Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 24.02.1993, Síða 18
/) f- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 18 Tyrkneska forræðismálið í hæstarétti Annað andrúmsloft en í undirréttinum Ingólfstorg Líkan af fyrirhuguðu Ingólfstorgi. Horft er til suðausturs. Hönnuðir hafa gert ráð fyrir nýju húsi vest- an við Hótel Vík. Gönguleið verður opin í gegnum nýja húsið suður að Ráðhúsi. Framkvæmdum við Ingólfs- torg lokið fyrir næsta haust BORGARRÁÐ hefur samþykkt endanlega tillögu að fyrirhuguðu Ing- ólfstorgi á mótum Austurstrætis, Aðalstrætis, Vesturgötu og Hafnar- strætis. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra er gert ráð fyrir 130 milljónum til framkvæmdanna í ár. ENGINN mannsöfnuður var fyrir framan hús hæstaréttar í Ankara þegar tyrkneska forræðismálið var tekið þar fyrir um kl. 8 að íslenskum tíma í gærmorgun. Báðir málsaðilar, Sophia Hansen og Halim Al, mættu til réttarins ásámt lögmönnum sínum. Halim kom jafnframt með nokkra að- stoðarmenn sína. Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sophiu, fór fram á að dómararnir gæfu upp hvaða dag ákvörðun um hvort rétturinn tæki málið fyrir eða vísaði því í Loðnansenn óhæf til frystingar GÓÐ loðnuveiði hefur verið á Faxaflóa, en bræla hamlað veið- um á miðunum við Suð-austur- land. Hrognafylling loðnu í aðal- göngunni er orðin svo mikil að hún telst senn óhæf til frystingar og gæti hrognataka hafist eftir nokkra daga. Faxi RE landaði í frystingu í Reykjavík í gær. Torfi Jónsson stýri- maður sagði að bræla væri á miðun- um á miðjum Faxaflóa en loðnan væri þétt og gengi vel að ná henni. Hann sagði að hrognafylling væri orðin svo mikil í loðnunni að hún yrði óhæf til frystingar eftir nokkra daga og gæti þá hrognataka hafíst. hérað að nýju lægi fyrir en því var neitað. Sophia segir það já- kvætt þar sem það gefi til kynna að dómararnir ætli að kynna sér málið vel _ áður en þeir taki ákvörðun. Áætlað er að hún liggi fyrir innan hálfs mánaðar. „Hasíp fékk að byija. Hann var málefnalegur og talaði í góðan hálf- tíma á meðan dómararnir hlustuðu af mikill athygli á mál hans og punktuðu niður hjá sér einstök atriði þess,“ sagði Sophia. „Á eftir talaði lögfræðingur Halims í um fimm mínútur, gagnrýndi nokkur atriði í málflutningi Hasíps en var greinlega mjög taugaveiklaður og titrandi." Sophia benti á að lögfræðingur hennar hefði náð tali af lögfræðing Halims áður en komið var í réttarsal- inn. „Hann sagði að lögfræðingurinn vissi greinlega hvað Halim væri að gera rangt og ætti erfitt með að flytja málið samvisku sinnar vegna.“ Áfram bjartsýn Aðspurð sagði Sophia að allt ann- að andrúmsloft hefði verið í réttinum heldur en í undirrétti í Istanbúl. „Dómararnir voru yfirvegaðir og gáfu sér góðan tíma til þess að hlusta á málflutninginn án þess að grípa fram í,“ sagði hún. Sophia sagðist áfram vera bjartsýn og tók fram að lögfræðingi hennar hefði tekist að koma því á framfæri sem skipti mestu máli að þeirra mati. Hann talaði t.a.m. um hvernig systumar væru klæddar og að þær gengju ekki í almennan skóla eins og þær ættu rétt á. „Ætlunin er að hefjast handa 15. apríl og að unnið verði fram til hausts," sagði Markús Örn í samtali við Morgunblaðið að borgarráðsfundi loknum. „Vonandi verður hægt að ljúka verkinu eins og tillagan gerir ráð fyrir á þeim tíma.“ Skjóisæld og hitaðir bekkir Samkvæmt endanlegri útfærslu er gert ráð fyrir 17 til 20 skamm- tímastæðum við Veltusund, Aðal- stræti og Vesturgötu. í greinargerð með tillögunni kemur fram að mikil- vægir þættir í mótun torgsins séu skjól og heilsteypt yfirbragð. Gert er ráð fyrir hlöðnum veggjum með- fram Aðalstræti og Veltusundi og verða upphitaðir bekkir torgmegin við veggina. Torginu er skipt í tvo hluta, samkomutorg og fortorg að Borgarhúsinu. í yfírbyggðum súlna- göngum milli torganna er gert ráð fyrir þjónustu, svo sem veitingum og torgsölu. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Ólínu Þorvarðardóttur, Nýjum vettvangi. Stúdentar í Háskóla íslands ganga til kosninga á morgun Vaka félag iýðræðissinnaðra stúdenta Ahersla á hæfara og skilvirkara ^ Stúdentaráð HI „Sumir hafa gagnrýnt Vöku fyrir að leggja meiri áherslu á naflaskoðun Stúdentaráðs en hagsmunamál stúdenta fyrir kosningarnar. Við erum hins vegar þeirr- ar skoðunar að með því að létta af ráðinu verkefnum og fækka fulltrúum þess verði það bæði skilvirkara og hæfara til að vinna að hagsmunamálum stúdenta,“ seg- ir Orri Hauksson, 1. maður á lista Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, til Stúdentaráðs. Orri sagði að uppstokkun Stúdentaráðs væri eitt af baráttumálum Vöku. „Við viljum fækka verkefnum ráðsins og færa t.d. menn- ingarmál yfir til deildarfélag- anna. Þau eru betur tengd hveijum einstaklingi og við höfum þá trú að hjá þeim muni menningin fremur blómstra en undir miðstýr- ingu Stúdentaráðs," sagði hann og minnti á að Vöku- menn væru þeirrar skoðunar að óhætt væri að fækka full- trúum í Stúdentaráði úr 30 í 15 enda ylli íjöldi fulltrúa oft óþarfa málþófi. Vökumenn eru jafnframt þeirrar skoðunar að afnema beri skylduaðild að Stúdenta- ráði. „Reglugerð um Háskól- ann hefur verið túlkað þann- ig af háskólayfirvöldum að nemendur eigi um leið og þeir skrá sig í skólann að greiða vissa upphæð til Stúd- entaráðs en við viljum að þeim verði gefínn kostur á að skrá sig úr félaginu og fá gjöldin endurgreidd," sagði Orri og benti á að með þessu móti væri Stúdenta- ráði skapað aðhald sem ella væri ekki tryggt. Atvinnulífið styrki stöður við Háskólann Hvað nýjar tekjuöflunar- leiðir varðaði sagði Orri að Vökumenn hefðu stungið upp á því að reynt yrði að fá aðila í atvinnulífinu til þess að styrkja ákveðnar stöður við Háskólann í tengslum við rannsókna- tengd framhaldsverkefni nemenda. „Þessi hugmynd hefur stundum verið gagn- rýnd á þeim forsendum að akademísku frelsi háskólans sé með þessu ógnað en á móti má benda á að um væri að ræða nýjar stöður sem áður hefðu ekki verið til. Svo má geta þess að Háskólaráð hefur vald til að hafna hugmyndum sem það telur bijóta í bága við frelsi skólans," sagði Orri. „Með þessu viljum við leita nýrra leiða á sama tíma og Háskól- inn býr við þröngan kost og draga úr þeim uppgjafartón sem kveðið hefur við í skól- anum,“ bætti hann við. Hann sagði að sér litist að vissu leyti ágætlega á hugmynd um svokallað nem- endafyrirtæki. „Við verðum bara að passa okkur á því Morgunblaðið/Emilía Hugað verði að lánamálum Orri sagði að Vökumenn myndu beita sér á vett- vangi Lánasjóðs íslenskra námsmanna en leggja fram raunhæfari kröfur en áður hefðu verið lagðar fram i þeirri von að betri árangur næðist. að styggja ekki aðila vinnu- markaðarins með því að fara í samkeppni við þá á styrkj- um frá ríkinu. Miklu skiptir að Háskólinn vinni með at- vinnulífinu. Ekki síst á þess- um samdráttartímum." Leggst vel í mig Orri sagði að kosninga- baráttan hefði gengið vel og kosningarnar legðust vel í hann. Aðspurður hvort hann héldi að áhrifa frá lands- málapólitík myndi gæta í kosningunum sagði hann að ef svo yrði þætti honum það undarlegt þar sem um óskyldar kosningar væri að ræða. í komandi Stúdenta- ráðskosningum ættu málefn- in að ráða, ekki annað. Röskva samtök félagshyggjufólks Nemendafyrirtæki og kennslumiðlun STOFNUN