Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 43

Morgunblaðið - 24.02.1993, Side 43
I I I I I I I I I I I I 5 I I I MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Mjog góo æfing Bjarki Sigurðsson skorar í gærkvðidi. í hálfleik I fyrri leiknum sagði Þorbergur Að- alsteinsson við strákana að ef þeir sigruðu með 10 marka mun eða meira yrði hann uppáklæddur á bekknum í seinni lelknum — og hann stóð við það eins og sjá má á neðrl myndinni. bytjun leik. Það tókst þeim því allir virtust hafa reglulega gaman að því sem þeir voru að gera. Nú er bara að sjá hvort þessi stórsigur nægir til að hleypa keppnisskapinu í Valsmenn á nýjan leik. Varnarleikur Vals var ágætur framan af, eða þar til forskot þeirra var orðið öruggt, þá slökuðu menn örlítið á í vörninni. Brynjar gætti Joe Wright löngum og gekk það ágæt- lega. John Taft gætti hans einnig um tíma með ágætum árangri en engu að síður skoraði Wright 36 stig. John Taft var bestur Valsmanna og það er gaman að sjá þegar hann er að brjóta sér leið að körfunni fram- hjá sér miklu stærri mönnum og leggja knöttinn í körfuna. FOLK BERGSVEINN Bergsveins- son átti að vera annar markvörður íslenska liðsins í gærkvöldi, en hálsrígur kom í veg fyrir að hann gæti leikið og var kallað á Sigmar Þröst Óskarsson klukkutíma fyrir leik. UMGJÖRÐ leiksins var í stakasta lagi og ekkert vandamál á ferðum í sambandi við kynningu ájeikmönnum eða spil þjóðsöngva. ÞORBERGUR Aðalsteinsson stjórnaði landsliðinu í 100. sinn í landsleik í gærkvöldi. ■ PIOTR Dudzic (nr. 2) lék ekki í fyrri leiknum, en var mjög góður í gærkvöldi. Hann fór meiddur af velli undir lokin. ■ / FYRRI leiknum gegn Pól- verjum gerði íslenska liðið einu sinni sex mörk í röð án þess að því pólska tækist að svara fyrir sig. í gær sögðum við að liðið hefði einu sinni gert fimm mörk í röð og fjór- um sinnum fjögur. Hið rétta er að liðið skoraði einu sinni úr fimm sóknum I röð og fjórum sinnum úr Sórum sóknum í röð. I GUÐFINNUR Friðjónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiks- deild UMFG og faðir Helga sem leikur með liðinu, rakaði af sér yfir- varaskeggið eftir sigur UMFG í r. HANN hefur haft yfírvara- skegg í 25 ár og þar sem Helgi er nýorðinn 17 ára er þetta í fyrsta sinn sem hann sér föður sinn skegg- lausan. ISLENSKA landsliðið í handknattleik komst í gærkvöldi enn einu sinni að raun um að ekkert vinnst án öflugs varnarleiks og góðr- ar markvörslu. Hvorugt vartil staðar ífyrri hálfleik gegn Pólverj- um — og reyndar ekki heldur hjá gestunum — en sóknirnar, utan fimm hjá hvoru liði, gengu upp, sem gerði það að verkum að hálfleikstölur, 17:17, voru í hærri kantinum, svo vægt sétil orða tekist. Hins vegar lokaði Sigmar Þröstur Óskarsson mark- inu eftir hlé og vörnin var vel á verði, sem nægði til fjögurra marka sigurs, 28:24. Steinþór Guðbjartsson skrifar Sigmar Þröstur fór í markið um miðjan fyrri hálfleik, þegar staðan var 9:8. Hann tók þrjú skot það sem eftir lifði hálfleiksins, en stöðvaði níu af 13 sóknum Pólveija fyrri stundarfjórð- unginn eftir hlé, varði þá m.a. eitt vítakast, og markvarsla Eyja- mannsins gerði gæfumuninn; sam- heijar hans gerðu fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og Pólveijum tókst ekki að brúa bilið, þó þeim tækist einu sinni að minnka muninn í eitt mark. „Ég vissi ekki fyrr en klukkutíma fyrir leik að ég ætti að spila og var því ekki undirbúinn,“ sagði mark- vörðurinn. „Því komst ég ekki al- mennilega inní leikinn fyrir hlé, en hugsaði um skotin og lærði á þá.“ Það var vonum seinna, því Pól- verjar gerðu 11 mörk í fyrri hálf- leik með langskotum og flest voru þau eins — í gólfíð og inn eða í hornin niðri. Hins vegar gerðu gest- irnir aðeins tvö mörk með langskot- um eftir hlé. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk eins og til stóð í fyrri hálf- leik, þó varnarleikur Pólveija hefði verið allt annar og betri en í fyrri leiknum. Fjölbreytnin var alls ráð- andi, en ánægjulegast var að sjá hvað leikkerfið, sem byggist á send- ingu Sigurðar Sveinssonar á línu- mann (Geir Sveinsson) eða leik- stjómanda (Gunnar Gunnarsson), var árangursríkt. Það gekk samt ekki upp eftir hlé frekar en gegn- umbrotin, sem skiluðu þremur mörkum í fyrri hálfleik. Allt annað var að sjá til Pólveij- ana en í fyrri leiknum, því þó mark- varslan-'haí'i verið slök voru leik- mennirnir grimmir í vöminni og í fyrri hálfleik réðu íslensku strák- arnir illa við Bogdan Wenta og Pi- otr Dudzic, sem sóttu upp kantana og skoruðu hvað eftir annað yfír eða framhjá vörninni. En liðið hélt ekki út í 60 mínútur. Bogdan Kow- alczyk, þjálfari, var samt ánægður. „Markvarslan og dómararnir réðu úrslitum, en annars var leikurinn eðlilegur. Ég skil ekki enn hvað gerðist í fyrri leiknum, en þetta var allt annað og verður enn betra gegn Haukum." Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, var kátur með sóknar- leikinn í fyrri hálfleik og mark- vörslu og vöm eftir hlé, en sagði að einbeitinguna hefði vantað í varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Við leyfðum þeim að koma of nálægt okkur í fyrri hálfleik, en ef til vill er það eðlileg viðbrögð eftir fyrri leikinn — menn em ósjálfrátt ör- uggari eftir stórsigur. Annars er alltaf erfitt að meta svona æfínga- leiki og ég lít fyrst og fremst á þetta sem mjög góða æfíngu." BANDARÍKJAMAÐURINN Raymond Foster var rekinn af leikvelli í Grindavík eftir fjórar mínútur þegar heimamenn tóku á móti Tindastóli. Eftirleikurinn var Grindvíkingum auðveldur og þeir sigruðu 99:64. Valsmenn unnu Blika stórt, 131:91, að Hlíðarenda Grindvíkingar áttu ekki í erfíð- leikum með að leggja Tinda- stól af velli 99:64 í Grindavík í gær- ■■■■■■ kvöldi. Raymond r , Foster var rekinn af ó'lafsson leikvelli eftir fjög- sWar urra mmutna leik fyrir að hnýta í Krist- inn Óskarsson, annan dómaranna. Kristinn veitti honum fyrst tæknivæ- íti en Foster lét sér ekki segjast og var vísað úr húsi. „Það sem hann sagði er ekki prenthæft," sagði Krstinn eftir leikinn. Heimamenn byijuðu betur og voru búnir að skora 13 stig gegn 4 eftir 4 mínútur. Eftir að Foster var farinn af velli var eftirleikurinn auðveldur fyrir Grindvíkinga. Gestirnir gerðu aðeins 25 stig í fyrri hálfleik og það er vægast sagt sjaldgæft í úrvals- deildinni. Jonathan Roberts spilaði sinn besta leik fyrir heimamenn síðan hann gekk til liðs við þá. Bergur Hinriksson spilaði einnig vel en í leiknum fengu allir liðsmennimir að spreyta sig og stóðu fyrir sínu. Tindastóll náðu sér ekki á strik eftir brottrekstur Fosters en gáfust þó ekki upp þó við ofurefli væri að etja. Páll og Valur voru skástir gest- anna en aðrir áttu ágæta spretti. Valsmenn ekki í vandræðum Valsmenn áttu ekki í nokkrúm vandræðum þegar þeir tóku á móti Blikum að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Blikar gerðu reyndar fyrstu körf- una en síðan komu 20 stig í röð frá heimamönnum og ljóst í hvað stefndi. Valsmönnum hefur ekki gengið vel að undanfömu og vom greinilega staðráðnir í að ná upp réttum anda í liðinu á nýjan Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Ámi Sæberg ísland - Pólland 28:24 Laugardalshöll, vináttulandsleikur í handknattleik, þriðjud. 23. feb. 1993. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 7:7, 9:7, 14:14, 16:14, 16:16, 16:17, 17:17, 21:17, 21:19, 24:20, 24:23, 28:23, 28:24. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 9/3, Bjarki Sigurðsson 5, Geir Sveins- son 5, Héðinn Gilsson 3, Gunnar Beinteinsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Konráð Olavson 1. Auk þess léku Sigurður Bjarnason, Einar Gunnar Sigurðsson og Júlíus Jónasson en Gústaf Bjamason var á varamanna- bekknum allan leikinn. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 3 (þaraf eitt til mótheija), Sigmar Þröstur Óskarsson 17/1 (þaraf fjögur til mótheija). Utan vallar: Tvær mínútur. Mörk Póllands: Bogdan Wenta 7/1, Piotr Dudzic 6, Piotr Badowski 6, Dakiusz 2, Robert Nowakowski 1, Ryszard Lubaski 1, Piotr Przybecki 1. Varin skot: Artur Gural 7 (þaraf þijú til mótheija), Andrzej Marszalek 2. Utan vallar: Pjórar mínútur. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnar Kjartansson dæmdu ágætlega, en (s- lenska liðið hagnaðist á þeim í seinni hluta síðari hálfleiks. Áhorfendur: 228. íkvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild: Stykkish.: Snæfell-ÍBK.......20 1. deild karla: Akureyri: Umf. Ak.-Þór....20.20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvanna: Höllin: KR-Valur..........18.30 Höllin: Ármann - Selfoss.....20 Höllin: Fram-Vík..........21.15 Vestm.: IBV-Stjarnan.........20 Kaplakriki: FH-Fylkir........20 Strandgata: Haukar - Grótta ....18.45 Æfingaleikur: Strandgata: Haukar - Pólland...20.30 KORFUKNATTLEIKUR Foster rekinn útaf í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.