÁRI. Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavlk, sími 91-626722 Neyöarsími fyrtr börn og unglinga. Rauöakrosshúsiö. Grænt símanúmer 99 66 22. Trúnaöarsími fyrir 18 ára og eldri. Vinalínan. Grænt símanúmer 99 64 64.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.