nemendafyrirtækis og kennslumiðlunar er meðal baráttumála Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskólanum, að sögn Guðmundar Inga Jónssonar í 1. sæti framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs. Af öðrum baráttu- málum nefnir hann endurkomu mánaðargreiðslufyrir- komulags Lánasjóðs íslenskra námsmanna, breyttar reglur um endurgreiðslu lána til hagsbóta fyrir stúdenta, sumar- önn verði komið á við Háskólann og nemendum gefist kostur á barnagæslu þegar þeir hafi mesta þörf fyrir hana. Guðmundur sagði að nem- endafyrirtæki væru starfrækt um alla Evrópu. „Þangað koma nemendur og skrá sig til að taka að sér ýmiss konar verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki," sagði Guðmundur og bætti við að hægt væri að tengja nemendafyrirtæki kennslumiðlun. „Hún myndi byggjast upp á því að nem- endur í framhaldsskólum, byijunaráföngum í Háskólan- um, og jafnvel grunnskóla- nemar, gætu sótt um að fá aðstoð hjá nemendum sem væri komnir áleiðis í háskóla- námi.“ Lánasjóðurinn Hvað Lánasjóð íslenskra námsmanna áhrærði sagði Guðmundur að þar mætti ýmislegt bæta án þess að meira fé þyrfti endilega til. „Við viljum t.d. númer eitt, tvö og þijú að mánaðar- greiðslukerfínu verði komið á aftur. Það hefur sýnt sig að breytt fyrirkomulag hefur ekki skilað neinum sparnaði vegna þess að lánasjóðurinn þarf að lána fyrir vaxtakostn- aði og það er jafn há upphæð og ofgreiddu lánin voru áður,“ sagði hann en Röskva hefur einnig beint sjónum sínum að endurgreiðslukerfi Lánasjóðs- ins. „Við viljum að endur- greiðslukerfínu verði breytt þannig að hlutfall endur- greiðslna hækki eftir því sem tekjur manna eru hærri, þ.e. að prósentuhlutfallið verði hærra. Eins og endurgreiðsl- unum er háttað núna komast þeir tekjulægstu varla inn í Húsbréfakerfíð vegna þess hversu greiðslubyrði þeirra hjá Lánasjóðnum er mikil." Röskva hefur undir liðnum, menntamál, beitt sér fyrir því að komið verði á sumarönn við Háskólann. „Við höfum þó ekki í huga að nemendur sæki tíma heldur vinni sjálf- stætt undir leiðsögn kennara sinna," sagði Guðmundur og benti á að þessi hugmynd væri í athugun hjá Háskólar- áði. „Hún hefur líka verið borin undir. forsvarsmenn Lánasjóðsins og þeir líta hána jákvæðum augum svo fremi sem sumarönn stytti nám nemenda," sagði hann. Barnagæsla þegar þörf erá Guðmundur minnti á að 100 plássa Ieikskóli fyrir börn nemenda í Háskólanum yrði opnaður í byijun apríl. „Við leggjum áherslu á að opnun- artími leikskólans verði sveigjanlegur þannig að hægt sé að koma með bömin á hvaða tíma sem er og sækja þau aftur hvenær sem er. Svo teljum við æskilegt að opnun- artíminn verði lengri á meðan á próftíma stendur og þá fái jafnvel þeir, sem ekki eru annars með bömin sín í leik- SHÍ málsvari allra stúdenta „Stúdentaráð verður alltaf málsvari allra stúdenta og allir notfæra þeir sér þjón- ustu þess á einn eða annan hátt. Með því að afnema skylduaðild er því ekki verið að tala um ftjálsa heldur ókeypis aðild,“ seg- ir Guðmundur. skólanum, gæslu fyrir þau ~ þar,“ sagði hann og nefndi að einnig hefði verið rætt um að koma á fót svokallaðri „bamapíumiðlun" þar sem þeir sem byðu þjónustu sína þyrftu að hafa gengið í gegn- um námskeið hjá Rauða krossi íslands og hefðu meðmæli. Aðspurður sagði Guðmund- ur að honum fyndist áhugi nemenda í Háskólanum fyrir komandi kosningum ekki nægilega mikill og væri ástæðan sennilega sú að bar- áttan færi of mikið út í skítk- ast milli fylkinga á sama tíma og málefnin yrðu undir. Hann sagði ómögulegt að spá um úrslit en sjálfur væri hann mjög bjartsýnn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.