Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 4

Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Afurðaláii í sjávarútvegi með óbreyttum hætti BANKASTJÓRN Landsbanka ís- lands ræddi á fundi sínum í gær- morgun verðlækkun þá sem orð- ið hefur á fiskmörkuðum í Evr- ópu, og afurðalán Landsbankans til sjávarútvegsins. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir ekkert hafa komið fram á fundinum sem geri það að verkum að Landsbankinn þurfi að breyta því fyrirkomulagi sem nú er á afurðalánum, en auðvitað verði bankinn að vera á varðbergi gagnvart verðbreyt- ingum á markaðnum. „Það er engin nýlunda, og bankinn mun hér eftir sem hingað til fylgjast grannt með verðmyndun á þess- um afurðum,“ sagði Brynjólfur í samtali við Morgunblaðið í gær. 17 ára ungtingur í gæsluvarðhald 17 ÁRA unglingur hefur verið úrskurðaður I 14 daga gæsluvarð- hald að kröfu Rannsóknarlögreglunnar. Krafist var gæsluvarðhalds meðan rannsökuð er'meint aðild unglingsins að fjölda afbrota á síð- ustu viku og mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá um helgina við að selja sígarettur RLR hefur unglingur þessi ekki í nokkrum sölutumum í Austur- hlotið fangelsisdóm eða ákæru áð- bænum en talið er að tóbakið hafi ur. Hann var hinsvegar handtekinn verið þýfi úr innbroti i Mosfellsbæ. „Við fylgjumst auðvitað með af- urðalánamálum okkar af sérstakri kostgæfni nú, ef einhverjar hug- myndir eru á ferðinni um að meiri verðlækkanir vofi yfir á mörkuðum íslendinga, en verið hafa,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að Lands- bankinn teldi þó enga ástæðu til þess að vera með sérstakar aðgerð- ir, af þessum sökum, að minnsta kosti ekki að óbreyttu ástandi. Brynjólfur sagði að Landsbank- inn hefði þegar kannað það hjá fisk- sölusamtökunum, hvort um óeðli- lega birgðasöfnun væri að ræða hjá þeim. Hann sagði að vel gæti svo farið, að slík staða kæmi upp, en ef svo færi, þá yrði afstaða tekin til nýrrar stöðu, þegar og ef hún kæmi upp. „Ef afurðaverð fer lækkandi, þá þarf auðvitað að fylgjast með því í sambandi við viðmiðunarverð, þannig að til viðmiðunar verði ekki notað lengi verð sem er mun hærra en það raunverulega,“ sagði Brynj- ólfur Helgason. VEÐURHORFUR I DAG, 24. FEBRUAR YFIRLIT: Milli Jan Mayen og íslands er vaxandi 970 mb lægð á leið norðaust- ur en yfir Bretlandseyjum er 1.032 mb hæð. Skammt austur af Nýfundnalandi er vaxandi 1.002 mb lægð sem fer allhratt austnorðaustur. SPA: Suðvestan og síðar breytileg átt, gola og él víða um land en líklega vaxandi austan- og suðaustanlands og snjókoma suðaustanlands síödegis. Frost 0-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustanátt, allhvöss eða hvöss austast á land- inu, en mun hægari i öðrum landshlutum. Él norðan- og austanlands en úrkomu- litiö annars staðar. Frost 9-11 stig. HORFUR Á FOSTUDAG: Fremur hæg norðanátt með éljum um austanvert landið, en vestan- og suövestangola og úrkomulítið annars staðar. Frost 6-7 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan- og suðvestangola eöa kaldi. Dáiítil slydda eða súld suövestan- og vestanlands en bjartviðri annars staðar. Hiti 1 -2 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 18.30, 22.30. Svaraím! Veðurstofu fslands - Veðurfregnir: 990600. O & A A Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v ý ý Skúrir Slydduél Él / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka V dig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði er illfært vegna hvassviðr- is og hálku. Vegir á Suðurlandi eru flestir færir en komin snjókoma og skafrenningur víða með suðurströndinni. Á Snæfellsnesi eru íjallvegir ófærir og þungfært um Bröttubrekku og Svínadal. Á Vestfjórðum eru allar heiðar ófærar og víða þungfært á láglendi. Norðurleiðin er fær en hvasst og skafrenningur á heiðum, einkum á Öxnadalsheiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og á grænni linu 99-6315. Vegagerðin. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri 7 rigning Reykjavík +2 snjókoma Bergen 2 skýjað Helsinki +3 skýjað Kaupmannahöfn +2 léttskýjað Narssarasuaq +20 heiðskfrt Nuuk +17 snjókoma Ósló +11 akýjað Stokkhólmur +3 snjókoma Þórshöfn 6 akúr Algarve 15 heiðskírt Amsterdam 3 léttskýjað Barcelona 10 heiðskirt Beriin +2 skýjað Chicago +9 þokumóða Feneyjar S heiðskfrt Frankfurt +2 skýjað Glasgow 8 súld Hamborg +1 iéttskýjað London 6 léttskýjað Los Angeles 12 rigning Lúxemborg +3 snjóél Madrfd 7 léttskýjað Malaga 15 skýjað Mallorca 8 alskýjað Montreal +11 snjókoma NewYork 0 heiðskírt Oriendo vantar París vantar Madeira vantar Röm 9 hátfskýjað Vín +2 léttskýjað Washington +1 skýjað Winnipeg +28 léttskýjað Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Bóndií vanda UNNSTEINN Hermannsson bóndi í Langholtskoti. Staðfest hef- ur verið að riðuveiki hefur komið upp í fjárstofni Unnsteins. Riðuveiki finnst í Hnmamannahreppi Syðra-Langholti. RIÐUVEIKI hefur verið staðfest á bænum Langholtskoti í Hrunamannahreppi. Veikin greindist í tveggja vetra gam- alli á sem sýndi sjúkdómseinkenni sem vöktu athygli bónd- ans, Unnsteins Hermannssonar. Riðuveiki kom upp á næsta bæ, Efra-Langholti, í júnímánuði 1988, en þá reyndist ung ær vera með riðuveiki. Þá var alit fé skorið niður á þeim bæ og var þar fjárlaust í tvö ár. Dýralæknir segir að búast megi við að veikin leynist víðar á svæðinu. í Langholtskoti er 270 fjár á fóðrum og hefur féð gengið á afrétti með öðru fé sveitarinnar og því haft mikinn samgang við það. „Þetta er mikið áfall,“ sagði Unnsteinn við tíðinda- mann Morgunblaðsins. „Menn vonuðu að tekist hefði að ein- angra þetta tilfelli sem upp kom í Efra-Langholti, en svo reynist ekki vera. Það er hart að sjá á eftir þessum fallega og vel ræktaða fjárstofni sem ég tók við af föður mínum og hann var búinn að rækta allt frá fjár- skiptunum árið 1952.“ Margir bændur á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár hafa fengið hrúta frá Hermanni í Langoltskoti til að kynbæta sitt fé. Þessi tvö riðuveikitilfelli eru þau einu sem hafa vertö stað- fest á þessu stóra svæði í Ámes- sýslu austan Hvítár. Hættan til staðar „Við þessu mátti búast,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum. „Riðu- veikin er langvinn og getur leg- ið niðri árum saman. Það er hátt á fímmta ár síðan riðuveiki fannst á næsta bæ, en dæmi eru um að áður hafi veikin kom- ið upp með lengra millibili. Við vorum að vonast til að það væri einangraður staður, Efra- Langholt, en það hefur því mið- ur ekki reynst vera. Það má búast við að veikin kunni að leynast víðar á þessu svæði, því miður, úr því að þetta kemur upp núna. Það liggur fyrir sam- þykki stjómvalda að farga strax öllu fé á bæjum þar sem riða kemur upp og einnig verður að lóga kindum sem hafa verið seldar frá þeim bæjum. Niður- skurður virðist það eina ráð sem hefur dugað til að keyra riðu- veikina niður. Á næstunni verð- ur boðað til fundar með bænd- um í þessari sveit til að hafa samráð um hvernig brugðist skuli við til að koma í veg fyrir hugsanlega smithættu og varúð alla til að veikin breiðist ekki út,“ sagði Sigurður. Sig. Sigm. Dagsbrúnarmenn hjá olíufélögunum Sairniingar samræmdir KJARASAMNINGAR hjá Dagsbrúnarmönnum sem starfa hjá olíufélögunum hafa verið samræmdir en nokkurt misræmi var orðið á samningum þeirra þótt þeir væru í sömu störfum. „Það var full þörf á að sam- ræma samninga þessara manna enda um það samið í síðustu samningagerð,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að samræmdir hefðu verið samningar starfsfólks í portum olíufélaga, bílstjóra, vaktmanna og bensínafgreiðslu- manna. Einkum orðalagsbreytingar Guðmundur sagði að samræm- ingin fælist fyrst og fremst í orða- lagsbreytingum fremur en um nýjan kjarasamning væri að ræða. Viðkomandi starfsmenn olíufélag- anna hafa í sumum tilfellum fjar- lægst í samningum gegn um tíð- ina. Guðmundur sagði að tíma- bært hefði verið að samræma samninga þeirra. Hópur ungra Eyjamanna kemst hvergi UM ÁTTATÍU ungmenni frá Vestmannaeyjum, sem stödd eru í Reykjavík á vegum skóla og íþróttafélaga, komast ekki til síns heima. Undirmenn á Herjólfi eru í verkfalli og ekki hefur viðrað til flugs síðustu daga. Hópurinn er um 60 nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum og félagar í íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Ráðgert var að hóp- urinn færi á heim á leið sl. sunnu- dag en ekki hefur viðrað til flugs. Hluti hópsins býr í skátaheimili Skjöldunga í Reykjavík en flestir hafa leitað til ættingja eða vina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.